Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 23. júnl 1974 Menn oq málefni Forusta Ólafs Jóhannessonar Olafur Jóhannesson forsætisráðherra Stjórn Ólafs Jóhannessonar Þvi verður ekki á móti mælt, að siðan islenzka lýðveldið var endurreist 1944, hafa siðustu þrjú árin verið mesti athafna- og framfaratiminn. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur haft forustu um meiri og viðtækari framfarir en nokkur önnur rikis- stjórn lýðveldisins. Þar ber hæst útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur, sem þegar hefur dregið stórlega úr veiðum erlendra skipa á íslandsmiðum, og á þó eftir að gera það enn frekar. Næst er að nefna hina þróttmiklu byggðastefnu, sem hefur valdið gerbreytingu I málum lands- byggðarinnar. Þótt ekki væri nema þetta tvennt, myndi það nægja til að halda nafni rikis- stjórnarinnar lengi á lofti. En við þetta bætast miklar framfarir og umbætur á mörgum öðrum svið- um, bæði félagslegar og verkleg- ar. í þvi sambandi er ekki sizt ástæða til að minna á hinar stór- auknu bætur ellilifeyrisþega. Þær hafa á stjórnartimabilinu hækkað úr kr. 4900 á mánuði i 18.885 krón- ur fyrir þá, sem engar aðrar tekj- ur hafa. Þótt kappsamlegast hafi verið unnið að byggðamálum, hefur sameiginlegum framfaramálum þéttbýlisins ekki verið gleymt. Þannig hefur t.d. sú breyting sem Halldór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra beitti sér fyrir, að létta ýmsum útgjöldum af sveitar- og bæjarfélögum, gert þeim mögu- legt, að auka stórlega framlög til verklegra framkvæmda, sem gerðar er- i sameiginlega þágu og getað \ tt miklu meira fé til sllkra framkvæmda i tið núver- andi stjórnar en i tið viðreisnar- stjórnarinnar. • • Oruggasti stjórn- mólaleiðtoginn Þótt ráðherrarnir og margir stuðningsmenn stjórnarinnar eigi meiri og minni þátt i þeirri fram- farastefnu, sem stjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur fylgt, er það efalaust, að hlutur forsætisráð- herrans er langstærstur. Hann hefur orðið að sameina meira og minna ólik öfl, og oft orðið að sýna langlundargeð, en jafnframt tekið fast i taumana, þegar með hefur þurft, t.d. i sambandi við landhelgismálið. Hann hefur lika haft aðalforustuna um það við- nám gegn verðbólgunni, sem leiddi til þingrofsins. Það mætti öllum vera ljóst, að á viðsjárverðum timum i efnahags- málum og stjórnmálum, skiptir höfuðmáli, að forustan sé ábyrg og traust. Um það verður ekki deilt, að Ólafur Jóhannesson hef- ur sýnt, að hann er traustasti stjórnmálaleiðtoginn, sem þjóðin hefur nú á að skipa. Þess vegna geta fylgismenn hans haldið þvi hiklaust fram, að málum þjóðar- innar verði bezt borgið með þvi, að tryggja honum stjórnarforust- una áfram með stóreflingu Framsóknarflokksins. Ólík vinnubrögð Sjálfstæðisflokkurinn gengur til þessara kosninga, eins og endra- nær, án þess að hafa nokkra stefnu i efnahagsmálum. A ný- loknu þingi vék hann sér alveg undan að taka afstöðu til þeirra atriða, sem fólust i efnahags- málastefnu rikisstjórnarinnar. Hann vildi engan lit sýna fyrir kosningarnar. Hann vill leyna kjósendur þvi, sem fyrir honum vakir, eins vandlega og hægt er. Þetta er i fullu samræmi við blekkingaleik flokksins fyrir kosningar, þegar hann