Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 94
Þessa dagana stendur yfir tónlistar-
hátíð í Hallgrímskirkju á vegum
Mótettukórsins undir stjórn Harðar
Áskelssonar, organista kirkjunnar.
Meðal annars voru tónleikar sl. mið-
vikudagskvöld, þar sem flutt var fjöl-
breytt dagskrá með jólalögum úr
ýmsum áttum. Ísak Ríkharðsson
söng einsöng, Sigurður Flosason lék
einleik á saxófón og Björn Steinar
Sólbergsson lék á orgel kirkjunnar.
Tónleikahald á jólaföstu nýtur
mikilla vinsælda og fólk þyrptist í
kirkjuna þetta kvöld. Lögin á efnis-
skránni voru eftir bæði íslenska og
erlenda höfunda og atriðin of mörg
til að telja upp. Allt var það vel valið
og af smekkvísi. Hinn ungi Ísak Rík-
harðsson söng einsöng í nokkrum
lögum. Hann hefur óvenjulega
fallega drengjarödd, sem hann hefur
gott vald á. Þess utan er hann greini-
lega tónelskur og efni í góðan tón-
listarmann hvort sem röddin endist
honum til fullorðinsára eða ekki.
Svona raddir eru sjaldgæfar nú á
tímum og söngáhugafólk ætti ekki
að láta það fram hjá sér fara að
hlusta á þennan unga söngvara.
Saxófónleikur Sigurðar Flosasonar
hefur það til síns ágætis að tónn
hans er óvenjulega jafn og fallegur.
Ennfremur neitar hann sér um ýms-
ar þær klisjur og kæki sem setur oft
svip á saxófónleik manna. Hreinleiki
og smekkvísi er það sem einkennir
stíl Sigurðar. Hann lék af fingrum
fram í allmörgum lögum. Spuni
byggist á því að endurtaka svipaðar
vel æfðar hendingar aftur og aftur,
auk þess að renna upp og niður tón-
stiga. Hann hentar best í þröngri tón-
listarlegri umgjörð þar sem allt er í
föstum vel fyrirsjáanlegum farvegi.
Það felst í þessum einkennum
spunans að hann hefur ríka tilhneig-
ingu til þess að verða einhæfur,
sama hversu góður tónlistarmaður á
í hlut. Af þeim sökum er spuni vin-
sælastur við þær aðstæður að menn
geri eitthvað annað jafnframt því að
hlusta, t.d. að njóta veitinga. Þegar
spunnið er við klassískt hljómsetta
tónlist, þar sem hvert smáatriði
raddfærslunnar hefur verið fágað til
fullkomnunar, verður alveg sérstakt
stílbrot þegar hin frjálsa spunarödd
kemur ofan á og breytir tilviljunar-
kennt hljómnum í hverjum punkti.
Þetta er ekki sagt til hnjóðs Sigurði
Flosasyni, sem er frábær tónlistar-
maður, og mest að furða hvað hann
sleppur vel frá boðaföllum viðfangs-
efnisins.
Kjarni tónlistarflutningsins á þess-
um tónleikum var að sjálfsögðu
söngur Mótettukórsins, sem var sér-
lega góður. Kórinn hefur mjög góð-
um röddum á að skipa og hljómur
hans að sama skapi fallegur. Hann er
einnig áberandi vel samhæfður kór.
Flutningurinn var skýr og öll blæ-
brigði komust vel til skila. Meðal
þeirra laga sem hvað best hljómuðu
hjá kórnum má nefna „Hin fegursta
rósin“ í útsetningu M. Prætoríi,
„Jólagjöfin“ eftir Hörð Áskelsson og
„María fer um fjallaveg“ eftir Johann-
es Eccard. Eccard þessi var þýskt
sextándu aldar tónskáld og nemandi
hins mikla Lassi. Verk hans eru farin
að heyrast stundum hér á landi og er
það vel, því hann var augljóslega
mikill meistari listar sinnar. Björn
Steinar lék töluvert viðamikið hlut-
verk á orgelið á þessum tónleikum
og skilaði því með sóma. ■
66 4. desember 2004 LAUGARDAGUR
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
Mótettukórinn
Jólatónleikar í Hallgrímskirkju
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Gísli Helgason og Herdís
Hallvarðsdóttir stofnuðu
fyrirtæki til að gefa út hljóð-
bækur og hafa þegar náð
samningi um útgáfu á út-
varspsleikritum RÚV.
