Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 32

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 32
Árni lætur greipar sópa Nokkur kurr er meðal þingmanna yfir því að Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, skuli birta jafn margar þingvísur og raun ber vitni í nýrri bók sinni. Telja þeir augljóst að Árni hafi haft aðgang að hljóðupptöku af þingveislum. Hvorki Steingrímur J. Sigfússon né Jón Kristjánsson kannast við að hafa leyft Árna að birta vísur sínar nema hvað heilbrigðisráðherrann mun hafa gefið leyfi fyrir einni. „Ég er ekki mjög hrifinn af þessu,“ segir Jón „Þetta er sam- kvæmisleikur og fæst af þessu á nokkuð erindi á prent.“ Skoðar áður en hann selur Athygli vakti að Pétur H. Blöndal var einn fimm þingmanna sjálfstæðismanna sem mættu í fullveldisdagsveislu forseta Íslands til heiðurs Alþingi. Pétur er sem kunnugt er flutningsmaður tillögu um að leggja forseta- embættið niður. Hann útskýrði komu sína í samkvæmið með þeim orðum að hann hefði viljað skoða Bessastaði áður en hann seldi slottið. Bleyjuformaðurinn Össur Skarphéðinssyni, sem kallaður var „Pampers- drengurinn“ á þessari síðu um síðustu helgi, gerir það ekki enda- sleppt við bleyjuinnflytj- endur því hann tók enn bleyjupakka sem dæmi í grein í DV í vikunni. Örtröð í ríkinu Þingmenn voru boðaðir til skyndifundar síð- astliðið mánudagskvöld til að hækka verð á áfengi. Nokkuð sást til ferða þingmanna í áfengisverslanir enda vissu þeir einir fárra landsmanna hvað til stæði. Er talið að hagur þeirra af þessum „innherjaviðskiptum“ hafi numið nokkrum hundruðum króna.... Nýr titill Ummæli Davíðs Oddssonar á þingi um Samfylkinguna hafa orðið fleyg. Kristján L. Möller, fyrrverandi Al- þýðuflokksmaður, unir því þó heldur illa að á máli Davíðs heitir hann afturhaldskomma- tittsþingflokksvara- formaður. 32 4. desember 2004 LAUGARDAGUR D-listanum tekst ekki að nota sér afsögn Þórólfs Árnasonar borgar- stjóra og harðar deilur þríflokk- anna sem að R-listanum standa. Fylgiskönnun Gallups sem tekin var á níu dögum í kjölfar upp- sagnarinnar bendir til að R-listinn haldi velli. Hann fengi 54% en D- listinn 41%. Þeir sem fylgjast nánast með gangi mála í ráðhús- inu við Tjörnina eru á einu máli um að könnunin sé áfall fyrir Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna, enda þakkar Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi Samfylkingarinnar, þennan árangur meðal annars „ótrúlega lélegri stjórnarandstöðu“ eins og hann orðar það við Fréttablaðið. Einn þingmanna sjálfstæðis- manna í Reykjavík segir að miðað við málefnastöðuna sé niðurstað- an með ólíkindum. Sjálfum sér sundurþykkur R-listi hækki skatta og barnaheimilisgjöld, flæmi vinsælan borgarstjóra úr starfi og ráði í staðinn konu ger- sneydda útgeislun. „Og við getum ekki nýtt okkur þetta!“ K j a r t a n M a g n ú s s o n borgarfulltrúi segir þetta orð- um aukið og bendir á lágt svarh lut fa l l : „Mér sýnist að þarna sé sam- úðarbylgja með Þórólfi á ferð- inni. Það eru mörg dæmi um slíka hluti og nú nýtist þetta R-listanum“. Stefán Jón Hafstein segir: „Þeta sýnir hvað það er ótrúleg seigla í R-listanum. Fólk styður þetta konsept hvað sem kjaftask- ar eins og þú segja. Það sér að við höfum styrk og vilja til að halda áfram og það kann að meta það.