Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 28
Hans Kristján Árnason hefur verið í sviðsljósinu
sem einn af forystumönnum Þjóðarhreyfingarinnar
sen nú safnar fé til að birta yfirlýsingu í bandaríska
blaðinu New York Times þar sem afstaða íslenskra
stjórnvalda til innrásarinnar í Írak er hörmuð. Hans
Kristján er harður andstæðingur innrásarinnar í
Írak og í fyrra bar hann sorgarband
vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda
til stríðsins og hvatti fólk til að
gera það sama. Í blaðagrein frá
svipuðum tíma sagði hann:
„Stuðningur ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar við
innrás Bandaríkja
Norður-Ameríku í
Írak er vitlausasta
ákvörðun í utan-
r í k i s m á l u m
lýðveldisins
frá upphafi.“
Hans Krist-
jáns barðist
einnig af
hörku gegn
fjölmiðla-
lögunum
svoköll-
u ð u .
Kunnug-
ir segja
þetta í
s a m r æ m i
við persónu-
leika Hans
K r i s t j á n s ,
hann sé maður
sem hafi ein-
dregnar skoðanir
og fylgi þeim eftir.
„Hann hefur sannfær-
ingu fyrir því að hann
sé að gera rétt,“ segir
einn kunningja hans.
Hans Kristján er fædd-
ur árið 1947 og er hag-
fræðingur að mennt, og
lærði meðal annars í
London, auk þess að
stunda þýskunám í
Heidelberg. Ekki er ýkja
langt síðan hann lét hafa
eftir sér að hann hefði
ekki litið í hagfræðibæk-
ur í mörg ár, enda væri
hann búinn að henda þeim
öllum.
Hann er af ætt Árna Þórar-
inssonar og er sagður bera öll
helstu einkenni ættarinnar. „Það að
hann skuli vera kominn af ætt Árna
Þórarinssonar segir eiginlega allt sem
segja þarf,“ segir ættfróður maður sem vel
þekkir til Hans Kristjáns og bætir við: „Hans
Kristján býr yfir frásagnargáfu, gríðarlegri bjart-
sýni og takmarkalausum húmanískum áhuga en það
vottar ekki fyrir raunsæi.“ Þessu til stuðnings má
benda á að fyrir tveimur árum spurði Hans Kristján
í grein í Morgunblaðinu: „Er hugsanlegt að Ísland –
og þá Reykjavík – geti komið til greina sem framtíð-
arheimili fyrir Sameinuðu þjóðirnar, eða einhverjar
aðrar gildar alþjóðastofnanir?“ – Vissulega stór-
brotin hugmynd en sýnist ekki sérlega raunhæf.
Þeim sem þekkja til Hans Kristjáns ber saman
um að hann sé viðræðugóður og skemmtilegur mað-
ur sem hafi gaman af að hlusta á ólík sjónarmið og
velta vöngum yfir málum. „Hann er gríðarlega
skemmtilegur kaffihúsamaður,“ segir einn kunningi
hans, „kann að segja frá, er vel inni í fjölmörgum
málum og er sérlega laginn við að miðla fróðleik til
annarra.“ Þessi kunningi bætir við: „Hann hefur
sennilega verið meira „main-stream“ þegar hann
var yngri en leyfir nú sérviskunni að blómstra hin
seinni ár.“ Annar viðmælandi sagði
Hans Kristján alltof sérlundaðan
og einstrengingslegan, jafn-
vel svo mjög að erfitt væri
að taka mark á honum.
„Sennilega hefur
hann upprunalega
verið sjálfstæðis-
maður sem hef-
ur með árun-
um færst æ
meir til krat-
isma. Hann
er að
m ö r g u
leyti ein-
staklings-
h y g g j u -
m a ð u r ,
a l lavega
e n g i n
h ó p s á l ,
þótt hann
sé nú í
forsvari
s t ó r r a r
hreyfing-
ar,“ sagði
einn við-
m æ l a n d i
blaðsins.
H a n s
Kristján þyk-
ir ágætlega
vinnusamur en
virðist eiga erfit
með að festa sig til
frambúðar við eitt
starf. „Það er vegna
þess að það er algjör-
lega undir hælinn lagt
hvort það sem hann er að
gera hafi einhvern hag-
nýtan tilgang,“ segir
ættfróði kunninginn
sem fyrr var vitnað til.
