Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 36
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lýðveldis- ins Íslands, vitnaði (bæði í Kastljósinu og í umræðum á Alþingi) svo oft að ekki verður tölu á komið í ályktun öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna númer 1456. Þegar nánar er að gáð fjallar sú ályktun hins vegar alls ekki um „upp- byggingu í Írak að stríði loknu“, hvað þá að hún veiti „fjölþjóðaliði umboð“ til hersetu í Írak eins og Halldór hélt fram. Ályktun 1456 var reyndar samþykkt áður en Bandaríkja- menn réðust inn í Írak og fjallar um hryðjuverk Talíbana og Al Kaída. Enginn stjórnarandstæð- ingur á þingi virðist hafa tekið eftir þessu og raunar fjölmiðl- ar ekki heldur. Skýringin er einföld: Halldór meinti ályktun 1546 en hún fjallar sannar- lega um Írak. Bergdís Ellertsdóttir, hringdu í forsætisráðherra, strax! Alkunna er að stjórnmálamenn, að ekki sé talað um forsætisráðherra þjóðríkis, treysta mjög á aðstoðarmenn sína. Þannig tóku þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson með sér aðstoðarmannalið sitt þegar annar hélt upp á Rauðarárstíg og hinn niður á Lækjar- torg í stólaskiptunum í haust. Albert Jónsson var skipaður sendiherra og fór með herra sín- um upp Hverfisgötuna og inn á Rauðarárstíg. Bergdís Ellertsdóttir var svo skipuð sendi- herra og gerð að utanríkismálasérfræðingi, „Alberti“, Halldórs. Hún skundaði að vísu ekki rakleiðis niður Laugaveginn í Stjórnarráðið til að taka stöðu Alberts stjórnmálafræðigúrús Jónssonar enda þunguð af þriðja barni henn- ar og eiginmannsins Jóns Óskars Sólnes, fyrr- verandi fréttamanns. Ályktanaruglið í fjarveru Bergdísar sýnir hins vegar svart á hvítu nauð- syn þess að hafa slíkan aðstoðarmann. Dollarinn orðinn að kúbönskum peseta Um fátt er meira rætt á alþjóðlegum vettvangi en veikingu dollar- ans og er nú svo komið að virt tímarit á borð við The Economist ræða í fullri alvöru um að evran kunni að taka við af amerísku myntinni í alþjóðlegu hagkerfi. Við þetta rifjast upp orð Davíðs Oddssonar fyrir nokkrum árum í við- tali við Eggert Skúlason á Stöð 2: „Hin nýja Evrópumynt hefur runnið alveg á rassinn eins og sagt er. Hún átti að vera jafn- sterk gamla markinu en hefur lækkað yfir 20% á 16 mánuðum og hefur reynst veikari mynt heldur en kúbanski pesetinn og norð- ur-kóreski daminn og þetta hafa náttúrulega verið heilmikil vonbrigði.“ Jamm. 36 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Stjórnmál á Íslandi snúast í sívaxandi mæli um að stjórnmálamenn kannast ekki við eigin orð. Umræð- ur um helstu mál þingsins í vikunni, Írak og tekjuskatt einkenndust af átakanlegu minnisleysi þingmanna. Stjórnmálaátök á Íslandi virðast af umræðum á Alþingi að dæma snúast að verulegu leyti um túlk- un orða stjórnmálaforingja sem virðast annað hvort ekki muna eða vilja muna hvað þeir hugsuðu og sögðu. Það er að vísu ekkert einsdæmi, hvorki á Íslandi fyrr á árum né úti í hinum stóra heimi. Bæði stóru málin á þingi þessa viku, annars vegar Íraksmálið og hins vegar skattalækkanafrum- varp ríkisstjórnarinnar, hafa snú- ist upp í karp um hvort tiltekinn stjórnmálamaður sagði eitthvað einhvern tímann um eitthvað, og ef svo er, hvað hann meinti. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra lenti í kröppum dansi þegar hann reyndi að útskýra ástæðurnar fyrir því að Ísland lýsti yfir stuðningi við árás Banda- ríkjanna og Bretlands á Írak. Grípum niður í Kastljósið síð- astliðinn mánudag: -Sigmar Guðmundsson: „Hefðirðu vitað það sem þú veist í dag, að það voru ekki ger- eyðingarvopn í Írak og það voru engin tengsl við al-Kaída af hálfu Íraka, hefðirðu þá samþykkt þetta? Halldór Ásgrímsson: Ég ætla nú ekkert að segja um það. Ég býst við því að ég hefði gert það já. Vegna þess að ég hef lengi ver- ið þeirrar skoðunar að það væri gífurlega mikið atriði að koma Saddam Hússein (frá)...