Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 23. júnl 1974 Sunnudagur 23. júní 1974 Vatnsberinn: (20. janj-18. febr.) Þessi dagur er ákaflega heppilegur til hvers konar trúarlegra hugleiöinga, og kirkjuganga sjálfsögð i dag. Það kann að vera, að einmitt i dag rætist það, sem þú hefur verið að vonazt eft- ir, og það svolitið einkennilega. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Einhvers konar viðskipti, brask eða brall er ofarlega á teningnum i dag, og þú skalt ekki halda, að allir séu þér sammála. Þú færð að taka á honum stóra þinum, hvað snertir þolinmæði og umburðarlyndi. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Ýmsir möguleikar eru á sveimi, — og þú ert vis með að gripa einhvern þeirra. Nýjar leiðir eru afskaplega heppilegar, og farsælli en þig örar fyrir. Flutningar eða umröt gætu lika sett sinn svip á daginn. Nautið: (20. april-20. mai) Ef einhver sýnir þér leiðindi, væri fráleitt að beita framkomunni gagnvart honum, þvi að þá værir þú ekkert betri sjálfur. Hins vegar gæti ýmislegt snúizt þér I haginn, ef þú létir mötlæti ekkert á þig fá i dag. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Þetta er rétti dagurinn til að leiðrétta mis- skilning og einhver leiðindi, sem oröið hafa á milli þin og kunningjanna. Svo eru fjármálin eitthvað i rusli, og þyrftu endurskipulagningar viö. Notaðu daginn til þess. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þú ert ekki nögu samvinnuþýður i ákveðnu máli. Þetta mál er það mikilvægt, að þessi stifni þin gæti eyöilagt það, og það er mikilvægara en þú heldur. Þetta er göður dagur hjá þér. Eyði- leggðu hann ekki með klaufsku. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) 1 dag skaltu taka lffinu með ró að svo miklu leyti, sem þú mögulega getur komið þvi við. Þú skalt umfram allt forðast að taka mikilvægar ákvarð- anir, — og I dag gildir það alveg sérstaklega að taka tillit til annarra. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú skalthafa augu og eyru opin i dag, þvi að það litur út fyrir að á fjörur þinar reki vitneskja, er þú gætir haft gagn af. Hérna gæti verið um að ræða fjárhagslegt happ, — að likindum i sam- bandi við kynni af einhverjum. Vogin: (23. sept-22. okU Þú hefur verið að bralla eitthvað upp á siðkastið, og 1 dag er einmitt rétti dagurinn til að láta til skarar skriða með að koma þvi i framkvæmd. Þú skalt ekki kippa þér upp við það þótt ein- hverjir séu mótfallnir þessu i biíi'. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Það er ekki óllklegt, að þessi dagur beri i skauti sér einhvern fjárhagslegan hagnað þér til handa, ef þú ert i félagi við einhvern. En i þessu sambandi skaltu hafa það hugfast, að það er erfitt að gera fólki til hæfis. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þér hefur verið trúað fyrir leyndarmáli, sem þú skalt varðveita. Það kemur þér sjálfum I koll, ef þú ferö að blaðra frá þvi, og þú mátt alls ekki við þvi núna, ekki gagnvart þeim, sem sagði þér þetta. Steingeitin: (22. des.-19. jan). Eitthvað gerist i dag, ef til vill ekkert stórvægi- legt, aö þér finnst, en engu að siður litur út fyrir, að það hafi þó talsverð áhrif I framtiðinni. Það litur út fyrir að vera i sambandi við eitthvert samkvæmi. 