Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 26
Allmörgum rannsóknarnefnd-
um hefur verið komið á fót í
Bretlandi og Bandaríkjunum,
sem ætlað er að upplýsa hvernig
svo hrapallega tókst til að til
innrásar kom í Írak á gersam-
lega fölskum forsendum:
Saddam átti engin gereyðingar-
vopn og engin tengsl fundust
milli hans og al-Kaída. Spurn-
ingin er hvort allar amerísku
leyniþjónusturnar, með sínum
30 þúsund starfsmönnum,
brugðust, eða voru það stjórn-
málamennirnir sem ákváðu for-
sendurnar og létu hagræða
sönnunargögnum svo þau féllu
að óskhyggju þeirra?
James Bamford heitir banda-
rískur blaðamaður, sérfróður
um málefni Öryggisráðs Banda-
ríkjanna (NSA), sem hefur
skrifað um það bækur.
Nýlega kom út eftir hann
bókin „Átylla fyrir stríði: 11. 9.,
Írak og misnotkun amerískra
njósnastofnana“. Þar vitnar
hann til nafnlausrar heimildar,
starfsmanns hjá Leyniþjónustu
Bandaríkjanna (CIA), sem unnið
hafði með upplýsingar varðandi
gereyðingarvopn Íraka og sagði
honum: „Ég sá aldrei nokkurn
skapaðan hlut“, sem sannaði að
Saddam hefði eða væri að þróa
gereyðingarvopn „og enginn
annar hjá stofnuninni heldur“.
Innan stofnunarinnar voru
það viðtekin sannindi að sú
skúffa væri tóm. En síðla árs
2002, á sama tíma og eftirlits-
menn Sameinuðu þjóðanna voru
að senda skýrslur frá Írak þess
efnis að þeir fyndu engin bönn-
uð vopn né áætlanir um að afla
þeirra, voru bandarísk stjórn-
völd farin að gefa sér gereyð-
ingarvopn Saddams sem for-
sendu fyrir stríði.
Hinn kunni rannsóknarblaða-
maður Washington Post, Bob
Woodward, segir í sinni bók
„Árásaráætlun“ að þeir George
Tenet, yfirmaður CIA, og John
McLaughlin, aðstoðarmaður
hans, hafi komið á skrifstofu
forsetans 21. desember 2002 og
lagt fram þau gögn sem þeir
höfðu um gereyðingarvopn
Saddams. Þá varð Bush að orði
hvort þetta væri allt og sumt.
„Kýlum á það,“ svaraði Tenet.
Þetta hafði þau áhrif að öllum
skúffum var snúið á hvolf í
þeirri deild CIA sem annast
vopnaeftirlit, takmörkun á út-
breiðslu kjarnorkuvopna og
hömlur á vopnasölu, sem venju-
lega er kölluð WINPAC.
Þarna vann hinn nafnlausi
heimildarmaður Bamfords um
áramótin 2002-03. Í janúar kall-
aði yfirmaður deildarinnar sam-
an um fimmtíu manns á fund í
því skyni að skjóta stoðum und-
ir málatilbúnaðinn um gereyð-
ingarvopnin. Bamford segir í
„Átyllunni fyrir stríði“ að skila-
boð yfirmannsins hafi verið
skýr: „Standiði klárir á því, að
ef Bush vill fara í stríð, þá er
það ykkar djobb að finna hald-
bæra ástæðu.“
Þessi nafnlausi heimildar-
maður Bamfords fékk þvílíka
óbeit á þessum málflutningi að
hann hætti hjá WINPAC, fékk
starf hjá annarri njósnastofnun
og slapp við að bera vitni fyrir
rannsóknarnefndunum, sem
ætlað var að fara ofan í
saumana á aðdraganda innrás-
arinnar, sem réttlætt var með
fullvissu um gereyðingarvopn
Saddams.
En Jami Miscik, yfirmaður
greiningardeildar upplýsinga
hjá CIA, bar það fyrir rannsókn-
arnefnd öldungadeildarinnar að
mikill samgangur hefði verið
milli starfsmanna CIA og þeirra
er stefnuna mótuðu, þar á meðal
Dick Cheney varaforseta. Á ár-
inu fyrir stríðið heimsótti Chen-
ey höfuðstöðvar CIA átta sinn-
um til að ræða gereyðingar-
vopnin.
