Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMÍÚN'' Sunnudagur 23. júnl 1974 Ég hef lifað of hátt Það er Peter Sellers, sem segir þessi orð, og ástæðan fyrir þvi, að hann er farinn að hugsa um sjálfan sig og lifshætti sina er sú, að hann hefur fengið alvar- legt hjartakast. Hann hefur þvi ákveðið að láta minna og haga sér betur framvegis. Á meðan Peter Sellers hefur verið að ná sér aftur eftir veikindin, hefur hann breyttum mataræði, og nú er hann orðin grænmetisæta Einhver sagði honum að græn- meti gerði fólk rólegra, og hefði hann verið farinn að lifa á þvi eingöngu fyrr hefði hann aldrei fengið hjartakastið. Það er lika annað, sem þessi veikindi hafa fært honum. Hann er farinn að hitta Christian Barnard hjarta- sérfræðing, og þeir eru orðnir mjög góðir vinir. Barnard er mjög hrifinn af fristundastarfi Peters, en það er myndataka. Peter reynir einnig að setja sig sem bezt inn i lif og störf læknisins. Silvia, Titti og Karlotta mjög stoltur yfir þessum dugn- aði dótturdóttur sinnar, og nú er bara spurningin hvort hann ger- ir Alfonso að konungi eða ekki i staðinn fyrir Juan Carlos. Hér á myndinni sjást hjónin með syn- ina sina tvo, sem eru hinir efni- legustu Annorsonur Maria del Carmen, dótturdóttir Francos einræðisherra á Spáni, hefur fætt Alfonso manni sinum annan son. Sagt er að Franco sé Það er alltaf verið að nefna ein- hver stúlkunöfn i sömu andránni og talað er um Karl Gústaf Sviakonung. Lengi vel töldu menn, að einhver alvara fylgdi samdrætti konungsins og Silviu Sommerlath, en svo fór að lokum, að þau hættu að sýna sig saman. Þá fóru aðdáendur og vinir konungsins að tala um Titti Wachtmeister, sem eitt sinn var vinkona Karls Gustafs, og nú siðast hitti kóngurinn Karlottu Lagerberg á dansleik, og nú snúast allar sögurnar um hana og kónginn. DENNI DÆMALAUSI Margrét segir, að Kristófer Kólumbus hafi ekki fundið Ameriku. Kenndu mér bara, hvað ég á að segja, og ég skal kenna henni lexiuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.