Fréttablaðið - 04.12.2004, Síða 52
Undirstrika sjálfstæðið
Þótt mikil hækkun stýrivaxta Seðlabankans hafi
komið mörgum á óvart í fyrradag telja margir að
skilaboðin hafi verið góð. Greiningardeild KB
banka segir að með þessari kröftugu hækkun hafi
bankinn undirstrikað sjálfstæði sitt í ákvarðanatöku
en einnig vekur athygli hversu harkalega Seðla-
bankinn hefur gagnrýnt ríkisfjármálin að undan-
förnu. Þetta er talið vera til marks um að Seðla-
bankinn sé nú orðinn mjög
sjálfstæður gagnvart stjórnvöld-
um en slíkt fyrirkomulag er jafn-
an talið miklum mun heppi-
legra heldur en kerfi þar sem
pólitísk stjórnvöld taka ákvarð-
anir um peningamálin. Þykir
Birgir Ísleifur Gunnarsson, for-
maður bankastjórnar,
hafa varið sjálfstæði
bankans mjög vel og
hann nýtur trausts
starfsmanna bankans jafnvel þótt hann hafi upp-
runalega komið úr pólitíkinni í starfið.
Nýr sparisjóðaslagur að hefjast
Í gær var rifist um sparisjóðina á Alþingi og rétt
eins og síðast voru stór orð viðhöfð. Talað var um
„græðgisvæðingu“ í tengslum við viðskipti með
stofnfé í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis en
um helmingur stofnfjár hefur nú skipt um hendur
og hafa eigendur fengið fimm til sjöfalt nafngengi
bréfanna. Komið hefur fram að KB banki og tengd
fyrirtæki séu afkastamikil í uppkaupum stofnfjár og
velta menn nú fyrir sér hvernig kaupendur ætli að
gera sér mat úr fjárfestingunni. Bent hefur verið á
innlausn varasjóða í formi arðgreiðslna en líklegra
er talið að SPRON einfaldlega gefi út meira stofnfé.
Við það fengju núverandi stofnfjáreigendur greidd-
an hærri arð - og lögum samkvæmt má Sparisjóð-
urinn ekki selja nýtt stofnfé á hærra gengi en einn.
Þannig geta núverandi eigendur stofnfjár fengið
nýtt stofnfé á miklum afsláttarkjörum. ■
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.434*
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 252
Velta: 4.663 milljónir
-1,43%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Íslandsbanki hefur eignast
5,16 prósent í hugbúnaðarfyrir-
tækinu Kögun. Tilkynnt var um
þetta í Kauphöllinni í gær.
KB banki hefur gert samning
við SÍF um svokallaða viðskipta-
vakt á útgefnu hlutafé. Samningn-
um er ætlað að glæða viðskipti
með bréf í félaginu og stuðla að
eðlilegri verðmyndun.
Ráðgjafafyrirtækin IMG og
KMPG ráðgjöf hafa verið sam-
einuð. Fyrir skemmstu skildi
KPMG ráðgjöf sig frá móðurfé-
laginu.
Financial News hefur valið
Carnegie bankann besta bank-
ann á sviði fyrirtækjaráðgjafar á
Norðurlöndum. Burðarás er
stærsti hluthafinn í Carnegie.
36 4. desember 2004 LAUGARDAGUR
Samtök iðnaðarins rekja í pistli á
vef sínum raunir fyrirtækis sem
margsinnis varð fyrir því að tapa
tekjum vegna gjaldþrota við-
skiptavina sinna. Vakin er athygli
á því í pistlinum að mörg fyrir-
tækjanna hafi samt sem áður
haldið áfram störfum undir svip-
uðu nafni, með sömu stjórn og
sömu símanúmer þrátt fyrir
gjaldþrotið.
Vandinn sem „kennitöluhopp-
arar“ valda viðskiptavinum sínum
er mikill. Rekstrarvanda þeirra er
í raun varpað yfir á viðskiptavin-
ina, sem hvergi geta leitað sér
skjóls. Þeir sem valda skaðanum
halda áfram rekstri á nýrri kenni-
tölu og bera því ekki fjárhagsleg-
an skaða af ógöngunum.
Jón Steindór Valdimarsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, segir að hér sé að
nokkru leyti við viðskiptalífið
sjálft að sakast þar sem menn eigi
ítrekað viðskipti við aðila sem
orðið hafi uppvísir að kennitölu-
flakki og skilið eftir skuldir. Hið
sama á við um hið opinbera og
þekkjast dæmi þess að fyrirtæki
með vafasama sögu hafi fengið út-
hlutað verkefnum hjá ríkinu.
„Það er ótrúlega algengt að
menn geti skilið eftir sig sviðna
jörð en haldi áfram viðskiptum og
okkur hefur þótt þetta frekar vera
að færast í aukana en hitt,“ segir
Jón Steindór. Hann segir jafnvel
brögð að því að menn hreinlega
geri út á kennitöluflakk. Til dæm-
is sé það auðveldara fyrir vinnu-
veitenda að halda áfram vonlaus-
um rekstri vitandi það að starf-
mennirnir muni fá greidd laun úr
Ábyrgðarsjóði launa.