Miscik viðurkenndi að svona
ítrekaðar heimsóknir lýstu, ef
ekki þrýstingi, þá að minnsta
kosti tregðu stjórnvalda til að
taka gild svör sérfræðinganna
um kjarnorkuvopnaáætlun
Saddams.
Störf leyniþjónustu byggja á
því að hún sé alls óháð valdhöf-
um, þannig að hún geti byggt
ráðleggingar sínar á staðreynd-
um. En reyndin hefur verið sú
að valdamenn reyna að fá njósn-
ara sína til að segja það sem
þeim hentar hverju sinni. Svo
skjóta valdhafarnir sér á bak
við þá leynd sem yfir þessu
starfi verði að hvíla og verjast
þannig allra frétta. Ef allt fer
úrskeiðis má skella skuldinni á
lélegar ráðleggingar frá leyni-
þjónustunni og láta nokkra yfir-
menn hennar taka á sig sökina
með því að víkja þeim úr starfi.
Margt bendir til að þetta eigi við
í þessu tilfelli, eins og koma
mun í ljós eftir því sem fleiri
fyrrum starfsmenn CIA ákveða
að leysa frá skjóðunni. ■
Kvótakerfið er 20 ára um þessar mundir og hefur Fréttablaðið
verið með ítarlega umfjöllun um það í tilefni af þessum tíma-
mótum. Það verður aldrei allsherjarsátt um kerfið, þrátt fyrir
að stöðugt sé verið að bæta það og styrkja. Það verður líklega
heldur aldrei hægt að finna upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem
allir verða sáttir við. Andstæðingar kvótakerfisins hafa einkum
bent á sóknardagakerfið sem betri kost við stjórnun fiskveiða,
en hvað sem því líður hefur verið erfitt fyrir andstæðinga kerf-
isins að benda á eitthvert annað betra kerfi.
Sjávarútvegurinn er og hefur verið undirstaða efnahagslífs-
ins á Íslandi, og svo mun verða áfram. Þrátt fyrir tilkomu ann-
arra útflutningsatvinnugreina er fiskur og sjávarafurðir um 60
prósent af vöruútflutningi landsmanna og því uppistaðan í
gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið. Það er því mikilvægt að ganga
vel um auðlindir hafsins og hafa sem mest út úr þeim afla sem
dreginn er á land.
Þegar kvótakerfið var sett á höfðu verið birtar margar
svartar skýrslur um fiskistofnana og þá aðallega þorskstofninn.
Það var því ljóst að eitthvað varð að gera til að takmarka sókn-
ina. Segja má að ofvöxtur hafi hlaupið í togaraflotann um og
upp úr 1970 Eftir á að hyggja er ljóst að við notfærðum okkur
ekki sem skyldi það tækifæri sem skapaðist til stjórnar á fisk-
veiðum þegar samið var um frið á Íslandsmiðum 1976 eftir út-
færsluna í 200 mílur.
Sjávarútvegurinn var löngum í kreppu á þessum árum, það
var stöðugt verið að fella gengi krónunnar til að bjarga útgerð
og fiskvinnslu og þá stundum á kostnað annarra atvinnugreina
í landinu. Við það bættust svo alls konar ráðstafanir sem áttu að
koma byggðunum og þessum mikilvægasta atvinnuvegi lands-
manna til góða. Árangurinn varð hins vegar oft misjafn.
Með kvótakerfinu fóru hlutirnir hins vegar smám saman að
breytast og afkoma útgerðarinnar í dag er ekki lík því sem hún
var fyrir 20 árum. Þar hefur margt komið til og margt má enn
bæta. Gífurlegar tækniframfarir hafa orðið í sjávarútvegi, og á
það við bæði um togara og ekki síst smábátana svokölluðu. Þeir
eru réttnefndir hraðfiskibátar, því aflinnn sem góðir slíkir bát-
ar bera að landi á ári er stundum álíka mikill og vertíðarbáta
með margra manna áhöfn hér áður fyrr.
