Fréttablaðið - 04.12.2004, Qupperneq 4
4 4. desember 2004 LAUGARDAGUR
Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis
um sameiningu kerfa:
Alfarið á móti
SJÁVARÚTVEGUR Guðjón Hjörleifs-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og formaður sjávarútvegs-
nefndar, segist vera alfarið á móti
því að krókaflamarkskerfið, sem
oft er kallað litla kerfið, og stóra
kerfið verði sameinuð.
„Að mínu mati er það mikilvægt
byggðamál að litla kerfið verði
áfram við lýði,“ segir Guðjón.
„Þannig er líka hægt að koma í veg
fyrir að þeir stóru verði enn
stærri.“
Aðspurður segist Guðjón vissu-
lega hafa orðið var við það að út-
gerðarmenn og smábátasjómenn
séu að þrýsta á um að kerfin verði
sameinuð. Greinilegt sé að málið sé
mikið til umræðu hjá mönnum sem
lifi og hrærist í sjávarútveginum.
„Ég hef verið töluvert spurður
að því hvort þetta komi til greina.
Ég tel að það gerið það ekki. Það er
það mikil byggðaumræða inni á
Alþingi að ég tel að þingmenn séu
almennt sammála um að sameina
þetta ekki heldur halda þessum
kerfum algjörlega aðskildum.“ - th
R-listinn hækkar
gjöld á borgarbúa
R-listinn hefur samþykkt að hækka sorphirðugjald um 30 prósent.
Heimaþjónusta hækkar um ríflega 40 prósent. Oddviti sjálfstæðis-
manna segir hækkanir endurspegla veika fjármálastjórn meirihlutans.
BORGARMÁL R-listinn hefur sam-
þykkt að hækka ýmis gjöld sem
snúa að sorphirðu, frístundum, fé-
lagsþjónustu og menningarmál-
um.
Borgarráð samþykkti á
fimmtudaginn að hækka sorp-
hirðugjald fyrir heimili um 30
prósent. Samkvæmt því mun til
dæmis gjald fyrir vikulega tæm-
ingu á ruslatunnu hækka úr 7.478
krónum á ári í 9.700 krónur.
Gjaldið er hækkað til að það
standi undir meðalraunkostnaði
við meðhöndlun úrgangs að því er
fram kemur í bréfi forstöðu-
manns Umhverfis- og heilbrigðis-
stofu. Borgaryfirvöld samþykktu
líka að hækka gjald fyrir hverja
unna vinnustund í heimaþjónustu
úr 350 krónum í 500 krónur eða
um rúm 40 prósent.
„Það er um verulegar hækkan-
ir að ræða og meiri en við höfum
séð oftast áður,“ segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins. „Þessar hækkan-
ir eru að vissu leyti afleiðing
veikrar fjármálastjórnar R-list-
ans á undanförnum árum. Þetta er
ein leiðin, ásamt miklum skatta-
hækkunum, að mæta þeim fjár-
hagsvanda sem R-listinn stendur
frammi fyrir.“
Gjaldskrá í sundlaugar
Reykjavíkur verður hækkuð að
jafnaði um tíu prósent. Þannig
hækkar stakt gjald fyrir fullorðna
úr 230 krónum í 250 krónur og
fyrir börn úr 100 krónum í 110
krónur. Tíu miða kort hækkar úr
1.650 krónum í 1.900 krónur og ár-
skort úr 19.500 krónum í 21.500
krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er
dýrast að fara í sund í Reykjavík.
R-listinn hefur samþykkt að
hækka gjald fyrir barn á frí-
stundaheimili úr 6.500 krónum á
mánuði í 7.150. Frístundaheimili
bjóða sex til níu ára börnum upp á
tómstundastarf þegar hefðbundn-
um skóladegi lýkur. Meirihluti
borgarstjórnar hefur einnig sam-
þykkt að hækka gjaldskrá skóla-
hljómsveita og bókasafna. Gjald
vegna grunnnáms barns í skóla-
hljómsveit fyrir veturinn hækkar
úr 14.000 krónum í 15.000. Bóka-
safnsskírteini fyrir fullorðna
hækkar úr 1.000 krónum á ári í
1.200 krónur. Í bréfi frá menning-
armálastjóra kemur fram að
gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár.
Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæj-
arsafn úr 500 krónum í 600 krón-
ur.
trausti@frettabladid.is
KERTASTJAKARNIR
Voru til sölu 13. október til 3. nóvember.
Europris innkallar vöru:
Eldfimir
kertastjakar
ELDVARNIR Europris hefur ákveðið
að innkalla ákveðna tegund kerta-
stjaka fyrir sprittkerti vegna eld-
hættu. Kertastjakarnir voru til
sölu frá 13. október til 3. nóvem-
ber. Í ljós hefur komið að það
getur kviknað í stjökunum ef
loginn nær að snerta þá.
