Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974 Þjóðhátíð Ólafsfirðinga heppnaðist vel þrátt fyrir leiðinlegt veður seinni daginn B.S.—Ólafsfiröi. — Þjóðhátiö Ólafsfirðinga hófst laugardags- kvöldið fimmtánda júni með ung- lingadansleik i Tjarnarborg fyrir tólf til fimmtán ára. Dansleikur- inn fór að öllu leyti hið bezta fram og unglingarnir skemmtu sér vel. Sunnudaginn 16. júni klukkan átta árdegis voru fánar dregnir aö húni, og var bærinn allur orð- inn fánum skrýddur um niuleytið. Meöfram tveimur aðalgötum bæjarins hafði fánafestingum verið komið fyrir á ljósastaurun- um. í þær voru settar stuttar fánastengur með þjóðfánanum og 110 ára afmælisfánanum til skiptis. Klukkan ellefu flutti tllfar Guð- mundsson sóknarprestur hátiðar- messu i ólafsfjarðarkirkju. Viða- vangshlaup á götum bæjarins hófst svo klukkan þrettán á veg- um iþróttafélagsins Leifturs. Keppt var i fjórum flokkum. Sigurvegari i fyrsta flokki var Ægir ólafsson, i öðrum flokki Guðmundur Garðarsson i þriðja flokki Gottlin Konráðsson og fjórða flokki Hörður Agústsson. Klukkan fjórtán fóru hesta- menn hópreið um bæinn og siðan vestur á ósbrekkuflæðar, þar sem firmakeppni og kappreiðar hestamanna fóru fram. Fyrstu verðlaun hlaut Smári, Gunnars Eirikssonar sem sjálfur var knapi, og keppti fyrir Rafmagns- veitur rikisins. Annar varð Sörli, Andrésar Kristinssonar sem keppti fyrir vélbátinn önnu ÓF 7. Þriðji varð Fálki Inga V. Gunn- laugssonar sem keppti fyrir Útgerðarfélag Ólafsfjarðar, Ólaf bekk ÓF 2. Að lokum fór fram knatt- spyrnukappleikur á iþrótta- vellinum kl. 17, á milli 21 árs og yngri og 21 árs og eldri. Yngri mennirnir sigruðu með fjórum mörkum gegn þremur. Tjaldbúðir skáta i Skeggja- brekkudal voru öllum opnar til skoðunar á milli kl. 13-16 þennan dag. í tilefni þjóðhátiðarinnar höföu skátar komið upp miklum tjaldbúðum i dalnum, og ýmsum öðrum útbúnaði svo sem útsýnis- turni, sem var 7 metrar á hæð, og rösklega tuttugu metra langri hengibrú yfir Garðsá. Þennan frumlega útbúnað höfðu gestir hina mestu ánægju af að skoða og reyna. Manudaginn 17. júni voru búðirnareinnig opnar kl. 16-19, og sóttu þær þá margir heim. Klukkan 10 um kvöldið var svo dansleikur i Tjarnarborg, þar sem hljómsveitin Fjarkar lék fyr- ir dansi. Var dansað til klukkan tvö af miklu fjöri, og fór dans- leikurinn hið bezta fram. Mánudaginn 17. júni voru fánar dregnir að húni kl. 8 eins og fyrri daginn. Kl. 14 átti svo aðaldag- skráin að hefjast viö sundlaug Ólafsfjarðar, en af þvi gat ekki oröið, þar sem þá var komið kalsaveöur af norðan, með súld. Var þá hátiðargestum stefnt i Félagsheimilið Tjarnarborg. Þar setti formaður hátiðarnefndar, Kristinn Jóhannsson hátiðina með ávarpi. Næst flutti bæjar- stjórinn, Asgrimur Hartmanns- son, stutt ávarp. Kirkjukór Ólafs- fjaröar söng undir stjórn Frans Herlufsen söngstjóra. Þá flutti Sólrún Pálsdóttir, ávarp fjallkon- unnar. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri hélt hátiöar- ræðuna. Þá var þjóðdansasýning undir stjórn Birnu Friðgeirsdótt- ur kennara. Rögnvaldur Möller kvað rimur. Kristinn Jóhannsson las upp kvæði, sem ort var i gamansömum tón um fyrstu landnámsmennina hér á ólafs- firði eftir Ingibjörgu Guðmunds- dóttur á Syðriá. Þá söng kirkju- kórinn þjóðsönginn undir stjórn söngstjorans, en að lokum fóru fram verðlaunaafhendingar. Að þeim loknum flutti formaður þjóðhátiðarnefndar nokkur loka- orð, en sleit siðan hátiðinni. Stuttu seinna fór fram sund- keppni I sundlaug ólafsfjarðar á vegum Iþróttafélagsins Leifturs. Þar kepptu stúlkur 10-12 ára og 12-14 ára i 25 metra bringusundi. 