„Það eru ansi margir sem virð-
ast vera alveg ótrúlega óheppnir í
viðskiptum. Menn sem koma jafn-
vel að tugum gjaldþrota. Það fæst
ekkert upp í kröfur, ábyrgðarsjóð-
ur borgar launin en peningarnir
fara eitthvert,“ segir Jón Stein-
dór. Hann segir mjög mikilvægt
að stemma stigu við þessari þró-
un. Hann segir að tjónið sem
kennitöluflakkarar valdi felist
einnig í því að fyrirtæki þeirra
fari geyst af stað með undirboð-
um á markaði þannig að fyrirtæki
í traustari rekstri geti ekki staðist
samkeppnina.
Mikilvægt er þó að fara ekki
of geyst í að herða reglur um
gjaldþrot. „Það eru tvær hliðar á
þessum peningi. Við viljum ekki
að menn komist upp með að
valda svona tjóni og snúa sér í
hring og halda áfram. Á hinn
bóginn verðum við að passa okk-
ur á því að búa ekki þannig um
hnútanna að fólk þori ekki í at-
vinnurekstur af ótta við gjald-
þrot,“ segir Jón Steindór.
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 41,40 +0,24% ... Bakkavör
24,70 -0,40% ... Burðarás 12,25 -2,00% ... Atorka 5,71 +1,06% ... HB
Grandi 7,90 - ... Íslandsbanki 11,30 -2,59% ... KB banki 450,00 -1,32%
... Landsbankinn 12,20 -2,01% ... Marel 54,70 +0,18% ... Medcare 6,03
-0,99% ... Og fjarskipti 3,10 -2,52% ... Opin kerfi 27,50 - ... Samherji
12,10 -2,42% ... Straumur 9,65 -0,52% ... Össur 85,50 -2,29%
*Tölur frá kl. 15.00 í gær. Nýjustu tölur á visir.is
Kennitöluhopp verður
sífellt algengara
Samtök iðnaðarins telja óvandaða viðskiptahætti kennitöluflakkara fara vaxandi. Menn
halda áfram vonlausum rekstri vitandi að laun starfsmanna fást greidd úr Ábyrgðarsjóði
launa. Þetta veldur viðskiptavinum og samkeppnisaðilum miklum skaða.
Atorka 1,06%
Hlutabr.sj. Búnaðarb. 0,96%
SÍF 0,82%
Fiskimarkaður Ísl. -8,33%
Íslandsbanki -2,59%
Og fjarskipti -2,52%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Stjórn norska BN bankans, sem
Íslandsbanki stefnir að því að
kaupa, hefur lýst því yfir að hún
styðji nýtt tilboð Íslandsbanka til
hluthafa og mælir með því að til-
boðinu verði tekið.
Þá kemur fram í tilkynningu
frá Íslandsbanka að Skagens
Vekst, sem á 5,6 prósent hlutafjár,
hafi einnig lýst ánægju með nýtt
tilboð. Þar með hefur Íslands-
banki tryggt sér stuðning eigenda
um tvo þriðju hlutafjár.
Að sögn Bjarna Ármannssonar,
forstjóra Íslandsbanka, stendur
yfirtökutilboðið til 17. desember
og er markmið Íslandsbanka að
hafa þá náð 90 prósentum hluta-
fjár í BN bankanum. Þá getur Ís-
landsbanki krafist innlausnar
þeirra hluta sem eftir standa í
bankanum og eignast fyrirtækið
að fullu.
„Það er afskaplega ánægjulegt
að stjórnin mæli með þessu á
þennan hátt sem hún gerir í dag,“
segir Bjarni.
Í tilkynningunni frá stjórn
bankans er þess meðal annars get-
ið að starfsmenn fyrirtækisins
séu sáttir við hið nýja eignarhald.
„Ég hef átt fundi með fulltruum
starfsmanna þar sem við höfum
farið yfir okkar áætlanir og áform
og þeir hafa verið sáttir við það
sem við höfum fram að færa,“
segir Bjarni Ármannsson. - þk
Í Peningaskápnum í gær var sagt að Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði væri titl-
aður markaðsstjóri. Þetta mun ekki eiga sér stoð. Hallur er sviðsstjóri þróunar og
almannatengsla. ■
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON AÐSTOÐARFRAMKVÆMDASTJÓRI SAMTAKA
IÐNAÐARINS Hann segir það færast í vöxt að einstaklingar skilji eftir sig sviðna jörð í
viðskiptum en haldi rekstrinum áfram undir nýrri kennitölu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
BN banki nánast
kominn í höfn
BJARNI ÁRMANSSON Forstjóri Íslandsbanka gleðst yfir því að stjórn BN bankans í Nor-
egi styðji yfirtökutilboð Íslandsbanka.
Stjórn BN bankans styður
nú tilboð Íslandsbanka.
Starfsmenn eru sáttir við
fyrirhugaða breytingu á
eignarhaldi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
LEIÐRÉTTING