Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 78
11. desember 2004 LAUGARDAGUR Lífsmark með lömuðum lesendum Ungur Íslendingur snýr aftur á Klak- ann eftir margra ára heimspekinám á Ítalíu en reynist erfitt að finna at- vinnu við hæfi. Af eintómri þrjósku kemst hann í vinnu hjá félagsþjón- ustunni (í sögunni viðgengst mikið kynjamisrétti innan stofnunarinn- ar) og fer að ræsta hjá miðaldra lömuðum tvíburasystrum; kennslu- konum. Þær láta sér þrifin ekki nægja og krefja drenginn um sög- ur, „byrjaðu til að mynda á ein- hverju sem er hálfpartinn en ekki haugalygi.” Hann á að segja þeim sögur svo magnaðar að þær vekji upp máttinn í fótum þeirra. Þetta gerir hann – saman fléttast sann- leikur og lygi, saga innan í sögu innan í sögu sem kitlar kennslu- konurnar fyrir neðan mitti. Auðvit- að dugir ekkert minna en argasti dónaskapur – fjöllífi, framhjáhald og mök við heilu fjölskyldurnar til að kveikja líf í lömuðum limum. Sögumaðurinn, ungi maðurinn með sagnagáfuna, er með ein- dæmum hrokafullur. Stór hluti bókarinnar er hans hugrenningar um lífið í löndunum tveimur, kon- ur og skáldskapinn svo það helsta sé tekið til. Vissulega hittir hann naglann oft á höfuðið – segir harkalega sannleikann og er með áhugaverðar pælingar, stundum snilliyrði. Gáfumannarausið er þó þvílíkt að perlurnar eiga til að týn- ast í flóðinu. Hrokinn var satt að segja svolítið þreytandi, sérstak- lega gagnvart konunum sem virð- ast vera tákngervingar „hins lamaða lesanda” sem talað er um á bókarkápu. Sagnaskáldið er ofurselt vilja kvenna og reynir reyndar að þókn- ast öllum. Hann er þræll umhverf- isins í sögunni sem og í sögunni innan sögunnar. Guðbergur hins vegar virðist ekki beinlínis reyna að þóknast sínum lesendum. Bæði stíll og uppbygging frásagnarinnar espar og ögrar. Hugrenningaflóð, endurtekningar, lausir endar, hrokafullur sögumaður – ekkert af þessu auðveldar lesturinn. Og sitj- andi heima í sófa, lamaður lesandi, getur maður ekkert gert til að hafa áhrif á söguna – Guðbergur hefur öll völd. Eins og kemur fram í bók- inni hafa sögur mismikil áhrif á lömun fólks, það sem virkar á einn virkar ekki á annan. Guðbergi tókst svo sannarlega að lífga upp á hvunndag undirritaðs lesenda, þótt ég sé langt frá því að samþykkja boðskapinn, ef svo má kalla, og hafi stundum leiðst hrokinn og orðavaðallinn. Sögumaður er látinn segja: „Ég held að engan langi til að gera öðrum til hæfis ef hann er kominn á annað borð af stað með sögu. Hann heldur bara áfram og það gerði ég. “ Lesi hver sem vill og láti lifna við í sellunum. BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Lömuðu kennslukonurnar Höf: Guðbergur Bergsson Útg: JPV útgáfa Skjaldborg hefursent frá sér skáld- söguna Óþekkta kon- an eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Öldruð kona finnst lát- in í risíbúð á Vesturgöt- unni í Reykjavík. Slíkur atburður sýnist í fljótu bragði eðlilegur en annað á eftir að koma á daginn. Rétt í sama svip finnst ung, erlend súludansmær myrt í garði í Grafarvogi. Ekki er hægt að sjá neitt sameiginlegt með örlögum þessara ólíku kvenna en fljótt koma í ljós þræðir sem tengja þær saman. Hjá Hávallaútgáf-unni er komið út smásagnasafnið Ástar- flótti eftir Bernhard Schlink í þýðingu Þór- arins Kristjánssonar. Í bókinni segir frá flótta- leiðum ástarinnar, í sjö sögum; sem bældum þrám og villuráfi, bíræfnum hliðar- sporum og brotthlaupi, sem viðjum vanans, sekt og sjálfsafneitun. Flugfreyjufélag Ís-lands hefur hefur sent frá sér bókina Vel- komin um borð - Sögur úr fluginu. Bókin er skrifuð í tilefni fimmtíu ára afmælis Flugfreyjufé- lags Íslands, um félagsmenn af fé- lagsmönnum sjálfum. Í henni er að finna ítarlegt ágrip af sögu félagsins, viðtöl, ferðasögur, minningar, gaman- sögur, vísur og myndir úr starfi flug- freyja og flugþjóna í gegnum tíðina. NÝJAR BÆKUR GUÐBERGUR BERGSSON Vertu me› í Ævint‡raleik Augasteins í mi›borginni! Jólastemmningin er í mi›borg Reykjavíkur! Ef flú verslar í mi›borginni í desember b‡›st flér a› taka flátt í stórglæsilegu happdrætti. fiar a› auki fylgir frábært tilbo› á jólaleikriti› Ævint‡ri› um Augastein í Tjarnarbíói! Ævint‡raleikur Augasteins í mi›borginni stendur frá 3. – 21. desember 2004. Nánari uppl‡singar um leikinn og vinningaskrá má finna á www.midborgin.is Sjáumst í jólaskapi í mi›borginni! Kær jólakve›ja – firóunarfélag mi›borgarinnar og Leikhópurinn Á senunni www.midborgin.is www.senan.is ■ RÖNG MYND Í blaðinu í gær birtist röng mynd í grein sem fjallar um g e i s l a p l ö t u n a Vikivaka. Þar sem átti að vera mynd af söngv- aranum Ólafi Kjartani Sigurð- arsyni var mynd af Guðmundi Jónssyni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af Ólafi. ■ ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐSSON 78-79 (66-67) menning 10.12.2004 19:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.