Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. júnl 1974 TÍMINN 13 HAFIN SJÚKRA- HÚS- BYGG- ING Á ÓLAFS- FIRÐI BS-Ólafsfirði. Föstudaginn 14 júnl var annar fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar ólafs- fjarðarkaupstaöar settur klukkan fjögur á nokkuð óvenjulegum stað — með öðrum orðum á lóð væntanlegs sjúkrahúss, heilsu- gæzlustöðvar og elliheimilis. Þar var samþykkt I einu hljóði að hefjast handa um fram- kvæmdir, en þennan sama dag hafði heilbrigðismálaráðherra veitt heimild til þess að byrja þær. Þessu til staðfestingar stakk bæjarstjórinn, Asgrimur Hart- mannsson, fyrstu skóflu- stunguna. Fundi var slðanfram haldið i félagsheimilinu Tjarnarborg. Bæjarstjórnarmenn lögðu mikla áherzlu á, að vel væri viðeigandi að hefja þessar framkvæmdir sama dag og hátiðahöld til minningar um ellefu alda byggð I landinu hófust. A þeim stað, sem nú skal byggja, var fyrir nokkrum árum, steyptur grunnur að elliheimili, sem þá var hugmyndin að reisa. En nú hefur teikningum verið gerbreytt og stórendurbætt allt fyrirkomulag þeirra bygginga, sem rísa munu á þessum gamla grunni og öðrum nýjum og stærri. Hagsæld í heimabyggð x B „Þar fornar súlur flutu á land • • • — 14 staurar fundnir HP,—Reykjavik. Dagana 6.-9. júní var varpað fyrir borð af Bjarna Sæmundssyni 110 tré- staurum, merktum „Ingólfur 874- 1974” I sjóinn frá Stokksnesi að Garðskaga. Var þetta gert fyrir tilstilli þjóðhátlðarnefndar Reykjavlkur og nú eru nokkrir stauranna farnir að reka á land. Nefndin fékk Hafrannsóknar- stofnun rikisins I lið með sér, og enda þótt þetta sé meira til gam- ans gert, benti Sven Aage Malm- berg, sem um þetta sá hjá Haf- rannsóknarstofnuninni, á, að um leiö væri þetta athyglisverð straummæling og ef til vill stað- festing á sögunum um öndvegis- súlur Ingólfs. Það var hugmynd Unnsteins Stefánssonar að fleygja út fyrstu staurunum út af Stokksnesi en til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig var þeim dreift allt að Garð- skaga. Staurar þessir eru þó ólikt iburðarminni en öndvegissúlur fornra kappa, sem hingað komu I landnámshug. Báðir endar þeirra eru málaðir sjálflýsandi máln- ingu, en hvitir eru þeir um miðj- una. Allir eru þeir merktir, eins og áður segir. Ingólfur Arnarson henti sinum súlum I sjóinn, er hann leit landið i hafi og seinna fundu þrælar hans þær i Reykjavik, eins og alþjóð er kunnugt. Aðrir landnámsmenn fylgdu sömu reglum og hann hafði gert og leituðu að sínum súl- um til vesturs, sennilega vegna þess, að þeir höfðu heyrt um fundarstað súlna Ingólfs. Loð- mundur gamli kom að Austfjörð- um og fann súlur sinar við Jökuls- á á Sólheimasandi, Þórður skeggi tók land við Lón, — fann súlurnar við Leirvog i Faxaflóa, og svo mætti lengi telja. Allt bendir til, að súlurnar hafi rekið til vesturs, meðfram ströndinni og inn I Faxaflóa, enda setur strauma yfirleitt inn i fló- ann. Nú eru hins vegar komnir i leit- irnar 14 staurar af þeim, er látnir voru útbyrðis af Bjarna Sæmundssyni. Hafa þeir dreifzt allviða, en mesta athygli vekja staurafundir við Skrúð.Hefur þá staura rekið i þveröfuga átt, en ætlað var, — en staura, sem hent var i sjóinn við Garðskaga hefur rekið ,,rétt”uppáMýrar, —enda gat ekki farið há þvi. Sven Aage Malmberg kvað þó enga ástæðu til þess að óttast, — enn væru tveir mánuðir þar til ætla mætti að flestir stauranna væru komnir I leitirnar. Væri fólk eindregið beðið að ganga á fjörur, og leita þeirra og til þess að örva slika leit, hefði þjóðhátiðarnefnd ákveðið að verðlauna finnendur með heiðurspeningi til minningar um afrekið. Eru væntanlegir finnendur beðnir að tilkynna fund staura til þjóðhátiðarnefndar i Hafnarbúðum, Reykjavik, simi 27020. Á viðreisnartíma Viðreisnarherrarnir fullyrtu um kosningar 1967, að hagur bænda hefði aldrei verið betri. Sama ár fór fjöldi bújarða i eyði. Þeir fullyrtu að hagur launþega væri nógu góður. Það ár var algengasti vinnutimi 54 stundir á viku. Þeir fullyrtu, að hagur útgerðar væri með bezta móti. Sama ár voru fiskiskip og flutn- ingaskip seld úr landi, án þess að endurnýjun yrði. Ekki var haft samráð við bændur, verkamenn né útgerðarmenn. K.Sn. Kortið sýnir þá 11 staði, er staurunum var fleygt og örvarnar sýna þá stefnu, sem þeir staurar tóku. er fundizt hafa til bessa. Súlurnar settar fyrir borö. ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN FYRIRLIGGJANDI Við höfum nú fyrirliggjandi V.W Framleiðsla þessara bíla er nú þegar komin yfir 1 7 milljónir. Þeir eru orðnir svo sjálfsagðir að folki gleymist hvaða kostum þeir eru bunir. Þess vegna viljum við minna yður á stöðugt gæða eftirlit, frabær vinnubrögð, ódrepandi vél Þegar þér eruð orðinn eigandi að Volkswagen þá setjist þér undir stýrið og. . . benzíneyðsla er í lágmarki SPARIÐ OG AKIÐ OG SPARIÐ OG SPARIÐ V.W. varahluta OG AKIÐ OG AKIÐ og viðgerðaþjónusta er örugg og ódýr - SPARIÐ OG AKIÐ VOLKSWAGEN ^HEKLA hf Laugavegi 170—172 — Simi 21240 HATT ENDURSOLUVERÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.