Þeir sem hafa keypt svona
stjaka geta skilað þeim til næstu
Europris-verslunar þar sem
varan verður endurgreidd. Í til-
kynningu frá Europris eru við-
skiptavinir beðnir afsökunar á
óþægindunum sem þetta kann að
valda og fullyrt að héðan í frá
verði lögð ríkari áhersla á að
prófa vörur frá birgjum. ■
Samtök atvinnulífsins:
Kaupmáttur
jókst
KJARAMÁL Regluleg laun á almenn-
um vinnumarkaði hækkuðu um
4,9 prósent að meðaltali milli
þriðja ársfjórðungs 2003 og þriðja
ársfjórðungs 2004. Vísitala
neysluverðs hækkaði um 3,6 pró-
sent og jókst því kaupmáttur
launa að meðaltali um 1,3 prósent.
Laun kvenna hækkuðu um 5,9
prósent og karla um 4,5 prósent.
Laun á höfuðborgarsvæðinu
hækkuðu um 4,8 prósent og úti á
landi um 5,2 prósent. ■
■ MIÐ-AUSTURLÖND
Sendir þú jólapakka til útlanda?
Spurning dagsins í dag:
Spilar þú tölvuleiki?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
54,8%
45,2%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
Vinnumarkaður:
Fjölgun
framundan
KJARAMÁL Fjölgun starfa virðist
vera framundan á vinnumarkaði,
samkvæmt könnun sem Samtök
atvinnulífsins hafa gert á ráðning-
aráformum fyrirtækja. Um 19
prósent fyrirtækja hyggjast
fjölga starfsfólki næstu þrjá til
fjóra mánuðina en aðeins sjö pró-
sent hyggja á fækkun.
Fjölgunin á sér stað í nær
öllum greinum, aðeins fyrirtæki í
útgerð boða lítils háttar fækkun
starfsfólks.
Meiri fjölgun virðist fram-
undan á höfuðborgarsvæðinu en á
landsbyggðinni. - ghs
Hvolsvöllur:
Í ökuferð
út í móa
LÖGREGLA Piltur sem nýkominn er
með bílpróf ók bíl móður sinnar út
í skurð skammt frá Hvolsvelli á
fimmtudagskvöld. Hann hafði
fengið bílinn lánaðan til að keyra
vin sinn heim en fór þess í stað að
keyra út í móa langt frá veginum.
Bílferðin endaði ofan í skurði
og björguðu bílbeltin því að pilt-
arnir hentust ekki í gegnum fram-
rúðuna. Ástæðan fyrir akstrinum
í móanum sagði pilturinn vera að
gaman væri að láta bílinn hoppa
til á þúfunum. Bílnum þurfti að ná
upp úr skurðinum með traktors-
gröfu. - hrs
AUÐGA ÚRAN AFTUR Íranar hefja
auðgun úrans aftur innan hálfs
árs, sagði Hashemi Rafsanjani,
fyrrum forseti landsins, í ræðu.
Rafsanjani, sem hefur enn mikil
áhrif í Íran, sagði nauðsynlegt
fyrir Írana að nýta kjarnorku og
að útlendingar kæmu ekki í veg
fyrir það.
„Lygin er valdið, sannleikurinn
óttaleg vandræði.
Kvennabókmenntir eru rugl.
Klám og spjallsíður það sem lifir.
Fyrst blöskraði mér þó
nihilisminn þegar aðalpersónan
ræðst gegn andlegum leiðtoga
sínum í póstmódernisma með
orðunum: ,,Allt var ekki lengur
texti, allt var stríð.““
Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
Lesið þessa bók! Sannfærist!
Heillist! Hugsjónadruslan er
þetta en líka svo margt margt
fleira.
Nýr höfundur, ný og ósvikin rödd og
gagnrýnendurnir strax byrjaðir að
aftengja sprengjuna:
SORPHIRÐA Í RE0YKJAVÍK
R-listinn hefur samþykkt að hækka sorphirðugjöld. Árgjald fyrir vikulega tæmingu á rusla-
tunnu hækkar úr 7.478 krónum í 9.700 krónur.
DÆMI UM HÆKKANIR Á GJALD-
SKRÁM REYKJAVÍKURBORGAR
Gjöld Hækkun
Sorphirðugjald 30%
Sundlaugar 10%
Frístundaheimili 10%
Æskulýðsstarf 7%
Bókasafn 20%
Heimaþjónusta 40%
GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON
Formaður sjávarútvegsnefndar segist hafa
orðið var við að útgerðarmenn séu að
þrýsta á sameiningu fiskveiðikerfanna.
Verðlagsþróun:
Bensínverð
lækkar víða
OLÍUVERÐ Olíufélögin þrjú, Esso,
Olís og Skeljungur, lækkuðu verð
á olíu og bensíni í gær, en heims-
markaðsverð olíu hefur lækkað
ört síðustu daga. Esso og Skelj-
ungur lækkuðu bæði bensín um
1,40 krónur og dísilolíu um 1,50
krónur á lítrann. Olís lækkaði
verð mismikið eftir útsölustöðum.
Hjá Atlantsolíu segjast menn
fylgjast grannt með þróun olíu-
verðs, en hafa ekki gripið til lækk-
ana enn. „Við höfum ekki hækkað
verð síðan 27. ágúst og lækkuðum
raunar einu sinni 6. nóvember,“
segir Hugi Hreiðarsson, kynning-
arfulltrúi Atlantsolíu. - óká