Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. júni 1974 TÍMINN 15 Ólafur Sigfússon oddviti lýsir staðnum fyrir blaðamanni Timans. ið Hvolhreppi, sem telur um 580 manns, en i hreppnum eru 30 lög- býli. Ólafur sagði, að fjölgunin i hreppnum væri mest i þorpinu, en i sveitinni stendur ibúatalan nokkurn veginn i stað. Eftir elds- umbrotin i Vestmannaeyjum fluttu margir þaðan til Hvols- vallar, og eru nokkrir Vest- mannaeyingar að byggia og ætla að staðfestast á Hvols.velli. Á Hvolsvelli eru bæði barna- skóli og gagnfræðaskóli. Barna- skólinn er fyrir Hvolhrepp, en gagnfræðaskólinn er sameiginleg eign fjögurra hreppsfélaga. Auk kaupfélagsins og fyrir- tækja þess eru á Hvolsvelli nokkur önnur fyrirtæki, og má nefna Austurleið, sem hefur sér- leyfi til mannflutninga um Suður- land allt að Höfn i Hornafirði, og vinnuvélafyrirtækið Suðurverk, sem starfrækir alls kyns þunga- vinnuvélar. Þá er á Hvolsvelli steypustöð, sem selur steinsteypu um allar sveitir, og blikksmiðjan Sörli. Langviðamesta fyrirtækið er Kaupfélag Rangæinga, en 120 manns eru starfandi hjá þvi og fyrirtækjum þess. Ólafur kvað það valda nokkrum áhyggjum, hve ört þorpið byggist upp, þar sem verið getur, að at- vinnumöguleikar fylgi ekki nógu vel á eftir. Fyrir fjórum árum reisti hreppurinn iðnaðarhús til að glæða atvinnulifið. Er þar nú starfrækt saumastofa og hús- gagnabólstrun, og er hvort tveggja rekið af kaupfélaginu. Er nú verið að reisa annað hús fyrir iðnað. Hreppurinn hefur sótt um að gerast aðili að leiguibúða- byggingum, en húsnæðisleysi háir mjög æskilegri stækkun. Margir vilja setjast að á Hvols- velli, bæði aðilar sem vilja koma á fót atvinnurekstri og aðrir. Er þvi mikill skortur á bæði ibúðar- og iðnaðarhúsnæði. Kaupfélag Rangæinga hefur aðstoðað menn við að koma upp ibúðarhúsum með hagkvæmum kjörum, og hefur verið skýrt frá þvi áður hér I blaðinu, en nægilegt húsnæði er skilyrði þess, að þorpið haldi áfram að stækka og eflast. — Ég álit, sagði Ólafur, að vinnuafl verði að vera á staðnum, þá kemur atvinna á eftir, á meðan velmegun helzt og nóg er að gera. Þeir sem sýnt hafa þvi áhuga að hefja hér rekstur, spyrja fyrst og fremst, hvort vinnuafl sé fyrir hendi, og siðan eftir húsnæði. Það er takmarkað, hve mikilli þjónustu sveitarfélagið getur staðið undir, og hér rikir mikill áhugiáað koma upp fjölbreyttari iðnaði en nú er. Miðstöð félagslifs i sýslunni er félagsheimilið Hvoll, sem að miklu leyti er rekið af sveitarfélaginu. Þar fara fram allar meiri háttar skemmtanir, árshátiðir og fundahöld. í félags- heimilinu er einnig rekið veitingahús, en þótt veitinga- reksturinn standi ekki undir sér sem slikur, teljum við okkur skylt að veita þessa þjónustu hér i þorpinu. Hér er ágætt vatn og góð vatns- veita, sem hefur mikla stækkunarmöguleika, og ætti það ekki að standa aukinni byggð og iðnaði fyrir þrifum. Hins vegar er frárennsli dýrt og erfitt viður- eignar. Við búum nú við skolp- veitu, sem byggð var fyrir 20 árum. Hún er að verða ófull- nægjandi og þolir illa þessa miklu aukningu. Gagngerðra endurbóta er þvi þörf, og það verður dýr framkvæmd, en 1 hana verður að ráðast. Kannað hefur verið, hvort hér er heitt vatn i jörðu, en þær at- huganir hafa ekki gefið jákvæð svör. Þær framkvæmdir, sem nú standa yfir, er lagning oliumalar á mestu athafnasvæðin i þorpinu, það er við kaupfélagið, Lands- bankahúsið og félagsheimilið. Allar þær götur, sem lagðar hafa verið á undanförnum árum, eru þannig frágengnar, að hægt er að leggja oliumöl án frekari undir- búnings. Búið er að úthluta lóð undir áhaldahús Vegagerðar rikisins, en bækistöð hennar i Rangár- vallasýslu er nú hér á Hvolsvelli. Hér er einnig rafmagnseftirlits- maður og vinnuflokkur frá Raf- magnsveitum rikisins, sem sér um viðhald og viðgerðir i Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslu Helzt viljum við fá hingað léttan iðnað, sem ekki krefst mikilla þungaflutninga, en sú af- staða breytist mikið með batn- andi vegakerfi. Okkar lifæð er hvorki höfn né flugvöllur heldur vegirnir, og erum við mjög háðir þvi að það sé gott. Þetta á auð- vitað ekki eingöngu við um Hvols- völl, heldur ekkert siður sveitir- nar umhverfis. Það er staðreynd. að jafnvel jarðaverð hækkar, þegar góðir vegir eru lagðir um sveitir. Á siðustu vegaáætlun var gert ráð fyrir lagningu hrað- brautar á Hvolsvöll að vestan, og á þessu ári átti að leggja brautina að Skeiðavegamótunum, og siðan áfram hingað austur. En öll mál eru ekki leyst með hraðbraut milli Reykjavikur og