Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 66
11. desember 2004 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
8 9 10 11 12 13 14
Laugardagur
DESEMBER
AFREKSSJÓÐUR Þrjátíu og þrír
íþróttamenn hafa fengið styrki úr
Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíu-
sambands Íslands á undanförnum
fimm árum. Sex einstaklingar
hafa fengið meira en fimm millj-
ónir í styrki á þessum fimm árum
en þar bera þrír einstaklingar,
stangarstökkvarinn Vala Flosa-
dóttir, sundmaðurinn Örn Arnar-
son og tugþrautarkappinn Jón
Arnar Magnússon höfuð og herð-
ar yfir aðra íþróttamenn. Vala,
Örn og Jón Arnar voru á A-styrk á
þessu ári sem er að líða en það gaf
þeim 120 þúsund krónur á mánuði
í aðra hönd. Auk þeirra voru fim-
leikamaðurinn Rúnar Alexanders-
son, stangarstökkskonan Þórey
Edda Elísdóttir og júdókappinn
Bjarni Skúlason á A-styrk.
Vala Flosadóttir var ein besta
stangarstökkskona heims árið
1999 og sýndi það enn frekar árið
2000 þegar hún vann til brons-
verðlauna á Ólympíuleikunum í
Sydney. Síðan þá hefur hvorki
gengið né rekið hjá Völu. Hún
hefur verið mikið meidd og varla
verið skugginn af sínu besta
sjálfi. Þrátt fyrir það hefur hún
þegið hæsta styrkinn undanfarin
þrjú ár og spurning hvort hún nýt-
ur enn vilvildar Afrekssjóðs þeg-
ar kemur að því að útdeila styrk
fyrir næsta ár.
Sama gildir um Örn Arnarson,
sem hefur verið á hæsta styrk
undanfarin ár. Örn stóð sig frá-
bærlega á Ólympíuleikunum í
Sydney og stefndi síðan á verð-
launasæti í Aþenu. Heldur hallaði
undan fæti hjá honum á þessu ári
og þegar kom að stóru stundinni
þá var hann ekki í nægilega góðu
formi til að synda sín bestu sund.
Örn þarf að sanna sig upp á nýtt
en mun væntanlega verða áfram á
fullum styrk enda sá sundmaður
sem á mesta möguleika á því að
vera í fremstu röð ef skrokkur og
haus eru í lagi.
Jón Arnar Magnússon hefur í
hyggju að hætta sem afreksmað-
ur en ferill hans hefur markast af
meiðslum. Hann hefur á góðum
degi verið einn sá besti í heimin-
um en allt of oft hefur hann ekki
náð að klára þrautir á stórmótum.
Það má eiginlega segja að tveir
íþróttamenn, Rúnar Alexanders-
son og Þórey Edda Elísdóttir, sem
fengu A-styrk hafi staðið undir
væntingum. Þórey Edda tvíbætti
Íslands- og Norðurlandametið í
stangarstökki og hafnaði í fimmta
sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu
og Rúnar hafnaði í sjöunda sæti á
bogahesti á Ólympíuleikunum.
Þau fengu bæði viðbótarstyrk út
árið og eru örugg með A-styrk á
næsta ári.
Júdókappinn Bjarni Skúlason
náði ekki að fylgja eftir góðu ári í
fyrra þegar hann hafnaði í níunda
sæti á HM. Bjarna gekk illa á A-
mótum sem gefa stig fyrir Ólymp-
íuleika og komst ekki til Aþenu.
Ekki er líklegt að þeir íþrótta-
menn sem voru á B-styrk í ár,
kringlukastarinn Magnús Aron
Hallgrímsson, sundmaðurinn
Jakob Jóhann Sveinsson og
taekwondokappinn Björn Þor-
leifsson, eigi möguleika á því að
hækka upp í A-flokk frekar en
aðrir íþróttamenn sem voru á
styrk á síðasta ári.
oskar@frettabladid.is
Vala og Örn hafa fengið
mest frá Afrekssjóði ÍSÍ
Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir og sundkappinn Örn Arnarson hafa
fengið um tíu milljónir króna í styrk úr Afrekssjóði undanfarin fimm ár.
■ ■ LEIKIR
14.00 Njarðvík og KR mætast í
Njarðvík í Bikarkeppni KKÍ &
Lýsingar í kvennaflokki í
körfubolta.
16.00 Stjarnan og Höttur mætast í
Ásgarði í 1. deild karla í
körfubolta.
