Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 70

Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 70
42 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Ofsalega ánægð Rödd hennar er rám og að-eins rispuð þar sem húnsitur keik á rúmstokk glæsihótels í Lyon. Nýlega vökn- uð eftir konunglegt samkvæmi þar sem skálað var fram á morgun eftir vel heppnað verk við að skreyta þrettán metra jólatré fyrir utan óperuhúsið í Lyon rauðslegnu jólaskrauti frá Ikea. Tréð er árleg vinagjöf sænsku þjóðarinnar til þeirrar frönsku. Bíður eftir að segja 'Farvel Frans' og setjast í mjúkt sæti breiðþotunnar sem flytur hana heim til Svíþjóðar til eigin- manns og þriggja barna. „Ísland verður reyndar alltaf heima, en nánasti kjarninn er í Svíþjóð,“ segir Seltirningurinn Sigga Heimis, einn tíu fastráð- inna hönnuða Ikea í heiminum og sú sem á allan heiður af hinni nýju jólalínu Ikea, sem sótti inn- blástur frá Íslandi, norðurljós- unum og Norðurpólnum. „Jólaskrautið í ár átti að vera extra norðlægt og þar sem ég kom frá norðlægasta landinu var ég valin til að skapa jólalín- una, alls áttatíu hluti. Þetta var mikil törn frá febrúar til maí í fyrra, en ferlega skemmtileg vinna. Ég bjó í kínversku borg- inni Shanghæ, ófrísk af mínu fyrsta barni þegar ég bjó til engla og sænskar geitur, ljósakransa og lampa, en vör- urnar hafa fengið frábærar við- tökur og Glensa-ljósakransinn er reyndar uppseldur á Ítalíu og víðar.“ Ítalíufrík sem lenti í Svíþjóð Sigga er fædd og uppalin á Sel- tjarnarnesi. Sem krakki var hún eins og grár köttur í Myndlistar- skólanum. „Þegar ég var sautján fór ég sem skiptinemi til Bandaríkj- anna, en hafði áður valið MR sem menntaskóla. Þurrara ger- ist það ekki, enda engin mynd- listarkennsla í skólanum. Í New Jersey lenti ég á kennara sem hvatti mig til að fara í hönnun eða arkitektúr, og mánuði eftir að ég kláraði stúdentinn var ég komin til Ítalíu, en hafði tekið ítölskukúrsa með skólanum. Ég byrjaði svo í iðnhönnun í Mílanó um haustið.“ Eftir útskrift sem iðnhönnuð- ur setti Sigga á fót fyrirtækið Hugvit og hönnun, sem hún rak á Íslandi í fimm ár. Á þeim árum tók hún þátt í sýningu íslenskra innanhússarkitekta í Bella Cent- er í Kaupmannahöfn. „Þá kemur til mín Lars Eng- man, hönnunarstjóri Ikea, og spyr hvort ég vilji byrja sem „freelance“-hönnuður hjá fyrir- tækinu. Ég gerði við hann samn- ing, en þar sem ég var laus og liðug dreif ég mig aftur til Ítalíu í meistaranám. Eftir útskrift þar bauð Lars mér fasta stöðu, sem var ótrúlegt tækifæri, og ég fluttist til Älmhult, sem er Ikeabærinn sjálfur. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað enda mikið Ítalíufrík, en bærinn lengst inni í svörtustu Svíþjóð og allt snýst um Ikea. Eigandi Ikea er frá Älmhult og þar er öll þróunarvinna unnin; alls 800 manns á vinnustaðnum.“ Stoltust af jólakransi og ísbirni Þegar Sigga fluttist til Älmhult hófst tími endalausra ferðalaga, en að jafnaði fór Sigga í utan- landsferðir fyrir Ikea fjórum sinnum í mánuði. „Við ferðumst rosalega og mér fannst það ágætt meðan ég var ein og frjáls sem fuglinn. Ikea er með yfir 200 verslanir í heiminum og því tækifæri til að skoða ólíka menningarheima. Framleiðslan er oft tvö ár fram í tímann svo hægt sé að dreifa sömu vörum í búðirnar á sama tíma og þarf að framleiða gífur- legt magn fyrir hverja búð. Hverjum einasta hlut þurfum við að fylgja eftir og fara í verk- smiðjuna, hvar sem hún er í heiminum. Það er fljótlegra að fara á staðinn og vinna með fólkinu en að senda teikningar; ekki síst í Kína, þar sem tuttugu prósent alls Ikea-varnings eru framleidd.“ Hún segir sérkennilega til- finningu að sjá eigin hönnun um alla heimsbyggðina. „Í gær sá ég þrjár verslanir sem notuðu jóladótið mitt sem útstillingar í búðarglugga. Það er vissulega furðulegt að sjá sína eigin hönnun slá í gegn og verða fyrir valinu hjá fólki af ýmsu þjóðerni.