Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 8
Yfirvofandi heimsfaraldur af völd- um nýs flensustofns sem haft gæti óhemjuafleiðingar um heim allan er eitt af meginatriðum í ræðu dr. Lesters M. Crawford, setts for- stjóra Bandarísku lyfjamálastofn- unarinnar (FDA) á fundi fram- kvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO) í Reykjavík. Crawford sagði að búast mætti við faraldri á borð við Spænsku veikina árið 1918 sem barst um heim allan og kostaði milljónir manna lífið í Bandaríkjun- um einum. „Núna eru hins vegar til bóluefni, þannig að aðstæður eru dálítið aðrar,“ sagði hann í spjalli við blaðamann skömmu eftir kom- una til landsins á fimmtudag. Bólusetning aukin Í Bandaríkjunum er verið að hug- leiða hvort ekki megi safna miklu magni bóluefna sem væri til reiðu þegar fuglaflensan í Asíu gæti af sér nýja og skaðlega flensufarsótt sem ógnaði almennu heilsufari í heiminum. „Það væri hægt að safna upp bóluefni á nokkrum mánuðum, kannski ári,“ sagði Crawford en bætti við að vandinn fælist í því að búa svo um hnútana að bóluefnin kæmu í raun að einhverju gagni. „Það er vandinn. Bóluefnin þurfa uppáskrift FDA en matsferli stofn- unarinnar er ekki hafið. Þar þurfa að koma til rannsóknir og leyfis- veiting í kjölfarið.“ Eins og staðan er í dag viðurkenndi Crawford að mjög alvarlegar aðstæður myndu skapast ef fram kæmi nýr flensu- stofn frá fuglaflensu á næstu vik- um. „Það hafa ekki komið upp svip- aðir stofnar og gerðist árið 1918, þó svo að smærri stofnar sem ekki náðu sér almennilega á strik hafi birst. Næsti heimsfaraldur myndi líklega bresta á af krafti í Hong Kong eða á svipuðum slóðum og myndi nær samstundis berast um allan heim. „Það er samt erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast því nú stöndum við svo miklu framar í læknavísindum og fjöldi lyfja er í boði sem dregið gætu úr áhrifum faraldursins. Ég held að þetta yrði ekki jafnslæmt og 1918, en slæmt engu að síður. Heilbrigðiskerfi munu trúlega bugast undan álagi og tæpast ráða við að útvega öllum sjúkrarúm sem þurfa.“ Eins og er sér bara eitt fyrirtæki um bóluefnisframleiðslu fyrir Bandaríkin, en stefnt er að því að tvö bætist við á næsta ári. Craw- ford segir að til standi að auka bólu- setningu til muna og að 100 milljón- ir Bandaríkjamanna verði bólusett- ar gegn flensu á hverju ári innan skamms. Milljarðar í matvælaöryggi „Ég snerti einnig á öryggi matvæla í ræðu minni hér,“ sagði Crawford og bætti við að í Bandaríkjunum snerist sú umræða að miklu leyti um varnir gegn matvælahryðju- verkum og hvernig verjast mætti þeim. „Í Bandaríkjunum hafa nú verið sett lög um lífefnahryðju- verk, en þau snúast mestmegnis um matvæli. Í lögunum eru fjórar meg- ingreinar sem gera okkur kleift að hafa eftirlit með matvælafram- leiðslu, -innflutningi og -birgðum. Þetta er mál sem ég ætla að hvetja önnur lönd til að taka upp,“ sagði hann og bætti við að lögin hefðu líka gert aðra þætti matvælaeftir- lits skilvirkari. „Í stað þess að sætta okkur við stöku salmonellutilfelli eru mál nú könnuð til fulls og graf- ist fyrir um uppruna hlutanna.