Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 76

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 76
48 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Litadýrð norður- og suðurljósanna AF HVERJU STAFA NORÐUR- OG SUÐURLJÓSIN? SVAR: Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Seg- ulsvið jarðar hrindir flestum þess- um ögnum frá svo að þær streyma umhverfis hana eins og vatn um kjöl. Undantekning frá þessu er kringum segulpólana en það eru pólarnir sem segulnál vísar á, ann- ar á norðurhveli og hinn á suður- hveli jarðar, gagnstætt við hinn. Á svæðum kringum þessa póla slepp- ur lítill hluti þessara agna inn í seg- ulsvið jarðar. Svæðið þar sem flest- ar agnirnar sleppa inn myndar kraga utan um segulpólana. Hlaðnar eindir rekast á lofthjúp jarðar Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hraða eftir gormlaga brautum kringum segulsviðslínurnar milli segulskautanna. Rafeindir og róteindir streyma þannig í átt að segulpólunum og þegar nær dreg- ur pólunum rekast eindirnar á loft- hjúpinn, oftast í milli 100 og 250 km hæð. Orkan í rafeindunum og róteindunum örvar sameindir og frumeindir í lofthjúpnum en þær senda aftur á móti frá sér orkuna sem sýnilegt ljós sem við köllum norðurljós eða suðurljós eftir því við hvorn pólinn þau sjást. Litirnir sem við sjáum oftast eru grænn og rauð-fjólublár, en þeir stafa frá örvuðu súrefni annars vegar og örvuðu köfnunarefni eða nitri hins vegar, en nitur og súrefni eru þau frumefni sem langmest er af í loft- hjúpi jarðar. Þessi tvö efni eru hins vegar í lofthjúpnum ýmist sem sameindir (O2 og N2), sem frum- eindir (O og N) eða sem jónir (t.d. O+ og N+) og er það ein skýringinn á fjölbreytni norðurljósanna. Stundum sjást norður- og suðurljós við miðbaug Eins og áður sagði eru áhrif sól- vindsins mest á kraga kringum segulpólana og þar eru norður- og suðurljósin einnig mest áberandi. Á Íslandi erum við svo heppin að vera í norðurljósakraganum að nóttu til við eðlileg skilyrði. Breyt- ingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á mismunandi breiddargráðum. Sem dæmi um þess konar breytingar má nefna að sólin sendir stöku sinnum frá sér gífurlegt magn af efni út í geiminn, svokallaða sól- stróka. Þegar þeir ná til jarðarinn- ar geta norður- og suðurljósakrag- arnir náð mjög langt í átt að mið- baug og dæmi er um að orðið hafi vart við ljósaganginn á sjálfum miðbaugnum. Aðalbjörn Þórólfsson hálofta- eðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá Áliti ehf. og Ögmundur Jóns- son heimspekinemi við HÍ. AF HVERJU ERU NORÐURLJÓSIN Í ÝMSUM LITUM? Þegar sagt er að sólvindurinn örvi sameindir og frumeindir í loft- hjúpnum er átt við að rafeindirnar í þessum eindum eða eindirnar sjálfar sem heild taka við auka- orku. Er þá sagt að þær færist upp í tiltekið orkustig með meiri orku en á grunnorkustiginu þar sem þær voru í upphafi. Bilin milli orkustig- anna fara eftir því hvert frumefnið er, hvort eindir þess eru rafhlaðnar (jónaðar) og hvort sameindir þess hafa klofnað í frumeindir. Orku- stigin eru hins vegar hin sömu fyrir allar eindir sem eins er ástatt um að þessu leyti. Viðar Guð- mundsson útskýrir þetta í svari sínu á Vísindavefnum við spurn- ingunni Er hægt að líkja alheimin- um við atóm? sem hér segir: Sagt er að rafeindin geti aðeins haft strjál orkugildi meðan hún er í atóminu [frumeindinni, en einnig getur verið um sameind að ræða] á annað borð. Með því er átt við að orkan getur aðeins tekið ákveðin gildi sem hægt er að tiltaka með sérstökum hætti, en orkan getur ekki tekið gildin milli þeirra. Eindirnar færast niður um orkustig og senda frá sér ljós Þetta er oft orðað þannig að ork- an sé skömmtuð. Eftir að frum- eindir eða sameindir hafa verið örvaðar upp í tiltekið orkustig með þessum hætti færast eindirnar aft- ur niður á grunnorkustig og senda þá frá sér ljós eða aðra rafsegul- geislun með tiltekinni bylgjulengd og tíðni. Orkan er í beinu hlutfalli við tíðnina og hlutfallsstuðullinn h er svokallaður fasti Plancks, sem er einn af grundvallarföstum nátt- úrunnar. Forboðnar færslur milli orkustiga Margir af litum norðurljósanna myndast við svokallaðar forboðn- ar færslur eða ummyndanir milli orkustiga í sameindum og frum- eindum í ystu lögum lofthjúpsins. Með því er átt við að færslurnar gerast ekki á þann hátt sem al- gengastur er og taka því talsvert lengri tíma en ella. Þetta gerist ekki við venjulegar aðstæður á jörðu niðri af því að