Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 33

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 33
TÍMIlvft '' 37 Sunnudagur 23. júni 1974 reyna að greiða úr flækjunni, og til þess þurfti ég að fara út á rána. Þá tók skútan allt i einu dýfu, og ég rann til á tréskónum og fór að hrapa... Jóhannes: — Ég stóð niðri á þilfarinu, beint fyrir neðan þig, þar sem þú varst að vinna. Svo sá ég hvernig þú steyptist niður, og einhvern veginn bjargaðist það, að þú lentir ekki á þilfarinu, af þvi að seglið slóst i þig, og þeytti þér út fyrir borðstokkinn. Þú féllst i sjóinn aðeins i nokkurra metra fjarlægð frá mér, og rassinn kom fyrst niður. Þú komst svo hart niður, að buxurnar rifnuðu, og svo sökkst þú. Ole: — Ég var allur i einum hnút, þegar ég lenti i sjónum, svo ég meiddi mig ekki mikið. Um leið og ég sökk hugsaði ég að þetta væru leiðinleg endalok á langri siglingu. Mér skaut upp aftur og þá sá ég Jóhannes standa við borðstokkinn, og heyrði að hann kallaði eitthvað til min, en heyrði ekki orðaskil. Hvað kallaðir þú, Jóhannes? Johannes: — Ég kallaði, að ég hefði kastað út björgunarhring. Ég sá þig hverfa og hljóp aftur á um leið og ég kallaði að maður hefði fallið fyrir borð. Ég hljóp þar að, sem pramminn var fest- ur, og nú voru allir komnir upp á þilfarið. Pramminn var settur út, og hásetarnir Mikal Jensen og Severin Henriksen stukku um borð og réru lifróður i áttina til þess staðar, þar sem Ole hafði sézt áður. Veifandi hönd Fjarlægðin milli mannsins i sjón um og Norwegia jókst stöðugt. Mennirnir á þilfarinu sáu hönd, sem veifaði frá bygijutoppunum. Hversu lengi myndi hinn 17 ára gamli unglingur geta barizt gegn öldunum og nistandi kuldanum? Ole: — Þegar ég naut ekki leng- ur skjóls af skútunni, fékk ég að kenna á krafti aldanna. Þær koma venjulega þrjár, hver á eftir annarri, og ég grófst undir þeim. Ég sá Norwegia bregða fyrir, en gat ekki gert mér grein fyrir þvi, hvort skipinu hefði verið snúið i átt til min. Það var að minnsta kosti mjög langt i burtu að þvi er mér fannst. Mér fannst ég einu sinni sjá báti bregða fyrir en ég átti alltaf erfiðara og erfiðara með að halda mér á floti Ég hafði ekki mikla von um, að mér yrði bjargað, en reyndi samt að láta meira bera á mér i sjón- um með þvi að rétta handlegginn upp. Enginn veit með vissu, hversu langur timi leið, þar til mannin- um hafði verið bjargað. Annar stýrimaður á Norwegia átti fullt i fangi með að halda skútunni i nánd við prammann, þar sem há- setarnir tveir reyndu allt sem i þeirra valdi stóð til þess að bjarga félaga sinum. Ole:—Hvaðég varaðhugsa? Jú, fyrst hugsaði ég um það, hversu litil vonin væri um björgun. Svo fór ég að hugsa um pabba og mömmu og systkini min. Mér fannst ég þyrfti að flýta mér heil reiðinnar ósköp, svo mér tækist að leiða hugann eitt augna- Þetta er Norwegia frá Lyngör, falleg skúta, en hún valt eins og tóm tunna. blik að þvi, sem mér hafði þótt dýrmætast i þessu lifi. Ég fór með faðir vorið, og svo varð ég sljórri og sljórri. Ég var alveg að missa meðvitund. Ég var eiginlega til- búinn að heyja dauðastriðið, þegar ég heyrði áraglamur frá bátnum, sem nálgaðist mig. Ég raknaði þó ekki við mér fyrr en Mikal nái taki á öxlinni á mér, og spurði hvort ég væri lifandi. Um borð i Norwegia urðu mikil fagnaðarlæti, þegar báturinn kom aftur — með þrjá innan- borðs. Stiga var kastað fyrir borð, og menn urðu heldur en ekki hissa, þegar ungi hásetinn klifraði hjálparlaust upp stigann, eftir að hafa verið að velkjast i sjónum i að minnsta kosti hálf- tima. Dálitill þverhaus Johannes: — Ég man þegar þú komst aftur um borð. Við lögðum þig yfir fjöl, og það kom töluvert vatn úr lungunum á þér. Þú varst svo studdur niður i klefann þinn. Þar helltum við vist i þig ein- hverju af brennivini. Það nægði ekki, þvi þér varð alltaf kaldara og kaldara. Ole: — Já, þetta var vist ekki sem bezt lækningalyf. Ég kom ekki upp orði, og tennurnar glömruðu i mér fram eftir degi. Mér leið þó ekki verr en það, að ég mætti á minni vakt um kvöld- ið. Johannes: — Þú varst nú mesti þverhaus. Ég sendi þig þó beint í koju aftur. Og til Cardiff kom- umst við allir heilu og höldnu. Það var farið að rökkva. Ole Siem og blaðamaðurinn eiga fyrir sér að aka aftur um kvöldið frá Sogne til Oslóar, og verða þvi að kveðja Johannes. Þeir eru komnir inn i bilinn aftur. Blaðamaðurinn getur ekki komizt hjá þvi að hugsa um, hversu litt við mennirnir getum ráðið örlögum okkar. Það var mesta mildi, að þessi 92 ára gamli maður, sem sat við hliðina á blaðamanninum, skyldi ehn vera á lifi, þvi hann hafði sannarlega verið hætt kominn fyrir 75 árum. Hann hafði þó lifað af óhappið, og átt fyrir sér mörg ævintýraleg ár Hann fór i sjómannaskóla og varð skipstjóri, og meira að segja varð hann yfirmaður á fyrsta kafbátn- um, sem Norðmenn eignuðust i fyrri heimsstyrjöldinni. Siðar varð hann framkvæmdastjoVi fyrir Vesterálske Dampskipssel- skap frá 1934 til 1950. Hann vann mikið starf i þágu Noregs i siðari heimsstyrjöldinni, og fyrir það launuðu Þjóðverjar honum með langri dvöl i Grini-fangelsinu. Þar varhann fangi nr. 121. Siðar hlaut hann orðu Ólafs helga af fyrsta stigi. Auk alls þessa var hann miðdepillinn i stórri fjöl- skyldu. Um þetta hugsaði blaða- maðurinn, þegar hann ók gamla manninum aftur til óslóar. f-Þýtt F.B) Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunnarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með mjög stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar. BORGARPLAST HF Borgarnesi — Simi 93-7370. bremsuborðar bremsuklossar viftureimar kúplingsdiskar í flestar gerðir bifreiða HAGSTÆTT VERÐ Sendum gegn póstkröfu Hér stóð ég, þegar þú féllst i sjóinn, segir hinn 93 ára gamli Johannes Christophersen (til vinstri) og Suðurlandsbraut 20 * SímÍ 8-66-33 bendir Ole Siem á það, hvar hann stóð fyrir 75 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.