Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 28
32 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974 mm. 1111 M m M Kóngssonurinn og kóngsdóttirin ó Spóni Einu sinni i fyrndinni var konungur, sem réði fyrir riki á Spáni. Hann átti aðeins einn son og eina dóttur. Kóngs- sonurinn ólst upp i svo miklu eftirlæti, að hann lærði hvorki að lesa, skrifa né reikna, og yfir- leitt lærði hann ekki neitt. Kóngsdóttirin var aftur á móti bæði iðin og dugleg að læra, og fékk gott uppeldi. Nú bar svo við, að konungurinn tók sótt, sem leiddi hann til bana, og þá átti sonurinn að taka við völdum. Mikil erfisdrykkja var haldin eftir gamla kónginn, og sátu veizluna konungar og þjóðhöfðingjar frá öðrum löndum og allir tignustu menn rikisins. Það var siður við slik tækifæri, að menn reyndu með sér ýmsar iþróttir, svo sem skilmingar,, sund, hlaup, tafl o.fl. Sumir reyndu sig einnig i bók- legum fræðum, en það var sama við hvern kóngssonur keppti, hann beið alltaf ósigur. Hann fann að þetta var hin mesta smán og sagði þvi við sjálfan sig: Það er hörmulegt til þess að vita, að faðir minn skuli ekkert hafa látið mig læra. Ég vil leggja af stað út i viða veröld, til þess að afla mér þekkingar, þvi að nú sé ég, að ég get ekki komizt af án hennar. Kóngssonur fór nú i sparifötin sin, tók með sér peninga til fararinnar, og lagði siðan af stað. í fyrstu gekk honum vel, en á leið i gegnum stóran skóg, þá réðust ræningjar á hann og stálu frá honum öllum peningum hans, þeir tóku lika skrautlegu klæðin hans, en færðu hann i þeirra stað i tötra. Eftir þetta varð hann að draga fram lifið á beiningum. Loks komst kóngsson- urinn þó til Portúgal, og fór beina leið til konungshallarinnar. Hann var svo heppinn, að það vantaði mann til þess að hirða hestana i lélegasta hesthúsi konungsins, og var hann brátt tekinn til þess starfa. — Hestarnir, sem hann átti að gæta, voru allir gamlir og magrir, en hann fóðraði þá svo vel sem hann gat, og gætti þess, að þeir fengju nóg vatn og kemdi þeim á hverjum degi. Þegar konungur- inn kom að skoða þá, að mánuði liðnum, varð hann öldungis hissa og sagði, að það vantaði litið á, að þeir litu eins vel út og beztu hestarnir. Yfirmaður hest- húsanna við hirðina hét Rauður. Hann átti að hirða gæðinga konungs, og þegar hann heyrði þetta, varð hann bál- reiður. Hann þorði samt ekki að láta reiði sina i ljósi við konunginn, en hét þvi, að hefna sin á hinum nýja hestasveini við fyrsta tækifæri. Og tækifærið kom brátt. Nótt eina dreymdi konunginn undarlegan draum, sem enginn af spekingum hans gat ráðið. Þá sagði Rauður: ,,Sækið nýja hest- asveininn, hann kann að ráða drauma”. Konungur gerði sam- stundis boð eftir svein- inum, en hann sagði sem satt var„ að hann hefði aldrei reynt að ráða drauma. Rauður fullyrti þá, að hann hefði heyrt piltinn gorta af þvi, hve gott vit hann hefði á draumum. Konungur trúði þessu og sagði við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.