Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Glaðningur fyrir jólakrílin
IK
E
26
43
4
1
1.
20
04
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
4 350,-
KACKEL mjúkdýr 25 sm
Opið til 22:00 til jóla | www.IKEA.is
TRANA spiladós
snigill 790 kr.
LILLABO lestarbraut
og lest 1.290 kr.
MULA perlurússibani
KALAS plastglös
4 stk. 95 kr.
LILLABO dúkkuhús
2 stk. 4.500 kr.
LILLABO húsgögn í dúkkuhús 2.490 kr.
MÅLA tússlitir
12 stk. 90 kr.
KALAS
hitakanna 145 kr.
TASSA pappaskúffur 490 kr. PYRE leikfangakarfa 790 kr.
SMILA MANE
ljós 790 kr.
MÅLA litakassi
590 kr.
LILLABO
plastdúkkur 590 kr.
BYGGA kubbasett 990 kr.
MATA plastsmekkur
2 stk. 290 kr.
SÖT mjúkdýr 9 sm 75 kr.
KANIN mjúkdýr
16 sm 190 kr.
BLUND bangsi 25 sm
190,-
TITTA
fingrabrúður
10 stk.
890,-
1.290,-
Kjúklinganaggar
Barnamatseðill
franskar, safi og ís
290 kr.
Svart útlit
Útlitið er svart. Það er ekki hægtað segja annað. Allt frá upphafi
þessa mánaðar, sem á að heita mán-
uður einhvers konar kærleika og
vonar, út af Jesúbarninu, hafa dun-
ið á manni endalausar spár um það
að einhver fuglaflensa muni ganga
af fólki dauðu í hundruðþúsundavís
á allra næstu árum, ef ekki á næstu
dögum, svei mér þá, og þetta er til-
kynnt í þvílíkum staðreyndastíl að
maður er orðinn nautstressaður og
strax farinn að gera plön um það
hvernig best verði að stúka sig af í
einangrun, einhvers staðar uppi í
sveit, þegar þessi fugladéskoti fer
að gera vart við sig.
OG svo er það miltisbrandurinn.
Það er eitthvað óhuggulegt við það
að hestar finnist dauðir á víðavangi
með blóð úr nefinu. Þetta er eins og
fyrirboði. Nú vantar bara að hrafn-
ar fari að hringsóla yfir höfðinu á
manni á leið úr vinnu, eða að
gammar sjáist í fyrsta skipti á Ís-
landi með öllum þeim válegu tíðind-
um sem þeim fylgja. Miðað við tíð-
arandann kæmi mér það hreint
ekki á óvart, þegar ég opna útidyra-
hurðina í morgunsárið þessa dag-
ana, að sjá þar gamm á stigapallin-
um.
OG ef það er ekki einhver sjúk-
dómur þá eru það efnahagsmálin.
Þar er allt að fara til andskotans,
segja þeir. Verðbólga, þensla, við-
skiptahalli. Skattalækkanir stórlega
vafasamar segja sérfræðingar, í
þessu árferði, og alls ekki útskýrt
hvar eigi að skera niður á móti. Það
held ég nú. Skuldir heimilanna í
sögulegu hámarki og allt getur
farið í hund og kött í þeim efnum á
hverri stundu. Ef svo fer sem
horfir endum við bláfátæk með allt
niðrum um okkur hér á skerinu,
með fuglaflensu, miltisbrand,
dauða hesta, krákur og gamma
hringsólandi yfir höfðunum á okkur
í sótsvörtu andrúmslofti út af
Kötlugosi og Heklugosi, stelandi af
hvert öðru brauði og mjólk eins og í
einhvers samblandi af Íslendinga-
sögunum og Dickens. Öll klædd í
strigapoka.
ÉG trúi nefnilega alltaf öllu svona.
Svartsýnisspár hljóma sem heilag-
ur sannleikur í mínum eyrum. Hitt
er svo aftur annað mál að til þess
að lifa af, sálfræðilega, innan um
alla þessa vissu um að allt fari í
kaldakol, hef ég tamið mér þá hugs-
un að gera iðulega ráð fyrir að
þetta reddist. En nú er ég ekki viss.
Það er aðallega þetta með
fuglaflensuna sem fær mig til að
nötra af stressi. Ég fæ ekki setið
heila mínútu á stól án þess að ég
byrji að hugsa um þennan fjára,
naga á mér neglurnar og stara opin-
mynntur með útglennt augu í
tómið, án tengsla við umheiminn.
Óttasleginn. Lítill. Ráðalaus.
ÉG HELD það sé í öllu falli skyn-
samlegast að halda upp á þessi jól
eins og þau verði þau allra síðustu,
að minnsta kosti hérna megin til-
vistar.
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR
88 bak 10.12.2004 20.32 Page 2