Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 24

Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 24
Það hafði flogið fyrir að íslenska utanríkisráðuneytið hefði undir forystu Halldórs Ásgrímssonar sett sér það háleita markmið að tryggja Íslandi sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir kjör- tímabilið 2009-2010. Háar tölur heyrðust nefndar um þær upphæð- ir sem kosningabarátta af þessu tagi mundi kosta, en það væri þess virði vegna þess að vegur Íslands mundi vaxa í veröldinni og orðstír þess berast um heiminn. Svo var það, um það leyti sem þeir höfðu stólaskipti Davíð og Halldór, að breiðsíða birtist í Morg- unblaðinu með viðtali við Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúa Ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, sem rak ákafan áróður fyrir því að Ísland leitaði fulltingis meðal að- ildarþjóðanna við þessa hugmynd. Framboðsbarátta væri raunar þeg- ar hafin og kostnaður við bröltið talinn geta numið allt að 800 millj- ónum króna. Miðað við áreiðan- leika fjárhagsáætlana opinberra aðila er örugglega óhætt að smyrja ofan á þetta sirka 20 prósentum og gera ráð fyrir að utanríkisráðu- neytið sé reiðubúið að verja til þess arna svo sem einum milljarði. Og rökin fyrir þessu. Það væri stefna Íslands að láta að sér kveða sem víðast í alþjóðasamstarfi. Ís- land vildi hvarvetna stuðla að friði. Og svo kom rúsínan í pylsuendan- um, „rök“ sem oft er gripið til þegar allt um þrýtur: Þetta er svo góð landkynning, að jafnvel þótt ekki heppnaðist að afla nægilegs fylgis við Íslending í þetta sæti, þá er það fullkomlega peninganna virði að sóa í þetta svo sem eins og milljarði króna! Hjálmar skýrði svo frá, að þeg- ar hefði framboð íslensks fulltrúa verið kynnt fyrir fulltrúum fjöl- margra þjóða og fengið jákvæð viðbrögð en tók þó fram, að í þessu efni yrði ekkert öruggt fyrr en komið væri fast að kosningunni. Nú er það svo, að aldrei hingað til hefur ríkt jafn mikil óvissa um framtíðarskipan Öryggisráðsins. Núverandi skipan endurspeglar valdahlutföll eins og þau voru við lok síðari heimsstyrjaldar. Fimm ríki hafa fastafulltrúa, sem hver um sig fer með neitunarvald; Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland og Kína. Tíu fulltrúar til viðbótar eru kosnir til tveggja ára í senn. Þýskaland telur sig ekki hafa minni rétt en Frakkland sem efna- hagslegt stórveldi. Í Asíu gera Ind- land, næstfjölmennasta ríki heims, Japan og Indónesía, fjölmennasta múslimaríki heimsins, öll kröfu til fastafulltrúa. Háværar kröfur eru uppi um að þess verði jafnan gætt að allar heimsálfur eigi sinn full- trúa. Þótt ekkert samkomulag sé í sjónmáli í þessu efni verður þó að gera fastlega ráð fyrir því að ein- hvern tíma á næstu árum verði skipan Öryggisráðsins gerbreytt, og líkindin á því að þá verði pláss í ráðinu fyrir smáríki á borð við Ísland verða þá hverfandi. En setjum nú svo að öll þessi stórveldi að mannfjölda, efnahags- og hernaðarmætti komi sér nú ekki saman um neitt og því verði kosið til ráðsins eftir núgildandi reglum eftir fjögur ár. Er líklegt að vegur Íslands aukist við þetta, það verði stöðugt í sviðsljósinu, heimurinn eigi eftir að standa á öndinni yfir því hvaða ákvörðun íslenski full- trúinn muni að lokum taka varð- andi frið eða ófrið? Annað eyland í Atlantshafi, Grænhöfðaeyjar, fékk fulltrúa sinn kjörinn í ráðið fyrir nokkrum árum. Ég hef ekki orðið var við að hróður þess ágæta ríkis hafi aukist um svo mikið sem spönn við þessa vegsemd. Þær ágætu eyjar voru öllum jafn ókunnar í lok tveggja ára kjörtíma- bilsins sem við upphaf þess. Einstaka sinnum hendir þó að smáríki komist í skeyti alþjóðlegra