hafði stjórnarforustu. Fyrir kosning- arnar 1967 setti hann á verðstöðv- un og sagði allt vera i bezta lagi, en felldi svo gengið fáum mánuð- um eftir kosningarnar. Fyrir kosningarnar 1971 var verðstöðv- un einnig sett á svið, og var sagt, að allt væri i lagi, en i þetta sinn létu kjósendur ekki blekkjast. Undir stjórnarforustu Fram- sóknarflokksins hefur verið hafð- ur allt annar háttur á. Nú fyrir kosningar hefur rikisstjórnin, að frumkvæði Ólafs Jóhannessonar, lagt fram itarlegar tillögur um efnahagsmálin, og jafnframt birt skýrslur óháðra embættismanna um alvarlegar horfur i efnahags- málum, ef óheft verðbólga helzt áfram. Hér er ekki reynt að leyna neinu fyrir kosningarnar, heldur er kjósendum gert sem ljósast, um hvað sé að tefla. Hvort treysta menn svo betur forustu Framsóknarflokksins, sem lýsir þvi hiklaust fyrir kosningar, hvernig ástandið er, og leggur fram ákveðnar tillögur um það, eða forustu Sjálfstæðis- flokksins, sem reynir að fela stefnu sina fyrir kosningar og reyndi, meðan hún var i rikis- stjórn, að blekkja menn fyrir kosningar með þvi að segja ástandið allt annað og betra en það var? Stærsta umbótaaflið Ihaldsöflin fagna nú mjög vax- andi flokkafjölda meðal and- stæðinga þess. Þau gera sér rök- studdar vonir um, að þessi glund- roði verði vatn á myllu Sjálf- stæðisflokksins. En það er ekki nýtt, að smáflokkar hafi risið upp, en þeir hafa jafnan hjaðnað fljótt aftur. Umbótamenn hafa fljótt séð, að það var ekki ráðið til að koma umbótamálum fram, að skipta sér í sundurlynda smá- flokka. Svar þeirra hefur verið að fylkja sér betur um stærsta og öflugasta flokk ihaldsandstæð- inga, Framsóknarflokkinn. Þess vegna m.a. er hann orðinn næst- stærsti flokkurinn i kaupstöðun- um, þótt hann ætti þar litið fylgi i upphafi. Svar ihaldsandstæðinga við glundroðanum á nú sem fyrr að vera það, að fylkja sér um stærsta og öflugasta flokk ihalds- andstæðinga. Hann einn hefur bolmagn og aðstöðu til þess að vera forustuafl ihaldsandstæð- inga. Það hefur hann margoft sýnt og það ekki sizt á nýloknu þingi, þegar Ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir lausn efnahags- málanna og rauf þingið, þegar hún fékkst ekki fram. Efling Framsóknarflokksins er eina rétta svarið við þeim glund- roða, sem nú veldur mestum fögnuði i málgögnum Sjálf- stæðisflokksins. Umbótamenn eiga að sameina kraftana. Það gera þeir bezt með þvi að efla stærsta og áhrifamesta umbóta- aflið. Sjólfstæðismenn ætla að hlíta úrskurði Haagdómstólsins Það er nú engum vafa bundið lengur, að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hlita úrskurði Alþjóða- dómstólsins, þótt hann gangi á móti okkur. Svör Gunnars Thoroddsens i sjónvarpsþættin- um á miðvikudagskvöldið, skáru ótvirætt úr þvi, þótt hann reyndi að hafa þau óljós. Úrskurður Alþjóðadómstólsins um lögmæti útfærslunnar i 50 milur er væntanlegur innan skamms, jafnvel I næsta mánuði. Telji dómstólinn útfærsluna ólögmæta, mun Sjálfstæðisflokkurinn telja sér skylt að fara eftir úrskurði hans. Og þá verður litið úr út- færslu i 200 mílur, ef við sættum okkur við, að alþjóðadómur geti ógilt 50 milurnar. Stjórnarflokkarnir hafa skýra stefnu i þessu máli. Hún er sú, að neita að hlita úrskurði