16.00 Breiðablik og Þór Ak.
mætast í Smáranum í 1. deild
karla í körfubolta.
16.15 HK og Fram mætast í
Digranesi í norðurriðli DHL-
deildar karla í handbolta.
16.15 Haukar og Þór Ak. mætast á
Ásvöllum í norðurriðli DHL-deildar
karla í handbolta.
16.15 FH og Afturelding mætast í
Kaplakrika í norðurriðli DHL-
deildar karla í handbolta.
17.00 KFÍ og Breiðablik mætast á
Ísafirði í Bikarkeppni KKÍ &
Lýsingar í kvennaflokki í
körfubolta.
■ ■ SJÓVNARP
10.00 NBA-deildin á Sýn.
Útsending frá leik Minnesota
Timberwolves og Sacramento
Kings í NBA-deildinni í
körfubolta.
12.05 Upphitun á Skjá einum.
Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
12.30 Enska 1. deildin á Sýn.
Útsending frá leik West Ham og
Leeds í ensku 1. deildinni í
fótbolta.
12.40 Enska úrvalsdeildin á Skjá
einum. Bein útsending frá leik
Everton og Liverpool í ensku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
13.15 Handbolti á ólympíuleikum
á RÚV. Útsending frá úrslitaleik
Króata og Þjóðverja í handbolta
á ólympíuleikunum í Aþenu.
14.10 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn.
14.40 Á vellinum með Snorra Má
á Skjá einum.
14.45 Landsleikur í handbolta á
RÚV. Útsending frá leik Svía og
Dana á EM í handbolta kvenna.
15.00 Enska úrvalsdeildin á Skjá
einum. Bein útsending frá leik
Manchester City og Tottenham í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
15.55 Meistaramörk á Sýn.
16.05 Íslandsmótið í handbolta á
RÚV. Bein útsending frá leik
Hauka og Þórs í DHL-deild karla í
handbolta.
16.30 NFL-tilþrif á Sýn.
17.05 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
17.55 X-Games á Sýn.
19.50 Hnefaleikar á Sýn.
Útsending frá bardaga Vitalis
Klitschko og Corrie Sanders.
20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Athletic Bilbao
og Atletico Madrid í spænsku
úrvalsdeildinni í fótbolta.
22.55 Hnefaleikar á Sýn.
Útsending frá bardaga Felix
Trinidad og Ricardo Mayorga.
01.00 Hnefaleikar á Sýn. Bein
útsending frá bardaga Vitalis
Klitschko og Danny Williams.
Skonrokk: „En var Helena ekki með betri árangur en
þjálfarinn á undan henni? Eggert Magnússon: „Ég
þakkaði Helenu kærlega fyrir góð störf.“
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var ekki í vandræðum með að svara málefnalega
fyrir sig hjá Valtý Birni í gær.
ÍÞRÓTTAMENN Á HÆSTUM
STYRKJUM 1999-2004
Vala Flosadótttir, frjálsar íþróttir 10,28
Örn Arnarson, sund 9,88
Jón A. Magnússon, frjálsar íþróttir 8,9
Þórey E. Elísdóttir, frjálsar íþróttir 6,72
Rúnar Alexandersson, fimleikar 5,188
Kristinn Björnsson, skíði 5,1
Einar K. Hjartarson, frjálsar 4,076
Jakob Jóhann Sveinsson, sund 3,965
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sund 3,816
Sara Jónsdóttir, badminton 3,775
Guðrún Arnardóttir, frjálsar íþróttir 3,36
Magnús A. Hallgrímsson, frjálsar 3,28
Bjarni Skúlason, júdó 2,792
Vernharð Þorleifsson, júdó 2,58
Halldór B. Jóhannsson, þolfimi 2,34
Ragna Ingólfsdóttir, badminton 1,95
Björgvin Björgvinsson, skíði 1,656
Guðmundur Stephensen, borðt. 1,65
Arnar Sigurðsson, tennis 1,5
Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1,5
Björn Þorleifsson, taekwondo 1,44
Sveinn Sölvason, badminton 1,243
Jóhanna R. Ágústsdóttir, þolfimi 1,2
Hafsteinn Ægir Geirsson, siglingar 1,0
Allar þessar tölur eru í milljónum
íslenskra króna.
VALA FLOSADÓTT-
IR Hefur fengið
rúmar tíu milljónir í
styrk frá afrekssjóði
á undanförnum
fimm árum.
66-67 (54-55) sport 10.12.2004 19:51 Page 2