En það er ekki aðeins að líflegar umræður hafi oft orðið um
kvótakerfið sjálft, framsal kvóta, auðlindagjald og fleira í þeim
dúr, heldur hefur líffræðilegur hluti þessa máls oft orðið tilefni
harðra orðaskipta. Þar hafa menn alls ekki verið sáttir, og verða
líklega aldrei, frekar en um kvótakerfið og þróun þess. ■
11. desember 2004 LAUGARDAGUR
SKOÐUN
KÁRI JÓNASSON
Sjávarútvegurinn er og hefur verið undirstaða
efnahagslífsins á Íslandi.
Kvótakerfi í 20 ár
FRÁ DEGI TIL DAGS
Segja má að ofvöxtur hafi hlaupið í togaraflot-
ann um og upp úr 1970 og eftir á að hyggja er
ljóst að við notfærðum okkur ekki sem skyldi
það tækifæri sem skapaðist til stjórnar á fiskveiðum
þegar samið var um frið á Íslandsmiðum 1976 eftir út-
færsluna í 200 mílur.
,,
Falskar forsendur
Styrkir fyrir hógværðina
Í nýútkomnu jólablaði vikuritsins Vís-
bendingar ritar Sigurður Jóhannesson
hagfræðingur grein um þjóðarsáttina
1990 og arfleifð hennar. Hann segir að
þjóðarsáttin hafi að ýmsu leyti verið
ólýðræðisleg handaflsaðgerð. Og um
þróun mála á vinnumarkaði á síðustu
árum skrifar hann meðal annars: „Nýjar
álögur eru annað slagið lagðar á ríkis-
sjóð og launamenn sjálfa til þess að
viðhalda friði á vinnumarkaði. Laun-
þegasamtök sem voru hógvær í kaup-
kröfum fyrir félagsmenn sína þáðu á
móti háa rannsóknarstyrki úr ríkissjóði.
Komið var á fót nýjum menntasjóðum,
sem kostaðir eru af verkafólki, en
vinnumarkaðssamtök deila út. Dæmi
er um að sjúkrasjóðir í vörslu verka-
lýðsfélaga hafi aldrei birt reikninga sína
opinberlega. Krafan um birtingu reikn-
inga ætti að vera sjálfsögð, en hún er
lágvær, því að enginn vill styggja verka-
lýðsfélögin.“
Íslenskar mýtur
Í bráðskemmtilegri grein um „íslenskar
mýtur“ í sama tölublaði Vísbendingar
fjalla nokkrir þjóðkunnir fræðimenn
um ýmis „viðtekin sannindi“ í þjóðfé-
lagsumræðunni og veruleikann á bak
við þau, sem reynist allur annar. Stað-
hæfingunni „Það eru verðmæti á bak
við peninga“ svarar Gylfi Magnússon
hagfræðingur þannig: „Nixon, blessuð
sé minning hans, batt enda á það þeg-
ar hann tók Bandaríkjadollar af gull-
fæti. Nú stendur ekkert á bak við þús-
undkallinn nema ef vera skyldu tveir
fimmhundruðkallar.“ Sigurður Jóhann-
esson segir um þá fullyrðingu að lífs-
kjör á Íslandi séu með því besta sem
gerist á Vesturlöndum að tekjur séu
miklar en „það stafar af því að vinnu-
dagurinn er langur, starfsævin löng og
atvinnuþátttaka mikil“. Laun á tímann
séu miklu lægri en í evrópskum grann-
löndum. Og haldi einhver að hugtökin
hægri og vinstri séu
úrelt og fjórflokk-
urinn dauður
sýnir Baldur
Þórhallsson
stjórnmálafræð-
ingur fram á að
hvort tveggja er
rangt.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Í DAG
SAMSPIL VALDHAFA
OG LEYNIÞJÓNUSTU
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Standiði klárir á því
að ef Bush vill fara í
stríð, þá er það ykkar djobb
að finna haldbæra ástæðu.
,,
26-27 leiðari 10.12.2004 14:58 Page 2