hér er gasið þétt og árekstrar sameindanna svo tíðir að forboðnu færslurnar ná ekki að eiga sér stað. Hins veg- ar hafa menn getað líkt eftir lit- rófi norðurljósanna í tilraunastof- um. Auk þess sem sjálf orkustig sameinda og frumeinda eru háð efninu og jónunarástandi þess, eins og áður er sagt, fer það eftir orku örvunaragnanna, í þessu tilviki fyrst og fremst rafeindanna í sól- vindinum, hvort tiltekið orkustig næst eða ekki, en af því ræðst síð- an hvort litirnir sem samsvara orkustiginu koma fram í útgeislun- inni frá gasinu. Súrefni og nitur í mismunandi hæð gefa frá sér ólíkt ljós Þannig eru sjaldgæf rauð norður- ljós komin frá súrefni í mikilli hæð, yfir 200 km. Súrefni í um 100 km hæð myndar skæran gulan og grænan lit sem er bjartasti og al- gengasti liturinn í norðurljósum. Blár og fjólublár litur kemur frá jónuðum nitursameindum en óhlaðið nitur gefur rauðan lit. Purpurarauður litur við neðri rönd og gáraða jaðra á norðurljósum kemur einnig frá nitursameindum. Þorsteinn Vilhjálmsson prófess- or í vísindasögu og eðlisfræði og Ögmundur Jónsson. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Með- al spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi, hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni, er hægt að búa til maurabú heima hjá sér og af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum með því að setja efnisorð í leitar- vél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Ást við fyrstu sýn á Fimmvörðuhálsi Draumey Aradóttir skáldkona og kennari skrifar barna- og unglinga- bækur í Svíþjóð. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við Draumey. „Það var pabba sem datt í hug að skíra mig Draumey en þau mamma vildu að nafn mitt end- aði á -ey. Svo var búið að panta skírn og ekkert nafn fundið þeg- ar pabbi segir við mömmu að þau muni eflaust dreyma eitt- hvað fallegt nóttina fyrir skírn- ina og þá var það komið,“ segir kennarinn og skáldkonan Draumey Aradóttir sem lengi vel var eini Íslendingurinn sem bar nafnið fagra. Draumey er þessa dagana í grunnskólum landsins að lesa upp úr nýútkominni barna- og unglingabók sinni; Birtu- draugasögu. Sagan er sjálsfstætt framhald af Þjófi og ekki þjófi, sem út kom 2001. Draumey býr annars í Lundi þar sem hún kennir íslenskum börn- um íslensku, Íslendingasögurn- ar og íslenska landafræði. Og í fyrra gaf hún út sína fyrstu ljóðabók; Fimm vörður á vegi ástarinnar. „Titillinn kemur upp um af hverju ég er stödd í Svíþjóð en ég fór í örlagaríka göngu yfir Fimmvörðuháls fyrir sjö árum og hitti þar hinn sænska Lars. Nokkrum mánuðum síðar seldi ég íbúð, bíl, ísskáp og þvottavél, og tók með mér út börnin mín tvö, köttinn og tölvuna. Við Lars urðum ástfangin á leiðinni upp og á leiðinni niður var ákveðið hvernig stefnumótið í Reykjavík yrði. Ég tileinka ljóðabókina Lars en við giftum okkur í fyrra og bókin kom út á brúðkaupsdaginn, eftir mikið leynimakk af minni hálfu og prentun á Íslandi þar sem brúðkaupsgestirnir komu með bókina í ferðatöskum.“ Draumey byrjaði að skrifa fyrir alvöru þegar hún var 28 ára en segist alltaf hafa notið þess að skrifa langa texta. Þegar hún útskrifaðist úr Kennarahá- skólanum fékk hún leyfi til að skrifa lokaritgerð upp á hund- rað síður í stað hinna hefð- bundnu tuttugu. „Mér finnst ljóðagerð og skáldsagnagerð bæta hvora aðra upp, en hef þó meira yndi af sögunum því þar er verkefnið stærra. Mér finnst heillandi að geta horfið inn í heim skáld- skaparins klukkutímum saman, dag eftir dag. Börnin mín, og ekki síst dóttir mín Sunna, eru mínir aðal gagnrýnendur og hjálparhellur. Sunna fær fyrsta uppkast af handritinu og svo bíð ég eftir stóra dómi og fæ útkrot- aðar spássíur með brosköllum, fýluköllum og grenjuköllum, auk alls konar athugasemda.“ Nýju bókina tileinkar Draumey börnum sínum Sunnu og Mána, en í draugasögu Birtu er einstaklega uppbyggjandi boð- skapur um mikilvægi sjálfstæðis, þess að treysta eigin sannfær- ingu, láta ekki vaða yfir sig, standa á sínu, og standa og falla með sjálfum sér. thordis@frettabladid.is DRAUMEY ARADÓTTIR SKÁLDKONA Í LUNDI Fór í örlagaríka göngu yfir Fimmvörðuháls, hitti þar Svía og upplifði ást við fyrstu sýn. Hún kennir nú íslenskum börnum í Lundi milli þess sem hún skrifar uppbyggilegar og spennandi barnabækur. NORÐURLJÓS Norðurljós séð utan úr geimnum. Rauði liturinn efst er sjaldgæfur og stafar af súrefni í yfir 200 kílómetra hæð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.