1 yngri hópnum sigraði Sigríður Jónsdóttir á 21,9 sek., en I eldri flokknum sigraði Jónina Július- dóttir á 20,2 sek. Þá kepptu drengir I 50 metra bringusundi i þrem flokkum, 10-12, 12-14 og 14- 16 ára. 1 yngsta flokknum sigraði Snorri Olgeirsson á 54,7 sek, I öðr- um flokki Sæmundur Jónsson á 48,8 sek, og i elzta flokknum Kol- beinn Agústsson á 41,2 sekúndum. Báða dagana var kaffisala i Tjarnarborg til ágóða fyrir byggingu sjúkrahúss Ólafsfjarð- ar. Fyrri hátiðisdaginn var sól- skin og bezta veður, en hinn siðari var þoka meö noröan kalda og súld öðru hverju. Óhætt er að full- yrða, að flestir hátíðargesta hafi notið hátiðarhaldanna i rikum mæli, þótt veður seinni daginn væri ekki eins gott og bezt veröur á kosiö. Hátiðarhöldin fóru fram með miklum glæsibrag, og voru öllum þeim til sóma, sem að þeim unni á einn eða annan hátt. Allir biðu eftir þvi I ofvæni, að eitthvað geröist suður I Svartsengi á föstudagsmorguninn, þegar hleypa átti annarri borholunni I gos. 1 tvo daga var búið að mynda þjöppun I henni, og stóðu þó nokkrar vonir til, aö þarna yrði myndarlegasta gos, allt var tilbúið. Fréttamenn héidu niöri I sér andanum, gasinu var hleypt af — það er Arni útvarpsmaöur Gunnarsson sem er aö virða þann fret fyrir sér — en það var lika það eina sem geröist. Sumir gerðust meira aö segja svo langeygir eftir gosi, að þeir kiktu ofan I holuna, — en þaðheföu nú engir nema fagmenn þorað, utan einn svellkaldur, sem lagðieyraðupp að! Svo er alit byrgt aö nýju og beðið I nokkra daga enn, — og þá vcröur hleypt I gos. Eftir það geta Suöurnesjamenn farið að tala I fúlustu alvöru um, að nú fari aö styttast I hitavcituna hjá þeim. Timamyndir:Róbert. Flugfargjöld á Atlantshafi hækka um 3—5%- frekari hækkanir í vændum Fort Lauderdale NTB-reuter — IATA hefur ákveðið að hækka flugfargjöld á flugleiðum yfir At- lantshaf um 3-5%. Fjörutiu flug- félög eiga aðild að IATA og fulltrúar þeirra allra voru sam- mála um að hækka þyrfti far- gjöldin. Áætlað er, að hækkunin gangi I gildi hinn 1. ágúst. Hún var nauðsynleg vegna hærra verðs á eldsneyti, sagði einn for- svarsmanna IATA. Aðildafélög IATA ræða nú um aðra fargjaldahækkun, sem tæki gildi í haust. Fó sama verð og íslendingar Lagos-NTB-Reuter — Nigeriu- stjórn hefur aflétt banni á inn- flutningi skreiðar frá Noregi. Fulltrúi viðskiptaráðuneytis Nigeriu sagði, að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir að Norð- menn féllust á að selja skreiðina við sama verði og Islendingar. Norðmenn hækkuðu skreiöar- verðið fyrir tveimur árum, og þá svaraði Nigeriustjórn með þvi að banna innflutning á norskri skreið. Kjarnavopn í ísrael NTB-Egypzka leyniþjónustan hefur komizt að því, að margt bendir til þess, að ísraelsmenn hafi yfir kjarnavopnum að ráða, sagði Sadat Egyptalandsforseti i viðtali við fréttamann bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar CBS. Þetta gerbreytir stöðunni i alþjóðamálum, sagði Sadat, og Egyptar verða að haga sér sam- kvæmt þvi. Hann sagði ennfremur, að Egyptar myndu fara þess á leit við Bandarikjastjórn, að hún greiddi þeim bætur sem svöruðu tveimur milljörðum dollara vegna þess tjóns, sem Egyptar urðu fyrir, þegar Israelsmenn hernámu oliulindirnar á Sinai- skaga. Fulltrúi Hvita hússins sagði, að enn væri beðið nánari fregna um þetta mál og þvi ekkert unnt um það að segja að svo stöddu. Ferjan — a Akranesi er málið þannig, sagði Aðalsteinn, — að bærinn hefur samþykkt, að fara þess á leit við Samgönguráðuneytiö, að þeir fái að nota fjárveitingu ársins I ár til þess að gera aðstöðu fyrir ferjuna. Þetta verk er I hönnun sameiginlega hjá vita- og hafnamálaskrifstofunni og teikni- stofu Akranesskaupstaðar. Teikningarnar eru I meginatrið- um tilbúnar, aðeins eftir að taka ákvörðun um það, hvernig hiutirnir verða gerðir, því að um ýmsar leiðir er að velja. Tiltölu- lega fljótlegt ætti að vera að ganga frá þvi. — En eru málin þá i sjálfheldu hvað Reykjavikurhöfn varðar? — Eins og ég sagði áðan hefur Reykjavikurhöfn litinn áhuga á þessu og ef til vill hafa eigendur ferjunnar ekki knúið nógu fast að dyrum yfirvalda með beiðni um fyrirgreiðslu I þessu máli. Málin standa þvi þannig i dag, að ferjan kemur á morgun, skýrslu- og teiknivinna tefur hafnarframkvæmdir á Akranesi, eins og Björn H. Björnsson orðaði það, og enginn virðist vita neitt um það, hver eigi að kosta fram- kvæmdirnar i Reykjavíkurhöfn. Virðist það mál hafa ,,dagað uppi”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.