Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 22
26 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974 faðma dýpi, en litli báturinn var horfinn. Aldrei hafði það hvarflað að honum, að Svala myndi taka slíka ákvörðun — og nú hafði hún verið í fjóra daga úti á Fulmar, einsömul með Eiríki! Hann settist niður á klöppina, þar sem Svala og Eirík- ur höfðu setið forðum. Hún hafði þá farið út til hans og snúið baki við öllu — lifinu og stöðu sinni. Smámunasemin var eitt af skapgerðareinkennum Jónasar, og tepruskapur hvað snerti háttaleg heiðar- legra kvenna gagnvart karlmönnum. Auk þess var Svala f rænka hans, og blettur á mannorði hennar var blettur á mannorði hans. Hann varð að láta strax til skarar skríða. Hann varð að gera eitthvað til þess að fá hana strax aftur, og ef það heppnaðist ekki, þá að reyna að f ela smánina. Hann var nú tekinn að gera sér grein fyrir hinum óhjákvæmilegu endalokum mannsins, sem hann hafði ákveðið að hug- hreysta og vernda, enda þótt hann sjálfur liði við það sömu örlög. En hvað átti hann að gera? Skyndilega datt honum nokkuð í hug, og hann spratt á fætur og f lýtti sér til bæjarins. Stefán var enn að leita og flestir aðrir karlmenn í Skarðsstöð með honum. Stefán greiddi þeim f imm krónur á dag, og hafði auk þess heitið þúsund krónum þeim fyrsta, sem veitti upplýsingar um hina týndu. Presturinn haf ði ekki tekið þátt í leitinni, en hann haf ði beðizt iðulega f yrir. Hann var ekki heilsuhraustur, og för hans til Bjarnarness, þegar hann hitti Eirík, hafði haft sín áhrif á hann. Nú vildi svo til, að séra Ólafur var fyrsti maðurinn, sem Jónas hitti í bænum. Jónas tók um handlegg hans og leiddi hann niður í f jöru. Ingólfur var farinn, og sást nú aðeins sem depill í f jarska. Annað fólk var ekki á ferli, og hérna sagði Jónas prestinum alla söguna. — Og hún fór út til hans! sagði séra Ólafur, þegar Jónas lauk frásögu sinni. Presturinn let ekki oft koma sér út jafnvægi, en nú brann eldur innra með honum, augu hans leiftruðu, og hann var teinréttur í baki. — Já, hún fór út til hans. — AAikiI kona er hún. — Og nú ætla ég út til þeirra, sagði Jónas, og ég vil, að þú komir með mér, prestur minn. Hún hef ur fórnað öllu, og það er eitt, sem verður að gera, og það ætla ég að biðja þig að annast. Presturinn skildi hann. — Ég kem með, sagði hann. Þeir héldu aftur til haf narinnar. Jónas gerði einn segl- bátinn kláran og þeir presturinn stigu út í hann og settu upp segl. Það var komið fram yfir hádegi, og vindurinn, sem undanf arna daga haf ði blásið af suðri, haf ði snúizt í suð- vestur. Meðfram allri ströndinni lá hvítur skýjabakki og undirstrikaði bláma hafsins. Þegar þeir komu að Fulmar, flaug urmull af mávum upp og kom á móti þeim, rétt eins og f uglarnir væru að athuga komumenn og farkost þeirra. Þegar Jónas stýrði inn að ströndinni, dró hann andann dj'úpt. Hvar var báturinn, sem Svala hafði komið i hing- að? Ströndin var eini staðurinn, þar sem hann gat verið, en hann var hvergi sjáanlegur. Þegar stef nið rakst í sandinn, stukku þeir fyrir borð og drógu bátinn lengra upp. Síðan tók Jónas á rás upp að hellinum. Það var enginn inni i hellinum. Og þó hafði Svala kom- ið þangað, því að á vandlega samanbrotnum teppunum úti í horni lá svört og hvít himbrimaf jöður. Eiríkur hafði einhvern tíma fundið hana úti á klöppunum og gefið Svölu hana, en hún bar hana alltaf í hatti sínum. Jónas tók f jöðrina og stóð með hana í hendinni. Án þess að segja eitt