Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. júni 1974 TÍMINN 5 Hildesheim-dómkirkjan og rósatréð Hin tveggja hæða háa klaustur- bygging i Hildesheim i Vestur- Þýzkalandi og kirkjan við klaustrið eru merkilegar fyrir tvennt. Annars vegar er þetta listaverk frá sjónarhóli arki- tekta, og hins vegar eiga bygg- ingarnar engan sinn lika norðan Alpafjalla. Borgin, sem þær eru i, var reist árið 815, og skömmu siöar var þetta rósatré, sem hér sést á miðri myndinni, gróður- sett. Tréð er talið vera eitt þús- und ára gamalt, og árlega koma fjölmargir ferðamenn, bæði Þjóðverjár og aðrir, og dást að þessu eldgamla tré. Hjólið athugað Lögregluþjónar i Kempten i Þýzkalandi fylgjast mjög vel með ásigkomulagi reiðhjóla þeirra, sem börn þar i bænum fara á i skólann og skreppa á i hjólreiðaferðir um nágrennið. Lögreglumennirnir stöðva börnin annað slagið og fá að lita á hjólin, og komi i ljós, að þau eru ekki i fullkomnu íagi, eru foreldrar barnanna látnir vita, og þeir beðnir um að sjá til þess, að það sem i ólagi er, sé lagfært. Þaö er mjög hættulegt aö leyfa börnum að hjóla á fjölförnum vegum á hjólum, sem ekki eru i lagi, og það vita þeir i Þýzka- landi, og gera sitt til þess að koma i veg fyrir óþarfa slys. ★ Lok, lok og læs... 1 einu af úthverfum Parisar er verið að byggja mjög stórar og nýtizkulegar skrifstofubygging- ar. Þar er margt, sem er talið til nýjunga i húsbyggingum, t.d. það, að þar verða ekki notaðir venjulegir lyklar aö dyrum hverrar skrifstofu. t staðinn fyrir lykla verða notuð litil segulmögnuð spjöld, sem stung- ið er i þar til gerðar raufar og opnast þá dyrnar. Þessi spjöld verður fólk að geyma eins og lykla, og helzt að hafa þau fest við töskur eða veskisvo að þau týnist ekki. Svipuð spjöld verða notuð við snyrtiherbergin og eins við bifreiðageymslurnar, sem fylgja þessum stórbygging- um. Eftir venjulegan skrifstofu- tima þá verður l'ólk að hafa þessi spjöld til þess að komast inn i bygginguna og eins til að nota lyfturnar. Hvert spjald er merkt eigandanum og sérstök tölva I húsinu fylgist með hver notar spjöldin og hvar og hve- nær þau eru notuð. Siglingar Senn liður að þvi, að hægt verði að leggja stund á siglingar i háskólanum i Kiel. Nú i sumar verða haldin tuttugu námskeið fyrir samtals um 700 nemendur, og geta þátttakendur æft sig á þvi að sigla hvorki meira né minna en um 50 mismunandi skútum. Fjórir kennarar annast kennsluna, og vinna þeir allir fullt starf, en auk þess verða þrir kennarar aðrir, sem vinna hluta úr starfi. Þarna verður tekið við bæði byrjendum og þeim, sem lengra eru komnir i siglingalistinni, og talið er vist, að allir muni geta lært eitthvað. Hótíðahöld í Monakó Rainier III fursti i Mónakó hef- ur haldið hátiðlegt 25 ára afmæli valdatöku sinnar. Mikið var um dýrðir, skrúðgöngur, lúðra- blástur og blómasýningar. Hé á myndinni er Stephanie prinsessa dóttir Rainers og bezta vinkona hennar. Stephanie er 9 ára gömul, og hún segir, að ekkert hafi verið eins skemmtilegt og blóma- sýningin. Annars var Stephanie heldur óvenjulega klædd við þetta hátiðlega tækifæri, þvi hún hafði valið sér kúreka- búning sem hátiðaföt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.