Bóklestur er án efa ein skemmti-
legasta og notalegasta dægradvöl
sem hægt er að hugsa sér. En það
eru nú einu sinni svo, að það geta
ekki allir lesið. Það er til bæði les-
blint og sjónskert fólk. Og svo er
til fólk sem hefur ekki tíma til þess
eftir að venjulegum vinnudegi er
lokið – en vildi samt gjarnan heyra
góða sögu, til dæmis handverks-
fólk og myndlistarmenn, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Hingað til hefur ekki verið
mikil gróska í útgáfu hljóðbóka,
nema helst hjá Blindrabókasafni
Íslands, en þær bækur eru ekki að-
gengilegar öðrum en blindum,
sjónskertum og langveiku fólki.
Það er eiginlega með ólíkindum að
hér skuli bækur ekki gefnar út á
hljóðbók um leið og þær eru gefn-
ar út innbundnar.
En nú er komin betri tíð með
blóm í haga, vegna þess að á vor-
dögum stofnuðu hjónin Gísli
Helgason og Herdís Hallvarðsdótt-
ir útgáfuna Hljóðbók.is, bókafor-
lag, brettu upp ermarnar og hófu
útgáfu.
„Þegar við stofnuðum fyrirtæk-
ið,“ segir Gísli, „voru nær allir
hættir að gefa út hljóðbækur,
nema örfáir eins og fyrirtækið
Dimma og Hörpuútgáfan. Hljóð-
bókaklúbburinn, sem Blindrafé-
lagið átti, var lagður niður með
einu pennastriki og við urðum að
byrja alveg frá grunni. Við vissum
auðvitað af því að Hljóðbókaklúbb-
urinn átti um hundrað titla og buð-
um mjög hátt verð í allar upptökur
hans. En ég fékk mjög kurteislegt
bréf til baka, þar sem ég var þér-
aður upp í hástert, og mér var til-
kynnt að ekki væri hægt að taka
afstöðu til boðsins – og ekki hefur
verið hægt að taka afstöðu enn.
Þannig að við ákváðum að byrja
upp á nýtt – en þó með ýmsum
breytingum.“
Útgáfa á útvarpsleikritum
„Við breyttum gersamlega um út-
lit á bókunum og færðum það til
nútímahorfs. Við einbeitum okkur
eingöngu að útgáfu á geisladisk-
um, höfum aðallega lagt áherslu á
barnaefni enn sem komið er og nú
í haust náðum við samningum við
Ríkisútvarpið um útgáfu á leikrit-
um í eigu þess.“
Útgáfan er enn sem komið er
eingöngu heimilisiðnaður hjá Gísla
og Herdísi. „Við leigjum lítið hljóð-
ver, stýrum allri framleiðslu sjálf
og fjölföldum allt sjálf - en pökkun
er unnin hjá Blindravinnustof-
unni,“ segir Gísli sem hefur unnið
við hljóðbókaútgáfu í vel á þriðja
áratug, og bætir við: „Það hefur
skapast gríðarleg þekking og
reynsla varðandi þessa útgáfu.
