Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 28

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 28
Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, er í sviðsljósinu vegna ummæla í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag þar sem hann sagði koma til greina kæmi að Ísland yrði tekið af lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Yfirlýsing Hjálm- ars vakti mikinn fögnuð meðal stjórnarandstæðinga, sem viku góðu að honum. Stjórn- arliðar tóku yfirlýsing- unni hins vegar fálega og Hjálmar sjálfur virtist iðrast hennar og hefur sagt að orð hans hafi verið oft- túlkuð. Almenn skoðun er sú að Hjálmar, sem ekki er gjarn á að vera yfirlýsingaglaður, hafi talað af sér. Hjálmar varð þingmaður Fram- sóknarflokksins árið 1995. Áður hafði hann verið í Alþýðubandalag- inu og sagan seg- ir að hann sé enn skráður formað- ur Alþýðubanda- lagsins í Sand- gerði. Steingrím- ur Hermannsson mun hafa séð efni- legan framsóknar- mann í allaballanum og tók hann undir sinn verndarvæng. Hjálmar hefur risið hratt til metorða í Framsókn án þess þó að ná því takmarki að verða ráðherra. Þeir sem þekkja hann segjast ekki í vafa um að metnaður hans standi í þá átt. Hjálmar nýtur virðingar og álits innan Framsókn- arflokksins en hefur þó eldað grátt silfur við Siv Friðleifsdóttur. Í þeirra samskiptum hefur hann gefið eftir, og kunnugir segja það sýna hyggindi hans. Hann hafi séð að ráðlegt væri að bíða um sinn. Hann ákvað til dæm- is að fara ekki í prófkjör gegn Siv og þegar hún til- kynnti um framboð sitt til ritara flokksins bauð hann sinn sig ekki fram gegn henni. Gamlir vinir Hjálmars finna honum helst til foráttu að hlaupa eftir flokkslínunni í stað þess að fara eftir eigin sannfæringu. Þetta segja þeir hann gera af klókindum þar sem hann ætli sér frama innan flokksins. Hjálmar er fæddur árið 1950. Faðir hans, Árni Waag Hjálmars- son, var Færeyingur sem flutti til Íslands og Hjálmar hefur ætíð ræktað samskiptin við færeysk- an frændgarð. Áður en Hjálmar sneri sér að stjórnmálum kenndi hann um árabil og var skóla- meistari Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum frá 1985-1995. Hann mun hafa verið mjög vel liðinn í starfi. Hjámar hefur listræna taug og er góður ljósmyndari. Hann hefur haldið að minnsta kosti eina ljósmyndasýningu. Myndir á þeirri sýningu voru allar af Keili. Hjálmar hafði fyrir venju að stöðva bíl sinn ætíð á sama stað á Reykjanesbrautinni á mis- munandi tímum og tók myndir af Keili. Afraksturinn varð mynd- listarsýning sem kunnugir segja hafa verið ansi skemmtilega. Fjallið var á sínum stað en birta, myrkur og sólarlag gerðu hverja mynd um sig sérstaka. Annað áhugamál Hjálmars er steina- söfnun. Hann leitar uppi fjöru- steina sem hann sér alls kyns mynstur í. Sagt er að þetta áhugamál mæti litlum skiln- ingi eiginkonu hans, Val- gerðar Guðmundsdóttur, m e n n i n g a r f u l l t r ú a Reykjanesbæjar. „Hann er bjartsýnn og skemmtilegur en stundum sést hann ekki fyrir. Hann er ljómandi góður drengur og okkur vinum hans þykir alltaf miður þegar hann kemur sér í vandræði með fl jótfærninni ,“ segir æskuvinur hans Sigurður G. Tómasson. Vinir Hjálmars segja hann mikinn og góðan húmorista. Hann á til grallara- hátt, keypti sér til dæmis trommusett fyrir tveimur árum, og geymdi í bílskúrn- um og trommaði þar oft af hjartans list. Trommusettið hefur hann nú selt yngri syni sínum, sem er í rokkhljóm- sveit. Ekki er hægt að ræða um stjórnmálaferil Hjálmars Árnasonar án þess að geta um vetni en hann hefur einbeitt sér mjög að uppbyggingu vetnisframleiðslu hér á landi á undanförnum árum. Hann hlaut heiðursverð- laun Íslenskrar nýorku árið 2003 fyrir frumkvæði sitt í vetnismálum. Hann sagði í því sambandi: „Ís- land er kjörið land til þess að vera tilraunavettvang- ur fyrir nýja og bylting- arkennda tækni.