fréttastofa vegna setu sinnar í ör- yggisráðinu. Þannig var t.d. með Afríkuríkið Kamerún í undanfara innrásarinnar í Írak. Þegar ljóst var að neitunarvaldi yrði beitt gegn lokaályktun, sem legði bless- un yfir innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak, freistuðu Bandaríkin þess að ná þó fram hreinum meiri- hluta fulltrúa með slíkri ályktun. Kamerún komst þá í oddaaðstöðu. Sendifulltrúar Frakka og Banda- ríkjanna háðu harða keppni um at- kvæði Kamerún og spöruðu hvorki gylliboð né hótanir (og kannski smámútur) til að ná markmiði sínu. Að lokum höfðu gömlu nýlendu- herrarnir yfirhöndina og Banda- ríkjamenn urðu að bíta í það súra epli að fá ekki einu sinni meirihluta atkvæða í Öryggisráðinu fyrir lokaályktun af þessu tagi. Ekki varð ég var við að Kamerún stigi í áliti heimsins við þessa athygli. Hin kalda staðreynd er sú, að verðandi fulltrúi Íslands á aðeins um tvennt að velja kæmi til at- kvæðagreiðslu í ráðinu: Koma fram sem aftaníossi og leppur Bandaríkjanna, sem fylgdi þeim í hvívetna, eða snúast gegn Banda- ríkjunum og fyrirgera þannig því vinsamlega samkomulagi sem þrátt fyrir allt hefur verið byggt upp milli okkar og þeirra á síðustu áratugum. Ég veit ekki hvor kost- urinn er verri. Hitt er víst að hvor- ugt hlutskiptið yrði okkur til álits- auka. Við hljótum að geta varið þessum milljarði til verðugri verk- efna innanlands eða utan. ■ Í stafrófskverum hagfræðinnar er vaxtahækkun jafnan talin með-al hinna einföldustu og áhrifamestu ráða til að sporna við offram-boði á peningum sem birtist í verðbólgu. Þetta byggir á þeirri ein- földu hugsun að þegar verð vöru hækkar, í þessu tilfelli peninga, minnkar eftirspurnin. Þegar Íslendingar tóku upp hefðbundna vest- ræna hagstjórn í byrjun tíunda áratugarins og ríkisstjórnin ákvað að notfæra sér þessa aðferð til að slá á þenslu var hugsunin svo framandi að formaður annarrar stærstu launþegahreyfingar landsins andmælti henni með þeim orðum að vaxtahækkun myndi augljóslega auka verð- bólguna en ekki minnka hana. Reynslan átti þó eftir að sýna annað. En samtímis því sem við Íslendingar höfum verið að tileinka okkur skilning á lögmálum efnahagslífsins hefur þjóðfélagið tekið stakka- skiptum. Hækkun vaxta er enn áhrifarík leið til að halda aftur af verð- bólgu en hún er ekki lengur sá töfrasproti sem hún var þegar hagkerf- ið var fábrotnara og einangraðra en nú er. Einkavæðingin, alþjóðavæð- ingin og frjálsræðið á fjármagnsmarkaðnum setur opinberri hag- stjórn, þar á meðal vaxtahækkun, auknar hömlur og takmarkanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans á fimmtudaginn um eitt prósentu- stig, úr 7,25% í 8,25%, er viðleitni til að hafa verðþróun hér á landi í samræmi við ásetning bankans um að halda verðbólgu sem næst við 2,5% sem er hið yfirlýsta verðbólgumarkmið bankans. Að undanförnu hefur ýmislegt bent til þess að verðbólgan gæti farið verulega fram úr þeirri áætlun. Í ársfjórðungsriti Seðlabankans, Peningamálum, segir að innlend eftirspurn hafi aukist hraðar en áður var talið og umfang stóriðjuframkvæmda hafi aukist. Auk þess hafi útlán bankanna til ein- staklinga, og þá er einkum átt við nýju húsnæðislánin, aukist verulega í kjölfar vaxandi samkeppni á fjármálamarkaði. Ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um skattalækkanir án þess að samtímis sé skýrt frá áformum um aðhald í ríkisfjármálum hafi hér einnig áhrif. Ástæðulaust er að fetta fingur út í ráðstafanir Seðlabankans, svo málefnalegar sem þær eru. Hitt blasir við að vegna breytinga á ís- lensku hagkerfi verður árangur þeirra minni og ekki eins skjótvirkur og áður. Búast má við því að þörf verði á frekari vaxtahækkun innan tíðar. Í þessu sambandi er á það að líta að bankarnir og stórfyrirtækin hafa í auknum mæli fjármagnað sig utan landsteinanna með gengis- bundnum lánum sem eru miðuð við erlenda millibankavexti. Stýrivext- ir Seðlabankans hafa engin áhrif á þau lánskjör. Þessu gerir Seðlabank- inn sér auðvitað grein fyrir. Hann er með lausafjármarkaðinn í huga. Hugmynd hans er jafnframt að láta vaxtahækkunina auka eftirspurn utanlands eftir íslenskum krónum, styrkja gengið og halda þannig vöruverði innanlands niðri. Þetta mun hins vegar bitna á atvinnugrein- um sem framleiða fyrir útflutningsmarkað eða hafa með öðrum hætti tekjur af erlendum viðskiptum. Mikilvægt er að hafa í huga að áhyggjur Seðlabankans af verðbólgu- þróuninni eru ekki „svört skýrsla“ um íslensk efnahagsmál. Öðru nær. Um er að ræða eðlileg hagstjórnarviðbrögð við þær ánægjulegu að- stæður að hagvöxtur á Íslandi er á fleygiferð og efnahagslífið einkenn- ist af krafti og framsækni. Það gildir hins vegar um þjóðfélagið eins og fjármál einstakra manna að það að hafa mikið fé umleikis kallar á að- gæslu og ráðdeild ef ekki á illa að fara. ■ 4. desember 2004 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Krafturinn í íslensku efnahagslífi kallar á aðgæslu og ráðdeild. Vaxtahækkunin er rökrétt FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG KOSNING TIL ÖRYGGISRÁÐSINS ÓLAFUR HANNIBALSSON Er líklegt að heimur- inn eigi eftir að standa á öndinni yfir því hvaða afstöðu íslenski full- trúinn muni taka varðandi frið eða ófrið? ,, 4,15% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Öryggisráðsruglið Heldur músarlegir Egill Helgason skrifar daglega pistla á Vísi. Í gær fjallaði hann um spaugilega uppá- komu á blaðamannafundi sem Þjóðar- hreyfingin hélt á Hótel Borg í vikunni þar sem saman var komið „alls kyns frægðar- fólk og menningarvitar“ eins og Egill orð- ar það. Tilgangurinn var að kynna söfnun til að birta í New York Times auglýsingu þar sem beðist er afsökunar á stuðningi Íslands við Íraksstríðið. „En fleiri voru mættir þarna, gamansmennirnir Sveppi og Pétur af Popptíví. Fyndnustu menn landsins um þessar mundir. Þeir hafa stundað að fara á svona fundi og vera með fíflalæti. Áttuðu sig kannski ekki alveg á hvers lags samkoma þetta var – að þarna var fólk að fjalla um stríð. Einn viðstaddra sagði að þeir hefðu alveg eins getað reynt að segja brandara í jarðarför. En þeir byrjuðu samt með skemmtiatriði sín, voru með framíköll um að þarna væri fullt af „celebs“ og vildu svo fara að taka viðtal við „Denna Boy“. (Les: Steingrím Hermannsson.) Þá var komið að meistara Bubba að syngja lag – og hann tók til sinna ráða. Mun hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Gat nú verið að gríslingarnir væru mættir hingað. Ef þið steinþegið ekki meðan ég er að syngja þá lem ég ykkur!“ Sveppi og Pétur munu hafa þagað mest- anpart eftir þetta, verið heldur músarleg- ir og viðurkennt á eftir að þetta hafi ekki verið góð hugmynd“. Skattaparadís Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafði ástæðu til að vera upplitsdjarfur eftir að hafa lesið nýjasta tölublað vikurits- ins Vísbendingar. Þar kemur fram að eftir lækkun tekjuskatts, afnám eignar- skatts og hækkun barnabóta sé Ísland orðið skattaparadís miðað við önnur Norðurlönd. Skatthlutfall á Íslandi mið- að við landsframleiðslu nær ekki 40% en er á bilinu 45-50% hjá frændþjóð- um okkar. Íslendingar eiga þó enn langt í land ef þeir ætla að ná efsta sæti og verða skattaparadís Evrópu. Hjá frændum okkar Írum er skatthlutfall miðað við landsframleiðslu um 30% samkvæmt Vísbendingu. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.