Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974 Hvolsvöllur. Ljósmynd: Oddur ólafsson. Kauptúnið á slægjulandi Orms Stórólfssonar ÞÓTT Hvolsvöllur standi I landi landnámsjarðar og forns sögur- staðar, er saga staðarins ekki eldri en svo, aö menn, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna vel, er ekki voru nema hagi og mýrar á þeim stað, þar sem nú er risin blómleg byggð. Þessi byggö er I örum vexti, og byggingum, fyrirtækjum og ibúum fjölgar ár frá ári, cnda er staðurinn ótviræður höfuðstaður Rangárvallasýslu. Þar er mið- stöð verzlunar I héraðinu, sam- komustaður og aðsetur sýslu- manns, og iönaðaruppbygging er þar sivaxandi. Hvolsvöllur ris i landi Stórólfshvols, þar sem þeir feögar Stórólfur og Ormur sonur hans, gerðu fyrst garðinn frægan og hefur nú um langt skeið verið læknissetur. Fyrir nokkru átti Timinn tal við Ólaf Sigfússon oddvita til að for- vitnazt um þetta nýja bæjarsam- félag, hvernig það myndaðist og hverjir eru helztu atvinnuvegir þessa einstæða þorps, sem hvorki stendur viö sjó né árbakka, eins og öll önnur þorp, kauptún og kaupstaðir á Islandi. Ólafur kvað fyrsta vísi að bæjarkjarnanum hafa orðið til áriö 1930, þegar Kaupfélag Rang- æingja stofnsetti útibú, en þá var Agúst Einarsson kaupfélags- stjóri. Þá eins og nú bjó læknir á Stórólfshvoli, landið allt að Rangá tilheyrði þeirri jörð, sem var i eigu sýslunnar. Siðar, þegar árnar voru brúaðar, flutti kaup- félagið alla starfsemi sina að Hvolsvelli, en það nafn er gamalt, þótt þarna hafi ekki verið byggð áður. Frá Stórólfshvoli allt að Rangá, sem er i um 15 km fjar- lægð er jafnlendur völlur. Það var fyrst og fremst kaupfélagið, sem stuðlaði að byggðinni. Skömmu eftir að það fluttist þangað, varð Hvolsvöllur aðsetur sýslumanns. Þegar mjólkursalan var skipu- lögð, annaðist kaupfélagið hana, og með fyrstu ibúunum, sem staðfestust á Hvolsvelli, voru mjólkurbilstjórarnir, sem önnuðust flutningana. Og segja má, að enn byggist tilvera Hvols- vallar nær eingöngu á alls kyns þjónustu við sveitirnar um- hverfis, Rangárvelli, Fljótshlið og byggðina undir Eyjafjöllum. Þorpið er nú skipulagsskyldur staður, enda eykst ibúafjöldinn stöðugt. Samkvæmt siðasta manntali bjuggu þar um 400 manns, en er nú fleira, og á siðasta ári fjölgaði um 80 manns. Hvolsvöllur er ekki sjálfstætt bæjarfélag, heldur tilheyrir þorp- Húseigendur - Bændur Tökum að okkur alls konar viðgerðir og viðhald, utanbæjar sem innan. Vanir menn. Simi 3-76-06 kl. 8-10, annars skila- boð. óskast í dag og næstu daga Hafið samband við skrifstofuna á Rauðarórstíg 18 — Sími 2-82-61 Félag ungra framsóknarmanna Mjór er mikils vlsis. Kaupfélag Rangæinga er nú orðið voldugt fyrirtæki I stóru og góðu húsnæði. Hér byrjaöi það feril sinn á Hvolsvelli. Afarmikiö er byggt á Hvolsvelli. Kaupfélag Rangæinga lætur árlega byggja allmörg hús, er það lætur einstaklingum slðan i té, þegar þau eru orðin fokheid. Byggingarkostnaðurinn hefur reynzt óvenjulega lágur. Myndin er af einu hinna nýju hverfa. Iðnaðarhúsnæði, sem hreppurinn er að láta byggja við, og hyggst leigja atvinnurekendum, sem vilja setjast að á Hvolsvelli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.