“ Í þessu máli hefur Hjálmar reynst vera sannur frum- kvöðull. Hann er ekki alveg laus við snobb, þótt ekki beri hann það utan á sér. „Hann á til að vera rogginn,“ segir stjórnarandstæðingur sem seg- ir Hjálmar ekki lausan við tæki- færimennsku. „Hann stekkur á mál sem hann telur sig geta sleg- ið sér upp á. Honum þykir sann- arlega ekki slæmt að fá umfjöll- un,“ segir þessi þingmaður en bætir við að Hjálmar sé bæði greindur og klókur, auk þess að vera skemmtilegur í umgengni og þægilegur í viðræðu. ■ 4. desember 2004 LAUGARDAGUR28 AF NETINU Fréttablaðið mun bjóða öllum lesendum sínum frítt inn í garðinn til jóla og verður margt við að vera. ÞÉR ER BOÐIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN! Fréttablaðið er komið í hátíðarskap! Mest notaði fjölmiðill á Íslandi - daglega Dagskráin laugardaginn 4. desember: Aðrir velunnarar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eru: 10:30 Hreindýrum gefið 10:45 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 12:00 Jólahlaðborð fyrir Fjölskylduna 13:00 Skoppa og Skrítla stíga á stokk fyrir hlaðborðsgesti. 13:00 Fræðsla um fiskana í fiskasafninu 13:30 til 17:00 Handverksmarkaður 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 14:00 til 14:30 Hestar teymdir undir börnum 14:00 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 14:30 Borgarkórinn kemur og syngur 15:00 Fálkunum gefið 15:30 Hreindýrum gefið 15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið 16:00 Selum gefið 16:15 Hestum, geitum og kindum gefið 16:30 Svínum gefið og mjaltir í fjósi. Handverksmarkaður alla daga fram að jólum frá 13:30 til 17:00. Fetað til hægri Það er aftur á móti umhugsunarefni að Fréttablaðið sem í fyrra hamaðist býsna vel fyrir Samfylkinguna er núna að fikra sig hægt og rólega yfir til hægri. Þar hafa nú undanfarið verið predikuð frjáls- hyggjusjónarmið í leiðurum, svo ræki- lega að erfitt er að þekkja Fréttablaðið og Morgunblaðið í sundur. Hefur þar ræst sem margir óttuðust að hin miklu umbrot á dagblaðamarkaðnum virðast ætla að skilja eftir sig eintóm hægriblöð. Ármann Jakobsson á murinn.is Afdrifarík mistök söngvarans Kristján [Jóhannsson söngvari] gerði þau afdrifaríku mistök að fara bálreiður í Kastljósið. Það átti hann ekki að gera. Fyrir vikið varð hann ókurteis. Það var aumkunarvert að horfa á hann með nýja diskinn í annarri hendi og ræða síðan um að Eyrún Magnúsdóttir væri svo reið að hún væri rauð niður á brjóstin af reiði. Svo kom alltaf inn á milli hjá hon- um hvað nýi diskurinn væri fallegur og Eyrún vond. Þetta var einhvern veginn allt algerlega út úr kú hjá honum. Ótrú- lega pínlegt. Og miðað við yfirlýsingar hans í DV í dag um að Íslendingar séu sveitalubbar þá virðist honum vera að takast að valta fullkomlega yfir sjálfan sig. Jón G. Hauksson á heimur.is Fjármál stjórnmálaflokkanna Líkt og önnur fyrirtæki hafa olíufélögin veitt fjárstyrki til einstakra flokka en ekki fæst uppgefið hvað hver flokkur hefur fengið í sinn hlut. Fjárreiður þeirra flestra eru lokuð bók og þeir sem hafa