Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 32

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 32
36 TÍMINN Sunnudagur 23. júnl 1974 sens annars stýrimanns. 1 bilnum var blaðamaður, og með honum var Ole Siem, en honum hafði verið boðið að hitta fyrrverandi starfsbróður sinn. Sjómennirnir voru nú orðnir 92 og 93 ára gamlir. Báðir áttu að baki sér ævintýralegt lif, og báðir höfðu þeir hlotið orðu Ölafs helga fyrir framlag sitt til föðurlandsins. Þegar ekið var upp að heimilinu stóð Johannes á stéttinni og tók á móti gestunum. Hann var svolitið stirður, enda hafði hann lærbrotnað fyrir einu ári, en augnaráðið og tilsvörin voru ekkert farin að slævast. Fyrst tókust menn i hendur, en siðan féllust gömlu mennirnir i faðma. Það var langt siðan þeir sáust siðast. Þeir höfðu um margt að tala fjölskyldur sinar og allt sem á dagana hafði drifið. Sam- talið hé!t áfram á meðan menn gæddu sér á svinasteik og súrkáli og drukku bjór með. — Ég munstaði mig á þetta heimili fyrir átta mánuðum, og fæ far heim til Lyngör á hverju sumri, segir Jóhannes. Þá get ég brugðið mér á sjó, og fengið aö anda að mér söltu sjávarloftinu. Nú draga þeir fram myndir af börnum og barnabörnum. Johannes á dóttur, sem býr i London. Ole á fjögur börn. Þeir tala og tala, og blaðamaðurinn lætur þá óáreitta. Nokkrum klukkustundum siðar, og eftir að hafa drukkið all- marga bolla af kaffi, fær blaða- maðurinn loksins að heyra söguna um Norwegia og sigling- una til Cardiff veturinn 1899. Lærðu fljótt að standa Norwegia lagði upp frá Lyngör um mánaðamótin janúar og febrúar. Skútan var falleg, hvit- máluð og hin snyrtilegasta, hvar sem á hana var litið. En sjó- hæfnin var ekki i réttu hlutfalii við útlitið. Hún var flatbotna og létt, og komst ekki sérlega hratt. Áhöfnin var tólf manns, og þeir sem ekki höfðu lært að fóta sig á þilfari, áður en þeir komu á Norwegia, voru fljótir að læra það þar, enda komust þeir ekki auðveldlega af án þess, eins illa og skipið fór i sjó. 1 sjóganginum, sem skipið lenti i fyrir utan Risör, fór þilfars- farmurinn að mestu i sjóinn, og þá fór einnig fyrir borð Arendals- skekta, sem verið hafði á bátaþil- fari. Ole: — Mér var svo sem sama um það, þótt ég yrði að hýrast um borð, þótt vistin væri ekki sem bezt, vegna þess að ég hafði gengið um atvinnulaus i Arendal frá þvi um jól, og var þess vegna þeirri stundu fegnastur, þegar ég fór að vinna mér inn peninga. Það hefði verið heldur slæmt að þurfa að snúa heim -eftir aðeins fjóra mánuði á sjó, en ég hefði svo sem ekki getað það heldur, þar sem ég átti enga peninga. Jóhannes: — Ég fór fyrst á sjö 14 ára gamall, og var einmitt að ljúka við sjómannaskólann, þegar ég skráði mig á Norwegia. Hið vonda veður gaf okkur gott tækifæri til þess að þjálfa mann- skapinn, og fljótlega voru allir farnir að vinna eins og þeir hefðu verið saman til sjós frá upphafi vega. Þessi góða sam- æfing átti eftir að koma að góðum notum siðar. ll.marzvar Norwegia stödd á Doggerbank, eftir sæmilega ferð, en svo fór að hvessa á nýjan leik. Seglabúnaðurinn fór allur i hnút og nú þurfti að koma öllu á réttan kjöl á nýjan leik. Það hafði svo að segja tekizt, þegar 8-vaktin kom til starfa á sunnudagsmorguninn. Ole: — Ég átti ekki stýrisvakt fyrsta klukkutimann, svo að ég notaði þann tima, sem ég var laus, til þess að þvo mér. Ég hafði einmitt fengið vatnssopann minn, og var að byrja. Ég var hálf- klæddur og i tré'skónum. Jóhannes: — Nú var það, sem ég kallaði, að fara þyrfti upp til þess að laga siðasta seglið. Veðrið var orðið miklu betra, og við urð- um að nota tækifærið, þvi nógu mikill timi var þegar farinn til spillis. Það var þitt verk að gera þetta, þar sem þú varst yngsti maður um borð. Ég man að ég varaði þig við að fara upp i tré- skónum. Þú hlustaðir ekkert á það. Ole: — Ég man, að einhver að- varaði mig, en ég var allt of ung- ur og óreyndur til þess að taka nokkurtmark á þvi. Ég flýtti mér i skyrtuna og flýtti mér af stað upp. Enn var töluvert hvasst, os öldurnar voru háar. Ég reyndi að gera það sem til var ætlazt, en allt i einu flæktust böndin i seglinu. Ég ætlaði að Eftir 75 ár hittust sá, sem féll í sjóinn, og sá, sem stjórnaði björguninni hafði lægt. í rúma viku hafði hann leikið sér að skútunni Norwegia, en nú var timi til kominn að reyna að komast eitthvað áleiðis til Cardiff. Norðursjórinn átti þó eftir að reynast mönn- um erfiður. Ole Siem léttadrengur komst illi- lega að raun um það, þegar hann var kominn hálfa leið upp i mastrið. Hann sá eftir að hafa ekki losað sig við tréskóna, þegar honum var skipað að fara upp i reiðann og fella segl. Nú var það orðið um seinan. Þessi 17 ára gamli piltur var yngsti maðurinn á vaktinni, og hann fann hvernig augu félaganna eins og stungu hann i bakið. Hann reyndi að flýta sér eins og hann gat. Brátt var hann kominn alla leið upp. Hann sá smádepla niðri á þilfarinu, einn þeirra var Johannes Christophersen, annar stýrimaður, sem gaf honum skipanir með hárri, ákveðinni röddu. Ole varð að fara út á eina rána til þess að leysa flækju. Tré- skórnir voru hálir, og það var erfitt að ná fótfestu. Allt i einu kastaðist Norwegia til, og um leið rann Ole til á ránni, rann niður eftir seglinu, og siðan féll hann tuttugu metra. Sjötíu og fimm árum siðar Þetta atvik átti sér stað, að morgni 12. marz, 1899. 75 árum siðar sátu tveir menn saman I bil, sem var á leiðinni til Evebakke- elliheimilisins i Sogne i Noregi. Þeir voru á leið til Christopher-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.