“ Hvort Halldór hefur tekið hug- myndafræðilega kollsteypu á einni nóttu, eða að Davíð Odds- son, þáverandi forsætisráðherra, tók ákvörðun um stuðning við Bandaríkin og lét Halldór standa frammi fyrir gerðum hlut, skal ósagt látið. Halldór sneri við blaðinu og svaraði svo engu þegar Mörður Árnason, Samfylkingu, rifjaði upp eftirfarandi ummæli í þing- inu í vikunni. Halldór Ásgrímsson sagði 27. janúar 2003, tveimur mánuðum fyrir stríð: „Það er al- veg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar ör- yggisráðsins á nýjan leik, það höf- um við margsagt. En ég held að allir geti verið sammála um það að ef þessi maður býr yfir gjör- eyðingarvopnum með þeim af- leiðingum sem það gæti haft í för með sér, þá stendur alþjóðasam- félagið frammi fyrir mjög erfiðri stöðu. Það hlýtur að vera krafa okkar Íslendinga eins og annarra að þeir afvopnist. Það er krafa Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst.“ Umræðurnar um skattalækk- anir ríkisstjórnarinnar fóru að sama skapi um víðan völl og end- uðu í miklum deilum um hver sagði hvað, hvenær. Ef menn við- urkenndu almennt að hafa látið þau orð falla sem andstæðingarn- ir héldu fram, var viðkvæðið að orðin merktu eitthvað annað en hitt liðið vildi vera láta. Mýmörg dæmi mætti um þetta nefna en það besta er þó úr við- skiptum Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra og Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylk- ingarinnar. Össur hafði eftir Geir úr þætti þar sem þeir báðir voru viðstadd- ir að Geir hefði sagt Framsóknar- flokkinn hafa lagst gegn lækkun matarskattsins. Geir hrópaði úr sæti sínu: „Þetta er ósatt!“ og skundaði síðan í ræðustól til and- svara vopnaður útskrift úr við- komandi sjónvarpsþætti. Dæmið sem Geir las úr pontu: „Þórhallur Gunnarsson: Þannig að það eru framsóknar- menn sem stoppa þetta? Geir H. Haarde: Nei, það er ekki hægt að kenna neinum um. Það er ekki heiðarlegur málflutn- ingur. Jóhanna Vilhjálmsdóttir: Þú segir að það séu framsóknarmenn að í rauninni... Geir H. Haarde: Nei, ég segi ekki neitt um það.“ Svona var samtal Geirs, Jó- hönnu og Þórhalls í Íslandi í dag samkvæmt endursögn fjármála- ráðherra. Geir sleppti því hins vegar að geta þess eftir að hafa hrópað sár- hneykslaður „þetta er ósatt“ úr sæti sínu í Alþingi að nokkrum sekúndum fyrr í þættinum sagði hann orðrétt: „Geir H. Haarde: Við vildum lækka matarskattinn um 7%, Framsóknarflokkurinn vildi fara aðra leið...“ Dagný Jónsdottir, Framsókn- arflokki, sakaði Össur líka um að ljúga en hitti síðan naglann á höf- uðið þegar hún sagði að Fram- sókn hefði einfaldlega sett hlut- ina í aðra forgangsröð og vitnaði síðan í hversu miklu meira fólk hagnaðist á tekjuskattslækkun en matarskattslækkun. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, gagnrýndi svo Samfylkinguna fyrir hentistefnu í skattamálum og Össur sérstak- lega fyrir að skýla sér á bak við „litla símastrákinn“ sem sagði Samtökum vöru og þjónustu í mars 2003 að flokkurinn vildi ekki breyta virðisaukaskattnum. Þetta gæti bent til þess að Samfylkingin hafi tekið upp stefnumálið um helmingslækkun matarskattar hrátt úr kosninga- stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Nú var komið að Össuri Skarp- héðinssyni að missa minnið. Enn skal hér vitnað til viðtals- ins við Geir og Össur í Íslandi í dag. „Jóhanna: 2003 vilduð þið ekki lækka matarskattinn. Össur: Jú. Jóhanna: Þá voruð þið spurðir að þessari spurningu um virðis- aukaskattkerfið og þið sögðuð nei. Össur: Þetta er einhver vit- leysa í ykkur. Þórhallur: Það var fyrir kosn- ingar 2003. Össur: Ég held að það hafi ver- ið einhver símastrákur hjá Sam- fylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu. Ég man ekkert eft- ir þessu....