“ Dr. Crawford svarar þó af fullri hreinskilni þegar hann er spurður hver sé í raun hættan á því að hryðjuverkamenn ráðist á matvæli, þegar skilvirkari leiðir hljóti að vera til að valda skaða. „Hættan er mjög lítil, næstum engin, svona frá tölfræðilegu sjónarhorni, þar sem hvorki Bandaríkin né önnur lönd hafa lent í slíkum árásum. En það þýðir náttúrlega ekki að þetta geti ekki gerst þótt vissulega sé hægt að gera of mikið úr þessum hlutum.“ Crawford segir töluverða umræðu hafa verið um þessi mál og almenn- ingi umhugað um þau og fjárútlát vegna þessa því hafa verið stórauk- in í Bandaríkjunum. Hann upplýsti að fyrir árásirnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hefði Banda- ríkjastjórn eytt um það bil 800 þúsund dölum í matvælavarnir, rúmum 50 milljónum króna. „Núna eyðum við um 150 milljón dölum á ári í þessi mál,“ sagði hann, en það eru tæpir 9,5 milljarðar króna. Crawford játar því að um háar upphæðir sé að ræða í samanburði við litla hættu. „En það sama er sagt um kúariðu, þar sem skepn- urnar eiga tiltölulega auðvelt með að smitast, en mjög litlar líkur eru á að menn fái í sig riðuafbrigði. Ef al- menningi er umhugað um einhver mál eykst þrýstingur á þingið og það bregst við með fjárveitingum í málaflokka. Kúariða og lífefna- hryðjuverk eru bæði hlutir sem al- menningur hefur áhyggjur af.“ Aðgengi að lyfjamarkaði Íslendingar hafa haslað sér völl á sviði lyfjaframleiðslu og vitað er til þess að fyrirtæki horfa til Banda- ríkjamarkaðar með samheitalyf. „Við höfum síðustu áratugi tekið þann pól í hæðina að hvetja til notk- unar samheitalyfja,“ sagði Craw- ford. „Þegar einkaleyfi rennur út fellur verð lyfsins, en það gerist samt ekki nema fram komi fleiri en eitt samheitalyf.“ Hann benti þó á að lyf fengju ekki aðgang að mark- aði nema að undangenginni ítar- legri skoðun Bandarísku lyfjamála- stofnunarinnar, en hún næði jafnt til lyfsins sem verksmiðjunnar sem það væri framleitt í. Þetta ferli seg- ir hann taka að jafnaði um ár eftir að sótt hafi verið um leyfi til inn- flutnings. Öðru máli gegnir þó um ný lyf. „Lyf sem sett eru í forgang geta jafnvel fengið afgreiðslu á sex mánuðum,“ sagði hann, en forgang fá ekki önnur lyf en þau sem taka á alvarlegum sjúkdómum, svo sem krabbameini, rauðum úlfum, eyðni og fleiri sjúkdómum. „En ferlið tekur lengri tíma ef lyfjunum fylgja miklar aukaverkanir, jafnvel tvö til þrjú ár.“ Crawford segir hins vegar einnig þörf á auknum sjúkdóma- rannsóknum. „Það koma stöðugt upp nýir sjúkdómar, sérstaklega af völdum vírusa, í matvælum. Áður fyrr var hættan mest á bakt- eríusýkingum, en meirihluti sjúk- dóma sem berast með mat núna er vírussjúkdómar og lítið sem hönd á festir um hvernig ná má stjórn á þessari þróun,“ segir hann og telur að þegar fram í sæki verði um og yfir tveir þriðju hlutar mat- vælasjúkdóma af völdum vírusa. „Vírusarnir kalla á gjörólíka að- ferðafræði.