Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 74
62 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jólalest Coca-Cola heldur í árlega hringferð sína um höfuðborgarsvæðið í dag. Ekið verður
frá höfuðstöðvum Vífilfells við Stuðlaháls kl. 16:00, um Grafarvog og sem leið liggur niður
Laugaveg, um Vesturbæ og Seltjarnarnes. Þaðan verður haldið í Kópavog með viðkomu í
Smáralind um kl.18:00, þar sem boðið verður upp á jólaskemmtun. Þaðan liggur leiðin
um Garðabæ, í Hafnarfjörð, Breiðholt og Árbæ.
Fylgstu með í beinni á Jólastjörnunni FM 94,3
Að góðfúslegri beiðni lögreglunnar leggjum við höfuð áherslu á öryggi
áhorfenda og af þeirri ástæðu verður því miður ekki unnt að dreifa gosi
og sælgæti úr lestinni.
Nánari upplýsingar á www.coke.isi l i . .i
Jólalest Coca-Cola kemur í dag!
Fylgstu með hvar lestin er stödd og hvert ferðinni er
heitið í beinni útsendingu á Jólastjörnunni FM 94,3.
Pönksveitin Vonbrigði gaf ný-
verið út plötuna Eðli annarra,
sem er þeirra fyrsta plata síðan
hin 6 laga Kakofonia kom út
fyrir 21 ári, nánar tiltekið í sept-
ember árið 1983. Sú var tekin
upp á 24 tímum en mun meiri
vinna var lögð í nýja gripinn.
Pönksveitin Vonbrigði vakti
fyrst verulega athygli í heimild-
armynd Friðriks Þórs Friðriks-
sonar, Rokk í Reykjavík, sem
kom út árið 1982. Þar átti hún
lögin Ó, Reykjavík og Guðfræði.
Nýja platan hefur að geyma
sautján lög og eru fjórtán þeirra
óútgefin. Lögin Sjálfsmorð, Eðli
annarra og afskiptasemi og Af-
skræmdar myndir hafa áður
komið út. Að sögn trommuleik-
arans Þórarins Kristjánssonar
og bassaleikarans Gunnars E.
Knudsen átti sveitin svo mikið
efni frá því á árum áður að
ákveðið var að gefa þau út. Flest
lögin þróuðust síðan í hljóðver-
inu, mest þó lagið Á mörkum
hinna heimspekilegu hvunn-
dagskennda.
Vonbrigði hitaði upp fyrir
bresku sveitina The Fall á dög-
unum. Voru það fyrstu tónleikar
Vonbrigða síðan í janúar
árið1986, eða í átján ár. „Það
gekk mjög vel og það var líka
mikil ánægja hjá fólki sem við
heyrðum í eftir tónleikana,“ seg-
ir Gunnar. „Þetta var alveg rosa-
legt,“ bætir Þórarinn við. „Það
er merkilegt að við skulum hafa
haft þetta af. Það var mikil
spenna í gangi en við mættum
vel undirbúnir til leiks.“
Þeir félagar segjast ekkert
vera farnir að spá í að gefa
meira efni út með sveitinni. Það
verði bara að koma í ljós. „Við
eigum fullt af lögum og mynd-
um væntanlega breyta þeim
eitthvað. Það er vel hugsanlegt
að við förum aftur í hljóðver.
Við eigum 20 til 30 lög og um 13
til 15 þeirra eru skotheld. En við
viljum ekki hugsa lengra en
þetta.“
Útgáfutónleikar vegna nýju
plötunnar verða þann 15. desem-
ber á Gauki á Stöng. Hljómsveit-
in Bacon hitar upp. Aðgangseyr-
ir er 1500 krónur og fylgir plat-
an með í kaupunum.
freyr@frettabladid.is
VONBRIGÐI
Pönksveitin Vonbrigði hefur gefið út plötuna Eðli ann-
arra. Frá vinstri: Jóhann Vilhjálmsson, Árni Kristjánsson,
Þórarinn Kristjánsson og Gunnar E. Knudsen.
Fyrsta platan í 21 ár
Leikkonan Julia Roberts er loksinskomin heim af sjúkrahúsi eftir að
hafa eignast tvíbura á dögunum. Tví-
burarnir, sem heita Phinnaeus Walt-
er og Hazel
P a t r i c i a ,
fæddust fimm
vikum fyrir
t í m a n n .
Dóttirin Hazel
átti við ein-
hverja heilsu-
erfiðleika að
stríða fyrstu
dagana en er
nú á batavegi.
Roberts, sem
er 37 ára, hef-
ur ekki enn
ákveðið hvenær hún mun snúa aftur
til starfa en nýjasta mynd hennar,
Ocean’s Twelve, var frumsýnd í
Bandaríkjunum fyrir skömmu.
Hjartaknúsar-inn Colin
Farrell ætlar að
fara með gesta-
hlutverk í gaman-
þáttunum Scrubs.
Þetta verður í fyrsta
sinn sem Farrell leikur
í bandarísku sjón-
varpi. Þátturinn
verður sýndur þar
í landi þann 25.
janúar.
Rokkarinn Ozzy Osbourne er íöngum sínum yfir dauða gítar-
leikarans „Dimebag“ Darrell Abbot,
sem var skotinn til
bana á tónleikum fyrir
skömmu. Ozzy
fór oft með
„Dimebag,“
sem var
fyrrverandi
g í t a r l e i k a r i
rokksveitarinnar
Pantera, í tónleika-
ferðir. „Ég er heltek-
inn af sorg. Ég skil
ekki hvernig nokkur
getur gert svona lag-
að,“ sagði Ozzy.
James Brown, guðfaðir sálartón-
listarinnar, hefur greinst með
krabbamein í blöðruhálskirtli.
Brown, sem er 71 árs gamall, fer
í aðgerð þann 15. desember til að
losna við meinið.
„Ég hef náð að yfirstíga ýmis-
legt í lífi mínu. Ég mun líka yfir-
stíga þetta,“ sagði Brown, sem
einnig er sykursjúkur. Brown
kom hingað til lands ekki alls
fyrir löngu og hélt eftirminni-
lega tónleika í Laugardalshöll-
inni. Hann hafði nýlokið við
tveggja vikna tónleikaferð um
Kanada þegar meinið uppgötvað-
ist. Ævisaga kappans er væntan-
leg í janúar og á næsta ári ætlar
hann einnig í tónleikaferð um
Asíu og Ástralíu. Það er því mik-
ið framundan hjá James Brown
þrátt fyrir veikindin. ■
Brown með krabbamein
JAMES BROWN
Guðfaðir sálartónlistarinnar, James Brown,
á tónleikum sínum hér á landi í ágúst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
74-75 (62-63) Fólk 10.12.2004 19:34 Page 2