“ Stefán segir augljóst að Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni hafi ekki tekist að fylkja fólki með sér frek- ar en Birni Bjarnasyni: „Þetta er sama lélega fylgið og hjá Birni“. Vilhjálmur Þ. telur slaka út- komu D-listans í Gallupkönnun- inni vera þá að tekist hafi að koma því inn hjá almenningi að sjálf- stæðismenn hafi flæmt Þórólf á brott. Þeir og framsóknarmenn eigi mesta sök á olíumálinu: „Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík og það eru 76 vikur til kosninga.“ Stefán Jón Hafstein segist ekki búast við að Vilhjálmur Þ. leiði D- listann í næstu kosningum 2006. „Þeir virðast vera búnir að ákveða að það verði Gísli Marteinn Baldursson“. Sjálfur segir Gísli Marteinn: „Vilhjálmur er okkar leiðtogi og við stöndum heilshugar að baki honum. Fyrir næstu kosningar verður örugglega prófkjör og í því verðum við sjálfstæðismenn að hugsa okkar gang mjög vel, ekki síst ef fylgið fer ekki að hækka meira en þessi könnun bendir til. Ég ætla mér að taka þátt af fullum krafti.“ Gísli segist ekki tilbúinn að segja í hvaða sæti hann gefi kost á sér en bætir við: „Ég skorast ekki undan neinni ábyrgð.“ Mjög skiptar skoðanir eru um þetta innan Sjálfstæðisflokksins. Jafnvel nánustu samstarfsmenn Gísla Marteins segja að hann skorti vikt. Sjálfstæðismaður orð- aði það þannig: „Menn bera hann saman við Davíð Oddsson, sem líka var með skemmtiþætti. En Davíð var um og innan við tvítugt þegar hann var með hárbeitta stjórnmálaádeilu þar sem hann valtaði yfir stjórnmálaelítuna. Gísli Marteinn er á svipuðum aldri og Davíð þegar hann varð borgarstjóri en er enn að skjalla Birgittu Haukdal í spjallþáttum“. Gísli Marteinn segist ekki búast við því að halda lengi áfram með hinn vinsæla þátt sinn. Gísli Marteinn er varaborgar- fulltrúi en í raun situr hann alla borgarstjórnarfundi og situr jafn- framt í nefndum. Þannig þarf Björn Bjarnason ekki að víkja til að koma honum að og gefa þannig höggstað á sér með því að svíkja kosningaloforð um að sitja út kjörtímabilið. Jafnvel þótt Vil- hjálmur víki er foringjastaðan sýnd veiði en ekki gefin fyrir Gísla Martein því Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar sér stóra hluti í stjórnmálum. Og reyndar sýnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki neitt fararsnið á sér og ætlar sér að leiða D-list- ann næst. Bent er á að hann sé einn albesti kosningasmali flokks- ins í Reykjavík og eigi fáa sína líka í þeim efnum. Sjálfur segist Vilhjálmur fylgjandi hefðbundnu prófkjöri meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna til að velja listann. Af niðurstöðu könnunarinnar er þó ljóst að Vilhjálmur verður að bíta í skjaldarrendur. Gagn- rýnendur hans segja að for- mennska hans í Sambandi íslenskra sveitarfélaga reynist honum og D-listanum mjög erfið og minnki svigrúm hans. „Hann hefur sett ofan í eigin borgarfull- trúa úr ræðustól fyrir að mót- mæla hærri álögum á borgarbúa og rétt aðeins maldað í móinn yfir útsvarshækkun,“ segir þing- maður sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur segist telja að fólk líti frekar til sjálfstæðis- manna í borginni sem hóps en til hans sem leiðtoga. Gallinn er auðvitað sá að hefð er fyrir sterkum leiðtoga í borg- inni, hvort sem hann heitir Gunn- ar Thoroddsen eða Bjarni Ben, Ingibjörg Sólrún eða Davíð Oddsson. Margir telja líklegt að Gísli Marteinn verði ofan á en ólíklegra er en áður að hann etji kappi við sinn gamla erkifjanda Dag B. Eggertsson en þeir háðu marga hildi í stúdentapólitík og ræðu- keppnum hér á árum áður. Nú hefur Steinunn Valdís Óskars- dóttir sest í stól borgarstjóra og því kann að vera freistandi að velja konu henni til höfuðs. Og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi er eins og hin hliðin á sama peningnum nema ef vera skyldi að hún