einasta orð flýtti hann sér upp á hæðina, með förunaut sinn á hælunum. Þar var engan að sjá. Þar sem þeir stóðu, sáu þeir sérhvern krók og kima á Fulmar, þar sem mannsfótur gat stigið. En það var ekk- ert að sjá, nema sjófuglana og löðurfaldaðar öldurnar, sem sungu sálumessu sína niðri i djúpinu. Jónas renndi augunum út yfir bláan fjörðinn, eins og hann í örvæntingu sinni væri að vonast eftir að sjá segl, eithvert merki um þau týndu. En þar var ekkert. Hádegissólin hélt veröldinni í faðmi sínum, jafnvel mávarnir höfðu gert hlé á amstri sínu. Hátt í lofti sást flokkur af súlum fljúga til suðurs. Ströndin beggja megin fjarðarins sást greinilega frá neðstu löðurrönd upp til fjarlægustu, litríkustu fjalla- tinda, og á firðinum hvíldi óbundið, frjálst haf iðog svaf í náðum undir bláum himninum. Sogulok Engan flótta á ndðir Kockums x B W Hll lll I Sunnudagur 23. júni 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. Veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.Sadler’s Wells hljómsveitin leikur „Pineapple Poll”, ballett- svitu eftir Sullivan, Charles Mackerras stj. 9.00 Fréttir. Ctdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar a. Sinfónia i Es-dúr eftir An- tonln Rejcha. Kammer- sveitin I Prag leikur. b. Sónata fyrir flautu og sembal eftir Frantisek í Zaver Richter. Jean Pierre Rampal og Viktoria Svihli- kova leika. ca. Sónata fyrir tvær fiðlur og pianó eftir Georg Benda. David og Igor Oistrakh leika ásamt Vladi- mír Jampolský. d. Sembal- konsert I d-moll eftir Johann Gottlieb Graun. Eliza Han- sen og Pfalz-hljómsveitin I Ludwigshafen leika, Christoph Stepp stj. 11.00 Kirkjuvígslumessa á Egilsstöðum (Hljóðr. á sunnud. var). Biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einarsson, vigir kirkjuna. Sóknarpresturinn, séra Gunnar Kristjánsson i Vallanesi,' prédikar. Með þeim þjónar fyrir altari Marinó Kristinsson. Leik- menn og prestar flytja ritn- ingarorð. Organleikari: Margrét Gisladóttir. Safnaðarkórinn syngur sálmalögin, en Tónkórinn i Egilsstaðakauptúni flytur Te Deum eftir Mozart undir stjórn Magnúsar Magnús- sonar við undirleik Kristjáns Gussurarsonar á pianó. 12.20 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Mér datt það I hug Jónas Guðmundsson rithöfundur rabbar við hlustendur. 13.45 lslenzk einsöngslög.Guð- mundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar. 14.00 Viðdvöl I Borgarnesi. Jónas Jónasson ræðir við nokkra heimamenn. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátlð i Belgrad i hausta. Trió i D-dúr op. 71 nr. 1 eftir Ludwig van Beet- hoven. Moskvutrióið leikur. b. Pianókonsert nr. 4 i G-dúr op. 58eftir Beethoven Maria Tipo og Filharmoniusveitin I Belgrad leika, Zivojin Zdravkovic stj. (Hljóðritun frá júgóslavneska útvarp- inu). 16.00 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar a. Ilvað gerist á vorhátiðum skólanna? Nemendur og kennarar I nokkrum skólum heimsóttir. Fluttur hluti af hátiðardagskrá Hliðaskóla frá 5. mai. Nemendur I 5. Mánudagur 24. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Björn Jónsson i Kefla- vlk flytur (a.v.d.v.) Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverrir Hólmarsson heldur áfram að lesa söguna „Krummana” eftir Thöger Birkeland (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Kirsten Ilermansen, Gurli Plesner og Ib Hansen syngja með kór og hljóm- sveit Kgl. óperunnar I Kaupmannahöfn „Elver-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.