Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. júní 1974 TÍMINN 11 Ný bók fró NLFÍ íslenzkar lækninga- og drykkjarjurtir. Höf. Björn L. Jónsson. ÞaB er ekki á hverjum degi, að út kemur bók frá Náttúrulækn- ingafélagi tslands. Þetta er að- eins þrettánda bökin á 33 árum, frá þvl fyrsta bók þess kom út. Þær hefðu mátt vera fleiri, þvi að allar flytja þær fræðslu um holla Sigurður Kr. Arnason opnar mál- verkasýningu I Iþróttahúsi Sel- tjarnarness laugardaginn 22. júnl, klukkan 16. Þetta er þriðja einkasýning Siguröar, ef frá er talin útstilling nokkurra mynda I glugga Málar- ans við Bankastræti 1962. Sigurð- ur átti málverk á öllum vorsýn- ingum myndlistamanna, sem haldnar voru hér i borg á árunum 1962-1970. Einnig tók Siguröur þátt I samsýningum málara erlendis. lifnaðarhætti. Það var ágætt að fá þessa litlu bók, sem Björn L. Jónsson, læknir heilsuhælisins I Hveragerði, hefur tekiö saman. Hún bendir okkur á islenzkar jurtir, sem gera má af hollt og bragðgott te og seyði til drykkjar I staðinn fyrir kaffi, út- lent te, cola-drykki o.fl. Einnig má nota sumar þessara jurta eða aörar i smyrsli, bakstra ellegar til matar. Sigurður Kr. Arnason er fæddur I Vestmannaeyjum og ólst hann þar upp. Hann stundaði lengi nám við Myndlistaskólann I Reykja- vík. A sýningu Siguröar eru ein- göngu ollumálverk, tæplega fimmtlu talsins, máluð á slðustu tiu árum, en þó er obbinn af þeim málaöur á síðustu tveimur árum. Sýningin er sölusýning en nokkrar myndir eru I einkaeign. Sýningin er opin alla virka daga frá 17-23, og um helgar frá 13-23. Sýningunni lýkur 30. júni. Bókin er 79 bls. Frágangur all- ur, prentun og útlit er ágætt. Lit- myndir af jurtum eru utan á spjöldunum, og innan I er fjöldi jurtamynda, alls rúmlega 60. Arnheiður Jónsdóttir, forseti NLFl, hefur ritað stuttan for- mála. Þá kemur inngangur. Er þar meðal annars getið um Alex- ander Bjarnason, sem skrifaði bók um þessi efni löngu fyrir sið- ustu aldamót. Síðan koma kaflar um söfnun jurtanna, þurrkun þeirra og geymslu, notkun og verkanir og um jurtablöndur. En lengsti hluti bókarinnar er um jurtirnar, hverja einstaka með tilheyrandi upplýsingum. Ég verð að játa, að ég kann ekki við þess- ar gömlu lýsingar á verkunum jurtanna, en þær munu vera tekn- ar úr riti Alexanders. Frá fornu fari hafa verið til hér á landi svo nefndir grasalæknar, en fátt er orðið um þá nú. Fólk hefur gert nokkuð að þvl, einkum áður fyrr, að drekka te og seyði af villtum Islenzkum jurtum eða nota þær til bakstra og borða þær. Höfundur segir á einum stað: ,,Af matjurtum má sérstaklega nefna fjallagrös, söl, njóla, fiflablöð og arfa, og sem drykkjarjurtir I staðinn fyrir kaffi og útlent te, blóðberg, rjúpnalauf, vallhumal og ljónslappa.” — Enginn vafi er á þvl, aö þetta er hollt, og hef ég nokkra reynslu af þvi. Ekki eru þó allar jurtir hollar, og verður fólk að vara sig á þeim. Höf segir: ,,Og umhverfis okkur er fjöldi villtra jurta með sterkar eitur- verkanir”. Sumum fellur tebragöiö illa I fyrstu, en það er staðreynd, að bragðtaugarnar venjast, svo að það sem I fyrstu þykir slæmt, smakkast vel eftir nokkurn tima. Þarna verður skynsemin og vilj- inn að ráða ferð, eins og vlöar. Bragðið er llka