Alþjóða- dómstóísins, ef hann gengur á móti okkur. Afstöðu sina byggja stjórnarflokkarnir á þvi, að land- helgissamningunum frá 1961 hafi verið sagt upp með löglegum hætti, og Island sé þvi ekki lengur bundið af ákvæðum þeirra, en kæra Breta og Vestur-Þjóðverja er byggð á þvi, að samningarnir séu enn i gildi. A það hefur alþjóðadómstóllinn fallizt, þar sem engin uppsagnarákvæði séu i samningunum. Dómstóllinn telur sig þvi eiga að fella efnisúrskurð i málinu. Af hinum furðulega bráðabirgðaúrskurði, sem hann hefur fellt i málinu, verður helzt dregin sú ályktun, að ógerlegt sé að spá þvi, hver hinn endanlegi úrskurður hans verður. Gangi úrskurðurinn gegn okk- ur, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hlita honum og sennilega fær hann hægri arm Alþýðuflokksins til að fylgja sér i þvi eins og öðru. Þannig vofir nú sú hætta yfir, að 50 milurnar verði ógiltar, ef við- reisnarflokkarnir fá völd á ný. Þeirri hættu geta menn aðeins afstýrt með þvi að hafna Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokkn- um i kosningunum. Ljótur ferill Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks- ins kemur ekki á óvart. Hann hef- ur næstum alltaf fylgt undan- haldsstefnu i landhelgismálinu. Fyrir siðustu kosningar var það stefna hans, að fresta ætti allri út- færslu á fiskveiðilögsögunni, þangað til niðurstaða hafréttar- ráðstefnunnar lægi fyrir, en þaö getur enn dregizt i mörg ár. Það er I samrærni við þessa stefnu, að hann er nú reiðubúinn til að fall- ast á úrskurð Alþjóðadómstóls- ins, þótthanngangiámótiokkur. Þá gæti svo farið, að við yrðum aftur að sætta okkur við 12 milna fiskveiðilögsögu iótiltekinn tima, eða þangað til niðurstaða væri fengin á hafréttarráðstefnunni. A sama hátt og Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér fyrir þvi fyr- ir siðustu kosningar að fresta út- færslunni i 50 milur um óákveðinn tima, beitti hann sér fyrir þvi að fresta útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 12 milur, eins lengi og hann gat og þorði. Sjálfstæðisflokkurinn hafði for- gönguum landhelgissamningana, sem gerðir voru við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961, en á grundvelli þeirra hafa þessar þjóðir getað kært okkur fyrir út- færslu á fiskveiðilögsögunni I 50 milur. Svo hörmulega illa var gengið frá þessum samningum, að þar er ekki að finna nein upp- sagnarákvæði. Sjálfstæðisflokkurinn hafði stjórnarforustu á árunum 1959- 1971 án þess að nokkuð væri að- hafzt til að koma á útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. A þingi 1971 vildi hann svo enga ákvörðun taka um timasetningu á útfærslu, heldur vildi fresta þvi framyfir hafréttarráðstefnuna, eins og áð- ur segir. A vetrarþinginu 1972 beitti hann sér gegn uppsögn landhelgis- samninganna frá 1961. Eftir útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 50 milur, vildu sjálf- stæðismenn strax fallast á kröfur Breta og tóku málstað þeirra i deilum við landhelgisgæzluna, samanber Evertonmálið. Flokki, sem á slika fortið að baki, getur þjóðin ekki treyst i landhelgismálinu. Vegna þess að hún hafnaði forustu hans i kosningunum 1971, er 50 milna fiskveiðilandhelgin nú veruleiki. Sókninni i landhelgismálinu