Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 78

Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 78
11. desember 2004 LAUGARDAGUR Lífsmark með lömuðum lesendum Ungur Íslendingur snýr aftur á Klak- ann eftir margra ára heimspekinám á Ítalíu en reynist erfitt að finna at- vinnu við hæfi. Af eintómri þrjósku kemst hann í vinnu hjá félagsþjón- ustunni (í sögunni viðgengst mikið kynjamisrétti innan stofnunarinn- ar) og fer að ræsta hjá miðaldra lömuðum tvíburasystrum; kennslu- konum. Þær láta sér þrifin ekki nægja og krefja drenginn um sög- ur, „byrjaðu til að mynda á ein- hverju sem er hálfpartinn en ekki haugalygi.” Hann á að segja þeim sögur svo magnaðar að þær vekji upp máttinn í fótum þeirra. Þetta gerir hann – saman fléttast sann- leikur og lygi, saga innan í sögu innan í sögu sem kitlar kennslu- konurnar fyrir neðan mitti. Auðvit- að dugir ekkert minna en argasti dónaskapur – fjöllífi, framhjáhald og mök við heilu fjölskyldurnar til að kveikja líf í lömuðum limum. Sögumaðurinn, ungi maðurinn með sagnagáfuna, er með ein- dæmum hrokafullur. Stór hluti bókarinnar er hans hugrenningar um lífið í löndunum tveimur, kon- ur og skáldskapinn svo það helsta sé tekið til. Vissulega hittir hann naglann oft á höfuðið – segir harkalega sannleikann og er með áhugaverðar pælingar, stundum snilliyrði. Gáfumannarausið er þó þvílíkt að perlurnar eiga til að týn- ast í flóðinu. Hrokinn var satt að segja svolítið þreytandi, sérstak- lega gagnvart konunum sem virð- ast vera tákngervingar „hins lamaða lesanda” sem talað er um á bókarkápu. Sagnaskáldið er ofurselt vilja kvenna og reynir reyndar að þókn- ast öllum. Hann er þræll umhverf- isins í sögunni sem og í sögunni innan sögunnar. Guðbergur hins vegar virðist ekki beinlínis reyna að þóknast sínum lesendum. Bæði stíll og uppbygging frásagnarinnar espar og ögrar. Hugrenningaflóð, endurtekningar, lausir endar, hrokafullur sögumaður – ekkert af þessu auðveldar lesturinn. Og sitj- andi heima í sófa, lamaður lesandi, getur maður ekkert gert til að hafa áhrif á söguna – Guðbergur hefur öll völd. Eins og kemur fram í bók- inni hafa sögur mismikil áhrif á lömun fólks, það sem virkar á einn virkar ekki á annan. Guðbergi tókst svo sannarlega að lífga upp á hvunndag undirritaðs lesenda, þótt ég sé langt frá því að samþykkja boðskapinn, ef svo má kalla, og hafi stundum leiðst hrokinn og orðavaðallinn. Sögumaður er látinn segja: „Ég held að engan langi til að gera öðrum til hæfis ef hann er kominn á annað borð af stað með sögu. Hann heldur bara áfram og það gerði ég. “ Lesi hver sem vill og láti lifna við í sellunum. BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Lömuðu kennslukonurnar Höf: Guðbergur Bergsson Útg: JPV útgáfa Skjaldborg hefursent frá sér skáld- söguna Óþekkta kon- an eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Öldruð kona finnst lát- in í risíbúð á Vesturgöt- unni í Reykjavík. Slíkur atburður sýnist í fljótu bragði eðlilegur en annað á eftir að koma á daginn. Rétt í sama svip finnst ung, erlend súludansmær myrt í garði í Grafarvogi. Ekki er hægt að sjá neitt sameiginlegt með örlögum þessara ólíku kvenna en fljótt koma í ljós þræðir sem tengja þær saman. Hjá Hávallaútgáf-unni er komið út smásagnasafnið Ástar- flótti eftir Bernhard Schlink í þýðingu Þór- arins Kristjánssonar. Í bókinni segir frá flótta- leiðum ástarinnar, í sjö sögum; sem bældum þrám og villuráfi, bíræfnum hliðar- sporum og brotthlaupi, sem viðjum vanans, sekt og sjálfsafneitun. Flugfreyjufélag Ís-lands hefur hefur sent frá sér bókina Vel- komin um borð - Sögur úr fluginu. Bókin er skrifuð í tilefni fimmtíu ára afmælis Flugfreyjufé- lags Íslands, um félagsmenn af fé- lagsmönnum sjálfum. Í henni er að finna ítarlegt ágrip af sögu félagsins, viðtöl, ferðasögur, minningar, gaman- sögur, vísur og myndir úr starfi flug- freyja og flugþjóna í gegnum tíðina. NÝJAR BÆKUR GUÐBERGUR BERGSSON Vertu me› í Ævint‡raleik Augasteins í mi›borginni! Jólastemmningin er í mi›borg Reykjavíkur! Ef flú verslar í mi›borginni í desember b‡›st flér a› taka flátt í stórglæsilegu happdrætti. fiar a› auki fylgir frábært tilbo› á jólaleikriti› Ævint‡ri› um Augastein í Tjarnarbíói! Ævint‡raleikur Augasteins í mi›borginni stendur frá 3. – 21. desember 2004. Nánari uppl‡singar um leikinn og vinningaskrá má finna á www.midborgin.is Sjáumst í jólaskapi í mi›borginni! Kær jólakve›ja – firóunarfélag mi›borgarinnar og Leikhópurinn Á senunni www.midborgin.is www.senan.is ■ RÖNG MYND Í blaðinu í gær birtist röng mynd í grein sem fjallar um g e i s l a p l ö t u n a Vikivaka. Þar sem átti að vera mynd af söngv- aranum Ólafi Kjartani Sigurð- arsyni var mynd af Guðmundi Jónssyni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af Ólafi. ■ ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐSSON 78-79 (66-67) menning 10.12.2004 19:51 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.