Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 57
Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur alla tíð verið andsnúinn kvótakerfinu og fært rök fyrir skoðunum sínum. „Megingalli kerfisins er að sótt er í verðmætasta fiskinn til að hámarka tekjur af kvótanum,“ segir hann. „Rétt nýting dýrastofna er að nýta allar stærðir og alla aldursflokka jafnt. Það þarf að rýmka um og auka fæðuframboð fyrir þann fisk sem eftir lifir.“ Jón segir manninn einu dýrategundina á jörðinni sem velur að fella stærstu einstaklingana úr hjörðinni, önnur rándýr velja veiku og litlu dýrin. „Þetta leiðir til skakkrar nýtingar og minni uppskeru en ella fengist,“ segir hann. Jón er ekki í vafa um að kvótakerfið hafi gert lífríkinu mikið ógagn og blæs á neyðaróp fiskifræðinga frá því fyrir rúmum tuttugu árum. „Það var allt í lagi að veiða allan þann þorsk sem veiddur var í kringum 1980. Stofninn stóð alveg undir nýt- ingunni og meint ofveiði var heima- tilbúin af fiskifræðingum.“ Jón Kristjánsson hefur lengi stigið ölduna í umræðum um kvótakerfið og skoðanir hans hafa ekki aflað honum vinsælda. „Það hefur oft ver- ið erfitt að gagnrýna kerfið og mér hefur verið gert erfitt fyrir á öllum sviðum. Hafrannsóknastofnunin hef- ur til dæmis rægt mig í útlöndum.“ Hann segist aðspurður hafa siglt á óánægjufleyinu en leggur áherslu á að hann hafi aldrei stigið fæti um borð í öfundarfleyið sem einnig hef- ur dólað um höfin. En Jón er ekki einasta þeirrar skoð- unar að kvótakerfið hafi skaðað líf- ríki hafsins, hann vill einnig meina að óbein áhrif þess hafi verið skað- leg. „Áhrif þessa endalausa ofveiði- tals hafa verið vatn á myllu samtaka sem vilja hreinlega stöðva fiskveið- ar.“ Hans trú er sumsé að menn hafi kallað gagnrýni á þorskveiðar í Ís- landshöfum yfir sig með alls óþörf- um yfirlýsingum. Jón er sannfærður um að kvótakerf- ið verði lagt af en veit ekki hvenær það verður. „Þetta endar með skelf- ingu og það verður skipt um kerfi. Heimurinn þarf að fá fisk til að borða.“ LAUGARDAGUR 11. desember 2004 45 FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I STUND MILLI STRÍÐA Í REYKJAVÍKURHÖFN Hið umdeilda frjálsa framsal kvótans var lítið sem ekkert rætt þegar það var leitt í lög. Akureyri Strandgata 3, sími 464-4450 • Keflavík Hafnargata 25, sími 421-3322 Reykjavík Faxafen 12, sími 533-1550 OPIÐ lau. 11. des. 10 -18 sun. 12. des. 13 -18 Virka daga 10 -18 HELSTU ÁGREININGSEFNI • Frjálst framsal kvóta • Brottkast • Byggðakvóti • Veiðar smábáta • Verndun stofnanna • Áhrifin á byggðirnar • Löndun fram hjá vigt • Auðlindagjaldið • Veðsetning kvóta • Þátttaka sjómanna í kvótakaupum • Rétturinn til að sækja sjóinn Jón Kristjánsson: Meint ofveiði heimatilbúin Leiguframsal kvóta er, og hefur alltaf verið, eitur í beinum sjómannafor- ystunnar. „Við höfum alltaf lagst gegn framsali kvóta enda er það ólíðandi,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Ís- lands, og rifjar upp þegar hann var í forsvari fyrir sjómannafélagið í Grindavík. „Þá þurfti samþykki okkar til að mega flytja kvóta á milli ver- stöðva en við gerðum í því að skrifa ekki upp á. Menn fundu þá smugu í kerfinu og léku þann leik að flytja skip til Grindavíkur og fengu kvóta færðan á þau og fluttu þau svo aftur í burtu. Það voru alltaf og verða alltaf til leiðir í þessu kerfi.“ Mörgum sjómönnum svíður kvóta- brask en með því er þeim gert að taka þátt í leigu á kvóta. Jafnvel sett- ur stóllinn fyrir dyrnar. „Þetta hefur verið aðal ágreiningsefnið og verður áfram,“ segir Sævar. „Í stjórnarsátt- málanum er kveðið á um að það eigi að taka á leiguframsalinu en ekkert hefur enn verið gert í því.“ Hann rifjar upp að í samningagerð 1992 hafi sjómenn boðið upp á að festa leiguframsalið eða kvótabrask- ið í sessi. „Við buðum upp á að sjó- menn sætu beggja vegna borðsins, þeir tækju sumsé þátt í leigunni en fengju einnig skipti úr því sem leigt væri frá. Auðvitað vissum við að við myndum aldrei fá hljómgrunn en opnuðum samt á þetta. Þetta var vissulega illframkvæmanlegt en við lögðum þetta fram til að sýna fram á hvað við ættum við.“ Sævar viðurkennir að kvótabraskið hafi minnkað og rekur það til þess að dregið hafi úr leigu á kvóta. Menn reyni frekar að kaupa til sín varanlegar heimildir. Sævar Gunnarsson: Kvótabraskið ólíðandi með öllu 56-57 (44-45) Kvótinn 10.12.2004 15:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.