Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 8

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 8
8 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Stoðir hf. kaupa sýningarskálann í Aðalstræti fyrir 160 milljónir króna: Borgin greiðir 480 milljónir í leigu BORGARMÁL Reykjavíkurborg hef- ur ákveðið að semja við fasteigna- félagið Stoðir hf. um sölu á sýn- ingarskálanum í kjallara Aðal- strætis 16, þar sem rústir land- námsskálans verða til sýnis. Stoðir greiða 160 milljónir króna fyrir sýningarskálann og kostnað við framkvæmdir, sem metinn er á um 90 milljónir króna. Samtals eru þetta 250 milljónir króna. Á móti skuld- bindur borgin sig til að leigja hann af félaginu fyrir 1,6 millj- ónir króna á mánuði í 25 ár. Sam- kvæmt því greiðir borgin 480 milljónir króna í leigu á samn- ingstímanum. Mismunur er 230 milljónir króna. Í greinagerð Steinunnar Valdísar Óskarsdótt- ur borgarstjóra segir að sam- kvæmt mati fjármáladeildar borgarinnar sé talið hagstæðara fyrir Reykjavíkurborg að leigja skálann en að eiga hann og reka. Borgin hefur forkaupsrétt að skálanum og möguleika til að framlengja leiguna um fimm ár. Sýningarskálinn verður hluti af hóteli sem nú er verið að byggja á horni Aðalstrætis og Túngötu. Framkvæmdum við sýn- ingarskálann á að vera lokið fyrir 1. mars á næsta ári. - th Tæplega 200 milljóna niðurskurður í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir sveitarfélögin ekki geta rekið þjónustu við íbúa nema rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður. Sveitarfélögin bíða niðurstöðu tekjustofnanefndar sem fundar við ríkið. SVEITARSTJÓRNARMÁL Grípa þarf til niðurskurðar í rekstri Hafnar- fjarðarbæjar til að mæta kjara- samningi kennara, segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. Hann, ásamt Einari Njálssyni, bæjar- stjóra í Árborg, áréttar að tekju- stofnar sveitarfélaganna séu veikir. Lúðvík segir útgjöld Hafnar- fjarðarbæjar aukast verulega vegna komandi kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Samningur kennara auki kostnað bæjarins til dæmis í kringum 190 milljónir króna á næsta ári. „Við erum að fara með fjár- hagsáætlun í síðari umræðu í næstu viku. Það er ljóst að við verðum að grípa til ráðstafana núna fyrir seinni umræðu til að mæta þessum kostnaðarauka,“ segir Lúðvík. Allt sé til skoðunar í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvar herða þurfi ólina: „Ég veit að menn eru að glíma við sama vanda allt í kring- um landið.“ Einar Njálsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið Árborg þurfa að grípa til aðgerða vegna al- mennrar kostnaðarþróunar en ekki sérstaklega vegna kjara- samninga grunnskólakennara. Þeir séu aðeins þriðjungur starfs- manna sveitarfélagins og eftir sé að semja við aðra starfsmenn þess. Einar segir sveitarstjórnar- menn bíða eftir niðurstöðu tekju- stofnanefndar, sem standi í við- ræðum við ríkið. Viðræðum hafi miðað hægt, sem séu vonbrigði. Skriður virðist kominn á störf nefndarinnar og sveitarstjórnar- menn vænti niðurstöðu eftir um tveggja mánaða skeið. Lúðvík segir aðspurður að fjár- hagsmál Hafnarfjarðar hafi verið til skoðunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, rétt eins og annarra sveitarfélaga. Það hafi rétt eins og 70 prósent sveitar- félaga eytt um efni fram á síðasta ári. Niðurstaða ársreikninga verði í nokkuð góðu jafnvægi á þessu ári. „Við höfum líka verið í mikilli hagræðingu og sparnaði. Það er ekki um annað að ræða en að halda sjó í þessari stöðu,“ segir Lúðvík. Sveitarfélögin geti ekki rekið þjónustu við íbúa nema rekstrargrundvöllur þeirra verði tryggður. gag@frettabladid.is Hæstiréttur: Sló mann í andlitið DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlit- ið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sérá- kvæði þar sem hann taldi að sýkna ætti manninn. Samkvæmt framburði vitna hefði höggið ekki verið kröftugt og sá sem varð fyrir árásinni sagði manninn hafa otað að sér flöskunni. Taldi hann ósannað að ætlunin hefði verið að veita áverkann sem maðurinn hlaut. ■ Banaslysið í Vonarskarði: Minningar- sjóður SJÓÐUR Stofnaður hefur verið minningarsjóður fyrir börn Stef- áns Reynis Ásgeirssonar, sem lést í bílslysi í sunnanverðu Vonar- skarði sunnudaginn 28. nóvember. Útför Stefáns Reynis, sem lætur eftir sig unnustu og þrjú börn, fór fram í Grafarvogskirkju í gær. Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna geta lagt inn á reikning: 0114-05-065388, kennitala: 101267- 4239. ■ ■ KJARAMÁL KENNARA Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. Ný send ing kominn Einstök húsgögn með heillandi sögu. Opið frá 12:00 - 18:00 virka daga og 12:00 - 16:00 laugardaga. Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru Félagsmálaráðuneytið og Geysir: Samstarf um atvinnu geðfatlaðra ATVINNUMÁL Félagsmála- ráðherra, Árni Magnús- son, hefur gert sam- starfssamning við klúbbinn Geysi um að félagar í honum komi til starfa í félagsmála- ráðuneytið árið 2005. Um er að ræða að hámarki hálft stöðu- gildi sem ráðgert er að nýta þannig að tveir félagar í Geysi komi til starfa í ráðuneytinu, hvor í sex mánuði í senn, á næsta ári. Geysir starfar eftir alþjóðlegri hugmynda- fræði, Fountain House, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í New York árið 1948 og er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Hugmyndafræði Fountain House og klúbba sem starfræktir eru um allan heim byggir á þeim skilningi að bati vegna geðrænna veikinda verði að fela í sér þátttöku í mikilvægu samfélagi. Í samræmi við það hefur Klúbburinn Geysir frá upphafi verið vettvangur starfsleitar fyrir félaga sína og er sá samningur sem undirritaður hefur verið við félagsmálaráðu- neytið liður í því starfi. - - jss Íslensk stjórnvöld: Styrkja kennslu MENNTAMÁL Nú styrkja íslensk stjórnvöld kennslu í íslensku við 17 erlenda háskóla, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti um menn- ingar- og landkynningarmál. Hátt á annað þúsund nemar stunda nám í íslensku við hina er- lendu háskóla ár hvert fyrir utan þann fjölda erlendra nema sem stundar íslenskunám við Háskóla Íslands, í reglulegu námi á vetr- um og á sumarnámskeiðum. Að auki nema margir forníslensku erlendis. Það er Stofnun Sigurðar Norð- dals sem annast umsjón með íslenskukennslu við erlenda háskóla af hálfu íslenskra stjórn- valda. ■ ATKVÆÐI KOMIN Í HÚS Atkvæði kennara hafa að mestu borist í hús Kennarasambandsins, að sögn Helga E. Helgasonar upp- lýsingafulltrúa. Nokkur atkvæði gætu þó verið á leið í pósti. Talning atkvæða verði um helg- ina og niðurstaða kosningu um kjarasamning grunnskólakenn- ara við sveitarfélögin kunngerð á mánudag. KENNSLA ÁKVEÐIN EFTIR HELGI Borgaryfirvöld ákveða ekki hvernig uppfylla eigi 170 daga kennslu grunnskólabarna fyrr en eftir að niðurstaðan í atkvæða- greiðslu kennara liggur fyrir. Starfshópur skoðar hvaða ráð- stafanir koma til greina og verð- ur ákvörðun hópsins kynnt síð- degis á mánudag eða á þriðjudag. HÓTELIÐ VIÐ AÐALSTRÆTI Framkvæmdir standa nú yfir í Aðalstræti þar sem verið er að reisa hótel. Í kjallaranum verða fornminjar landnámsskálans til sýnis. ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA. LÚÐVÍK GEIRSSON Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að skera verði niður um 190 milljónir vegna breyttra kjara kennara. Ekki hafi verið ákveðið hvar sparnaðurinn komi fram. Það verði rætt á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudag. FRÓÐLEIKSMOLI: Að meðaltali fór 51,1 prósent af heild- artekjum aðalsjóðs sveitarfélaganna til fræðslu- og uppeldismála árið 2003. Innan þess ramma falla grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar. Hækkaði hlutfallið um 0,4 prósentustig milli ára. Hlutfall Hafnarfjarðarbæjar var 56,4 prósent árið 2003. Sveitarfélagið Árborg lagði til 55,5 prósent, rétt tæp- lega prósentustigi meira en árinu á undan. Á SNEKKJUSÝNINGU Fyrstu gestir á 44. Siglingahátíðinni í París hópast að til að skoða snekkju í gær. Sýn- ingin verður opin almenningi frá og með deginum í dag og fram til 13. þessa mán- aðar, en á henni má sjá nýjustu afurðir snekkjuframleiðenda. ■ EVRÓPA SPRENGJUÁRÁSIR Í MADRÍD Fimm sprengjur sprungu í Madríd um kvöldmatarleytið í gær, þær ollu smávægilegum skaða en engum meiðslum. ETA, hryðjuverka- hreyfing Baska, varaði við sprengjunum skömmu áður en þær sprungu. SLASAÐIST Á AUGA Maður meiddist á auga í vinnuslysi í Bláfjöllum í fyrradag. Hann var að vinna við eina skíðalyftuna og fékk skrúfjárn í augað. Maðurinn var fluttur á slysadeild þaðan sem hann fór beint í aðgerð. VATNSLEKI Í PENNANUM Vatn flæddi yfir um 400 fermetra svæði í Pennanum í Hallarmúla í gærmorgun og var slökkvilið kallað á staðinn. Lekinn varð vegna tæringar á vatnslögn. Skemmdir urðu á gólfefnum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR AP M YN D /R EM Y D E LA M AU VI N IE R E
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.