Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. september 1973 TÍMINN 3 Leiðrétting að gefnu tilefni: Könnun á staðsetningu Flugfélagsvélar á Akureyri að tilmælum Norðlendinga rak innanlandsflugið með halla var aldrei sótt um rikisstyrki til þess að borga tapið. Það geröi fé- lagið sjdlft. Blaöamaðurinn hefur einnig ummæli eftir Einari Fredriksen, þar sem hann dregur i efa að starfsbræöur sinir hjá stærri flug- félögum séu tilbúnir til sjúkra- flutninga á nóttu sem degi. Slik ummæli dæma sig sjálf. Á undan- förnum árum hafa flugmenn Flugfélags tslands farið ótalin sjúkraflug innanlands og milli landa, að nóttu sem degi við hinar erfiöustu aðstæður, og oft á tiðum þegar minni flugvélum varð ekki við komið vegna erfiðra veöur- skilyrða. Reykjavik 19. september 1973 Sveinn Sæmundsson Nýr skóli: Söngskólinn í Reykjavík Nemendur geta valið sér kennara til einkakennslu — Kórum um allt land boðið upp á þjólfun DAGBLAÐIÐ Timinn birtir i dag, miðvikudaginn 19. september frétt um að „eitt af sameiningar- málum flugféiaganna sé að kanna kaup á litlum flugvélum til þess að annast þjónustu við smærri staðina”. i framhaldi af þessari frétt, ummæli talsmanna Flugfé- lagsins Vængja og Flugskóla Helga Jónssonar. Þar sem frétt þessi er byggð á svo miklum misskilningi að furðu sætir, verður ekki hjá þvi komizt að gera stuttlega grein fyrir stað- reyndum. Þaö er i fyrsta lagi rangt, að kaup og rekstur Htilla flugvéla á innanlandsleiðum han „Komio upp” sem eitt af málum viö stofn- un Flugleiða h.f.. Flugfélag ts- lands hefir um langan aldur hald- ið uppi flugi til staða á Norð- austurlandi, til Raufarhafnar og Þórshafnar og áður til Kópa- skers. Varla verða þessir staöir flokkaöir til stærri staða. Þrátt fyrir þaö hefir félagið ekki séð ástæðu til þess að kaupa sérstak- lega litlar flugvélar til þessarar þjónustu og I vetur verður flogið þangað þrisvar i viku á Fokker Friendship-skrúfuþotum. Fyrir nokkrum árum haföi Flugfélag Islands einnig DC-3 flugvél staðsetta á Akureyri til þess að annast flug þaöan til ýmissa staða á Norður óg Austur- landi, og um tima einnig milli Akureyrar og lsafjaröar. Eftir að þessari staösetningu var hætt hafa áætlunarflugvélarnar, sem fljúga frá Reykjavik verið notaö- ar til flugs milli þessara staða að flugi milli Akureyrar og Isafjarð- ar undanskildu. Þegar samgönguáætlun fyrir Noröurland var I undirbúningi, bárust Flugfélagi Islands tilmæli um aö athugað yröi hvort stað- setning flugvélar á Akureyri væri möguleg og að sú athugun færi fram I samvinnu við Tryggva Helgason flugmann á Akureyri. Þar sem viðræður Tryggva SAKSÓKNARI rikisins hefur krafizt þess, að sakadómari láti fara fram rannsókn á þvl, hvort Sementsverksmiðja rikisins á Akranesi hafi á tilgreindu árabili selt gallað sement undir röngu nafni á of háu verði. Helgasonar og Flugfélags Islands leiddu ekki til jákvæðrar niðurstöðu, en var slitið i fullri vinsemd, bárust frekari tilmæli frá framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambands Norðurlands um að Flugfélag íslands rannsakaði möguleika á staðsetningu flug- vélar á Akureyri og flugi þaðan til staða allt frá ísafirði til Egils- staða, sem talið var að hefðu aö- stæður til flugsamgangna. Akur- eyri yrði þar meö miðstöð flug- samgangna á Noröurlandi. 