Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 76
Elín Torfadóttir er ein fárra kvenna sem fengið hafa verkalýðsbaráttu þjóðarinnar beint í æð, þar sem hún var gift verkalýðsleiðtoganum Guðmundi jaka. Það er síður en svo að sú kona hafi aðeins verið skuggi sem lét lítið fyrir sér fara. Hún var sjálf hörð og ákveðin baráttukona sem þurfti að berjast fyrir flestu því sem hún ætlaði sér í lífinu. Fyrir stuttu kom út saga Elínar, skráð af Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þar sem Elín segir frá uppvexti sín- um, stormasömu tilhugalífi þeirra Guðmundar, námi og fjölbreyttum starfsferli. Þegar Kolbrún er spurð hvers vegna hún ákvað að skrifa um Elínu, segir hún: „Ég var beðin um að skrifa þessa bók. Elín hafði skráð hjá sér hluti og hefur átt ýmsar færslur um líf sitt og starf í gegnum árin. Það var ákveðið að gefa út sögu hennar og ég var fengin í starfið. Þetta var mikil og góð sam- vinna og við erum báðar mjög sáttar við útkomuna.“ Það fyrsta sem Kolbrún segir að hafi vakið forvitni sína sé að Elín hafi verið frumkvöðull í fóstru- starfinu. „Hún hafði á sínum tíma nýjar hugmyndir og ruddi þeim braut. Síðan er hún merkilegur persónuleiki; sérkennileg blanda af viðkvæmri konu og hörkutöffara. Svo er hún ekkert að draga undan með baslið. Þetta var ekki rík kona að veraldlegum auði. Elín var auðvitað gift manni sem var mjög áberandi. Hún tók alla ábyrgð á heimilinu, börnunum fjór- um, fjármálunum, eins og þá þótti sjálfsagt - og vann úti. Karlinn var alltaf úti á vellinum að berjast fyrir bættum kjörum. Svona konur eiga það skilið að saga þeirra sé skrifuð.“ Kolbrún segist ekki hafa þekkt Elínu mikið áður en hún hóf ritun sögu hennar. „Ég þekkti Guðmund vel og hef alltaf verið mikilli aðdá- andi hans,“ segir hún. „Mér þótti hann ákaflega skemmtilegur mað- ur. Elínu kynntist ég minna en var alltaf viss um að það væri mikill töggur í henni og hún hefði áhuga- verða sögu að segja.“ Þrátt fyrir kynnin segir Kolbrún það hafa komið sér á óvart hvað líf þeirra hjóna var mikil barátta. „Elínu var, til dæmis, tvisvar sinn- um sagt upp vinnu vegna þess að hún var ólétt. Hún vann á barna- heimili og það sýnir kannski hversu mikil barnagæskan var. Annað sem kom mér á óvart var baráttan þegar hún vildi giftast Guðmundi. Pabbi hennar vildi ekki að hún giftist þessum bolsa. Hann vildi að dóttirin væri borgaraleg og stillt og hún þurfti að flytja að heiman til þess að giftast þeim manni sem hún valdi. Og þar var Guðmundur heppinn, enda sagði hann einu sinni við mig: „Ég held að ég væri ekkert án henn- ar.“ Ég held að hann hafi haft alveg rétt fyrir sér. Ég held að hann hefði orðið æði bjargarlaus án hennar. Elín sótti stöðuga símenntun og hefur verið alveg ótrúlega dugleg. Hún hefur ríka þörf fyrir að fræð- ast – þótt hún hafi ekki þorað í próf hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í fé- lagsvísindadeildinni, vegna þess að hún var viss um að hann myndi fella hana. Og þar sem við erum að tala um hvað hafi komið á óvart, verð ég að segja að það sem kom mér einna mest á óvart var heiftin í Guðmund- armálinu svokallaða, sem var tengt Hafskipsmálinu á óskiljanlegan hátt – þar sem vegið var að saklaus- um mönnum. Það sem ekki kom mér á óvart, hins vegar, er að Elín er geysilega skemmtileg kona.