mismunandi eftir þvl, hvernig jurtunum er blandað saman. Ekki þarf að gera þvl skóna, aö fólk almennt gefi sér tima eða hafi áhuga á notkun þessara jurta. Alltaf verða þó einhverjir svo hyggnir aö notfæra sér bend- ingar þessarar bókar. Mættu þeir verða sem flestir. Hafi höfundur- inn beztu þakkir fyrir. Marinó L. Stefánsson. Sigurður Kr. Arnason við eitt af málverkum sfnum. Sigurður sýnir á Seltjarnarnesi pólska dróttarvélin 60 hestöfl — Til afgreiðslu næstu daga — Verð kr. 363.000 40 hestöfl — Verð kr. 277.000 JARÐTÆTARAR GGZ-1,6 Verð kr. 68.000 — Vinnslubreidd 160 sm KASTDREIFARAR RNZ Áætlað verð kr. 22.500 VÉUDCC6 Skeifunni 8 • Reykjavík • Sími 8-66-80 Heimir Hannesson formaður lceland- ic Imports 1 NÝCTKOMNU fréttabréfi frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins er skýrt frá þvf, að fyrir skömmu hafi veriö haldinn aðalfundur fyr- irtækisins Icelandic Imports. Fyrirtæki þetta er sölufyrirtæki I Bandarlkjunum I eigu Islenzkra aöila og selur m.a. ýmiss konar iönvarning á Bandarlkjamark- aði, sem framleiddur er af inn- lendum framleiðendum viða um land. Félagið hefur skrifstofu I New Heimir Hannesson York og umboðsmannakerfi um Bandarlkin. Ný stjórn var kjörin á aðal- fundi, og I hana voru kjörnir Heimir Hannesson stjórnarfor- maður, Bjarni Björnsson, Þór- hallur Arason, Hafsteinn Bald- vinsson, Pétur Eirlksson, Haukur Gunnarsson og Geir Magnússon, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri félagsins. I stuttu samtali við blaðið skýröi Heimir Hannesson frá þvl, að unnið væri að þvi að breikka grundvöll og styrkja starfsemi fyrirtækisins, m.a. með nýju um- boðsmannakerfi og öðrum sölu- háttum, og þótt ekki væri tima- bært að láta I ljós neina bjartsýni eftir skamman tlma, væri það skoöun hans, að fyrirtækið væri a.m.k. á réttri leið I þessum efn- um. Mikilvægt væri að samræma aðgerðir íslenzkra útflytjenda iönvarnings á þessum markaöi til þess að forðast árekstra og þá erfiðleika, er þeir yllu. Heimir Hannesson staðfesti, að Icelandic Imports hefði gert samning við Sölustofnun lagmetis um sölu og dreifingu á Isl. lagmeti á Bandarlkjamarkaði innan ákveðins ramma, og ýmislegt fleira væri i athugun, er skýrast myndi á næstunni. Hinn nýi fram- kvæmdastjóri félagsins, Geir Magnússon, var áður skrifstofu- stjóri Coldwater, dótturfyrirtækis S.H. I Bandarikjunum, og hefur þvl viötæka viðskiptareynslu á þeim markaði. - VINSÆLAR ORLOFSFERÐIR í sumar og ' jusý til Möltu — sólskinseyjar Miðjarðarhafsins Brottför: 6. júli. 3.17. og31. ágústog 14. september. MALTA ER PARADIS FERÐAMANNSINS Malta hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn: Milt og þægilegt loftslag — góð hótel, þjónustu og viðkunna gestrisni — gæöi i mat og drykk — baðstrendur lausar við alla mengun — glaðværö og skemmtanir viö allra hæfi — hagstætt verð- lag. Til Agadir i Suður-Marokkó á vesturströnd Afriku. Önnur hópferð okkar á þessar vinsælu ferðamannaslóðir Afríku, þar sem sumar rlkir allt árið, verður farin 6. október. Skipuleggjum ferðir um allan heim fyrir hópa jafnt sem einstaklinga. Férðamiöstöðin hf. Aðalstræti 9 — Simar 11255 og 12940 V, __________________________ ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.