1 framhaldi af þessari málaleit- an var skipuð nefnd,sem I eiga sæti nokkrir af sérfræðingum Flugfélags Islands I hinum ýmsu greinum flugsins. Hlutverk henn- ar er að afla upplýsinga og skila skýrslu um slika staðsetningu flugvélar á Akureyri. Um flug- vélakost, rekstursafkomu og þá staði sem talið er að komi til greina sem viðkomustaðir. Nefndin tók til starfa á öndverðu sumri og er skýrsla hennar væntanleg fljótlega. Það er þvi algjör firra sem fram kemur I framangreindri frétt að hugmynd um kaup og rekstur lltilla flugvéla hafi komiö fram i samningaviðræöum þeim, sem Ieiddu til stofnunar Flugleiða h.f. Hugmyndin um staðsetningu flugvélar á Akureyrí er margra ára gömul, hefir um tima verið framkvæmd og um það hvort horfið verði að þvi fyrirkomulagi á ný er alls ekki ákveöið. Og að endingu: Ummæli þau sem blaðamaður Timans hefir eftir Einari Fredriksen hjá Flug- skóla Helga Jónssonar eru á þann veg að mjög veröur aö draga i efa að þau séu rétt eftir höfð. íslend- ingar vita fullvel að bæði Loftleiö- ir og Flugfélag Islands eru f jærri þvl að vera rikisrekin fyrirtæki, og almenningur veit lika aö allan þann tima, sem Flugfélag Islands Rannsóknin skal taka til hugsanlegs misferlis á fram- leiðslustigi og afgreiðslustigi. Mál þetta er sprottiö af kærum þeim, sem Jóhannes Bjarnason verkfræðingur bar fram nú fyrir skömmu. INNAN SKAMMS tekur til starfa hér I Reykjavflt nýr skóli, sá fyrsti sinnar tegundar á landinu, þar sem kenndur veröur söngur og fög tilheyrandi söngnámi, svo sem tónfræbi, tónheyrn, nótna- lestur og samsöngur. Skólinn, sem ber heitiö Söngskólinn I Reykjavik, hefur leigt húsiö ab Laufásvegi 8 af Trésmiöafélagi Reykjavikur til S ára til starfsemi sinnar. Tekur skólinn til starfa 1. október n.k., en innritun hefst I dag. Er búizt viö, aö skólinn geti tekib allt aö 70 manns til kennsiu. Sex fastir kennarar eru ráðnir við skólann, þ.e. þau Garöar Cortez, sem jafnframt veröur skólastjóri skólans, Þuriður Páls- dóttir, Rut Magnússon, Kristinn Hallsson, Guðrún A. Simonar og Sigurður Markússon. Eins og sjá má, er kennaraliðið ekki af verri endanum. Auk þess má geta þess, aö væntanlegir nemendur munu fá kost á þvi að velja sér kennara til einkakennslu, ekki aðeins úr fyrrnefndu liði, heldur væntan- lega einnig menn utan skólans. Allmörg litil og stór herbergi eru I húsinu. Kennsla i söng og raddþjálfun mun fara fram I einkatimum, en kennsla i nótna- lestri, tónfræði, þjálfun tónheyrn- ar og raddþjálfun mun fara fram I hóptimum með 10 nemum. Farið verður eftir stigakerfi við kennsluna og tekin próf i 4. stigi til 8. stigs. Er þarna tekin hliðsjón af punktakerfi skólanna, sem er i þann veginn eða er komiö til framkvæmda. Þannig myndi próf i 5. stigi I skólanum miöaö við landspróf, en próf i 8. stigi, loka- prófið, miðaöviö stúdentspróf. Að loknu 8. stigi geta nemendur söngskólans annaö hvort haldið til framhaldsnáms i söng erlendis eöa stundaö frekara nám við söngskólann og útskrifazt siðan sem söngkennarar eöa einsöngv- arar, ef þeir kjósa svo. Þess ber ekki sizt að geta, að skólinn mun gefa kost á kennur- um sinum til þjálfunar kóra, ekki aðeins I Reykjavik heldur úti um allt land. Þannig kæmi til greina, aö sögn Garðars, að skólinn heföi t.d. þjálfunarmiðstöð á Akureyri um einhvern tíma, ef nægur áhugi kóra á Norðurlandi kæmi fram. Einnig verða haldin tveggja vikna námskeið i skólan- um einu sinni á ári fyrir kór- stjóra. Væntanlegir nemendur geta aö sjálfsögöu ráðið þvi, hve mikið eða hvaða hluta kennslunnar þeir stunda, en miðað viðfulla kennslu fá nemendur um 10 tima á viku, sem nemendur greiða 500 kr. fyrir eða 15.000.