Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 12
12 iTÍMINN Sunnudagur 23. júnl 1974 Þjóðhátíðarnefnd, Landssamband hestamanna og Póst- og símamálastjórnin: Póstlestarferð á hestum frá Reykjavík norður í Skagafjörð Leggjum ekki fjöregg þjóðarinnar í lófa Haag-dómstólsins x B dagskrárliöum mótsins. Á Vind- heimamelum verður starfrækt pósthús dagana 13.-14. júlí og bréfin verða stimpluð þar með sérstöku merki. öllum almenningi gefst að sjálfsögðu kostur á að senda bréf i þessa póstferð og þurfa öll bréf að hafa borizt pósthúsinu i Reykja- vlk fyrir þriðja júli. Hver einstak- lingur má senda eins mörg bréf og hann óskar, en gjald fyrir hvert skrásett bréf verður 200 krónur. Bréfin skulu nákvæmlega merkt nafni og heimilisfangi við- takanda, svo og „hestapóstur”. Þeir, sem ætla að senda fleira en eitt bréf, er bent á að setja póstlestarbréfin með tvöhundruð- króna frimerkjunum, I eitt stórt umslag, sem merkist pósthúsinu i Reykjavlk, og þarf einungis að borga venjulegt burðargjald und- ir stóra umslagið. Þá skal og tekið fram, að þegar bréfin hafa borizt pósthúsinu i Reykjavlk verða þau stimpluð með sérstöku merki á framhlið umslagins, ená Vindheimamelum verður stimplað á bakhlið þess. 25hestar fara þessa merku ferð og verða sex menn með I förinni. 20 hestar bera póstinn I þar til gerðum koffortum, og verður þessi ferð að öllu leyti eins og póstferðirnar I „gamla daga”, t.d. verður farangur póstanna á hestum, og verða þeir að setja sig að öllu leyti I spor fyrirrennara sinna. Og til gamans má geta þess, að vakað verður yfir farminum að nóttu eins og venja var. Þessi póstferð fer að sjálfsögðu eftir þeim lögum og reglum sem gilda um dreifingu bréfa. Aður en póstferðin leggur af stað frá Reykjavík verða koffort- in innsigluð. Leiðangursstjóri I þessari póst- ferð verður Þorlákur Ottesen, og fyrsti áningarstaður póstlestar- manna er Korpúlfsstaðir. Vert er að geta þess, að prentuð hafa verið sérstök „safnara- umslög”, en það eru umslög, sem eru eins I laginu og fyrsta dags umslög og hefur Baltasar mynd- skreytt umslögin. Þessi umslög verða til sölu i frlmerkjasölum i Reykjavik. Ef eitthvað af upplag- inu verður óselt þann þriðja júlí, verður afngangurinn eyðilagður. Eins og sjá má, á framan- greindu, verður til þessarar ferð- ar sérstaklega vandað i alla staði, og er ekki að efa, að almenningur i landinu tekur þátt I þessari skemmtilegu og þjóðlegu til- breytni, — enda verða þau bréf, sem fara þessa póstferð sennilega mjög verðmæt, þegar stundir liða fram. MUNIÐ, AÐ MERKJA BREF- IN NAKVÆMLEGA MEÐ NAFNI OG HEIMILI VIÐ- TAKANDA, SVO OG „HESTA- PÓSTUR”. Gsal-Reykjavik — „Þessi ferð verður alveg einstök I sinni röð. Gamla notkun hestsins hefur breytzt svo mjög — og mér finnst fara vel á þvl á þjóðhátlðarárinu að við sýnum hestinum einhvern sóma”. Svo mælti formaður þjóð- hátíðarnefndar, Indriði G. Þor- steinsson á blaðamannafundi, þar sem hann, fulltrúar Landssam- bands hestamanna og fulltrúar pósts og slma voru saman komnir til að kynna einhvern skemmti- legasta þátt hátlðarhaldanna I til- efni 11 alda byggðar I landinu: PÓSTLESTARFERÐ A HEST- UM. — Snemma I viðræðum þjóð- hátíðarnefndar kom sú hugmynd upp, sagði Indriði, að minnast hestsins á einhvern eftirminni- legan hátt. Snerum við okkur bréflega til Landssambands hestamanna og pósts og sima- málastjórnarinnar um sameigin- legar ráðagerðir I þessu sam- bandi. Núna hefur verið ráðgert, að farin verður póstlestarferð á hestum úr pósthúsportinu hér I Reykjavik 3. júli, riðið norður byggðir landspóstsleið og komið að Vindheimamelum I Skagafirði um miðjan dag 13. júli, en þar fer fram landsmót hestamanna og verður koma póstanna einn af ALÞÝÐUORLOF TIL SÓLARLANDA ALÞÝÐUORLOF „Gullskipið" loks C ■ ■ m O — 60 smólestir af jórr TUnaiO • ó 17 metra dýpi Alþýðuorlof tilkynnir: Vegna mikillar eftirspurnar og fullbók- unar i ákveðnar ferðir til Mallorca og Costa del Sol hefur verið samið við Ferðaskrif- stofuna Sunnu um 40 sæta viðbót i tilteknar ferðir fyrir félags- menn þeirra félaga, sem eru i Alþýðuorlofi. Allar upplýsingar eru gefnar á Ferðaskrifstofunni Sunnu. HP.