Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 1
 Auglýsingadeild TIAAANS Aðalstræfi 7 kostar ' kemst MINNA LENGRA Tékkneska bifreiða- umboðið á íslandi Auðbrekku 44-46 Kópavogi Simi 42606 Ef „viðreisnar"- flokkarnir hefðu fengið að rdða: Hér væri enn tólf sjó- mílna fiskveiðilögsaga — sannanirnar er að finna í forystugreinum AAorgunblaðsins vorið 1971 ÞAÐ ÞARF EKKI ANNAÐ en að fletta nokkrum blöðum af Morgunblaðinu frá vorinu 1971 tii þess að komast að raun um, að fiskveiðilandhelgi íslands væri enn tólf milur, ef ,,viðreisn- ar”-stjórnin hefði haldið völdum áfram. Þá var stefna Sjálf- stæðisflokksins sú að fresta útfærsiunni, a.m.k. þangað til haf- réttarráðstefnan væri um garð genginj. Það, sem mestu réði u*n þetta, var ótti -ið afturhaldssaman úr- skurð Haagdómstóls- ins, ef Bretar og Vestur-Þjóðverjar kærðu okkur sam- kvæmt ákvæðum landhelgissamning- anna frá 1961. 1 forystugrein Morðunblaðs- ins 4. april 1971, sem hét: Tryggjum rétt okkar með samkomulagi við aðra, var mjög fagnað yfirlýsingu frá stjórn Landsambands is- lenzkra útvegsmanna, en hún hófst á þessa leið: „Stjórn LIC fagnar þeim áhuga, sem fram hefur komið hjá þjóðinni um útfærslu fisk- veiðilögsögu. Jafnframt harmar hún, að ekki hefur náðst samstaða á Alþingi um væntanlegar aðgerðir I mál- inu, þótt fyrir liggi, að allir aðilar virðast keppa að iikum markmiðum. Stjórn LttJ telur að leita beri eftir samkomu- lagi við aðrar þjóðir um út- færslu fiskveiðilögsögunnar og biða beri með einhliða að- gerðir, þar til séð verður, hvort samkomulag tekst eða ekki á fyrirhugaðri hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um hver réttur þjóða skuli vera um viðáttu fisk- veiðilögsögu”. Þarna er ekki verið að tala á neinu tæpitungumáli um það að fresta eigi útfærslunni fram yfir hafréttarráðstefnuna. Undir þetta tekur Mbl. mjög eindregið I forystugrein 15. april : „í tillögum rikisstjórnar- innar I landhelgismálinu, sem samþykktar hafa verið á Alþingi, er ekki tekin endanleg ákvörðun um það, hvaða dag útfærslan komi til fram- kvæmda, enda eðlilegt með tilliti til hafréttarráðstefnunn- ar, sem haldin verður á árinu 1973. Nánari ákvörðun um þetta efni verður tekin miðað við aðstæður og framvindu mála þar til hafréttarráð- stefnan verður haldin. Islend- ingar hafa barizt fyrir þvi, að slik ráðstefna yrði haldin, þar sem leitazt yrði við að ná við- unanlegu samkomulagi þjóð- anna um fiskveiðitakmörk. Oeðiilegt hefði verið i mesta máta, ef við hefðum tekið ákvörðun um það að binda hendur okkar i þessum efnum fyrir ráðstefnuna með einhliða ákvörðun miðað við tiltekinn dag.” I forustugrein Mbl. 28. april segir svo, að mikil samstaða hafi verið um það á nýloknum landsfundi sjálfstæðismanna að timasetja ekki útfærsluna. Mbl. segir m.a.: „Það kom glögglega i ljós i þeim umræð- um, sem urðu um landhelgis- málið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að mikil samstaða er meðal sjálfstæð- ismanna um þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn og rlkis- stjórnin hafa markað i land- helgismálinu, en kjarni henn- ar er sá. að færa beri fisk- veiðitakmörkin út i a.m.k. 50 sjómilur og sums staðar lengra, en á þessu stigi er eng- in afstaða tekin til þess hve- nær sú útfærsla skuli fara fram”. Hinn 14. mai birtir Mbl. svo viðtal við Noble, viðskipta- málaráðherra Breta, þar sem hann hótar nýju þorskastriði, ef Islendingar færa út fisk- veiðilögsöguna einhliða, og hefur Mbl. ekkert við þá hótun að athuga. Til að árétta að ekki sé heldur mikil hætta á ferðum, segir i forustugrein Mbl. 22. mai á þessa leið: „Niðurstöður itarlegra rannsókna um ástand og þol fiskstofnanna við Island sýna, að þeir eru nú ekki ofveiddir, enda þótt ýmir sjómenn séu vegna biturrar reynslu á ann- arri skoðun”. Fleiri dæmi úr forustugrein- um Mbl. frá vorinu 1971 þarf ekki að tilgreina. Þetta nægir til að sýna, að tslendingar hefðu enn 12 milna fiskveiði- lögsögu, ef „viðreisnar”- flokkarnir hefðu sigrað i kosn- ingunum 1971. Þá væri enn fylgt þeirri stefnu, að biða eftir hafréttarráðstefnunni, þótt enn viti enginn hvenær hún lýkur störfum, eða hver niðurstaða hennar verður. AKRANESSFERJAN KEMUR í DAG — en líklega er langt í fsað, að hún komi að fullum notum, vegna skorts á aðstöðu -hs-Rvik. Nýja Akranessferjan, Akraborg, er