Okkur þótti ótækt að þessi reynsla
færi forgörðum þegar Hljóðbóka-
klúbburinn var lagður niður og það
voru margir sem hvöttu okkur til
þess að halda þessari útgáfu
áfram, byrja upp á nýtt – hvað við
gerðum. Þess vegna létum við gera
heimasíðu með nákvæmum upp-
lýsingum um útgáfu okkar – og á
síðunni er einnig hljóðsýnishorn af
öllu sem við gefum út. Auk þess
fannst okkur rétti tíminn fyrir
hljóðbókaútgáfu kominn, þar sem
geisladiskar eru að taka við af
snældunum og verið er að vinna í
því að fólk geti hlustað á hljóðbæk-
ur beint af netinu. Nú þegar geta
menn verslað hjá okkur beint í
gegnum netið, ef menn nenna ekki
út í búð.“
Vandaður upplestur
Gísli segir það staðreynd að marg-
ir hafi ekki tíma fyrir bóklestur –
sérstaklega fyrir börnin sín. „Það
er ekkert við því að gera annað en
að útvega fólki hljóðbækur fyrir
börnin til að hlusta á. Svo virðist æ
vinsælla að fólk velji sjálft það
efni sem vill hlusta á. Þar eru út-
varpsleikritin mjög mikil viðbót
við það hljóðbókaefni sem gefið
hefur verið út á undanförnum
árum.
Við erum ekkert endilega að
hugsa um þá sem eru sjónskertir.
Við erum að hugsa um allan
almenning, því það er allt önnur
upplifun að hlusta á bók en að
lesa hana af pappír. Svo eru um
12-14.000 manns lesblindir hér á
landi – og fara á mis við allt það
lesefni sem flæðir yfir.
Eins hitti ég myndlistarmann á
bar á dögunum sem sagðist fá inn-
blástur við að hlusta á hljóðbækur.
Hann sagðist sakna útvarpsþátta
eins og „Við sem heima sitjum“
sem hefði fyrst og fremst verið
ætlaður húsmæðurm en hefði
verið mjög skemmtilegur fyrir
margra hluta sakir.
Við höfum lagt mikið upp úr því
að vera með vandaðan upplestur á
þeim bókum sem við gefum út og
höfum lagt áherslu á að gefa út
sígilt barnaefni fyrir börn frá
tveggja til þriggja ára aldri og upp
úr. Núna erum við að fikra okkur
áfram með að gefa út bækur
fyrir fullorðna. Það vantar bara
herslumuninn á að Íslendingar
stökkvi á hljóðbækur sem miðil og
fari að nota hann almennilega.“
Útgáfan
Þau verk sem eru komin út núna á
haustdögum hjá Hljóðbókum.is eru
leikritin „Sálmurinn um blómið“
eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð
Jóns Hjartarsonar; „Myrkraverk,“
sem er mögnuð hrollvekja eftir
Elías Snæland Jónsson og „Sitji
guðs englar“, fyrri hluti eftir Guð-
rúnu Helgadóttur, í leikgerð Illuga
Jökulssonar. Einnig eru konmar út
barnabækurnar „Eldfærin og fleiri
sögur“ eftir H.C. Andersen sem
Halla Margrét Jóhannesdóttir les
og barnabók sem ber heitið „Gæsa-
húð: Hryllingsmyndavélin“ sem les-
in er af Þóru Sigríði Ingólfsdóttur.
„Fyrstu bækurnar sem við gáf-
um út í vor voru „Grafarþögn“ eftir
Arnald Indriðason, örlítið stytt, sem
Sigurður Skúlason les,“ segir Gísli,
„Skemmtilegu smábarnabækurnar,
sem eru 16 eða 17 algildar barna-
bækur, sem Hanna G. Sigurðardótt-
ir les, „Línu langsokk“ í lestri
Völu Þórsdóttur, „Hróa hött“ í lestri
Vals Freys Einarssonar og
valin „Grimmsævintýri“ í lestri
Þorsteins Thorarensen.
Útgáfan hefur farið vel af stað
að sögn Gísla og fengið ákaflega
góðar viðtökur. „Frá því að heima-
síðan okkar, hljodbok.is, var opnuð
á miðju sumri hafa rúmlega tíu þús-
und manns heimsótt hana – sem ég
mundi telja harla gott.
Okkar stefna er umfram allt að
gefa út vandaðar bækur. Það skiptir
jafn miklu máli að hljóðbók sé vönd-
uð og eins að bók sé vel samin, vel
prentuð og fallega útlítandi.“
sussa@frettabladid.is
Jólatónleikar
Mikilvægt að hljóðbækur séu vandaðar
GÍSLI HELGASON OG HERDÍS HALLVARÐSDÓTTIR Urðum að byrja frá grunni.