Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 39
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 6
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 209 stk.
Keypt & selt 41 stk.
Þjónusta 35 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 2 stk.
Heimilið 36 stk.
Tómstundir & ferðir 8 stk.
Húsnæði 37 stk.
Atvinna 13 stk.
Tilkynningar 4 stk.
Góðan dag!
Í dag er laugardagurinn 11. des.,
346. dagur ársins 2004.
Reykjavík 11.10 13.21 15.32
Akureyri 11.23 13.06 14.48
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Kristina Anderson bakar alltaf lúsíu-
brauð með börnunum á aðventunni.
„Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían
tákn fyrir það góða í lífinu,“ segir hin
sænska Kristina Anderson stoðtækja-
smiður þegar hún er spurð um Lúsíumess-
una sem er þann 13. desember. Hún
kveðst árlega taka þátt í slíkri hátíð á veg-
um sænska félagsins og slík hátíð verður í
Seltjarnarneskirkju á mánudagskvöldið.
Dagurinn heitir eftir heilagri Lúsíu
sem uppi var á Sikiley um árið 300 og sá
siður að halda hann hátíðlegan er inngró-
inn í menningarlíf Svía. Þá klæðast börn
hvítum kyrtlum og syngja Lúsíusöngva.
Ein stúlkan er „Lúsía“ með ljósakórónu á
höfði en hin eru með kerti í hendi og nefn-
ast stúlkurnar tärnor en strákarnir stjärn-
gossar.
Kristina er frá Gotlandi og kom fyrst
hingað til lands árið 1991 en settist að fyr-
ir 10 árum. Hún heldur þeim sið að baka
Lúsíubrauð á aðventunni með börnunum
sínum, gjarnan fyrstu helgina í aðventu og
segir það alltaf skapa vissa stemningu.
„Ég geymi brauðið í frystinum og við
gæðum okkur á því af og til, meðal annars
um þrjúleytið á aðfangadag,“ segir hún og
gefur okkur uppskriftina. ■
Lúsían táknar hið góða
Citroën C5 fær hæstu ein-
kunn stærri fjölskyldubíla í ör-
yggisprófi NCAP, en hann hlaut
fimm stjörnur eða hæstu einkunn
í árekstraprófi. Á heimasíðu Euro
NCAP segir að
Citroën C5 hafi
sýnt mikinn styrk í
prófunum. Stöðugt
öryggisbúr bílsins
veiti öllum farþeg-
um góða vörn. C5
hafi fengið nær
fullt hús stiga í
prófunum NCAP, hvort sem um
var að ræða prófun á árekstri frá
hlið, beint áfram eða árekstur á
staur.
Japönsku bílaframleiðend-
urnir Nissan og Mitsubisi eru að
hugleiða að sameina fyrirtækin í
eitt. Fyrirtækið myndi leggja áher-
slu á framleiðslu smábíla, en ef af
verður gæti fyrirtækið orðið nýr
risi á bílamarkaði.
Bílasala í Vestur-Evrópu hef-
ur verið aldrei verið meiri og nýtt
met var slegið í nóvember þegar
seldust 1,15 milljónir bíla, sem er
9% aukning frá því á sama tíma í
fyrra. Tölvufyrirtækið JD Power-
LMC birti þessar tölur og segir að
lélegustu markaðirnir í augnablik-
inu, sem eru Þýskaland og Frakk-
land, hafi einnig aukið sölu í nóv-
ember. Fyrirtækið er þó ekki
bjartsýnt á bílaárið 2005, sem
það segir að líti út
fyrir að verða
slæmt ár á bíla-
markaði vegna
samspils ótal nei-
kvæðra þátta eins
og til dæmis
hækkunar olíu-
verðs.
Það sem af er árinu 2004 hefur
bílasala í Vestur-Evrópu verið um
það bil 13,6 milljónir bíla, 1,8%
meiri en á sama tíma í fyrra.
Bílasala á Íslandi í nóvember
jókst um 31% frá árinu 2003 og
seldust alls 905 fólksbílar í mán-
uðinum og 147 sendibílar. Hekla
var söluhæsta bílaumboðið í
mánuðinum, bæði í fólksbíla- og
í sendibílaflokki. Í fólksbílum var
Hekla með 23,65% hlutdeild og
var Skoda Octavia, sem Hekla sel-
ur, söluhæsti bíllinn á Íslandi í
nóvember. Þetta er í annað skipti
á árinu 2004 sem Skoda Octavia
er söluhæsti bíllinn á Íslandi en
það gerðist einnig í júlí á þessu
ári.
Kristina og sonurinn Guðmundur Hjalmar Egilsson með brauðstaflann sem búið er að baka.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í bílum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA JÓLIN KOMA NÁM
FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA
TILBOÐ NEYTENDUR o.fl.
KRÍLIN
Ef við erum
öll Guðs börn,
er hann þá
einstæður
faðir?
Viltu krumpur?
Flottur súkkulaðibrúnn Shar-Pei hvolp-
ur til sölu. Skráður í HRFÍ, tilb. til af-
hendingar. Uppl. í s. 422 7557 & 891
8931, www.icepei.is.
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
Lúsíubrauð
50 g smjör
5 dl mjólk
50 g pressuger
eða 5 tsk. þurrger
1 tsk. salt
2 tsk. sykur
um 1,7 l hveiti
1-2 pokar (1/2 g pk)
saffran
sykurmoli og brennivínstár
125 g smjör
1 1/2 dl sykur
1 egg
Skraut
1 egg, rúsínur og perlusykur
Bræðið smjörið (50 g) og hellið mjólkinni í. Velgið
það upp í 37 gráður. Leysið upp gerið í mjólkinni
og setjið síðan salt, 2 tsk. sykur og meirihluta hveit-
isins saman við og hnoðið vel. Látið það síðan lyfta
sér þar til það hefur stækkað um helming (um
klukkutíma). Á meðan steytið þið saffranið í mortéli
með sykurmola og blandið með örlitlu áfengi.
Hrærið smjörið og sykurinn létt og blandið egginu
og saffraninu við. Þegar deigið hefur lyft sér er
saffranhrærunni blandað saman við það og hluta
hveitisins sem eftir var en þó er lítið eitt skilið eftir
til að bera undir deigið áður en það er rúllað út.
Síðan eru gerðar litlar rúllur sem mótaðar eru á
ýmsan hátt. Brauðinu er raðað á plötu með bökun-
arpappír og látið lyfta sér. Penslað með eggi og
skreytt með rúsínum og jafnvel perlusykri. Bakað í
miðjum ofni í 8-10 mínútur.
bilar@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
39 (01) Allt forsíða 10.12.2004 15:01 Page 1