væri sama hliðin á hinum peningnum. a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Könnun veldur kurr hjá D-listanum nánar á visir.is Þetta var hefðbundin vika í pólitík og kom fátt á óvart. Þingmenn misstu ekki af tækifærinu að taka sér frí á fullveldis- daginn þótt enginn annar gerði það nema Háskólinn og fátt þykir sjálfstæð- ismönnum skemmtilegra en að skrópa hjá Ólafi Ragnari. Össur gerir það ekki endasleppt við og nefndi verðið á bleyjupakkanum í 100. skipti í grein í DV í vikunni. Davíð hellti sér svo yfir Sam- fylkinguna á eftirminnilegan hátt og á nýyrði vikunnar, „afturhaldskommatitt- ur“. „Mér hefur oft verið úthúðað sem komma,“ sagði einn slíkur, „en aldrei áður verið kallaður tittur, hommarnir sátu aleinir að þeim titli.“ Menn eru dæmdir af verkum sínum en ekki alltaf þeim sem þeir hyggja. Verk yfirmanna íslensku friðargæslunnar verða vafalaust metin af myndinni Ís- lenska sveitin sem frumsýnd var í viku- lokin í Háskólabíói. Í myndinni er brugð- ið upp mjög áhugaverðri mynd af störf- um landans í Kabúl. Mörgum bregður örugglega í brún að sjá íslenska slökkvi- liðsmenn á æfingum með vélbyssur enda hafði Arnór Sigurjónsson, yfirmað- ur friðargæslunnar, sagt að þeir væru einungis með „pistólur og riffla“. Teppa- sali heimsækir höfuðsmanninn á Kabúl- flugvöll. Í myndinni er fylgst með því þegar friðargæsluliðarnir leita að hinum fræga bóksala í Kabúl, heimsækja af- ganska undirmenn sína og fleira. Vissu- lega er lofsvert að þeir reyni að kynna sér reynsluheim Afgana, en myndin sýn- ir að utanríkisráðuneytið hefur margagt ósatt um þær reglur sem giltu um ferðir friðargæsluliðanna í Kabúl. Þetta stend- ur upp úr eftir að hafa séð Íslensku sveitina, fyrir utan stórmeistaratakta Friðriks Guðmundssonar á myndavélina. Davíð Oddsson utanríkisráðherra verður vitaskuld ekki dreginn til ábyrgð- ar fyrir vitleysuna sem viðgengist hefur í Kabúl. Sú ákvörðun var ekki tekin á hans vakt. Íslenska sveitin sýnir góða menn að leik og störfum í nafni íslenska ríkis- ins, fullorðna karlmenn í mannskæðum hermannaleik. Hallgrímur höfuðsmaður hefur þegar verið kallaður heim og er framtíð hans óviss. Davíð Oddsson rak eitt sinn skúr- ingakonu fyrir að gerast fingralöng í ráð- húsinu á borgarstjóraárum hans og vitn- aði til orða frelsarans um að henni hefði verið trúað fyrir litlu. Hallgrímur ber ekki ábyrgð á klúðrinu í Kabúl. Það gerir yfir- maður hans. Utanríkisráðuneytinu ætti ekki að verða skotaskuld úr því að stof- na nýtt sendiráð í Fjarskanistan. Lang- þráður draumur sjálfskipaða ofurstans Arnórs Sigurjónssonar um sendiherra- tign myndi rætast. ■ VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR Nýtt sendiráð í Fjarskanistan VILHJÁLMUR Þ. Nýja könnunin er verulegt áfall fyrir hann. Fullyrt er að ákveðið hafi verið að Gísli Marteinn taki við forystu D-listans. Gísli Marteinn: „Ég skorast ekki undan neinni ábyrgð.“ Vil- hjálmur Þ. segist ekki vera á förum. GÍSLI MARTEINN Sjónvarpsstjarnan útilokar ekkert í næsta prófkjöri. Hann er vinsæll en þykir skorta vikt. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til breytingar á upplýsingalögum í því skyni að greina megi frá því hverjir ìnefnd- arkóngar og drottningarî ríkisins séu. Sem kunn- ugt er var það úrskurðarnefnd um upplýsingalög sem hafnaði beiðni um að slíkt yrði gert opin- bert. Formaður nefndarinnar er Eiríkur Tómas- son en hann er talinn góður kandídat í að vera nefndakóngur sjálfur. FRUMVARP Á ALÞINGI,, FRUMVARP ALÞINGI ,,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.