“ Samtök vöru og þjónustu hafa síðan upplýst að sú stefna sem Samfylkingin kynnti þeim kom frá þingflokki Samfylkingarinnar og var undirrituð af Jóhanni Ár- sælssyni, varaformannni þing- flokksins. a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Atvinnusjúkdómur íslenskra stjórnmála nánar á visir.is Það er stundum erfitt að vera blaðamaður á Íslandi, sérstaklega að skrifa um stjórnmál. Íslendingar eru oft fljótir upp og eru hvorki stjórnmálamenn né blaðamenn undantekningar. Á dögunum af- henti ég fréttaritstjóra mínum við- tal við Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúa. „Á dauða mínum átti ég von en ekki að þú færir að tala við Stefán Jón!“ sagði hann mér til mikillar undrunar. „Ég hélt að þið hefðuð lent í slagsmálum í gær.“ Og það var reyndar alveg rétt. Okk- ur blaðamönnunum sem stefnt hafði verið niður í ráðhús rann mjög til rifja að þar tilkynntu þrír borgarfulltrúar afsögn Þórólfs Árnasonar en nýr borgarstjóri var hvergi sjáanlegur, var farinn upp á Stöð 2. Blaðamenn og stjórnmálamenn sennilega líka eru eins og Æsir í Valhöll. Berjast á daginn, deyja á kvöldin og vakna svo og berjast á ný og eru búnir að steingleyma skærum gærdagsins. Þetta sést vel í kaffistofu Alþingis. Þar heyrir maður menn borna hinum alvar- legustu sökum og vændir um því- líka siðferðisbresti að sumt telst varla prenthæft. Síðan setjast menn niður og fá sér kaffi og spjal- la um nýjustu tíðindi að norðan. Blaðamenn og stjórnmála- menn eru síðan hvor sín hliðin á sama peningnum. Að vísu þurfa stjórnmálamenn meira á blaða- mönnum að halda en vice versa. Þess vegna er svo gaman að vera blaðamaður. Býsna margir stjórn- málamenn telja blaðamenn vera úlfa í sauðargærum. Þannig hef ég verið grunaður um að vera fylgismaður fleiri flokka en Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið fé- lagi í. Gömlu austantjaldskomm- arnir kalla mig Heimdelling, íhaldið telur mig vera komma, samfylkingin framsóknarmann (jæja kannski ekki...) og vinstri grænir ég veit ekki hvað. Og sömu sögu segja mér flestir blaðamenn. Auðvitað er maður settur í frystinn þegar maður skrifar óþægilegar fréttir, sumir svara ekki í síma og Davíð Oddsson ignorerar mann stundum af slík- um krafti að maður efast um að maður sé til. Í þessari viku í póli- tík náði ég að reita nokkra menn til reiði. Össur er fúll af því að ég fann litla símastrákinn hans, kannski að Geir og Halldóri mis- líki minnisleysisgreinina hér við hliðina og Alfreð Þorsteinssyni linu.nets skrif. En allt verður þetta gleymt von bráðar eins og flestar vikur í pólítik og varla fer nú Al- freð að skrúfa fyrir vatnið hjá mér á Hjarðarhaganum þótt viðtal við hann hafi ekki birst í blaðinu í gær fyrir mistök, en ekki vegna kunningsskapar míns við Gulla Þór, setu frænda míns í nefnd Samfylkingarinnar um málefni aldraðra, ritdeilur afa míns við Jónas frá Hriflu. Svona hugsa nefnilega margir stjórnmála- menn, en allt bjargast þetta því þeir eru minnislausir. Þú ferð ekk- ert að skrúfa fyrir heita vatnið hjá mér á Hjarðarhaganum, Alfreð? VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR ALFREÐ ÞORSTEINSSON „Þú ferð ekkert að skrúfa fyrir heita vatnið hjá mér á Hjarðarhaganum, Alfreð?“ Heitavatnslaust á Hjarðarhaga UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Það var einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í Íslandi í dag um svar flokksins við spurningum Samtaka verslunar og þjónustu sem Jóhann Ársælsson, varaformaður þingflokksins, reyndist hafa skrifað. „Þetta er hamingjudagur í sögu íslensku þjóðarinnar.“ Pétur H. Blöndal, alþingismaður í tilefni af því að hann sjálfur mælti fyrir áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þar sem lagt er til að frumvarp um tekjuskatt verði samþykkt. ALÞINGI Þingstörf hafa einkennst af átakanlegu minnisleysi helstu stjórnmálaforingja lýðveldisins og tilraunum andstæðinga þeirra til að hressa upp á minni þeirra. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA 36-37 Stjórnmál 10.12.2004 14:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.