Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 56
Þegar kvótakerfið hafði veriðvið lýði í sex ár og nokkurreynsla komin á það stóðu menn enn frammi fyrir því að kostnaður útgerðarinnar var meiri en hægt var að una við. Nauðsyn- leg hagræðing hafði ekki orðið í greininni og veiðigeta flotans var enn talsvert meiri en þorskstofn- inn þoldi. Eitt af meginmarkmiðum frum- varps til laga um stjórn fiskveiða sem lá fyrir Alþingi veturinn 1989 til 1990 var að samræma afkasta- getu flotans og afrakstursgetu fiskistofnanna. Þar sem þorsk- stofninn yrði ekki stækkaður með einu pennastriki var eina færa leiðin að stuðla að tilfærslu kvót- ans á færri skip og um leið fækk- unar skipa í flotanum. „Fiskiskip- um mun ekki fækka nema víðtæk heimild sé til þess að sameina afla- heimildir þeirra,“ sagði í athuga- semdum við frumvarpið. Þróunin hafði orðið þveröfug. Á nokkrum árum meðan kvótakerfið var við lýði hafði skipum fjölgað um 121. Á jafn mörgum árum áður en kerfið var tekið upp fækkaði hins vegar skipum um 71. Það hafði sum- sé mistekist með öllu að minnka skipastólinn með kvótakerfinu. Að auki hafði afli farið umtalsvert meira fram úr tillögum fiskifræð- inga um veiði á fyrstu árum kvóta- kerfisins heldur en síðustu árin áður en kerfið var tekið upp. Frjálsa framsalið lítt rætt á þingi Þó að kvótakerfi á botnfisktegund- ir hafi verið tekið upp 1984 miða sumir upphaf þess við árið 1990. Þá var það fyrst fest almennilega í sessi með lögum sem giltu til frambúðar en fram til þess tíma hafði kerfið verið ákveðið með lög- um til eins og tveggja ára í senn. Kerfið var jú fyrst um sinn hugsað til bráðabirgða. Að auki varð sú breyting á 1990 að frjálst framsal aflaheimilda var heimilað en þannig og aðeins þannig átti að vera hægt að skjóta styrkum stoðum undir rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna. Með frjálsu framsali var útgerðar- mönnum gert kleift að hagræða í rekstri, þeir gátu keypt til sín kvóta í þeim fisktegundum sem þeir lögðu áherslu á að veiða og selt frá sér tegundir sem komu þeim síður vel. Að sama skapi gátu útgerðarfélögin stækkað. Frjálsa framsalið og fylgifiskar þess urðu seinna helsta bitbein kvótakerfisins en með því hefur kvóti flust á milli skipa og byggð- arlaga í stórum stíl með tilheyr- andi atvinnubresti á mörgum stöð- um. Um orsakir byggðaþróunar- innar er þó deilt. En þrátt fyrir þá grundvallar- breytingu á kvótakerfinu sem fylgdi frjálsa framsalinu var lítið um það rætt við þingumræðurnar um veturinn. Ekki svo að skilja að lítið væri rætt um frumvarpið í heild, í það vörðu þingmenn drjúg- um tíma og stórum orðum en lítið fór fyrir umræðum um frjálst framsal. Í seinni tíð hefur þessi angi kerfisins hins vegar verið margræddur í þinginu sem og úti í samfélaginu. Tvær kenningar eru helstar uppi um ástæður lítilla umræðna í þinginu á sínum tíma. Sú fyrri er á þá leið að sökum háværra umræðna í samfé- laginu um þjóðarsáttarsamningana svokölluðu hafi önnur mál er lutu að efnahagsmálum horfið í skuggann. Hin kenningin gerir ráð fyrir að þingmenn hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum frjálsa framsals- ins, þeir hafi bara ekki fattað málið. Þess ber þó að gæta að auðvitað voru og eru margir þingmenn fylgj- andi frjálsu framsali og hafa sjálf- sagt ekki séð ástæðu til að hafa sér- stakt orð á því. Kvótabrask og sægreifar Sjómannaforystan hefur lengi haft horn í síðu kvótakerfisins og lagst gegn ýmsum þáttum þess, þó eink- anlega frjálsa framsalinu. Framan af var framsal kvóta milli sveitarfé- laga háð samþykki sveitarstjórna og sjómannafélaga á hverjum stað og höfðu sjómenn því sjálfir nokkuð um skipan mála að segja. Slíkt var hins vegar úr sögunni eftir 1990 þegar allt var gefið frjálst. Það var helst kvótabraskið sem fór fyrir brjóstið á forystumönn- um sjómanna en í því fólst að sjó- mönnum var gert að taka þátt í kvótaleigu hvort sem þeir vildu eða ekki. Segðu þeir nei gátu þeir tekið pokann sinn. Um leið urðu kvótakóngar og sægreifar til og fylgdi orðunum nokkur skömm. Í augum sumra eru það illa fengnir peningar sem fást fyrir sölu á kvóta þrátt fyrir að um full- komlega lögleg við- skipti sé að ræða. Margar sögur, sannar og lognar, eru á sveimi í samfélaginu um óheyrilegan gróða manna sem hætt hafa í útgerð og snúið sér að öðru. Þekktasta