“ Sjálf segist Sigga vera stolt- ust af eigin Ikea-hönnun í ál- hillukerfi sem aldrei kom til Ís- lands, ísbirni fyrir börn að leggja sig á og nýja jólaljósakransinum. Fann ástina á plastnámskeiði Árið 2002 fór Sigga á plastnám- skeið í Tékklandi. Sessunautur hennar á námskeiðinu var sænski verkfræðingurinn David Sandal. „Við vorum bara vinir í fyrstu en fljótlega kviknaði ástin,“ seg- ir Sigga hamingjusöm. „Á tíma- bili var hann búinn að þekkja mig lengur ólétta en ekki, en dóttir okkar er nýorðin eins árs. Ég fékk líka tvo fríska stráka í kaupbæti, sem David átti á lager. Svíar eru jafnan með sameigin- legt forræði og drengirnir hjá okkur aðra hvora viku.“ Þegar litla stúlkan var fimm mánaða fór Sigga í vinnuferð til Kína. „Ég var komin heim aftur eft- ir fjóra daga, enda með krúttið á brjósti. Fæðingarorlof Svía er 365 dagar, en ég byrjaði að vinna aftur þegar hún var níu mánaða. Fékk illt auga margra fyrir að vera vond mamma, en trúi sjálf að hægt sé að blanda saman vinnu og móðurhlutverki svo hvorugt verði útundan.“ Hún segir lífið hafa tekið stakkaskiptum við að verða þriggja barna móðir. „Einn daginn sat ég með hana sex mánaða og bræðurna heima með fullt hús af vinum, hugs- andi: „Hvað gerðist?!“ En maður fær svo mikið í staðinn. Að vera mamma er það skemmtilegasta, frábærasta og yndislegasta sem nokkur kona getur gert. Mig langaði aldrei í barn né vissi hvort það yrði mitt hlutskipti, en Guð, þetta er það besta í heimi. Nú spái ég ekki lengur í Prada- skó heldur skoða barnabúðir út í eitt,“ segir Sigga og hlær dillandi hlátri. Andlega rík í vinnunni hjá Ikea Eftir að David og Sigga felldu hugi saman eignuðust þau heimili í Hässleholm, þar sem David ólst upp og sleit barnsskónum. David hefur nú tekið við starfi þróunar- stjóra hjá hinu kunna fyrirtæki Brio. „Hässleholm er í hálftíma lestarfæri við Älmhult og Brio skammt frá. Við tökum því sömu lest á morgnana, nema David fer út einni stöð á undan. Við höfum unnið að mörgu saman og bætum hvort annað upp. Saman höfum við til dæmis unnið að nýjum skólahúsgögnum fyrir Pennann og spaghettimæli í Kokku.“ Hún segir Ikea yndislegan vinnustað, en þó vilji hún ekki festast of lengi. „Þrír af okkur tíu hönnuðunum hafa unnið lengur en 25 ár. Ég vil ekki lenda í því. Það segir samt mikið um fyrirtækið að rúmlega níutíu manns í Älmhult hafa unnið þar lengur en aldarfjórðung. Starf- ið býður upp á mikið; auðvelt að flytja sig til innan fyrirtækisins og jafnvel til útlanda. Þetta er ómet- anlegur skóli, enda stærsta heimil- isvörufyrirtæki í heiminum.“ Sigga segir starfið þó hálfgert hugsjónastarf. „Maður verður ekki ríkur af peningum, en þeim mun ríkari andlega af minningum og við- kynningu alls fólksins sem mað- ur hittir á ferðalögunum um heiminn. Það eru 24 tímar í sólar- hringnum. Átta af þeim sef ég. Aðra átta leik ég mér í vinnunni. Gæti ekki verið betra og líf mitt er sem draumur. Ég er ofsalega ánægð,“ segir hún af staðfestu, þeirri sömu og hún notar þegar hún talar um framtíðina með fjöl- skyldunni heima á Íslandi. ■ Jólaljósin lýsa svo sannarlega upp svartasta skammdegið. Eitt það nýjasta og mest áberandi í gluggum landsmanna er þykkur ljósahringur eftir íslenska iðnhönnuðinn Siggu Heimis, en Sigga er einn tíu fastráðinna hönnuða hjá Ikea í öllum heiminum. Reyndar er allt jólaskraut Ikea í ár sköpunarverk Siggu, sem sótti innblásturinn heim til jólalandsins Íslands. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir náði í Siggu á hótelherbergi í Lyon. AF SKÖPUNARKRAFTI SIGGU Í ÞÁGU IKEA OG HEIMILA UM ALLA JÖRÐ Jólavörur Ikea þessi jólin eru allar sprottnar úr ranni Siggu Heimis sem sótti innblásturinn heim til Íslands og norðurljósanna. Ljósakransinn á fyrstu myndinni hefur slegið rækilega í gegn, er uppseldur í nokkrum löndum og verður aftur til sölu um næstu jól. Á myndunum má sjá fleiri hluti úr jólalínunni en einnig ísbjörn sem Sigga hannaði sem púðamottu fyrir börn og hillueiningar sem hún segir eitt af stoltunum sínum fyrir Ikea. EKTA ÁST ÞÓTT HÚN HAFI KVIKNAÐ ÚT FRÁ PLASTI Sigga kynntist ástinni sinni á plastnámskeiði Ikea í Tékklandi, en sessunautur hennar var verkfræðingurinn David Sandal. Saman eiga þau eina dóttur og hann á tvo fríska stráka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.