verð- ur þvi aðeins haldið áfram, að þjóðin hafni forustu Sjálfstæðis- flokksins á ný. Blekkingarnar um sjóðina Mbl. hefur að undanförnu hald- ið uppi einstæðum blekkingum og fölsunum um fjármálin. Hér þyk- ir rétt að nefna nokkur sýnishorn af þessum málflutningi þess: 1. Mbl. segir stöðu rikissjóðs aldrei hafa verið verri. Sann- leikurinn er sá, að hún var betri i mailok siðastl. en i mailok 1971, þegar viðreisnarstjórnin var að láta af völdum, og hefur Mbl. hingað til ekki átt nein orð til að lýsa þvi, hve góður við- skilnaður hennar hafi verið. 2. Mbl. segir gjaldeyrissjóð þjóð- arinnar vera að ganga til þurrðar. Þessi niðurstaða blaðsins er fengin á þann hátt, að það sleppir að taka birgðir af útflutningsvörum með i reikninginn, en þær eru nú með allra mesta móti. Sannleikur- inn er sá, að gjaldeyrisstaðan i heild, þegar birgðirnar eru teknar með, hefur batnað um tvo milljarða króna siðan um áramót, og verður'það að telj- ast góð útkoma, þegar þess er gætt, hve mikil verðhækkun hefur orðið á innfluttum vör- um, t.d. oliunni. 3. Mbl. segir fjárskort byggingar- sjóðs og ýmissa fjárfestingar- sjóða aldrei hafa verið meiri. Til þess að fá þessar tölur reiknar Mbl. með stórauknum framkvæmdum, eða að öllum umsóknum verði fullnægt, en i annan stað predikar það svo, að draga verði úr framkvæmdum, þvi að þenslan sé of mikil. Sannleikurinn er sá að fjáröfl- um ýmissa annarra sjóða hefur aukizt verulega að undanförnu, eins og lifeyrissjóðanna, og sama gildir um bundnar inni- stæður hjá Seðlabankanum. Hér þarf því ekki annað en að færa á milli, en Sjálfstæðis- flokkurinn beitti stöðvunar- valdi sinu á nýloknu þingi til að koma i veg fyrir það. Hann ber þvi ábyrgð á timabundnum erfiðleikum fjárfestingarsjóð- anna. Nýting at- kvæðanna Úrslit bæjar- og sveitarstjórn- arkosninga benda til þess að sú hætta sé ekki útilokuð, að ,,við- reisnarflokkarnir” gömlu geti að nýju fengið nauman meirihluta. Þá mun hefjast hér aftur sama stjórnarfarið, og á árunum 1967- 1971, þegar gengisfellingar, at- vinnuleysi, landflótti og verkföll settu aðalmót sitt á stjórnarhætt- ina. Til þess að koma i veg fyrir þetta er það öruggasta ráðið, að Framsóknarflokkurinn fái sem allra flesta kjördæmakosna þing- menn, en aðrir ,,viðreisnar”-and- stæðingar fái sem fæsta kjör- dæmakosna þingmenn ' og þeim mun fleiri uppbótarmenn. Fyrir „viðreisnar”-andstæðinga I heild er það t.d. enginn ávinningur, að Alþýðubandalagið fái kjördæma- kosinn þingmann i Suðurlands- kjördæmi eða Norðurlandskjör- dæmi vestra, þvi að það missir i staðinn uppbótarmann, sem hafnar annað hvort hjá Sjálf- stæðisflokknum eða Alþýðu- flokknum. Ef Framsóknarflokkur inn vinnur hins vegar kjördæma- kosinn þingmann, missir hann ekki uppbótarmann i staðinn, þar sem hann fær ekki uppbótarsæti. Það skiptir þvi höfuðmáli fyrir ,,viðreisnar”-andstæðinga, að Framsóknarflokkurinn fái sem flesta kjördæmakosna þingmenn. Þvi verða ,,viðreisnar”-andstæð- ingar að fylkja sér fast um Framsóknarflokkinn, þar sem þingsæti hans getur verið i hættu, eða þar sem hann hefur von um að vinna þingsæti. Með þvi er það bezt tryggt, að hér verði aldrei aftur „viðreisn”. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.