dæmið er sjálfsagt Þorsteinn Vilhelmsson sem seldi hlut sinn í Samherja fyrir nokkrum árum og fékk fyrir um þrjá milljarða króna. Þorsteinn var einn fárra skipstjóra á sinni tíð sem fengu svokallaðan skipstjóra- kvóta, hann var áður skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa en flutti sig yfir á skip eigin útgerðar við stofnun Samherja og fékk með sér veiðiheimildir sem miðuðust við veiðireynslu hans árin á undan. Þegar hann afréð að hætta í Sam- herja og selja hlut sinn sneri hann sér að ýmsum viðskiptum en lagði þó drjúgan skilding í önnur útgerð- arfyrirtæki. Frjálst framsal kvóta er að sumra mati helsta ástæða þess að fólki hefur fækkað í mörgum sjávarplássum. Aðrir segja lítil sem engin tengsl þar á milli. Um kvótann og byggðirnar verður fjallað á morgun. ■ Guðjón A. Kristjánsson: Nánast bara peningakerfi „Ég hef alltaf verið á móti kvótakerf- inu, allar götur síðan það var tekið upp árið 1984,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands. „Ég óttaðist alltaf að menn myndu festast í forminu þrátt fyrir að kerfið væri í fyrstu hugsað til bráðabirgða.“ Guðjón vissi þó á sínum tíma að eitthvað þyrfti að gera enda var honum umhugað um viðgang og vöxt fiskistofnanna líkt og öðrum. „Það kom þó á daginn að þorsk- veiðar jukust þrátt fyrir kvótakerfið,“ segir hann og fyrir vikið hvarf hans litla tiltrú. Guðjón óttaðist líka til- hneigingu manna til að gera kerfið flókið og segir allt of margar teg- undir bundnar í kvóta. „Þarna er fjöldi tegunda sem er bara meðafli og sáralítil veiði á. Þetta á við um sólkola, skötusel, keilu, löngu og steinbít sem er ýmist inni eða út úr kerfinu. Það hefur aldrei neitt komið fyrir steinbítsstofninn hvort sem hann hefur notið verndar eða ekki.“ Við þessi sjónarmið Guðjóns bætast áhyggjur af örðugri nýliðun í sjávar- útvegi og frjálsa framsalinu. „Þá endanlega varð ég andvígur kvóta- kerfinu þegar frjálsa framsalið var heimilað enda borin von að reka nokkra einustu byggðastefnu sam- hliða. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það sé mikils virði að halda landinu í byggð, ekki síst með hliðsjón af ferðaþjónustunni.“ Guðjón ítrekar þá skoðun sína að kvótakerfið sé ómögulegt til síns brúks, verndunarþáttur þess hafi ekki skilað því sem ætlast var til og önnur markmið þess ekki heldur gengið eftir. „Kvótakerfið er nánast bara peningakerfi sem snýst um kaup og sölu aflaheimilda.“ Líkt og kemur fram í stefnu Frjálslynda flokksins vill Guðjón A. Kristjánsson varpa kvótakerfinu fyrir róða og taka upp dagakerfi í staðinn. Hann leggur þó áherslu á að slíkt þurfi að gerast á löngum tíma og ekki megi ana að neinu. „Sérstaklega vil ég að strand- veiðarnar stjórnist af sóknardaga- kerfi því þannig er betur hægt að treysta rétt byggðanna til veiða.“ 44 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Kvóti í 20ár BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON OG BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMENN ÞRIÐJI HLUTI Eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi 1986-2003 og verðmæti útfluttra sjávar- afurða í milljörðum króna miðað við verðlag 2003. Eignir Skuldir Útflutningsverðmæti 1986 136,9 119,1 114,8 1987 185,9 124,8 112,9 1988 186,6 153,4 98,1 1989 184,8 157,9 104,6 1990 160,0 135,9 113,0 1991 165,2 137,4 109,8 1992 155,9 133,1 100,5 1993 158,2 137,9 103,1 1994 133,4 127,6 116,8 1995 160,1 125,5 112,5 1996 201,1 149,2 122,0 1997 211,3 155,7 121,7 1998 237,1 173,2 126,4 1999 266,7 192,2 119,1 2000 277,0 188,5 109,3 2001 299,3 209,2 132,0 2002 306,4* 195.9* 132,5 2003 - 185,5* 114,9 Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Frjálsu framsali kennt um flest sem miður fór Sú sátt sem að mestu ríkti um kvótakerfið á bernskuárum þess var fyrir bí árið 1990 þegar frjálst framsal aflaheim- ilda var lögleitt. Kvót- inn fluttist óhindraður á milli skipa og byggðar- laga með afleiðingum sem túlkaðar voru á ólíkan hátt. Sumir sögðu þróunina nauð- synlega og töldu mikil- vægt að útgerðirnar styrktust, aðrir sögðu áhrifin á byggðirnar skelfileg. Rekstur út- gerðarfélaga snerist ekki lengur aðeins um veiðar heldur líka um viðskipti með kvóta. EIGNAMYNDUN FYRIRTÆKJA Í SJÁVARÚTVEGI 1986 – 2002 56-57 (44-45) Kvótinn 10.12.2004 15:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.