Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 4
4 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
Hækkun gjalda í Mosfellsbæ gagnrýnd:
Skuldir vaxa þrátt fyrir auknar tekjur
SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar-
menn í Mosfellsbæ gagnrýna að
skuldir á hvern bæjarbúa verði
komnar yfir 600 þúsund og að heild-
arskuldir bæjarins verði um 4,3
milljarðar króna á næsta ári.
Hækkun á gjaldskrám sem sam-
þykktar hafi verið á miðvikudag
komi harð-
ast niður á
barnafjö l -
skyldum og
þeim efna-
minni. Hún
sé langt um-
fram al-
m e n n a
launaþróun.
Þröstur Karlsson, oddviti
framsóknarmanna, segir skuldir
bæjarins hækka þrátt fyrir að
gert sé ráð fyrir um tæpra tólf
prósenta tekjuaukningu á árinu.
Stofnanir bæjarfélagsins séu svo
sveltar af fjármunum að þær geti
tæplega sinnt hlutverki sínu.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir í
tilkynningu að gert sé ráð fyrir
þriggja til fjögurra prósenta
hækkun þjónustugjalda að jafn-
aði. Það sé langt undir þeim hækk-
unum sem verði á launum.
Þjónustugjöld sem nefnd séu í
töflu séu í takt við og ívið lægri en
í nágrannasveitarfélögum. - gag
MARKAÐSTORGIÐ EFTIR ÁRÁSINA
Átta óbreyttir borgarar og einn hermaður
létust. Um tíu manns særðust alvarlega.
Sprengjuárás:
Líkin lágu
út um allt
PAKISTAN, AFP Níu létu lífið og 21
særðist í sprengjuárás á fjöl-
mennu markaðstorgi í pakist-
önsku borginni Quetta. Árásinni
var beint að herbíl sem átti leið
um markaðinn en flestir þeirra
sem létust voru óbreyttir borgar-
ar, vegfarendur og sölumenn.
„Enginn vissi hvað hafði gerst.
Við héldum að þetta væri jarð-
skjálfti,“ sagði ávaxtasalinn Ali
Mohammad eftir árásina. „Það
voru lík, sært fólk og blóð út um
allt.“
Árásin var gerð skömmu fyrir
hádegi á tíma þar sem markaður-
inn er alla jafna troðfullur af
fólki. ■
ORKUFYRIRTÆKI SAMEINAST
Danska ríkisrekna olíu- og gas-
fyrirtækið DONG sameinast
Elsam, stærsta orkufyrirtæki
Danmerkur. Thor Pedersen, fjár-
málaráðherra Danmerkur, til-
kynnti um þetta eftir 21
klukkustundar langan samninga-
fund. Samruninn er háður sam-
þykki samkeppnisyfirvalda.
■ NORÐURLÖND
Er nauðsynlegt að bæta sam-
göngur til Vestmannaeyja?
Spurning dagsins í dag:
Á miltisbrandssýking eftir að koma
upp víðar?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
43,01%
56,99%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
Flóttamannahjálp:
Þurfa tugi
milljarða
GENF, AFP Flóttamannahjálp Samein-
uðu þjóðanna þarf á andvirði um 70
milljarða króna að halda á næsta
ári til að fjármagna starfsemi sína.
Féð á að nota til að aðstoða sautján
milljónir flóttamanna, hælisleit-
enda og fólks sem snýr aftur til
heimkynna sinna.
Á síðasta ári aðstoðaði Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
nær 21 milljón manna. Flótta-
mannahjálpin bað um andvirði 63
milljarða króna til rekstrarins í ár
og hefur að mestu fengið það fé. ■
Kæra ekki
ákveðin
KENNARAVERKFALL Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um hvort kæra
eigi ríkisvaldið til Alþjóðavinnu-
málastofnunar fyrir ákvæði sem
hún setti gerðardómi við lagasetn-
ingu á verkfall grunnskólakenn-
ara. Ákvörðunina átti að taka á
stjórnarfundi Kennarasambands
Íslands í gær. Fundinum var
frestað. ■
HERTAR REGLUR Spænsk stjórn-
völd hafa ákveðið að herða reglur
um meðferð sprengiefna og taka
upp opinbert eftirlit með fyrir-
tækjum sem nota sprengiefni.
Ástæðan er að hryðjuverkamenn-
irnir sem gerðu árásina í Madríd
keyptu sprengiefni af starfs-
mönnum námufyrirtækis.
DÝR GÖNGUTÚR Breskur hermað-
ur hefur verið sektaður fyrir að
ganga um í búningi íslamsks
hryðjuverkamanns, hlaðinn
sprengiefnum. Maðurinn gekk
drukkinn út af grímuballi á dög-
unum og var fjölmennt lögreglu-
lið kallað á vettvang.