-Reykjavik. — Klukkan 5 að morgni 19. september 1667 strandaði hollenzkt kaupfar við strönd Skeiðarársands beint suður af Skaftafelli Skip þetta var hlaðið varningi frá Indium og á leið til heimalands slns. Vegna ófriðar milli Frakka og Eng- Iendinga varð skipið að sigla vestur fyrir Bretland, en hreppti storma I hafi og hrakti upp að ls- landi með fyrrgreindum af- leiðingum. Mannbjörg varð og smám saman fóru ýmsir hlutir úr skipinu að skjóta upp kollinum hér og þar i héraðinu. Sagt er, að Skaftfellingar hafi notað silki i reiðinga lengi á eftir og einnig voru teknir úr skipinu viðir til húsabygginga. Löngu seinna sást enn i siglutoppana og ýmsir staöir hlutu örnefndi tengd þessu strandi. Töluverð verðmæti voru i skipinu, klukkukopar þakti kjöl, og kopar, ásamt óslipuðum demöntum og einhverju af gulli, á einnig að hafa verið hluti af farminum. Undanfarin ár hafa nokkrir menn unnið að þvi að finna skipið með ýmsum tiltækum ráðum. Hafa þeir ekki gefizt upp, enda þótt gárungarnir haldi þvi fram að allt eins geti verið, að skipið hafi aidrei strandað bendi og á, að Klondyketimabili sögunnar sé lokið. Teikningar og farmskrá skipsins hafa þeir keypt I Hol- landi, gengið frá öllum samning- um og með stórendurbættri tækni hefur þeim nú tekizt að finna „eitthvað”, sem allt eins gæti verið hið horfna skip. I viðtali við blaðið sagðist Gisla Sveinssyni svo frá, að nú væri búið að af- marka svæði, á leirunum skammt frá skipbrotsmannskýlinu, sem stendur þarna við ströndina. Á þessu svæði hafa fullkomin málmleitartæki sýnt, að liggja eiga um 60 tonn af járni á 17 metra dýni i sandinum, ásamt við komið stórtækari verkfærum við þessar kringumstæður. í upphafi voru hluthafarnir að félagi um leitina mun færri en þeir eru nú, en fjárskortur réði þvi, að seldir voru nokkrir hlutir og munu hluthafarnir vera nálægt 20 nú. En enda þótt rikið fái helminginn, bændur, sem eiga land að staðnum, sinn hluta og afgangurinn deildist milli 20 manna, má gera ráð fyrir að sú fjárhæð, sem kemur i hlut hvers, verði allþokkaleg umbun fyrir 10 ára vinnu. J: •//'&VKRC ; þvi, að eitthvað vottar fyrir kopar, en koparinn mun allur hafa verið I kössum úr eik, að undanskildum þeim, er þekja áttu kjölinn. Kemur þetta heim og saman við þá útreikninga, er Há- skólipn hafði gert og staðfest hafði verlð af Bandaríkjamönn- um þeim, sem unnu við mælingar þarna I fyrra. Mælitæki þau, sem nú voru notuð, eru I eigu banda- risks háskóla, sem mældi svæðið i vísindalegum tilgangi með aðstoð frá bandariska herliðinu, en það lánaði eitthvað af tækjum og einnig þyrlur. Hvort hér er um rétta skipið að ræða er erfitt að segja, en alla vega má gera þvi skóna, sé tekið tillit til þessq járnmagns, sem þarna er . Ymsum kann að finnast það nokkuð mikið, en allar byssur á skipinu munu hafa verið úr pottjárni, — ekki kopar, eins og svo oft hefur verið ranghermt, — auk akkeriskeðja og töluverðs járns i skipinu yfirleitt. Þá kann mönnum einnig að finnast undarlegt, að ekki hafi verið komizt á rétta sporið fyrir löngu, með öllu þessu umstangi, en það var ekki fyrr en farið var aö leita „rétt”, að sögn Glsla, þ.e. vinna meira eftir þeim heimild- um, sem til eru um Indíu-flota Hollendinga, að þessi árangur náðist. Sagði Gisli, að ljóst hefði veriðað hverju stefndi, snemma i vor, en mælingarnar hefðu verið til yfirvegunar I allt sumar og myndu væntanlegar niðurstöður sýna svart á hvitu eðli þessa fundar. Er þeirra að vænta nú i sumar. Ekki er öll sagan sögð, þótt skipsflakið finnist á mælitækjum. A 17 m. dýpi verður það fáum til gagns, og engum til auðs, og eru þvi uppi ýmsar hugmyndir að þvi, hvernig nálgast eigi það. Gisli taldi, að einhvers konar dælukerfi yrði ofaná og má telja það liklegt, þar eð varlega verður að fara að hinum fúnu viðum og ekki verður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.