Hans Kristján var
einn af stofnendum
Stöðvar 2, framkvæmda-
stjóri og stjórnarformað-
ur stöðvarinnar.
Í ársbyrjun 1990 var
reksturinn kominn í
ógöngur og eigendaskipti
urðu. Síðan hefur Hans Krist-
ján fengist við
eitt og annað,
meðal annars
bókaútgáfu.
Hann sló enga
feilnótu þegar
hann gaf árið
1994 út viðtalsbók
sína við Gunnar
Dal, Að elska er
að lifa, sem varð
metsölubók. Hvað
hann tekur sér fyrir í framtíðinni er engin leið til að
spá um. Hitt er næsta víst að hann mun ekki sitja
auðum höndum. ■
11. desember 2004 LAUGARDAGUR28
s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m
Í JÓLAPAKKANN HENNAR
Madrid
Svart
94243
14.995,-
Madrid
Svart/Coffee
94283
15.995,-
Bjartsýnn og sérvitur
MAÐUR VIKUNNAR
HANS KRISTJÁN ÁRNASON
FORYSTUMAÐUR ÞJÓÐAHREYFINGARINNAR
Það er allt of dýrt að fljúga, ekki
til útlanda heldur innanlands.
Þetta er ein af mikilvægustu
ástæðum þeirrar gjár sem mynd-
ast hefur milli landsbyggðar og
höfuðborgar.Sambönd þróast með
eðlilegum hætti ef samskiptin eru
auðveld og eðlileg. Þess vegna er
mikilvægt að samgöngur milli
landshluta og landsmanna verði
svo ódýrar að hægt verði að líta á
landið allt sem eitt atvinnu- og bú-
svæði. Það getur ekki borgað sig
fyrir nútímasamfélag í stóru landi
að búa svo um hnúta að allur al-
menningur sé bundinn heima á
sinni hundaþúfu vegna dýrra
samgangna. Við eigum yndislega
landsbyggð og frábæra höfuðborg
og það er algjör nauðsyn að allir
landsmenn geti notið hvoru-
tveggja.
Flugfélag Íslands flýgur þrátt
fyrir há fargjöld með sneisafullar
vélar mörgum sinnum á dag
landshlutanna á milli. Stór hluti
farþeganna hefur sáralitlar
áhyggjur af verðlaginu þar sem
þeir eru vegum fyrirtækja,
stjórnsýslu, hins opinbera eða fé-
laga af ýmsu tagi.
Á meðan hafa þeir Pétur og
Páll ekki efni á að skreppa nema
líf liggi við. Flugfélagið munaði
ekki um að bjóða lág fargjöld á
meðan það var að drepa sam-
keppnina við Íslandsflug af sér og
hækkaði svo að því loknu að-
gangseyrinn upp úr öllu valdi.
Ríkið hirðir svo sitt með skatt-
heimtu beint af fluginu og óbeint
af eldsneytinu.
Það að leggja beri flugvöllinn,
hjartað í samgöngukerfi landsins,
niður til að efla byggðina í mið-
bænum er skiljanlegt viðhorf að
því gefnu að Reykjavík sjái sér
engan hag í því að eiga greiðan að-
gang að landsbyggðinni og að
landsbyggðin eigi greiðan aðgang
að höfuðborginni.
Við hinn glæsilega Hovedbane-
gaard í Kaupmannahöfn þéttast
brautarteinar landsins og álfunn-
ar og taka upp gríðar mikið lands-
svæði áður en þeir mætast í þessu
taugahnoði samgangna Danmerk-
ur.
Hefur nokkur maður heyrt
Dani tala um að þetta land sé of
dýrmætt til að leggja það undir
þessa starfsemi. Reykjavíkur-
flugvöllur er okkar Hoved-
banegaard og flugsamgöngurnar
okkar lestakerfi. Það að fólkið
geti ferðast ódýrt og auðveldlega
um landið er forsenda þess að það
haldist í byggð og að landsins
gæði séu aðgengileg öllum hvar
sem þeir búa eða starfa. ■
Níu af fimmtán ráðherrum í ríkis-
stjórn George Bush hafa tekið pok-
ann sinn eftir kosningarnar í nóv-
ember. Eini þungavigtarmaðurinn
sem heldur sæti sínu í ríkisstjórn-
inni er varnarmálaráðherrann Don-
ald Rumsfeld. Bush bað Rumsfeld
vin sinn sérstaklega um að sitja
áfram. Rumsfeld sem bar ábyrgð á
Abu Ghraib fangahneykslinu og
hörmulegri framkvæmd uppbygg-
ingarstarfs í Írak eftir fall Sadd-
ams, þar sem Bandaríkjastjórn op-
inberaði fullkomið úrræðaleysi
þrátt fyrir áralanga reynslu af frið-
argæsluverkefnum í Bosníu,
Kosovo og víðar.
