Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. júni 1974 TÍMINN 17 .............................—s — jjwmm —•> Útgefandi Framsóknarflukkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðaistræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprenth.f. Hvað vilja þeir gera? Ef málflutningur Sjálfstæðisflokksins i kosningabaráttunni er brotinn til mergjar kemur þetta i ljós: 1. Sjálfstæðisflokkurinntelur þensluna i efnahags- og atvinnulifinu allt of mikla og verði að gera ráðstafanir til að draga úr henni. Hann deilir fast á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki komið i veg fyrir þensluna, en vill ekki benda á nein úr- ræði, né skilgreina hvað felst i þeim úrræðum gegn ofþenslu i efnahagslifi, sem nú er helzt beitt i þeim löndum, sem hann telur til mestrar fyrirmyndar. 2. Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja skera rikisút- gjöldin stórkostlega niður. Þegar á hann er gengið vill hann hins vegar ekki benda á neinn málaflokk eða framkvæmdir sem skerða eigi fjárframlög til. En þessi ádeila þeirra á aukn- ingu rikisútgjalda i tið núverandi rikisstjórnar og tal þeirra um áform sjálfstæðismanna um niðurskurð rikisútgjalda leiðir til ákveðinnar niðurstöðu. 3. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú, að i þessum málflutningi felist fyrst og fremst gagn- rýni á þau rikisútgjöld til einstakra málaflokka, sem mest hafa aukizt i tið núverandi rikisstjórn- ar. En hvar hefur aukning rikisútgjalda orðið og til hvaða málaflokka og framkvæmda hafa þau farið? Lang-stærsti liðurinn er aukin framlög til tryggingamála, þ.e. til þess að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir i þjóðfélaginu. Tekjutrygg- ing öryrkja og ellilifeyrisþega hefur verið hækk- uð um tæplega 300% i tið núverandi rikisstjórnar svo dæmi sé tekið. Vill Sjálfstæðisflokkurinn skera þessi framlög niður. Aðspurður nú segir hann nei. 4. Aðrir útgjaldaliðir fjárlaga. sem hafa hækkað mjög mikið hafa farið til félagslegra umbóta: til menntamála, heilbrigðismála, til jöfnunar námsaðstöðu og námslána og síðast en ekki sizt til framkvæmdar á öflugri byggða- og upp- byggingarstefnu. Vill Sjálfstæðisflokkurinn skera þessi útgjöld niður? Nei, ekki aldeilis segja frambjóðendur hans nú. Þeir segja þvert á móti, að þessi framlög séu of lág. 5. En ef það er ekkert af þessum útgjöldum þá eru það laun opinberra starfsmanna sem eru ein eft- ir. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að lækka laun þeirra stórkostlega eftir kosningar til að draga úr rikisútgjöldunum? 6. Það er rétt, að það er þensla i efnahags- og at- vinnulifi. Þessi þensla á að nokkru rót að rekja til þeirrar stórkostlegu uppbyggingar byggða- stefnunnar, sem núverandi rikisstjórn hefur staðið fyrir. Þessi uppbygging hefur haft það i för með sér, að þar, sem áður var doði, vonleysi, stórfellt atvinnuleysi og landflótti er komin rifandi atvinna og viða mannekla og mikil eftirspurn eftir auknu vinnuafli. Það þýðir vissulega, að farið hefur verið eins hratt i framkvæmd byggðastefnunnar og framast hef- ur verið unnt. Samt segjast sjálfstæðismenn, sem hafa stærstu orðin um að þenslan sanni óstjórn Ólafs Jóhannessonar, ætla að gera betur i byggða- og uppbyggingarmálum. Trúi þvi hver sem vill. Þegar mótsagnirnar, firrurnar og þverstæðurn- ar og annað hismi i málflutningi Sjálfstæðis- flokksins, sem hér hefur verið drepið á, hefur verið skilið frá kjarnanum stendur þetta eftir: Sjálfstæðisflokkurinn boðar stórfelldan sam- drátt i framkvæmdum og byggðamálum og verulega kjaraskerðingu almennings, þ.e. gömlu „viðreisnarmeðulin”. — TK. Forustugrein úr The Times, London: Púlestínu-Arabar eru ósammála um stefnuna Arafat er samningsfúsari en Habash Habash ÁLYKTUNIN, sem Þjóðar- ráð Palestínu-Araba sam- þykkti í Kairó um daginn, er að margra áliti nokkur aftur- kippur. Ráðið fer með æðstu völd f Frelsissamtökum Palestfnu-Araba. Fundur þess hafði verið auglýstur hvað eft- ir annað siðan leiðtogafundur Arabaríkja var haldinn i Alsir i nóvember i vetur, en ávallt frestað. Hinir hófsamari leiðtogar Palestinu-Araba sögðu það megintilganginn með fundi Þjóðarráðsins, að veita Frelsissamtökum Palestinu- Araba umboð til þess að taka þátt I friðarsamningunum i Genf og krefjast yfirráða yfir vesturbakka Jordan og Gaza- svæöinu. Nánustu samherjar Yassers Arafats, formanns framkvæmdanefndar Þjóðar- ráösins, höfðu sig mest i frammi. Arabar eru yfirleitt sammála um, að Israelsmenn