Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 25
Sunnudagur 23. júni 1974 TÍMINN 29 um stöðu og réttindi viö una. öfgar Sjálfstæöismanna og kommúnista eru þar ekki til góös. Erlendar þjóðir, sem hafa þol- aö hörmungar stríðs og vitfirrty-- ar eyöileggingar lita ekki sömu augum á alþjóölegt bandalag, sem koma á í veg fyrir strfð og viö. Helmingur islenzku þjóðar- innar er fæddur eftir heims- styrjöldina miklu og það er meðal anriars vegna Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins, aö ekki hefur brotizt út strið, og meöan afvopnun hefur ekki farið fram, eiga Islendingar að fara með gát og taka fullt tillit til ná- grannaþjóðanna. Við deilum ör- lögum með þeim. Alþýðu- bandalagið: . . . gengur Möðruvellingar og fleira fólk — Nú bjóða 7 flokkar og flokks- brot fram í Reykjaneskjördæmi. Hvaða áhrif hefur það? Hvað varðar Möðruvallahreyf- inguna sérstaklega, þá hefi ég ekki mikla trú á, að þeir geti náð verulegu atkvæðamagni frá Framsóknarflokknum. Stefna Framsóknarflokksins er skirt mótuð og fylgt fram afdráttar- laust af leiðtogum flokksins. Möðruvellingar telja, að skoð- anaágreiningur hafi orðið til þess, að þeir fóru i framboð fyrir Sam- tökin. Mér er ókunnugt um meiri- háttar skoðanaágreining i flokkn- um, nema við þessa sömu menn og tel þvi óllklegt að þeir dragi fylgi af Framsóknarflokknum. Auðvitað sakna ég ýmissa manna úr flokknum, en það hryggir míg, að menn skuli láta hafa sig til klofningsstarfsemi. Reynslan hefur sýnt, að með þvi vinnst ekkert nema það, að ihaldið efiist og ef svo horfir áfram, má gera ráð fyrir, að ihaldið nái hreinum meirihluta á alþingi. Alþýðubandalagið er klofið. Sprengiframboð hjálpa ihaldinu Það er gert talsvert úr þvi, að Framsóknarflokkurinn sé klof- inn. Það er rangt. Með sama hætti og miklu frekar mætti segja, að Alþýðubandalagið sé klofið. Þar hefur Æskulýðsfylkingin sagt skilið við flokkinn og býður fram sérstaklega og Marxistar — Leninistar hafa lika klofið sig frá kommúnistum i Alþýðubandalag- inu og Fylkingunni. Þeir telja, að Alþýðubandalagið sé að sigla sömu stefnu og Alþýðuflokkurinn, stefnu til minnkandi áhrifa og að flokkur- inn hafi svikið flest sin stefnumál og alþjóðleg markmið. — En flokkur Bjarna Guðna- sonar? Lýðræðisflokkur Bjarna Guðnasonar býður sem kunnugt er ekki fram. Ég ber mikla virð- ingu fyrir þeim, að draga sig i hlé. Þar sýna þeir pólitiskan þroska, sem verður er til eftirbreytni. Sprengiframboð bitna oft á þeim, sem sizt skyldi. Þannig eru Fylk- ingin, Möðruvallahreyfingin og Marxistarnir-Leninistarnir fyrst og fremst að veita ihaldinu stuðn- ing með þvi að bjóða fram og at- kvæði félagshyggjufólksins, sem þá kýs, falla dauð og ómerk og koma ihaldinu einu að gagni, seg- ir Jón Skaftason, alþingismaður að lokum. JG Ráðstefna kvenna í tilefni kvenréttindadagsins, 19. júni, hefur svohljóðandi fréttatil- kynning borizt frá samstarfs- nefnd Kvenréttindafélags ís- lands, Kvenfélagasambands Is- lands, Kvenstúdentafélags ts- lands, Félags islenzkra háskóla- kvenna og Rauðsokkahreyfing- unni: Þann 18. desember 1972 lýsti Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna yfir, að árið 1975 skyldi haldið alþjóðlegt kvennaár. Arið skal helga virkari aðgerð- um til að efla jafnrétti karla og kvenna, til að tryggja fulla þátt- töku kvenna i uppbyggingu og framförum og til að viðurkenna „mikilvægi vaxandi framlags kvenna til aukinna vinsamlegra samskipta og samvinnu milli rikja og til eflingar friðar i heiminum.” t tilefni af þessu hafa ýms sam- tök, sem vinna að jafnrétti og hafa samtals tugi þúsunda með- lima innan vébanda sinna, komið sér saman um að minnast þessa árs með ýmsu móti. Ætlunin er, að þessir aðilar hafi samstarf um ýmsar aðgerðir á alþjóðakvenna- árinu. Aðgerðir þessar eiga að miðast við fróðleik um stöðu kvenna