Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 40
Rúðuþurrkur
Nú rignir mikið og gott að hafa góðar rúðuþurrkur. Ef þær þurrka ekki
sem skyldi er reynandi að strjúka yfir þær með klút og athuga hvort þær
lagast ekki. Ef ekki er um að gera að kaupa nýjar þurrkur.[ ]
ALLT Á EINUM STAÐ
• HEILSÁRSDEKK
• OLÍS SMURSTÖÐ
• BÓN OG ÞVOTTUR
• HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• NAGLADEKK
• RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• BREMSUKLOSSAR
• PÚSTÞJÓNUSTA
SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
PURGA-T 2x6lit.ai 12/10/04 11:38:10 AM
Öryggis-
hurðir
B Í L S K Ú R S
OG IÐNAÐAR H U RÐ I R
Smíðað
eftir máli
Hurðir til
á lager
Eldvarnar-
hurðir
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
B O S S A V E R M I R
Er kalt í bílnum?
Sætisáklæði í bílinn með hita
Aðeins 4.900 kr
Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport
Fæst einnig hjá
Bónstöðinni,
Njarðarnesi 1,
Akureyri
Alveg geðveikur
Rúnar Gíslason kokkur lætur sig dreyma um að eignast glænýjan Porsche sportbíl.
„Draumabíllinn minn er Porsche
911,“ svarar Rúnar Gíslason á
augabragði aðspurður um drauma-
bílinn. „Reyndar hef ég alltaf verið
hrifinn af jeppum en mig langar
bara í einn léttan og lipran núna,“
segir Rúnar, sem viðurkennir þó
ekki að hann sé mikill bíladellukarl
en mikið sé um þá í ættinni hans.
„Já, jepparnir voru málið hérna
áður fyrr, þá lét ég mig dreyma um
Patrol á risadekkjum og allan
pakkann, en tímarnir breytast,“
segir Rúnar og hlær. Að vissu leyti
sér hann Porsche-sportbílinn fyrir
sér sem stöðutákn en hann telur að
það sé nú ekki það sem heillar
hann við bílinn. „Ég vann hjá
manni fyrir mörgum árum sem
átti einn svona Porsche og mér
fannst hann bara geðveikur og hef-
ur alltaf langað í einn síðan. Þetta
er náttúrlega ekkert venjulegur
bíll,“ segir Rúnar og bætir við:
„Hann er bara allt öðruvísi en allir
aðrir sportbílar, það er bara eitt-
hvað við hann.“ ■
Rúnar Gíslason kokkur telur Porsche 911 eiga engan sinn líka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af ein-
hverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar
með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér
eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir
þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að
koma hingað til lands.
Grænir og vænir bílar
Toyota Prius
Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem
besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir eng-
inn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er
svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagns-
mótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla
bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll meng-
ar eins lítið og Toyota Prius.
Honda Civic 1.3 Ima Executive
Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og raf-
magnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann
er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir
sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og tak-
markar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn
tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær
aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótorn-
um notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig.
Peugeot 407
Sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er til-
tölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum
og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sér-
staka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári.
Ford Focus C-Max
C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af far-
angri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið
úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist
ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu.
Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá
sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss.
Smart Pure Fortwoo Coupe
Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-
bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í
borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir
slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus,
sem skilar sér í lágu verði.
Framleiðsla eykst á
umhverfisvænni bílum
með auknum kröfum
markaðarins.
40-41 (02-03) Allt bílar ofl 10.12.2004 14:45 Page 2