Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 64
BÓKASKÁPURINN 52 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Öðruvísi fjölskylda, barna-bók Guðrúnar Helgadótt-ur, var tilnefnd til Íslensku barnabókaverðlaunanna á dögun- um. „Vissulega er það ekki oft að bækur fyrir börn séu tilnefndar. Það var mikið gleðiefni þegar Andri Snær Magnason var til- nefndur fyrir nokkrum árum, og hann hlaut reyndar verðlaunin. Auðvitað gladdi tilnefningin mig, það væri bara hroki að viður- kenna það ekki,“ segir Guðrún. „Nýja bókin mín hafði reyndar þegar fengið afar góðar umsagn- ir, en tilnefningin minnir kannski enn frekar á hana og aðrar góðar bækur fyrir börnin.“ Ertu sátt við hina hefðbundnu flokkun bókmenntaverka í barna- og fullorðinsbækur? „Ég held að það verði að vera ljóst að bók sé sérstaklega ætluð börnum. Ég hef stundum sagt að ég skrifi bækur sem börn geta líka lesið. En ég hef aldrei litið á mig sem annars konar rithöfund en aðra höfunda, því að ekki er síður vandasamt að skrifa fyrir börn en fullorðna. Bækur um börn og reynsluheim þeirra verða að vera þannig fram settar, að þær fangi áhuga barnanna. Ef það gerist ekki missa þær marks og verða ekki til þess að auðga málþroska og víðsýni þeirra sem hlýtur að vera tilgangurinn. Börnin eru harðari ganrýnendur en hinir fullorðnu, þau kvelja sig ekki til að brjótast í gegnum bæk- ur sem þau hafa enga ánægju af. Það gerum við hin fullorðnu stundum.“ Bók um áhrif stríðs Er erfiðara að skrifa fyrir full- orðna en fyrir börn? „Það er miklu erfiðara að skrifa bók fyrir börn en fullorðna. Hins vegar tel ég afar miklvægt að fullorðnir geti líka haft ánægju af bókum fyrir börn. Börn vita fátt betra en að njóta sameiginlegrar ánægju með hinum fullorðnu. Fátt er börnum betra en glaðir foreldrar og aðrir aðstandendur. Ljúfustu umsagnir um bækurnar mínar hafa komið frá fjölskyld- um sem minnast upplestra í hreinu rúmi pabba og mömmu á jóladagsmorgni þar sem allir skemmtu sér saman. Það hefur velgt mér fyrir hjartanu.“ Eftir lesturinn finnst manni að skilaboðin í þessari bók séu þau að fjölskyldur eigi að standa saman. „Þessi nýja bók sem er framhald af bókinni Öðruvísi dagar fjallar í raun um áhrif heimsstyrjaldar- innar sem lauk fyrir nær sextíu árum á tvær fjölskyldur hér uppi á Íslandi. Og er auðvitað ætlað að sýna hversu skelfilegar styrjald- ir eru og láta engan ósnortinn, ekki heldur börnin, sem verða að horfa á ofbeldi og hryðjuverk í fjölmiðlum á degi hverjum. En bækurnar fjalla líka um vilja mannanna til að lifa af og finna sér samastað í tilverunni þó að allt hafi verið frá þeim tekið. Og það er ekki vandalaust að skrifa um svo alvarleg mál á þann veg að bókin sé jafnframt skemmti- leg aflestrar, sem ég vona að hún sé. Mig langaði að skrifa um þetta. Erum við ekki öll mann- anna börn ein fjölskylda þegar öllu er á botninn hvolft? Af hverju fremjum við þá öll þessi níðingsverk á systrum okkar og bræðrum? Hver hefur rétt fyrir sér? spyr Karen Karlotta og er að undra þótt barnið spyrji.“ Kúnstin að kunna að hætta Kemur framhald af þessari bók? „Ég held á þessu stigi málsins að ég sé búin að loka þessari sögu. En ekki skal ég fullyrða að mér detti ekki eitthvað í hug sem breytir því. En eins og þú veist er kúnstin að kunna að hætta mikilvæg.“ Þú skrifar mjög áreynslulausan stíl, kemur hann auðveldlega til þín? „Það er mikil áreynsla að skrifa áreynslulausan stíl! Og þegar börnum er ætlað að lesa bók þýð- ir ekkert að vera með einhverja tilgerð. Þau hafa engan áhuga á mínu eigin andlega hugsanarugli. Hreinn og tær texti er miklu betri leið að þeirra hjörtum. En það þýðir ekki að nauðsynlegt sé að tala við þau á barnamáli, það eykur þeim ekki orðaforða sem góð barnabók á að gera. Í stuttu máli megum við aldrei svíkja börnin.