“ sussa@frettabladid.is 64 11. desember 2004 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… … Samtali við listaverk í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 15.00 og 16.00. Þrír listamenn, Helgi Hjaltalín, Pétur Örn Frið- riksson og Þóroddur Bjarnason, sem eiga verk á sýningunni, Ný ís- lensk myndlist – um veruleikann, manninn og ímyndina, ræða um verk sín við safngesti. … KaSa fjölskyldutónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, klukkan 16.00, þar sem gestir eru Unglingakór Digranes- kirkju, Strengjasveit Listaháskól- ans og Xibei Zhang sigurvegari EPTA keppninnar 2003. Jólasöngvar Vox Academica verða í Háteigs- kirkju í dag, laugardag, kl. 17.00. Í kórnum er nú 31 söngvari og starf kórsins með miklum blóma. Skemmst er að minnast tónleika kórsins með Caput-hópnum í nóv- ember síðastliðnum þar sem, meðal annars, var frumflutt hér á landi The Lincoln Mass eftir Úlfar Inga Haraldsson. Þá kom út núna í vik- unni nýr geisladiskur þar sem kórinn flytur ásamt Diddú og Rússíbönunum verkið Hjört- urinn skiptir um dvalarstað, eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Á efnisskrá tónleikanna í dag verða þekkt jóla- lög eins og Hátíð fer að höndum ein, Nú kemur heimsins hjálparráð, Kom þú, kom vor Immanúel, Söngur kerúbanna og Slá þú hjart- ans hörpustrengi en einnig t.d. Agnus Dei úr The Lincoln Mass eftir Úlfar Inga Haraldsson Þá mun einn kórfélaga, Margrét Einarsdóttir sópran, syngja Ombra mai fu eftir G. F. Händel og Kvöldbæn eftir Björgvin Guð- mundsson en Margrét stundar nám í Söng- skólanum í Reykjavík. Stjórnandi tónleikanna verður Hákon Leifs- son og orgelleikari Jörg Sondermann. Kl. 21.00 Graduale Nobili heldur jólatónleika við kertaljós í Lang- holtskirkju. Á efnis- skrá eru tvö verk fyrir kvennakór og hörpu eftir John Rutter og Ceremony of Carols eftir Benja- min Britten. Stjórnandi er Jón Stefánsson. menning@frettabladid.is Jólasöngvar Vox Academica Viðkvæm en líka töffari Saga Elínar Torfadóttur er saga konu sem sá um heimili og börn, var útivinnandi og stöðugt sækjandi sér símenntun – auk þess viðamikla verkefnis að vera gift Guðmundi jaka. ! Þjóðmenningarhúsið við Hverfis- götu býður gestum og gangandi upp á ókeypis aðventudagskrá í allan dag undir yfirskriftinni Stórfjölskyldan í fyrirrúmi - eitt- hvað fyrir alla. Auk þess verður jólamarkaður í anddyri hússins, þar sem hægt er að fá handgerð kóngakerti, jólakort Þjóðmenn- ingarhússins, tónlist, kort, bækur, járnlist, aðventublómvendi, kon- fekt og annað til jólanna – og rjúk- andi heitt súkkulaði og smákökur verða til sölu á veitingastofunni. Dagskráin hefst klukkan 12.30 með því að Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður veitir leiðsögn fyrir börn og unglinga um sýn- ingu Braga Ásgeirssonar mynd- listarmanns mánaðarins. Klukkan 13.00 gengur Gísli Sigurðsson, vísindamaður á Stofnun Árna Magnússonar , með gestum um handritasýninguna Þjóðarger- semi Íslendinga og Þorvaldur Þor- steinsson rithöfundur les úr bók- inni Blíðfinnur og svörtu tening- arnir, við jólatréð og bakar Blíð- finnslummur með börnunum á veitingastofu. Klukkan 13.30 gengur Þór Magnússon, fyrrver- andi þjóðminjavörður, með gest- um um sýningu Þjóðminjasafns- ins í risinu og hálftíma síðar geng- ur Vésteinn Ólason, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar, með gestum um handritasýning- una. Klukkan 14.00 heldur lestur við jólatréð áfram þegar Hjalti Rögnvaldsson leikari les kafl- ann Draumaspegilinn úr bókinni Harry Potter og viskusteinninn. Klukkan 14.30 opnar sýning á Tónlistararfi Íslendinga, Silfur- plötum Iðunnar, þar sem kvæða- menn Iðunnar kveða nokkrar stemmur. Eftir klukkan 15.30 leik- ur Lúðrasveitarkvintett Tónlistar- skólans á Seltjarnarnesi jólalög á tröppum Þjóðmenningarhússins og boðið verður upp á heitt súkkulaði úti. Eftir kl. 15.30 leikur Lúðra- sveitarkvintett Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi jólalög á tröppum Þjóðmenningarhússins. ■ Aðventudagskrá í Þjóðmenningarhúsi KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Þetta var mikil og góð samvinna og við erum báðar mjög sáttar við útkomuna. 76-77 (64-65) menning 10.12.2004 19:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.