i hinum ýmsu þjóðlöndum á mis- munandi skeiðum sögunnar. Til- gangurinn er að vekja fólk til vitundar um stöðu kvenna og að vinna að jafnrétti og friðsamleg- um samskiftum. t athugun er undirbúningur all- viðtækrar ráðstefnu um þetta efni. Ætlunin er að bjóða þangað erlendum fyrirlesurum, yrði ráð- stefnan væntanlega á þessum tima næsta ár. Þá er i athugun möguleikar á samnorrænni sögu- legri sýningu um stöðu kvenna og fyrirlestrum i þvi' sambandi. Þá hafa þessir aðilar hug á sameiginlegum aðgerðum til að vekja athygli á málum þessum bæði i sinum eigin málgögnum og öðrum fjölmiðlum. Reynt verður að undirbúa sér- staka þætti um stöðu kvenna i þróunarlöndunum og fræðilegir fyrirlestrar verða haldnir i Rikis- útvarpinu i tilefni af árinu. Ýmsar fleiri hugmyndir hafa komið fram og eru enn i athugun. Ódýr gisting í Reykholti Nú getur hver sem er notiö hinnar ódýru orlofsþjónustu Alþýðuor- lofs f Reykholti I Borgarfirði, þar sem forgangsfrestur aðildar- félaga er runninn út. 1 Reykholti er hin ákjósanleg- asta aðstaða til orlofsdvalar. Þar er sundlaug og gufubað, ásamt aðstöðu til að iðka borðtennis, opin öllum dvalar- gestum án aukagjalds. Þá eru umhverfis staðinn ákjósanlegar gönguleiðir, svo að þeir, sem hafa áhuga á að trimma i friinu hafa þarna kjörið tækifæri til þess. Dvalargestir koma á laugar- dögum og eru yfirleitt eina viku. A mánudags- og föstudags- kvöldum er efnt til spilakvölds og kvöldvöku og tvisvar i viku er boöið upp á skoðunarferðir um héraðið og inn i óbyggðir. Boðið er upp á ágæt tveggja manna herbergi með vaski og lagður til rúmfatnaður. Þá eru framreiddar þrjár máltiðir á dag, en lögð til kaffihitunaraðstaða, til eigin afnota fyrir gesti. Þa verður i sumar fitjað upp á nýjung, sem eru helgardvalirfyrir starfshópa, sem fá fæði á laugar- dögum og sunnudögum, en mundu þá koma á staðinn á föstu- dagskvöldi. Kostnaður við slika helgardvöl, með svefnpokaplássi, mundi vera 2.500 krónur. Siöastliðið sumar notuðu marg- ir sér þessa þjónustu sem reyndist hin vinsælasta, ekki sizt meðal húsmæðranna, sem sluppu við matargerðina, sem oft er erfið i frium. Þegar þess er gætt, hvað þaö kostar að útbúa sig með niðursoðinn mat og annað sem til feröalaga þarf, verður það að teljast ódýrt, að greiða kr. 7.500 fyrir fæði, herbergi, með rúm- fatnaöi og afnot af gufubaði og sundlaug i heila viku. Þess má geta, að einnig er veittur fjöl- skylduafsláttur. Tekið er á móti pöntunum og nánari upplýsingar gefnar i Reykholti kl. 10-12 daglega. Starf- semi þessi hefst 6. júli og stendur i sjö vikur. (Fréttatilkynning) INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 EIN ÞEKKTUSTU \ AAERKI [SUNNaK) norðurlanda BATTERER J RAF- GEYMAR 6 og 12 volta Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi T5T „Hóflegt atvinnuleysi" — i ógnun /fviðreisnar"-stefnunnar x B fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull. Ytra byrói úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. óskast i eftirtaldar bifreiðar, er verða til sýnis þriðjudag- inn 25. júni 1974, kl. 1-4 i porti bak við skrifstofu vora Borg- artúni 7: Mercedes Benz 21 sæta Neoplan Benz 26 sæta Volvo Amazon fólksbifr. Toyota Dyna sendiferðabifreið Volkswagen 1600 A fólksbifreið Volkswagen 1200 fólksbifreið International Scout Land Rover benzin Land Rover benzin, lengri gerð Land Rover benzin Land Rover benzin Willys jeppi Gaz ’69 torfærubifreið Coramer sendiferðabifreið árg. 1970 ” 1960 ” 1967 ” 1972 ” 1971 ” 1972 ” 1970 ” 1969 ” 1971 ” 1966 ” 1965 ” 1964 ” 1968 ” 1967 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 5.00 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. Það þarf aðeins aö renna saiman tveimur Gefjunar svefnpokum og gera úr beim einn tvíbreiðan poka. GEFJUN AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.