verði að láta þessi svæði af hendi ef takast eigi að semja um frið I samræmi við 242. ályktun Sameinuðu þjóðanna. ÞVf var hvað eftir annað spáð I vetur, að Þjóðarráðið myndi fylgja þessum kröfum sinum fram með þvi að mynda útlagastjórn, ef til vill undir forustu einhvers hægfara manns á vesturbakka Jórdan, manns, sem Israelsmenn gætu ekki með nokkru móti and- mælt sem „hermdarverka- manni”. Jafnframt var gefið i skyn, að þessi útlagastjórn hiyti þegar i stað viðurkenn- ingu um það bil 80 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Vel má vera, að Yasser Ara- fat hafi gert sér vonir um að fá Þjóðarráðið til að samþykkja þessa eða þvilika ráðstöfun. En þegar til kastanna kom reyndist honum ekki unnt að fá neinu svo áhrifamiklu framgengt, að minnsta kosti ekki að sinni. Tillögur hans sættu frá upphafi afar harðri gagnrýni dr. George Habash og Alþýðufylkingar hans, og jafnframt aiar margra félaga i öllum hópum andspyrnu- hreyfingarinnar og alls þorra flóttamanna, og hefir það sennilega orðið þyngst á met- um. ARAFAT og samherjar hans fullyrtu, að hugmynd þeirra fæli alls ekki i sér, að hverfa þyrfti eða ætti frá loka- takmarkinu, eða sameinuðu „lýöræðisriki i allri Pales- tinu”. Flestum sýndist þó liggja I augum uppi, að yfirráð yfir vesturbakka Jordan og Gaza-svæðinu fengjust aldrei samþykkt nema jafnframt væru viðurkennd i reynd yfir- ráð Israelsmanna yfir öðrum hlutum Palestinu, og því þá lýst yfir um leið, að horfið yrði frá þvi að beita vopnum til þess að ná lokamarkinu. Enn hafa mjög fáir Araba- leiðtogar haft kjark til þess að halda þvi fram, að friðsamleg sambúð ísraels og litils Pales- tinurikis væri heppilegur áfangi, sem liklegur væri til þess að leiða til friðsamlegrar sambúðar þjóðanna tveggja innan eins rikis þegar fram liða stundir. AÐALROKSEMDIN, sem beitt var i baráttunni fyrir litlu Palestinuriki á vestur- bakka Jordan og Gaza-svæð- inu, var i raun og veru nei- kvæð. Þvi var sem sé haldið fram, að þessi aðferð kæmi i veg fyrir, að umrætt svæði lenti undir áhrifavaldi Huss- eins konungs. Forvigismenn hugmyndarinnar leiddu hins vegar alveg: hjá sér að leiða getum að þvi, hvaða skilyrð- um þyrftiaðfullnægja til þess, að Israelsmenn féllust á hana. Yasser Arafat náði heldur litlum árangri með hinni nei- kvæðu röksemd. Stjórnmála- yfirlýsingin, sem leiðtogar hinna ýmsu andstöðuhópa ræddu sin á milli, deildu afar hart um en samþykktu að lok- um, lýsir þeirri ætlan, að „stofna herská, óháð og þjóð- leg yfirráð á þeim svæðum Palestinu, sem auðnast kann að frelsa”. Yfirlýsingin skuldbindur Þjóöarráðið einnig tii að „berjast gegn hverjum þeim ráöstöfunum, sem yrðu að kosta viðurkenningu á yfir- ráðum óvinanna, friðarsamn- inga við þá og fráfall frá sögu- legum rétti þjóðar okkar til þess að hverfa heim að nýju og ákveða sjálf örlög sin”. Þjóðarráöið er ennfremur skuldbundið til að frelsa Palestinu með hverjum þeim hætti, sem völ er á, þar á meðal beitingu vopna. YFIRLÝSINGÍN veitir ekk- ert ákveðið umboð til þátttöku I friðarviðræðunum i Genf. Þar er þó bent á, að þátttak- endum i friðarviðræðunum beri að taka tillit til andstöðu Þjóðarráðsins gegn 242. ályktun Sameinuðu þjóðanna, sem sniðgangi þjóðlegan rétt Palestinumanna og „fjallar um málefni þjóðar okkar eins og þar sé einungis um flótta- mannavandamál að ræða”. Með þessum oröum er óneitanlega gefið i skyn, að Þjóöarráðið sé tilleiðanlegt til þátttöku i friðarsamningun- um, svo fremi að vissum skil- yrðum sé fullnægt. Raunar má heita, að þess- um skilyrðum sé óbeint full- nægt með þvi að bjóða Þjóðar- ráðinu þátttöku i friðarvið- ræðunum. En þar stendur hnifurinn einmitt i kúnni. RABIN hinn nýji forsætis- ráðherra i Israel tók skýrt fram i ræðu fyrir stuttu, að Israelsmenn væru eindregið andvigir þvi, að „öðrum öfl- um” en Egyptum, Sýrlending- um, Jordaniumönnum og Libanonmönnum yrði heimii- uð þátttaka i friðarviðræðun- um. Hann itrekaði einnig gömul og kunn andmæli ísraelsmanna gegn stofnun „nýs, sérstaks Arabaríkis vestan Jordan.” Þessi afstaða getur tæpast talizt Þjóðarráðinu hvatning til að afneita hinu endanlega markmiði sinu að sinni, en af- staða þess gefur Rabin raunar litla ástæðu til að láta af and- mælum gegn stofnun sjálf- stæðs rikis. Þarna er um að ræða baklás, sem ætla má að þeim dr. Kissinger, Sadat for- seta og Brézjnéf veitist erfitt að opna, jafnvel þó að þeir leggist á eitt um að þrýsta á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.