væntanleg til heimahanfar um hádegisbilið á morgun, súnnudag. Ekki eru allir sammála um ágæti þessa skips. Telja sumir það allt of stórt, eink- um með tilliti til þess, hve skipið mun verða plássfrekt i höfninni á Akranesi, og taka viðleguaðstöðu frá fiskiskipunum. En skipið er að koma, og reynslan verður að skera úr um kosti þess og galla. Hins vegar eru framkvæmdir við hafnaraðstöðu ferjunnar ekki hafnar hvorki á Akranesi né i Reykjavlk. Timinn hafði samband við Björn H. Björnsson, stjórnar- mann i Skallagrimi h.f., sem á Akraborgina, og spurði hann hvernig þessum málum væri háttað. — Þessi mál eru öll i sjálfheldu. Samkvæmt leyfi bæjarstjórnar á Akranesi er hægt að byrja á framkvæmdum nú þegar, nema hvað stendur á samþykki Samgönguráðuneytisins og teikningum frá Vita- og hafna- málaskrifstofunni. Leyfi ráðu- neytisins þarf til breytinga á framkvæmdaáætlun, en það hef- ur sem sagt ekki fengizt enn. Vegna þess að aðstaðan er ekki til, sem ég efast stórlega um að verði á þessu ári, er ekki hægt að flytja nema 10 bila sem hifa þarf um borð, með ferjunni. Þegar blaðið hafði samband við skrifstofustjórann i Sam- gönguráðuneytinu, sagðist hann ekki hafa minnstu hugmynd um framvindu þessa máls, og áreiðanlega enginn i ráðuneytinu. Hann sagðist að visu vita til þess, að verið væri að hanna mannvirk- in á Akranesi, en ekki hvernig málin stæðu varðandi það, hver borgaði framkvæmdirnar i Reykjavíkurhöfn. Venjulega hefði höfnin borgað sina fram- kvæmdir sjálf, en virtist eitthvað treg til þess nú. Timinn hafði samband við vita- og hafnamálastjóra, Aðalstein Júliusson og spurði hann hvort hann vissi hvernig þessi mál stæðu. Hann sagðist litið vita um, hvernig málin stæðu i Reykja- vikurhöfn. Hafnaryfirvöld þar hefðu tiltölulega litinn áhuga á þvi að leggja i miklar fram- kvæmdir vegna þessa, þvi útlit er fyrir, að tekjurnar yrðu tiltölu- lega litlar, gjöldin fyrir bilana t.d. -yrðu að vera lág, svo þetta gæti yfirleitt borið sig. Sagði hann, að Reykjavikurhöfn muni hafa skrifað fjárveitingarnefnd og Samgönguráðuneytinu rétt eftir nýár og beðið úm fjárhagslega fyrirgreiðslu. Ekki reyndist unnt að taka þetta inn i fjárlög, en ein- hverjar viðræður munu hafa staðið yfir til lausnar þessu máli, og loforð fyrir þvi að lita til þess með velvilja, en Aðalsteinn sagði, að ekki hefði enn verið gengið frá þvi. Framhald á bls. 10 Kosninga- handbók Tímans fylgir blaðinu í dag Arnfrlður Guöjónsdóttir. Kona oddviti ÞAÐ er fremur fátitt, að konur gegni oddvitastörfum, þótt uokkur dæmi séu þess, að koinið hafi i hlut kvenna að vera forsetar bæjarstjórna. A fyrsta fundi ný- kosinnar sveitarstjórnar I Fáskrúðsfirði nú á dögunum gerðist það, að Arnfriður Guðjónsdóttir var kjörin oddviti Búðahrepps. Arnfriður er rúmlega fertug, fædd 1932 og hefur dvalizt eystra mestan hluta ævinnar. Hún hefur starfað mikið að félagsmálum og átt sæti i hreppsnefnd eitt kjör- timabil, kjörin af B-lista. Hún er gift Geir Helgasyni, lög- regluþjóni að Búðum, og eiga þau hjón sex börn. Stórslys á Hítarvatni Skömmu áður en blaðið fór i prentun I gær bárust þær fréttir, að sennilega hefði orðið stórslys á Hitarvatni, sem er inn af Hitardal á Mýrum. Nánari tildrög eru þau, að um klukkan 6 i gær- morgun heyrði hópur fólks, sem dvelst við Hitarvatn, hróp og köll utan af vatninu. Þegar að var gáð sást bátur á hvolfi og óttast var, að þarna hefði orðið stórslys, og talið er að tveir, eða jafnvel þirir menn kunni að hafa drukknað. Björgunarsvoitir frá Borgar- nesi og Akranesi fóru þegar af stað til hjálpar, og einnig fór þyrla landhelgisgæzlunnar um kl. 7 frá Reykjavlk. Ekki bar leitin neinn árangur, og fór þyrlan þvi skömmu siðar aftur til Reykjavikur til þess að ná þar i froskmenn og slæðara tii þess að hægt væri að kanna vatnið nánar. Þegar blaðið fór i prentun var ekki enn hægt að fá neinar upplýsingar hvorki frá lög- regiunni i Borgarnesi sá slysavarnafélaginu um þetta mál. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Nú er fullvist, að tveir meiin drukknuðu. Þeir munu hafa verið þrir saman félagar við vatnið. Ókunnugt er um til- drög slyssins. Veður mun hafa veriðstyllt þar efra i fyrrinótt. Um hádegisbilið i gær var nokkur gola, og vartnið gárað, og loftleit þvi ómöguleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.