Árni Johnsen áritar
og les úr bók sinni, Lífsins
melódí, hjá bókaverslun
Pennans Eymundssonar í
Smáralind um helgina frá
klukkan 14.00.
Jafnframt býður Árni upp á
friðarkerti úr stuðlabergi,
geisladiskinn Stórhöfða-
sveitina og tekur lagið fyrir
gesti og gangandi.
Árni fer á kostum
■ EVRÓPA
HÆKKUN GJALDA Í
MOSFELLSBÆ Á
NÝJU ÁRI:
Sorphirða 18%
Bókasafnskírteini 20%
Skólamáltíðir 4%
Leiga á fél. húsnæði 14%
Þjónusta við aldraða 4%
Leikskólagjöld 4%
ÞRÖSTUR KARLSSON
Oddviti Framsóknarflokksins gagnrýnir
hækkanir á gjöldum Mosfellsbæjar.
RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR
Segir gjöld í Mosfellsbæ ekki hærri en í
öðrum bæjarfélögum.
Morgunblaðið
í Hádegismóa
Skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsins flytjast upp að Rauðavatni og verða við
hlið nýrrar prentsmiðju blaðsins. Fasteignin við Kringluna var seld á 2,1 milljarð.
Framkvæmdastjóri Árvakurs segir söluna treysta samkeppnisstöðu blaðsins.
VIÐSKIPTI Morgunblaðið flytur úr
Kringlunni og upp í Hádegismóa
við Rauðavatn þar sem ný prent-
smiðja blaðsins er. Árvakur, út-
gáfufélag Morgunblaðsins, hefur
selt fasteign sína við Kringluna
fyrir 2,1 milljarð króna.
Klasi hf., fasteignafélag í eigu
Íslandsbanka, kaupir fasteignir
Morgunblaðsins við Kringluna og
í kaupsamningi kveður á um að
Klasi byggi nýtt húsnæði undir
skrifstofur og ritstjórn Morgun-
blaðsins við hlið nýju prent-
smiðjunnar. Morgunblaðið gerir
langtímasamning um leigu hús-
næðisins.
Að sögn Hallgríms B. Geirsson-
ar, framkvæmdastjóra Árvakurs,
kom það framkvæmdastjórn fé-
lagsins á óvart hve mikil verðmæti
væru fólgin í húsakosti og lóð
blaðsins. „Þetta var mjög ánægju-
leg niðurstaða sem kom að því leyti
til á óvart að við gerðum okkur
ekki grein fyrir yfir hvaða verð-
mætum við byggjum,“ segir hann.
Hann segir að þegar Morgun-
blaðsmenn hófu undirbúning á
sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem
er í viðbyggingu við húsakynni
ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós
að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa
hana en auk þess sýnt áhuga á
skrifstofuhúsnæðinu í heild sinni
og lóðinni. Hann segir aðstæður
á fasteignamarkaði um þessar
mundir vera Morgunblaðinu hag-
stæðar og því hafi færi verið grip-
ið til að flytja starfsemina.
Hallgrímur segir sölu fasteign-
arinnar styrkja stöðu Morgun-
blaðsins í samkeppni og treysta
rekstur blaðsins.
Nýjar höfuðstöðvar Morgun-
blaðsins verða ögn minni en húsið
við Kringluna. Hallgrímur segir
að margt hafi breyst á þeim ellefu
árum sem liðin eru síðan Morgun-
blaðshúsið við Kringluna var
tekið í notkun. Gamla húsið var
miðað við fleira starfsfólk en
tækni og hagræðing hefur haft í
för með sér að ekki hefur verið
þörf á þeim fjölda sem áætlaður
var.
Hallgrímur segir að starfs-
menn Morgunblaðsins hafi tekið
tíðindum um ætlaðan flutning vel.
Margir starfsmenn sakni þó þess
að vera nálægt miðbænum þar
sem Morgunblaðið hafði lengstum
höfuðstöðvar. „Fólkið tekur þessu
mjög vel en það er náttúrlega mik-
ill lúxus að vera hér við hliðina á
Kringlunni,“ segir Hallgrímur en
bendir þó á að fyrirhugaðar höfuð-
stöðvar séu í landfræðilegri miðju
höfuðborgarsvæðisins. Fram-
kvæmdir við nýtt skrifstofuhús-
næði hefjast næsta vor og
gert er ráð fyrir að allur rekstur
Morgunblaðsins verði kominn í
Hádegismóa fyrir páska árið 2006.
thkjart@frettabladid.is
MORGUNBLAÐSHÚSIÐ SELT
Skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsins flytja úr Kringlunni í Hádegismóa þar sem ný
prentsmiðja blaðsins er. Fasteignafélag í eigu Íslandsbanka keypti fasteignir Morgunblaðs-
ins við Kringluna á 2,1 milljarð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
04-05 10.12.2004 20:08 Page 2