Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 62
50 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Barnaplötur á borð við Eniga Meniga, vísnaplötuna Einu sinni var og Karíus og Baktus nutu mik- illar hylli hér á árum áður og lifa vafalítið í minningum marga full- orðinna Íslendinga í dag. Fleiri plötur má nefna: Í sjö- unda himni með Glámi og Skrámi, Algjör Sveppur með Gísla Rúnari Jónssyni, Ómar Ragnarsson syng- ur fyrir börnin, Hrekkjusvínin og Dýrin í Hálsaskógi. Allt saman vinsælar barnaplötur sem eru fyrir löngu orðnar sígildar. Á meðal nýlegri barnaplatna eru Hallilúja eftir Harald Frey Gísla- son úr Botnleðju og barnaplata Dr. Gunna þar sem Prumpulagið naut mikilla vinsælda. Perlur, Stóra Stundin okkar og Besta barnaplata í heimi? Enn eru barnaplötur að koma út, sem betur fer, og fyrir þessi jól eru þrjár áberandi í jólaplötuflóð- inu. Fyrst ber að nefna plötu Birgittu Haukdal, Perlur, sem hún vann með fagmönnum á borð við Þorvald Bjarna Þorvaldsson, Frið- rik Sturluson og Guðmund Péturs- son. Þar syngur hún vinsæl barna- lög á borð við Línu langsokk, Söng súkkulaðiprinsessunnar, Komdu niður og Ryksugan á fullu. Þessi fjögur lög er einnig að finna á plötunum Stóra Stundin okkar og Bestu barnalög í heimi?, bæði í flutningi Birgittu og annarra söngvara. Á Stóru Stundinni okkar syngja margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni kunn barnalög en á Bestu barna- plötu í heimi? er aftur á móti að finna 50 af vinsælustu barnalög- um síðustu ára, sungnum af upp- haflegum flytjendum. Tvær síð- astnefndu plöturnar eru tvöfaldar en á Stóru Stundinni okkar fylgir með DVD-diskur með myndbönd- um við lögin. Hressleikinn í fyrirrúmi Stóra Stundin okkar er ágæt barnaplata þar sem hressleikinn er í fyrirrúmi. Bestu lögin eru Komdu niður í flutningi Selmu, Lagið um það sem er bannað með Jónsa í Svörtum fötum, Fiskurinn hennar Stínu með Felix Bergs- syni, Guttavísur með Önnu Katrínu og Frost er úti fuglinn minn í flutningi Heru. Síst er aft- ur á móti Söngur dýranna í Týrol í flutningi Sveppa, sem virðist ekki alveg ráða við lagið. Auk þess virðist Krummi svaf í klettagjá einhvern veginn ekki passa í þennan hóp. Of drungalegt fyrir barnaplötu. Önnur lög eru alveg ágæt þó svo að engin glæsitilþrif séu þar sýnd. Stór kostur við plötuna er sá að hægt er að hlusta á öll lögin án söngs. Þannig geta börnin fengið að spreyta sig með undirspili í bakgrunni. DVD-diskurinn er einnig kærkomin viðbót. Laddi og Ómar Á Bestu barnaplötu í heimi? er að finna fjöldann allan af sígildum barnalögum, sem allir fullorðnir ættu að kannast við. Laddi á mörg lög á plötunni, m.a. sem Eiríkur Fjalar og Skrámur. Einnig er Ómar Ragnarsson áberandi enda hefur hann gefið út mörg skemmtileg barnalög. Þar má nefna Lok, lok og læs, Ligga, ligga, lá og Hí á þig. Annars er erfitt að draga ákveðin lög út því flest standast þau hæstu kröfur. Þó er rétt að nefna bráðskemmtileg lög á borð við Einhljóðsfærissinfóníuhljóm- sveitina með Vilhjálmi Vilhjálms- syni, Hlustið góðu vinir í flutningi Diddúar og Ég er vinur þinn með Bergsveini Árelíussyni og Hreimi Erni Heimissyni. Inn á milli eru þó lög sem ekki passa, eins og Gamla myllan og Hárfinnur hárfagri. Einnig hefði verið gam- an að geta lesið textana með lög- unum. Þess má geta að fjögur lög á þessari plötu er líka að finna á Stóru Stundinni okkar, að vísu í öðruvísi útgáfum. Þau eru: Lagið um það sem er bannað, Súrmjólk í hádeginu, Furðuverk og Gutta- vísur. Þó svo að þessar tvær plötur, ásamt Perlunni hennar Birgittu, hafi allar að geyma gömul barna- lög ættu engin börn að vera svik- in af þeim. Lögin eru flest orðin sígild og eiga börnin, og ef til vill foreldrar þeirra, vafalítið eftir að dilla sér rækilega yfir þeim um jólin. freyr@frettabladid.is Barnastjarnan fyrrverandi Hanna Valdís Guðmundsdóttir átti fjölmargar metsöluplötur hér á árum áður og er einna þekktust fyrir lagið um Línu langsokk. Hún flytur einnig lagið Þrír kettling- ar á Bestu barnaplötu í heimi? Hún segir að barnaplötur þurfi að vera vandaðar og einlægar til að þær nái vinsældum. „Mér finnst reyndar þreytandi þegar full- orðinstextar eru notaðir í barnalögum. Þá syngja flytjendurnir texta sem fullorðið fólk lætur sér í munn,“ segir Hanna Valdís, sem starfar sem píanókennari í dag. „Það er líka voða mikið um að gefið sé út sama efni, eins og á safndiskum. Það vantar meira frumsamið efni eins og Magnús Þór var að gera, sem samdi lög á borð við Pósturinn Páll. Það eru alltaf nýir og nýir að flytja sama efnið,“ segir hún. Sjálf á Hanna Valdís tvær dætur, 16 og 20 ára, en er löngu hætt að syngja fyrir þær. „Það er frekar að þær syngi fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Ég man að þær hlustuðu á sínum tíma á Þrjú á palli, sem voru með vinsæl lög á heimil- inu þá. Annars hef ég ekki tekið ástfóstri við neina sérstaka barnaplötu. Ég heyri bara ýmis lög útundan mér hjá litlum frænkum. Það er mikið um þýtt efni eða bara sungið á ensku.“ Barnaplötur halda áfram að koma út enda markaðurinn ávallt fyrir hendi. Nokkrar barnaplötur koma út fyrir þessi jól og verður hér fjallað um þrjár þeirra. Sungið fyrir börnin PERLURBirgitta Haukdal sendi nýverið frá sér sína fyrstu barnaplötu sem kallast Perlur. HALLI OG LADDI Halli og Laddi sungu inn á plötuna Í sjöunda himni sem Glámur og Skrámur. Laddi hefur sungið fjölmörg barnalög í gegnum tíðina sem eru fyrir löngu orðin sígild. ÓMAR RAGNARSSON Ómar Ragnarsson söng vinsæl lög á borð við Lok, lok og læs og Ligga, ligga lá. M YN D /S IG U R Ð U R J Ö K U LL M YN D /H A R I Hanna Valdís Guðmundsdóttir: Vantar meira frumsamið efni HANNA VALDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Er miðjunni, ásamt systrum sínum fyrir mörgum árum. Á meðal vinsælustu laga Hönnu Valdísar var lagið um Línu langsokk. 62-63 (50-51) Helgarefni 10.12.2004 14:30 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.