Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 6
6 ' toiinx SÚrinudagur 23.’ júnl 1974 Ingólfur Davíðsson XXVII Saurbæjarkirkja i Eyjafirði (1932) ana. Fyrrum var lif og fjör i Krisuvik og vel búið. í seinni tið hefur verið gert við forúfálega kirkjuna. Á myndinni mun sjást á leiði Arna Gislasonar sýslu- manns. 1 þessum þætti koma fyrir sjónir kirkjur á ýmsum aldri. Myndina af torfkirkjunni gömlu I Saurbæ i Eyjafirði tók Guðjón Runólfsson sumarið 1932 (sbr. 22 þátt). Torfveggirnir hlaðnir úr strengjum. Margir merkis- prestar hafa þjónað Saurbæ og sumir búið vel. Myndir af timburkirkjunni gömlu I Krisu- vik er tekin á vordögum 1946. Björn Bjarnason enskumeistari var þarna á ferð með nokkra nemendur úr Gagnfræðaskóla Reykvikinga. Nokkrum árum áður haföi ég gist tvær nætur i kirkjunni á jurtaskoðunarferð. Þá bjó i kirkjunni gamall Krisu- víkingur, Magnús aö nafni, ein- búi, sem hélt tryggö við byggð sina. Hann mundi tvenna tim- var kirkjan vlgð haustið 1905. Bændur I Grundarsókn kostuðu að mestu flutning á timbrinu frá Akureyri, en Magnús kostaði að öðru leyti bygginguna, efni og aðra vinnu. Möðruvallakirkja I Hörgárdal var byggð 1867. Yfirsmiður var hinn þjóðkunni smiður og um- bótamaður Þorsteinn Daniels- son á Skipalóni. Myndin er tekin 18. ágúst 1968. 1 þættinum 19. mai (XXIII.) var birt mynd af þessari kirkju ranglega merkt Reykjahlið. Á þeirri mynd sést hliö sérkennilega þríkrossaða sáluhlið. Möðruvellir I Hörgár- dal er mikill sögustaður. Þar var klaustur frá 1296 til siöa- skipta, og þar var hinn kunni Möðruvallaskóli frá Höldum nú til Eyjafjarðar aftur og ökum fram að stórbýl- inu sögufræga, Grund. „Margs þarf búið við”, sagði Sighvatur, þegar jörðin var óðal Sturlunga. Margir hafa heyrt getið um Grundar-Helgu. „ítar buðu Grund við Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli” kvað Jón Arason I skopi. Myndin af Grundar- kirkju er frá 1932. Þessa unglegu timburkirkju lét Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund byggja og Við kirkjuna i Krfsuvlk (1946) Hins fyrsta, Helga Halldórsson- ar, 1190, er getið I Sturlungu. Hinn síðasti, Tómas Hallgrlms- son, flutti að Völlum I Svarfaðardal 1884, en þjónaði áfram Arskógi. Myndin sýnir kirkjuna 1968. Hún var byggð 1927 úr steini. Freymóður list- málari málaði hana faguriega innan, en Ijósaátikusúlu o.fl. kirkjugripi hafa gert bræðurnir Kristján og Hannes Vigfússynir I Litla-Arskógi. Altaristaflan er verk Arngrims Glslasonar mál- ara. 1898 var byggð vegleg átt- strend timburkirkja, en hún skekktist I aldamótarokinu mikla, svo setja varð stórar sperrur að hliðum hennar. Nú þjónar Hriseyjarprestur einnig Árskógi. 1880-1902, er skólahúsið brann. Skólinn var þá fluttur til Akur- eyrar og er nú orðinn mennta- skóli. Amtmannssetur var á Möðruvöllum 1783-1874. Þar orti Bjarni Thorarensen mikið af ljóðum sinum. Möðruvellir eru fæðingarstaður Hannesar Haf- stein og Jóns Sveinssonar (Nonna). Þar kenndi og bjó Stefán Stefánsson og safnaði miklu efni I Flóru íslands. Um skeið var tvibýli á Möðruvöllum og bjó presturinn á hálfri jörð- inni. Á Möðruvöllum hafa orðið margir brunar fyrr og slðar. Brunnið hafa klaustur, kirkja, skóli og ibúðarhús. I Stærra-Árskógi á Arskógs strönd hafa setið 36 prestar ' Kirkjan I Stærra-Arskógi (1968) Grundarkirkja I Eyjafirði (1932) Möðruvallakirkja i Hörgárdal (1968)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.