“ ■ 8 11. desember 2004 LAUGARDAGUR FRIÐARVERÐLAUN VEITT Wangari Maathai tók á móti friðarverð- launum Nóbels í Osló í gær. Maathai er vistfræðingur frá Kenía og er fyrsta afríska konan og fyrsti umhverfissinninn til að hljóta verðlaunin. Lyfjastofnun um yfirmannsdeiluna: Á ekki að gæta réttinda fagfélaga HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun er ekki aðili að máli því sem Lyfja- fræðingafélag Íslands hefur rekið gegn Landspítala - háskólasjúkra- húsi vegna ráðningar yfirmanns lyfjasviðs þar, segir Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfja- stofnunar. Lyfjafræðingafélagið sendi Lyfjastofnun bréf fyrir skömmu, þar sem mælst var til þess að Lyfjastofnun brygðist við, sæi um að lögum yrði framfylgt og krefð- ist þess að ráðinn yrði lyfjafræð- ingur í stöðu yfirmanns í stað við- skiptafræðings sem gegnir henni nú. Rannveig sagði að það væri ekki hlutverk Lyfjastofnunar að gæta réttinda fagfélaga. Hins vegar hefði stofnunin verið í sam- skiptum við LSH vegna faglegrar ábyrgðar í kjölfar ráðningarinnar. Því máli væri ekki lokið. „Lyfjastofnun er með mjög skilgreint hlutverk samkvæmt lögum,“ sagði hún. „Við erum með eftirlitshlutverk. Það lýtur að ör- yggi neytenda. Okkar aðkoma að málum er því varðandi öryggis- þáttinn, það er að skýra faglega ábyrgð.“ - jss MÓTMÆLA SKÓLAGJÖLDUM Félag ungra framsóknarmanna í Skagafirði mótmælir harðlega hækkun innritunargjalda í ríkis- reknum háskólum. Í ályktun stjórnar félagsins segir að skóla- gjöld séu ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins. HLYNNTIR SKÓLAGJÖLDUM Frjálshyggjufélagið telur óeðli- legt að neyða skattgreiðendur til að borga fyrir menntun ann- arra og því er félagið hlynnt hækkun innritunargjalda í rík- isreknum skólum. Í ályktun fé- lagsins segir að fjármögnun náms verði að öllu jöfnu ekki erfiðari við upptöku skóla- gjalda. Það eina sem breytist sé að þeir bera kostnaðinn sem valdi honum. Jarrahúsgögnin frá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum stærðum, stólar og margt fleira. Sérsmíði og pantanir. Ný send ing kominn Einstök húsgögn með heillandi sögu. Opið frá 12:00 - 18:00 virka daga og 12:00 - 16:00 laugardaga. Úrval fallegrar og óvenjulegrar gjafavöru ■ SKÓLAMÁL RANNVEIG GUNNARSDÓTTIR Segir Lyfjastofnun ekki aðila að máli Lyfja- fræðingafélagsins gegn LSH. DR. LESTER M. CRAWFORD FORSTJÓRI FDA Bandaríska lyfjamálastofnunin sér um leyfisveitingar og eftirlit bæði í lyfja- og matvælaeft- irliti. Crawford upplýsti að á næstunni yrði gripið til aðgerða til að draga úr offitu Banda- ríkjamanna. Hann segir 3 til 4 hundruð þúsund manns deyja úr offitusjúkdómum í Bandaríkjunum einum á ári hverju, næstum jafn marga og deyja af völdum reykinga. SKYNDIBITAR Nýjar reglur FDA gera skyndibitastöðum skylt að taka fram á umbúðum hversu margar kaloríur séu í pakkningunni. Hvetur þjóðir heims til að auka matvælavarnir Bandaríkjamenn eyða næstum tug milljarða á ári í að verja matvæli hryðjuverkaárásum. Hættan á slíkum árásum er hins vegar nær engin. Forstjóri Bandarísku lyfjamálastofnunarinnar (FDA) segir sömu rök gilda um viðbúnaðinn og um varnir gegn kúariðu. ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL FORSTJÓRI BANDARÍSKU LYFJAMÁLASTOFNUNAR- INNAR TEKINN TALI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 08-09 10.12.2004 20:08 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.