- fyrir allan vetur- inn, þar sem miðaðer við 30 vikna kennslu. Skólinn mun fá styrk frá riki og borg. Próf verða haldin þrisvar á ári, aö hausti, um miöj- an vetur og að vori. — Stp Sementsverksmiðjan undir rannsókn Alþingi hefst 10. október ALÞINGI hefur verið kallaö sam- an til fundar 10. október næst- komandi. Að þessu sinni mun það búa við nokkuð breytta húsaskip- an frá þvi, sem verið hefur. Meðal annars hefur húsakynn- um þeim, sem forseti Islands hafði i þinghúsinu, verið breytt i kaffistofu. Mólsókn á Helga fellur niður ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður málsókn á hendur Ilelga Hóseassyni vegna atburða þeirra, sem urðu við alþingishúsið við þingsetningu i l’yrrahaust. Svo sem flesta mun reka minni til, sletti Helgi þá skyri á þing- menn og aðra fyrirmenn við þing- setningu, er þeir gengu frá dóm- kirkjunni til þinghússins. Fyrir framan húsnæði Söngskólans I Reykjavik að Laufásveg 8, Frá vinstri: Garðar Cortez skólastjóri skólans, Guðrún A. Simonar, Þuriður Pálsdóttir, Itut Magnússon og Sigurður Markússon, sem öll munu kenna viðþennan nýja skóla ivetur. (Timamynd: Róbcrt) r Adeila stjórnar anstöðunnar 1 sjónvarpsþættinum i fyrrakvöld átöldu fulltrúar stjórnarandstöðunnar ákvörö- un ólafs Jóhannessonar, um aö það skip, sem viðkomandi er skráöur á, skuli færa sjúka eöa slasaba brezka sjómenn til hafnar á islandi, ef farið er fram á læknisaöstoö hér. Skuli þaö vera aöalreglan, en ákvöröun tekin I hverju ein- stöku tilfelli, hvernig meö skuli fara, samt sem áöur. I þessu sambandi ber aö hafa I huga, aö hjálparskip brezka flotans eru hér viö land til aö aðstoða viö brot gegn fslenzk- um lögum. Þessi hjálparskip hafa flutt geöveika menn og skipaö á land á isl., og þaö hefur svo komiö i hlut is- lenzkra yfirvalda aö senda menn meö hinum sjúku til Lundúna. Hjálparskipin eru brotleg aö islenzkum lögum og þess vegna er þetta ástand óþolandi, þegar brezk herskip stunda hér ásiglingar á islenzk varöskip og einn varöskips- maður liefur hlotið bana af, en orsök banaslyssins má rekja til visvitandi ásiglingar brezks herskips á Islenzkt varöskip. En fulltrúar stjórnarand- stöðunnar segja, aö í hinum nýju fyrirmælum forsætisráö- herra felist tillitsleysi gagn- vart lifi brezkra sjómanna og öryggi. Hver er þessi tillitssemi brezkra yfirvalda Bretar halda úti 3-4 freigát- um, 2-3 dráttarbátum og hjálparskipum til aö hjálpa til við og stuöla aö lögbrotum innan islenzkrar lögsögu. Þetta cr dýrt úthald og greini- lega ekkert til sparaö til aö IryRfija sem bezt að brezkir sjómenn geti stundað lögbrot- in undir sem mestri vernd og öryggi við veiðarnar. Til viöbótar þessum óhemjulega kostnaði kemur svo reglulcgt flug margra Nimrod-þota hér viö landið, sem kostar óhemju fé og einn- ig er framlag til aö stuöla aö brotum gegn Islenzkum lög- um. En á einu sviöi horfir brezka rikisstjórnin I eyrinn. Hún læt- ur ekki krónu af hendi til þess að tryggja lif og limi brezkra sjómanna, ef þeir slasast eða vcikjast. Þrátt fyrir allan við- búnaðinn og hinn óhcmjulega kostnað, sem lagöur er á brezka skattborgara að greiða til að stuöla að ólöglegum veiðum brczkra togara innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, dettur brezku stjórninni ekki I hug að hafa sjúkraskip á miöunum, með öllum her- skipunum og dráttarhátunum, þannig að brezkir sjómenn gætu fengið sctn skjótasta og öruggasta læknishjálp. Þannig kemur það Ijóslega fram i verki, hvar sterlingsp. eru spöruð og hvar ekki, varðandi aðstöðu brczkra sjó- manna á miðunum við island. i fyrstu fréttunum af við- búnaði Breta, nokkru áður cn fiskveiöilögsagan var færð út i 50 milur, var hermt, að I hjálparskipunum yrði aðstaða til læknish jálpar og læknar um borö. Siðan hefur ekkert heyrzt af þvi frekar og munu brezk yfirvöld hafá séð að það var unnt að spara sér þessa fyrirhöfn og kostnað með þvi að láta hjálparskipin flytja sjúklingana i land i umsjá is- lenzkra handa. Af þessu má öllum vera þaö Ijóst, hvaða aðili i þessu „þorskastriði” það cr, sem sýnir lifi, limum og öryggi brezkra sjómanna tillitsleysi — ef ekki fyrirlitningu. Það eru brezk stjórnvöld, sem Framhald á 35. siðu. HHaaMaogðmv ititatw -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.