Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 41
3LAUGARDAGUR 4. desember 2004 Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Kafbátar og rúðusköfur Ég er einn af þeim sem kætast innra með sér þegar tekur að snjóa. Ég á mér nokkur áhugamál sem fara afskaplega vel saman við snjó og geng nánast í barndóm í hvert sinn sem ég sé hvítar stórar flygsur falla af himnum ofan. Þá kemst ég í stuð til að leika mér. Svona virðist farið fyrir fleirum. Sumir eru meira að segja svo kræfir að fara í kafbátaleik í umferðinni þegar fer að snjóa. Kafbáta- leikir eru örugglega skemmtilegir en umferðin er enginn leikvöllur. Hún er mannskæður samgönguvettvangur sem við eigum alltaf að umgangast af ýtrustu varúð. Einhverjir gleyma sér þó þegar þeir eru að skafa bílana sína. Gera lítið gat í snjóinn á framrúðuna, setjast inn og keyra af stað. Með eitt lítið gat til að horfa út um. Eins og sjónpípu í kafbáti. „Blíbb. Blíbb. Blíbb.“ Það upplýsist hér með að kafbátar eiga heima í sjónum. Ég mælist þó ekki til þess að þið þið keyrið bílana ykkar í sjóinn, heldur skafið almennilega af þeim þegar snjóar. Með því að skafa snjó af öllum rúðum erum við ekki bara að auð- velda okkur að komast leiðar okkar í umferðinni, heldur erum við að tryggja öryggi okkar og annarra vegfaranda. Við viljum sjá bíla og fólk allan hringinn í kringum okkur. Til þess að verða ekki fyrir nein- um og til þess að lenda ekki á neinum. En við skulum líka fjarlægja sem mest af snjónum af þakinu, vél- arhlífinni og skottlokinu. Þar safnast nefnilega snjór sem getur farið af stað á óheppilegum stundum og byrgt okkur sýn. Til dæmis getur snjór runnið fram af þaki bílsins þegar við hægjum á okkur, hulið framrúðuna og valdið því að við keyrum á næsta bíl á undan okkur. Í flestum kafbátum er radar og sérstakur áhafnarmeðlimur sem fylgist með honum. Þar til við búum svo vel að hafa slíkan búnað og mannafla í bílnum ættum við að geyma alla kafbátaleiki. „Við byrjuðum fyrir tveimur árum í heimahúsi en höfum núna fært okkur upp á skaftið. Við erum núna með umboðið fyrir Husqvarna-hjól á Íslandi og ákváðu því að flytja verslun okk- ar í stærra húsnæði á Grensás- veg 14 í Reykjavík,“ segir Friðrik Arilíusson, en hann á Púk- ann.com með Guðna Friðgeirs- syni. Í Husqvarna-línunni hjá strák- unum eru Motocross-hjól, End- uro-hjól, Supermoto-hjól, Mini- hjól og fjórhjól. „Við erum alveg í bólakafi í svona hjólum og vitum hvað við erum að gera. Við getum þess vegna gefið viðskiptavinum okkar góðar ráðleggingar og ein- beitum okkur að því sem við kunnum best,“ segir Friðrik en þeir félagar selja einnig tísku- fatnað fyrir alla fjölskylduna. Verslunin er opin alla daga og einnig allar helgar til jóla. Friðrik og Guðni prófuðu fyrst til að byrja með að hafa Púkann.com eingöngu netverslun en hafa breytt um stíl núna. „Fyrst var þetta áhugamál en núna er þetta orðið að starfi. Núna viljum við veita persónulegri þjónustu sem fæst með því að fólk hringi eða komi í verslunina til okkar en skoði ekki aðeins netsíðuna,“ seg- ir Friðrik en þeir félagar hyggja á að auka vöruúrvalið innan tíðar. „Husqvarna er einnig með svokölluð Agusta-hjól sem eru götuhjól og við munum prófa þau í sumar. Síðan er aldrei að vita hvað fleira við bjóðum upp á.“ ■ Guðni og Friðrik eru að vonum ánægðir með nýju 280 fermetra verslunina sína. Fengu Husqvarna-umboðið á Íslandi Verslunin Púkinn.com hefur fært sig um set. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Sala BMW hér á landi hefur auk- ist um meira en helming það sem af er árinu. Alls hafa 127 bifreiðar selst sem er um 63% aukning mið- að við sama tímabil í fyrra. Sölu- aukningin er nokkuð jöfn eftir tegundum en þær söluhæstu eru X5, X3 og 5 línan. Þá lofa viðtökur við nýju BMW 1 línunni góðu, en hún var frumkynnt hér á landi í síðasta mánuði. Það er þó ekki aðeins hér á landi sem BMW hefur styrkt stöðu sína því heildarsala BMW-sam- steypunnar jókst um samtals 9% á tímabilinu janúar til október. ■ Einstakt ár hjá BMW Meira en helmingsaukning í sölu á árinu. Á SUNNUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - Viðtökur á BMW 1 línunni lofa góðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.