Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 12
11. desember 2004 LAUGARDAGUR Nýr skóli í Norðlingaholti tekur til starfa næsta haust: Farnar verða nýjar leiðir í skólastarfi SKÓLAMÁL Nýr 350 nemenda grunn- skóli í Norðlingaholti verður tek- inn í notkun næsta haust. Skólinn mun fyrst um sinn vera með kennslu í færanlegu húsnæði. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir ekki ákveðið hvenær framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna hefjist. Í tengslum við uppbyggingu skólans hyggst fræðsluráð leita eftir umsóknum frá hópi skóla- fólks eða einstaklingum sem eru tilbúnir að fara nýjar leiðir í skóla- starfi. Stefán Jón segir að þetta sé nýmæli. Verið sé að leita eftir stjórnendum og kennurum sem séu með hugmyndir um nýbreytni í skólastarfinu og fastmótaða framtíðarsýn. Lögð verði áhersla á einstaklingsmiðað nám og náið samstarf við foreldrasamfélagið. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 929 íbúðum í Norðlinga- holti. 291 íbúð verður í sérbýli en 638 í fjölbýli. Að jafnaði eru 0,3 til 0,4 börn á skólaaldri í hverri íbúð. Því er gert ráð fyrir að um 350 nemendur verði í skólanum. - th Þjálfa rökhugsun Elín Helga Þráinsdóttir grunnskólakennari segir að í stærðfræðikennslunni í Finnlandi sé lögð áhersla á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamál. Finnska sé hljóðrétt og því auðvelt að læra lestur. Góður agi sé á börnunum. PISA Mikil áhersla er á stærð- fræðimenntun í finnskum grunn- skólum og ýmis hjálpartæki notuð við að þjálfa rökhugsun og reikn- ing. Elín Helga Þráinsdóttir, grunnskólakennari í Finnlandi, segir að ekki sé bara setið og reiknað í bókinni heldur til dæmis notuð spil og þrívídd. Finnskir unglingar voru í fyrsta og öðru sæti í Pisa-könnuninni um daginn. „Finnar komust að því fyrir nokkrum árum að börnin stóðu ekki nógu vel að vígi og þá var kennsluaðferðum breytt. Bæk- urnar ganga mikið út á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamálin, skilja af hverju tveir plús tveir eru fjórir. Það hefur skilað sér mjög vel,“ segir hún. Finnsk börn standa mjög vel í lestri, sérstaklega þau finnsku- mælandi. „Það er náttúrulega m.a. vegna þess að finnska er hljóðrétt mál. Stafirnir eru bornir fram ná- kvæmlega eins og þeir eiga að vera og orðin eru skrifuð ná- kvæmlega eins og þau eru sögð. Börnum er kennt að lesa í atkvæð- um. Þegar þau velta fyrir sér hvernig orð er skrifað segja þau það upphátt. Átta ára sonur minn klappar sig í gegnum orðið til að finna út hvernig það skiptist í at- kvæði. Áhersla er lögð á bók- menntir og lestur. Með nýrri námskrá er svo farið að kenna 11 og 12 ára börnum eðlis- og efna- fræði,“ segir Elín Helga. Finnskir grunnskólakennarar hafa fimm ára háskólanám að baki og eru þá með réttindi til að kenna 7-12 ára börnum. Kennarar í efsta stigi grunnskólans hafa sömu menntun og menntaskóla- kennarar, með háskólamenntun og uppeldis- og kennslufræði. Próf úr Kennaraháskóla Íslands gildir ekki í Finnlandi án þess að Elín Helga taki aukaeiningar í há- skóla. Þó að hún geri það fær hún aðeins að kenna á neðsta stigi grunnskólans. Í vetur kennir hún samsettum bekk 9 og 10 ára barna í sænskumælandi skóla í Helsinki. Góður agi sé á börnum í Finn- landi. „Þetta er enginn heragi en börnin koma upp til hópa vel fram og gera það sem þau eiga að gera,“ segir hún. ghs@frettabladid.is DAGBLAÐIÐ VÍSIR 275. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 ] VERÐ KR. 295 Fékk sextíu milljónir fyrir að bera brjóstin Bls. 8 ARNAR JÓNSSON Dóttir Eddu BjörgvinsLeikarabarnið sem vildi ekki í fótspor foreldranna Bls. 28-29 Júlíus HafsteinVerður loksins sendiherra Bls. 71 Jói Fel og Unnur Fráskilin og fundu ástina Jóhannes Felixson og kona hans UnnurHelga Gunnarsdóttir voru á tímamótumþegar Unnur gekk inn í nýopnað bakaríiðhans. Nokkrum vikum síðar voru þauorðin par. Ást við fyrstu sýn. Nú hafa þau opnað kaffihús og konditori íSmáranum, eiga samtals fjögur börn og njóta þess að lifa. Bls. 14-15 Tónlistar- maðurinn og ritstjórinn tjáir sig í fyrsta skipti um árásir og ásakanir femínista á hendur blaðinu þess efnis að hann sé að hlutgera kvenlíkamann. „Það er ekkert klám í þessu blaði,” segir Björn Jörundur. Femínistar í stríð við Björn Jörund Kennarar meðpókerdellu Bls. 16 Jói Fel og Unnur ÁST VIÐ FYRSTU SÝN ELÍN HELGA ÞRÁINSDÓTTIR „Bækurnar ganga mikið út á að þjálfa rökhugsun og leysa vandamálin,“ segir Elín Helga Þráinsdóttir sem kennir 9 og 10 ára börnum í sænskum skóla í Helsinki í Finnlandi. UPPBYGGING Í NORÐLINGAHOLTI Framkvæmdir við nýtt hverfi í Norðlinga- holti hófust á síðasta ári. Byggingarsvæðið afmarkast af Breiðholtsbraut, Suðurlands- vegi, Bugðu og Elliðavatni. Lýðheilsustöð: Reykingafólki fækkar HEILBRIGÐISMÁL Reykingafólki hér á landi hefur fækkað allverulega, samkvæmt könnun Lýðheilsu- stöðvar. Stöðin hefur látið taka saman niðurstöður þriggja kannana á tó- baksnotkun landsmanna á þessu ári. Niðurstaðan er sú að innan við 20 prósent á aldrinum 15-89 ára reykir daglega. Jafnframt velja æ fleiri reykleysi. Til samanburðar reyktu um 30 prósent landsmanna fyrir 12 árum. Flesta reykingamenn er að finna meðal ungra karla á aldrin- um 20-29 ára. Í þeim hópi reykir fjórði hver maður daglega. Aftur á móti reykja helmingi færri í í hópi fólks milli þrítugs og fertugs heldur en tíðkaðist fyrir tólf árum. - jss FÆKKUN Þeim fer sífellt fækkandi sem velja að reykja. 12-13 10.12.2004 20.27 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.