Varnarmálaráðuneytið er
stærsti vinnuveitandinn hér í
Bandaríkjunum, með 1,2 milljónir
hermanna á launaskrá. Meðan heil-
brigðiskerfið er frekast á féð úr ís-
lenska ríkiskassanum þá er það rétt
hálfdrættingur á við varnarmála-
ráðuneytið hér vestra. Útgjöld til
varnarmála hafa vaxið um 23% á
þessum áratug og fer nú fjórði hver
dollari úr alríkiskassanum í varnar-
málin. En þrátt fyrir þessa út-
gjaldaaukningu eru flestir þeirrar
skoðunar að talsvert vanti uppá að
herinn hafi nægan mannafla til að
geta sinnt fjölmörgum verkefnum
sínum út um allan heim. Þetta setur
hermálayfirvöld í þrönga stöðu því
færri og færri líta á herinn sem
vænlegan starfsvettvang og varn-
armálaráðuneytið þarf að eyða sí-
fellt meiri fjármunum í auglýsing-
ar og „félagsmálapakka“ til að
lokka unga drengi í herinn. Árið
2001 töldu ríflega 70% ungra karl-
manna ólíklegt eða útilokað að þeir
myndu ganga í herinn samanborið
við 59% árið 1976. Varnarmála-
ráðuneytið auglýsir nú stíft eftir
hermönnum í sjónvarpi hér vestra.
Það er deginum ljósara að þjóðin
hefur ekki efni á þessum hasar og
það er athyglisverð tilviljun að fjár-
lagahallinn hér vestra sem aldrei
hefur verið eins myndarlegur og
nú, nemur u.þ.b. sömu fjárhæð og
útgjöldin til varnarmála. Guð hjálpi
þjóðinni ef Bush og Rumsfeld siga
hernum á Íran eða Norður-Kóreu.
Um þessar mundir eru tuttugu
ár síðan herskylda var afnumin hér
í Bandaríkjunum en margir her-
menn kvarta undan því að í reynd
sé nú við lýði herskylda gegnum
bakdyrnar, þar sem hermenn sem
lokið hafa sinni vakt eru unnvörp-
um kallaðir aftur í herinn til að taka
þátt í nýjum verkefnum. Fimm þús-
und ungir hermenn sem gengu í
herinn á friðartímum hafa nú þegar
flúið af hólmi í stað þess að vera
sendir á vígvöllinn. Margir þeirra
hafa óskað eftir pólitísku hæli í
Kanada. Sveitungar þeirra ganga
margir svo langt að óska eftir
dauðarefsingu yfir þessum drengj-
um sem segjast ekki geta samvisku
sinnar vegna tekið þátt í að fram-
fylgja ólögmætu stríði yfirboðara
sinna. Kjarni málsins er sá að djúp
gjá hefur myndast milli þjóðarinn-
ar og hersins. Færri og færri venju-
legir borgarar hafa reynslu af her-
þjónustu, þingmenn þekkja hana
aðeins af afspurn og á sama tíma
eru minnihlutahópar, einkum
blökkumenn óvenju fjölmennir í
röðum hermanna.
Millistéttin og stjórnarherrarnir
hafa ekki reynt herþjónustu á eigin
skinni og það kann að ráða miklu
um það hve viljugir þeir eru að
senda sína minnstu bræður á víg-
völlinn. ■
Ameríkubréf
SKÚLI HELGASON
Bandaríkin í hers höndum
TE
IK
N
. H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
-
H
U
G
VE
R
K
A.
IS
Samgöngur og byggð
ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
ARKITEKT, SEYÐISFIRÐI
UMRÆÐAN
REYKJAVÍKUR-
FLUGVÖLLUR
TEIKN
IN
G
/H
ELG
I SIG
Hann hefur senni
lega verið meira
„main-stream“ þegar hann
var yngri en leyfir nú
sérviskunni að blómstra
hin seinni ár.“
,,
28-29 umræða 10.12.2004 14:17 Page 2