1 14444 % mum V 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTUN Tákn viðreisnar Þessar myndir eru talandi tákn „viöreisnar”, enda teknar, meö- an hún stóö i blóma. viötöku verkfallsstyrknum sinum. Hann var greiddur út, þegar þeir höföu veriö I verkfalli I hálfan mánuö, og þaö er naumast hægt aö segja annaö en eftirtekjan hafi verið I fullu samræmi viö „viöreisnina”, þvl aö fyrir þennan hálfa mánuö fékk hver einstaklingur greiddar eitt þúsund krónur! Myndirnar eru tekn- ar I Reykjavik I júnimánuöi áriö 1970. Hann er eftirtektarveröur svipur mannanna á myndunum. Hann iýsir ekki bjartsýni og ánægju, eins og svipur manna I dag, hvar sem menn hittást á förnum vegi. Nú hefur atvinnuleysi veriö út- rýmt, þaö er verk rlkisstjórnar ólafs Jóhannessonar, — og þaö þarf engan aö undra, þótt menn segi: Aldrei framar „viöreisn!” Lætur af skólastjórn eftir 39 ór Gagnfræöaskóla Siglufjaröar var slitiö, laugardaginn 1. júni s.I. Skólastjórinn, Jóhann Jóhanns- son, skýröi frá störfum skólans og afhenti prófskirteini og verölaun. 7 fastir kennarar störfuöu viö skólann, auk skólastjóra og 7 stundakennarar. 159 nemendur voru I skólanum I 4 bekkjum en 7 bekkjardeildum 157 nemendur gengu undir próf. 12 nemendur þreyttu landspróf miöskóla. Hæstu einkunn á landsprófi hlaut Guðrún Valtýsdóttir 7,0. Undir gagnfræðapróf gengu 25 nemendur. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Signý Jó- hannesdóttir 8,49. í 3. bekk hlaut hæsta einkunn Guðrún Valtýs- dóttir 7,70. A unglingaprófi hlaut Hafsteinn Hafsteinsson hæsta einkunn 9,38, og var það jafn- framt hæsta einkunn i skólanum að þessu sinni. I 1. bekk hlaut hæsta einkunn Guðrún Blöndal 8,80. I ræðu sinni skýrði skólastjóri frá þvi, að nokkru fyrir skólaslit hefði Kvenfélagið Von á Siglu- firöi, fært skólanum að gjöf kr. 25 þús. til minningar um frú Guðrúnu Björnsdóttur, en hún var um árabil formaður skóla- nefndar gagnfræðaskólans. Skólastjóri þakkaði þessa ágætu gjöf og minntist frú Guðrúnar nokkrum orðum. Við skólaslit hlutu þessir nemendur verðlaun: Hafsteinn Hafsteinsson úr minningarsjóði Jóns Jóhannssonar, Ólafur Þór Ólafsson úr minningarsjóði Odds Tryggvasonar, Signý Jóhannes- dóttir frá Stúdentafélaginu og Li- onsbikarinn, Guðrún Guðlaugs- dóttir vélritunarbikar Björns Dúasonar, og frá skólanum hlutu verðlaun: Hafsteinn Hafsteinsson og Vernharður Skarphéðinsson. Að lokinni verðlaunaafhendingu ávarpaði skólastjóri nýútskrifaða gagnfræðinga og landsprófs- nemendur, þakkaði þeim sam- veruna og óskaði þeim farsældar. I lok ræðu sinnar gat skólastjóri þess, að þetta væri nú I siðasta sinn,er hann sliti skólanum. Hann væri nú búinn að starfa við skólann I 39 ár, en hefði nú sagt stöðu sinni lausri frá 1. sept. 1974 að telja. Þakkaði hann nemend- um, samkennurum og öllu starfs- fólki marga ánægjustund og ágæta samvinnu á liðnum árum og árnaði skólanum allra heilla I framtiðinni. ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁHAFIÐER &SAMVINNUBANKINN 0 MEIRI VANDI ER AÐ GÆTA SAMVINNUBANKINN ®ÚTBOÐ Tilboð óskast i aö gera göng undir Reykjanesbraut, neöan viö Blesugróf, ásamt leiðara meöfram Reykjanesbraut. utboösgogn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3000 króna skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 3 iúli 1974 kl. 11.00 f.h. ,J ’ INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 UTBOÐ ~ rj-ycr 'a8",r slddafrygghigu11 á skrifstofu vorr*. gegn 5000 króna kriíooT.h3 °PnUÖ ^ S3ma StaÖ Þriöjudaginn 9. júli 1974, INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.