hreyft hugmyndinni um að opna bókhaldið fyr- ir almenningi hafa rekið sig á veggi. Sjálf- stæðismenn sitja fastast á fleti fyrir og telja það hluta af einstaklingsfrelsinu að veita fjármagni inn í stjórnmálasamtök án þess að það sé á almannavitorði. Hér er um algjörlega úrelt sjónarmið að ræða. Bjarki Bjarnason á vg.is/postur Rúmur mánuður er liðinn frá kosningunum hér vestra. Ekki eru þó allir tilbúnir að sætta sig við að rétt hafi verið staðið að málum við framkvæmd þeirra. Á netinu fer fram kröftug umræða um að brögð hafi verið í tafli í Ohio-fylki og þar hafa tveir frambjóðendur smáflokka farið fram á endurtaln- ingu. Ljóst er að ýmislegt fór úr- skeiðis í Ohio, kjósendur þurftu að bíða í allt að sjö klukkustundir á kjörstað, mikill skortur var á kosningatölvum í ákveðnum kjör- dæmum og dæmi eru um grófar villur við talningu eins og í Frank- lin-sýslu þar sem Bush var „út- hlutað“ 4.258 atkvæðum þó ein- ungis 638 kjósendur hefðu greitt atkvæði! Gagnrýni endurtalning- arsinna hefur ekki síst beinst að yfirmanni kjörstjórnar í Ohio, sem er repúblikani og var einn af helstu stjórnendum kosningabar- áttu Bush í fylkinu. Hann er sak- aður um að hafa beitt sér fyrir því að blökkumenn og ungir kjósend- ur ættu erfiðara með að kjósa, með misvísandi skilaboðum um skráningarreglur, kjördeildir o.s.frv. Blackwell ríkisstjóri tók líka ákvörðun um það eftir kosn- ingar að breyta reglum um taln- ingu utankjörstaðaatkvæða sem juku verulega fjölda ógildra at- kvæða úr umdæmum þar sem Demókratar njóta mikils fylgis. Fleira í framkvæmd kosninganna vekur furðu. Mörg umkvörtunar- efnin virðast tengjast tölvubúnaði sem víða var notaður í fyrsta sinn í þessum kosningum. Í mörgum kjördeildum greiddu kjósendur atkvæði með því að nota kosn- ingatölvur með snertiskjám. Mjög er gagnrýnt að þessar vélar prent- uðu ekki út kvittun til staðfesting- ar á því hvaða frambjóðanda kjós- andinn hefði valið, sem hefði ver- ið hægt að nota til að sannreyna vilja kjósenda. Ýmsir kjósendur kvörtuðu undan því að þegar þeir völdu nafn John Kerrys á snert- iskjánum birtist nafn George W. Bush í staðinn. Tölvuútprentun hefði getað leyst úr slíkum villum. Það þótti tortryggilegt að í mörg- um kjördæmum voru notaðir tölvuskannar við talningu at- kvæða, sem framleiddir voru af fyrirtækinu Diebold. Stjórnandi þessa fyrirtækis er dyggur repúblikani, sem lýsti því yfir fyrir kosningar að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja Bush sigurinn í Ohio. Sagnir af tölvumistökum eru ekki bundnar við Ohio. Í New Hamps- hire bar mikið á gagnrýni á um- rædda Diebold-skanna og nú hef- ur Ralph Nader farið fram á end- urtalningu þar til að fá staðfest- ingu á því hvort skannarnir hafi skekkt úrslitin. Óháð rannsóknar- stofnun við Berkeley-háskóla hef- ur birt athugun þar sem leitt er líkum að því að tölvumistök hafi oftalið atkvæðamagn Bush um allt að 260.000 atkvæði í Florída. Enn sem komið er sigla þessar sögusagnir um kosningaóreiðu að mestu undir radar stóru fjölmiðl- anna hér vestra. Repúblikanar af- greiða þær sem ómenguð tapsær- indi en John Kerry mun fylgjast grannt með gangi mála þó hann láti á engu bera opinberlega. ■ Er ballið örugglega búið? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Klókur og metnaðargjarn MAÐUR VIKUNNAR HJÁLMAR ÁRNASON FORMAÐUR ÞINGFLOKKS FRAMSÓKNARFLOKKSINS TEIKN. HELGI SIGURÐSSON - HUGVERKA.IS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.