“ Um hvað verður næsta bók? „Næsta bók? Veit það ekki ennþá. En ýmislegt er að flökta um í koll- inum á mér. Við sjáum til.“ kolla@frettabladid.is Dan Brown einokar breskan metsölulista Dan Brown á sannarlega sterka innkomu á metsölulista Sunday Times þessa viku en allar fjór- ar bækur hans raða sér í efstu sæti skáldsagna kiljulistans. Da Vinci lykillinn er í fyrsta sæti, Deception Point í öðru sæti, Englar og djöflar í því þriðja og Digital Fortress er í fjórða sæti list- ans. Nýrrar bókar Dan Brown er beðið með mikilli óþreyju en hún gengur undir nafninu The Salomons Key og kemur væntanlega út á næsta ári, síðsumars ef áætlanir standast. Á þessum degi árið 1918 fæddist Alexander Solsénitsín og byrjaði að skrifa strax á barnsaldri. Árið 1945 var hann handtekinn fyrir að skrifa bréf þar sem hann gagnrýndi Stalín, og dæmdur í átta ára þrælkunarvinnu og sendur í útlegð til Kazakhstan í þrjú ár. Eftir það kenndi hann og skrifaði í frístundum, sannfærður um að verk hans yrðu aldrei gefin út. Árið 1961 kom út Dag- ur í lífi Ivan Denisovitsj sem vakti mikla athygli. Rússnesk stjórnvöld beittu hann ritskoðun og hann gaf verk sín út erlendis. Solsénitsín hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1970. Ný bók frá McEwan Ian McEwan er örugglega í hópi bestu núlifandi skáldsagnahöfunda. Ný skáldsaga hans er væntanleg á markað í febrúar. Hún nefnist Saturday. Höfundur hefur lítið vilj- að segja um söguþráðinn en þó það að bókin gerist á einum degi í febrúarmánuði árið 2003 þegar fjölmennustu mótmælaaðgerðir í sögu Lundúnaborgar fóru fram. Rúmlega ein milljón manna mótmælti Íraksstríðinu. Í bókinni fer taugaskurðlæknirinn Henry Perowne frá heimili sínu... Og meira fáum við ekki að vita fyrr en í febrúar. Banki er staður þar sem menn lána þér regnhlíf þegar veðrið er gott og heimta hana aftur þegar fer að rigna. Robert Frost 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir HALLDÓR LAXNESS - ÆVISAGA Halldór Guðmundsson BARÓNINN Þórarinn Eldjárn ÚTKALL - TÝR ER AÐ SÖKKVA Óttar Sveinsson KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir DA VINCI LYKILLINN Dan Brown ÍSLENSKUR STJÖRNUATLAS Snævarr Guðmundsson BARN AÐ EILÍFU Sigmundur Ernir Rúnarsson SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason BARÓNINN Þórarinn Eldjárn KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell SAMKVÆMISLEIKIR Bragi Ólafsson BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Auður Jónsdóttir LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 01.12. - 07. 12. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM Megum aldrei svíkja börnin BÓK GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR: TILNEFND TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA GUÐRÚN HELGADÓTTIR „Mig langaði að skrifa um þetta. Erum við ekki öll mannanna börn ein fjölskylda þegar öllu er á botninn hvolft?“ Happadrætti Bókatíðinda 2004 Árlegt happadrætti Bókatíðinda er í fullum gangi en eitt númer verður dregið út daglega fram að jólum. Happadrættis- númerið er að finn innan á kápubaki Bókatíðinda. Vinninga er hægt að vitja í næstu bókabúð gegn framvísun númers- ins. Hver vinningshafi fær bækur að eigin vali að upphæð 10.000 kr. Vinninga ber að vitja fyrir 1. júlí 2005. Eftirtalin númer hafa þegar verið dregin út: 1. des: 8240. 2. des: 58964. 3. des: 35261. 4. des: 92627. 5. des: 77612. 6. des: 37268. 7. des: 27378. 8. des: 31104. 9. des: 33790. 10. des: 5300. 11. des: 66311. 64-65 (52-53) bækur 10.12.2004 14:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.