Hvols- vallar. Það þarf einnig að hyggja að vegunum úti um sveitir. Sér- staklega er Fljótshliðarvegur orðinn gamall og úr sér genginn og þarfnast endurbyggingar. Við horfum til þess með kviða, ef það dregst að leggja hraðbrautina áfram austur eftir þvi, að um- ferðarþunginn eykst með tilkomu hringvegarins. —- Hverjar eru þær fram- kvæmdir sem mest eru knýjandi af hálfu sveitarfélagsins? — Barnaskólinn er að sprengja allt húsnæði utan af sér. Hér er mikið af ungu fólki, sem von er til i þorpi i örum vexti. Um 90 börn eru nú i barnaskólanum, og fyrir- sjáanlegt er að þeim fjölgar mikið á næstu árum. Við erum búnir að fá fjárveitingu til undir- búnings barnaskólabyggingu, og hefjast undirbúningsráðstafanir i sumar, ef allt gengur að óskum. Einnig hyggjumst við byggja sundlaug, en hún hefur lengi veri á óskalistanum. Til þessa hafa skólabörn þurft að sækja sund- tima að Laugalandi, eða austur að Skógum, en vonandi verður þess ekki langt að biða, að hér verði komið upp sundlaug, til hagsbóta bæði fyrir börnin að aðra ibúa. — Gagnfræðaskólinn er tiltölu- lega nýbyggður og er enn nægi- lega stór, en fyrirsjáanlegt er, að þar fer að þrengjast. I skólanum er gagnfræðadeild og landsprófs- deild. Þá er verið að teikna bóka- safnshús, sem risa á i tengslum við gagnfræðaskólann. Þótt undarlegt megi virðast, hefur Hvolsvöllur ekki alveg farið varhluta af sjávarútvegi, og sagði Ólafur, að sú verkun hefði gengið vel, meðan á henni stóð. Byrjað var þar á rækjuvinnslu, en þegar miðunum við Eldey var lokað, fékkst ekki lengur hráefni. Rækjuvinnslan þarna langt inni i landi byggðist á þvi, að húsnæði fyrir vinnsluna og vinnuafl var fyrir hendi. Húsmæður og ung- lingar unnu við rækjuna, og á staðnum er mikil frystigeymsla, sem kaupfélagið og Sláturfélag Suðurlands eiga sameiginlega. — En öll okkar mál snúast ekki einvörðungu um þorpið,- sagði Ólafur oddviti. Eins og íyrr er getið, býr umtalsverður hluti ibúa Hvolshrepps i sveitinni, og ekki dugir að það fólk verði afskipt. Sveitarfélagið hefur haft talsverð afskipti af afréttarmálum. Okkar afréttur er að miklu leyti sand- auðn, og undanfarin þrjú sumur, hefur verið framkvæmd áburðar- og frædreifing i samvnnu við Landgræðsluna. Verið er að gera veg inn á af- réttinn, og við þurfum að byggja brú á Markarfljót, en eins og er þarf að ferja allt fé og menn i kláfi yfir fljótið, sem er seinlegt verk og erfitt. Hestana verður að reka yfir ána. Við erum búnir að fá fjárveitingu fyrir brúnni, og standa vonir til að henni verði lokið á þessu ári. Enn eitt verkefni hreppsins er að auka vatnssveituna, þvi að til stendur að byggja hér sláturhús, og þarf að fullnægja vatnsþörf þess, en þá verður sláturhúsið i Djúpadal lagt niður. Má gera ráð fyrir að nýja húsið verði byggt á næsta ári. A siðasta ári var hafin bygging 26einbýlishúsa, og eru nú 20 hús i smiðum, allt einbýlishús, og fólk er flutt inn i fimm viðlagasjóðs- hús, sem hér voru reist. f vor var úthlutað 15 lóðum undir einbýlis- hús, sem smiði hefst á i sumar. Nægt landrými er umhverfis þorpið, og mikið svæði er skipu- lagt, bæði undir ibúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Er þvi siður en svo nokkur afturkippur i þróun byggðarinnar, en það segir sig sjálft, sagði ólafur að lokum, að ekki er hægt að byggja eingöngu ibúðarhús og fjölga ibúunum, nema fleiri atvinnufyrirtæki komi einnig á móti. Langumsvifamesta fyrirtækið á Hvolsvelli er Kaupfélag Rangæinga og fyrirtæki þess, og má með sanni segja, að það sé uppistaðan i atvinnumálum og viðgangi Hvolsvallar, þótt fleira komi til. Siðast liðinn vetur birtust greinar og frásagnir af starfsemi kaupfélagsins, og þvi er ekki ástæða til að endurtaka það hviliku hlutverki það gegnir i tilveru þessa myndarlega sveita- þorps. Til sölu: 4ra tonna sturtuvagn. Aftan- í-tengd sláttuvél fyrir ferguson. óskast keypt: Ársgamlar hænur eða 2ja ára hænur úr búri. y Disel traktor með ámoksturstæki Opið milli 2 og 7 mánud. til föstud. LANDBÚNAÐARÞJÓNUSTAN Skúlagötu 63 — Sími 2-76-76 Verulegur iðnrekstur er á Hvolsvelli, meðal annars húsgagnagerð á vegum sunnlenzku kaupfélaganna þriggja, og er efri myndin tekin á húsgagnaverkstæðinu þar, en hin á saumastofu kaupfélagsins. _ mein afköst mea - stjörnu avél Ný tækni. Rakai i jafna, lause múga. Ríf ur ekk grassvörðinn. Hreinna hey. KS 80 D. Vinnslubreidd 2,f m. Lyftutengd. Eigendahandbók á íslenzku. ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVÖRÐUSTIG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.