Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 29
Sunnudagur 23. júni 1974 TÍMINN 33 hestasveininn: ,,Þú verður að hafa ráðið draum minn innan þriggja nátta, annars læt ég hengja þig”. Sveininum var nú varpað i fangelsi. En þriðju nóttina, sem hann var i fangelsinu, dreymdi hann, að til hans kæmi maður vel búinn. Maður þessi tók i hönd honum og sagði: ,,Segðu Portúgals- konungi, að hann skuli vera var um sig, þvi að tveir af bræðrum hans, sem báðir eru hertogar, sitja á svikráðum við hann. Ætla þeir sér að gera uppreisn og ná rikinu á sitt vald”. Að svo mæltu hvarf draum- maðurinn. Morguninn eftir var hestasveinninn leiddur fyrir konung og sagði hann þá draum sinn. Konungur lét rannsaka málið, og kom þá i ljós, að það reyndist hárrétt, sem draummaðurinn hafði sagt. Hertogarnir, bræður konungs, fengu makleg málagjöld, en hesta- sveinninn var settur til mennta og átti hann framvegis að búa i konungshöllinni og sitja daglega við borð konungs. Rauður varð nú enn reiðari en áður og leitaðist við að hefna sin. Á hverju kvöldi læddist hann að herbergisdyr- um hestasvéinsins og gægðist inn um skáar- gatið. Einhverju sinni sá hann þá, að kóngssonur, eða hestasveinninn, sem hann var alltaf kallaður, dró skúffu út úr skrif- borðinu sinu og tók úr henni skjöl nokkur. Las hann i þeim um stund. Siðan tók hann upp mynd og skoðaði hana vandlega. Rauður hélt, að þetta mundu vera galdrastaf- ir, sem kóngssonur var að skoða, og mundi hann vera mesti töframaður. Fór hann nú á fund konungs og sagði honum frá grun sinum. Bað hann kónginn að koma með sér og gætu þeir svo sjálfir séð, hvað i skúffunni væri. Kóngurinn varð við bón hans og fór að hitta hestasveininn ásamt Rauði. Þeir börðu harkalega að dyrum. Kóngssonur dró þá sverð sitt úr sliðrum, en þegar hann sá, að það var sjálfur kóngurinn sliðraði hann það aftur i skyndi og bauð honum að ganga inn. Kóngur skipaði honum þá að sýna sér myndina, sem hann hefði verið að skoða fyrir skömmu, og hlýddi pilturinn þvi á augabragði. Konungur leit á myndina og sá, að hún var af ljómandi fallegri stúlku. „Hver er þetta?” spurði konungur. „Það er hún systir min”, anzaði pilturinn. „Hvar á hún heima?” spurði konungur. „Hún er nú sem stend- ur rikisstjórnandi á Spáni”, svaraði sveinninn. Þá rak Rauður upp skellihlátur. „Þetta eru ósann- indi”, svaraði Rauður, ég þekki þessa stúlku mæta vel”. „Þar sem þú þekkir hana svo vel, þá getur þvi vist sagt okkur, hvaða merki hún ber á vinstri öxlinni,” sagði pilturinn. „Ég hef' ekki tekið svo vel eftir þvi”, svaraði Rauður, „en ég get áreiðanlega brátt fengið að vita það.” Konungur ákvað nú, að gæti Rauður fengið vitneskju um þetta að skömmum tima liðnum, þá skyldi hestasveinninn verða hengdur, en að öðrum kosti yrði Rauður að láta lifið. Rauður lagði undir eins af stað til Spánar en kónssyni var varpað i fangelsi, svo að hann gæti ekki flúið. Að fáum dögum liðnum kom Rauður að landamærum Spánar og Portúgals og gisti þar i veitingahúsi einu. Rauður spurði gestgjafann, hvort nokkuð hefði nýlega borið til tiðinda i Spánarveldi. „Tiðindi mega það kallast”, mæti gest- gjafinn, „og þau ekki góð, að ungi kóngurinn okkar er flúinn burtu, og enginn veit, hvar hann er niðurkominn. Systir hans stjórnar rikinu. Hún er að visu góð og vitur, en hann var nú samt rikisarfinn. Rauður spurði nú gestgjafann, hvort hann vissi, hvaða merki kóngsdóttirin bæri á vinstri öxlinni, en hann kvaðst ekki hafa hug- mynd um það. En hann visaði honum til gömlu frúarinnar i Liljulundi, hún hefði verið barn- fóstra kóngsdótturinnar, og hún ætti að vita það, ef kóngsdóttirin hefði þá nokkurt fæðingarmerki. Rauður kom siðan að Liljulundi og talaði við gömlu konuna. Tókst honum að fá hana til að segja sér, að kóngsdóttir hefði vörtu á vinstri öxl, og út úr vörtunni yxi eitt hár úr silfri og annað úr gulli. Rauður fór nú aftur heim til Portúgal og var heldur en ekki kátur. Gekk hann fyrir konung- inn og kvaðst .nú albúinn þess, að leysa úr spurningunni. Var nú hestasveinninn sóttur, og sagði Rauður frá þvi, sem hann hafi hafði fengið að vita, en bætti þvi við, að hann hefði séð það sjálfur. Nú átti hestasveinninn að láta lifið. En áður en snörunni var brugðið um háls honum, var honum leyft, að fá siðustu ósk sina uppfyllta. Hann óskaði þá að fá að sjá konungshöllina i Madrid Var nú farið með hann af stað til Spánar i lokuðum vagni. Vagnin- um fylgdu margir vopnaðir hermenn, sem áttu að gæta þess, að pilturinn kæmist ekki undan. Þeir héldu nú áfram unz þeir komu til konungshallarinnar i Madrid, óku þeir þrisvar hringinn i kringum höllina og námu i hvert skipti staðar fyrir utan aðaldyr hallarinnar. Þegar þeir námu staðar Framhald i Kaupfelaginu i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.