Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 26
30 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974 Skínandi skemmti- leg LP plata með „Abba". . Sænska hljómsveitin Abba, sem fékk fyrstu verðlaun i Eurovision- keppninni fyrir lag sitt Waterloo, býður nú íslendingum upp á skin- andi skemmtilega LP hljómplötu. Auð verðlaunalagsins, sem bæði er flutt á ensku og sænsku, eru mörg stór góð lög. Sérstak- lega er siða eitt áheyrileg, en þar er eiginlega hvert lagið öðru betra. Beztu lögin á plötunni eru Waterloo, Sitting in the palm- tree, King kong song, Hasta manana, My mama said og Honey, honey. Þetta er vissulega hljómplata, sem vert er að gefa gaum. í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að koma þvi á fram- færi við hljómplötuverzlanir, hvort ekki sé -athugandi að flytja inn fleiri plötur, sem þau Björn, Benny, Agnetha og Frida hafa sungið inn á. Undirrituðum er kunnugtum, að þaðer að minnsta kosti ein LP plata til viðbótar, sem ABBA hefur leikið og sungið inn á. ABBA (BJÖRN, BENNY, AGNETHA & FKIDÁ) WATBU.OO Pónik, eins og hljómsveitin er skipuð um þessar mundir. Einar Júlíusson syng- ur á ný með Pónik — Var búinn að fá nóg af hvíldinni frá söngnum Þær breytingar hafa nú orðið á skipan hljómsv. Pónik, að Þorvaldur Halldórsson, söngvari og bassaleikari, hefur sagt skilið við hljómsveitarbransann að sinni og flutzt til Vestmannaeyja. Hinn góðkunni Einar Júliusson mun taka við söngnum i Pónik, og er ekki hægt aö segja annað en aö hann sé þar heimavanur, þvi hann söng hér áöur fyrr um ára- raöir með Pónik. Kristinn Svavarsson mun taka að sér bassagitarinn. Aðspurðir sögðust piltarnir ætla aö vera með blandaða músik, og ef timi vinnst til, ætla þeir að fara út fyrir landsteinana og taka upp LP hljómplötu. Siöan Þorvaldur byrjaði með Pónik hafa tvær tveggja laga plötur komið út með hljómsveit- inni, en þær voru hljóðritaðar hér heima. Þá voru hljóðrituð fjögur lög, en hljómsveitin fór til Noregs ekki alls fyrir löngu, og eru þau væntanleg á tveim tveggja laga plötum I sumar og haust. Tvö af þessum lögum eru eftir Þorvald og eitt eftir Kristin, en fjórða lag- iðer ættað frá Kanada. Útgefandi er Á.A. hljómplötur. Aðeins einn aðstoðarhljóðfæraleikari var Pónik til fullþingis við upptökuna, en það var Norðmaður að nafni Frode Thingnæs, sem leikur á básúnu. Til gamans má bæta þvi við, að þessi norski hljómlistar- maður útsetti og stjórnaði fram- lagi Norömanna I slðustu Euro- vision-keppni. Einar var hinn hressasti, er við ræddum við hann, og kvaðst hafa verið búinn að fá nóg af hvildinni frá söngnum. „Þetta eru allt strákar, sem ég hef starfað með áður I hljómsveit, svo ég kviði engu með samstarfið, enda kann ég bezt við mig I Pónik”. Popp-syrpa með meira.... Þuriður og Pálmi sjá um sönginn i Sigtúni. Fyrir skömmu siðan kon út tveggja laga plata með Peli- can, en þar er titillagið „Jenny darling”. Innan skamms kemur svo á markað- inn LP plata með hljómsveit- inni. Meðal laga þar er hið góökunna lag Sigvalda Kalda- lóns Á sprengisandi útsett af Pelican. Roof Tops hafa einnig verið erlendis við hljómplötuupp- töku, og ekki má gleyma þvi, að það er hin þjóðkunni A- mundi Amundason, sem gefur út plöturnar. Fólk er misjafnlega ánægt meö hljómsveitina I Sigtúni, en undirritaður verður bara að segja það, að honum finnst Islandia bara anzans ári góð. Þá er það stórsniðug hugmynd að spila góðu gömlu rokklögin I pásunum, á fullum styrk, enda mæltist það v^l fyrir. Hið nýja Sigtún er hið prýðileg- asta danshús, og ekki getur maður kvartaðyfir þrengslum á dansgólfinu, enda er það sennilega eitt það stærsta á landinu. Gott framtak hjá Sigm. Er það satt, að „Samúel” hafi gerzt alldjarfur eftir að hann fékk lögskilnað við heit- mey slna „Jóninu”? Hvað sem þvi liður verður þvi ekki neitaö, að blaðið er hið for- vitnilegasta, þótt meira mætti vera I þvl af efni, sem tengt er poppinu. Ritstjóri Samúels er Þórarinn J. Magnússon. Hún rýkur út hljómplatan hans Hauks Morthens, Svavar brosir kampakátur, en Hauk- ur syngur „Ef ég væri rikur”. Tlðindamaður þáttarins hitti Jörund, háðfuglinn góð- kunna, á förnum vegi. Að- spurður kvaðst Jörundur vera nýkominn frá Kaupmanna- höfn, þar sem hann skemmti á fagnaði íslendingafélagsins, ásamt þeim Sigurveigu Hjalti- steð og Svölu Nielsen. Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundsson- ar lék fyrir dansi. Jörundur kvaðst hafa veriö ánægður með móttökurnar, enda hafði stemmningin verið sérstak- lega góð. Næsta LP plata Hljóma verður meö Islenzkum textum Það var minnzt á Kaup- mannahöfn hér fyrr I pistlin- um. I framhaldi af því má geta þess, að nýlega fóru þau Svanhildur og óli Gaukur til þeirrar mjög svo góðkunnu borgar, ásamt Reyni Jónas- syni. Erindið var hljómplötu- upptaka fyrir SG-hljómplötur. Svanhildur söng inn á barna- plötu, en Reynir fæddi af sér nýja harmónikuhljómplötu, að sjálfsögðu með aðstoð danskra hljóðfæraleikara og tæknimanna. Þær ku vera vin- sælar nikku-plöturnar. Yngstu sjónvarpsáhorfend- urnir kannast við fyrirbærið Róbert bangsa. Nú eru væntanlegar plötur, þar sem byggt er á þessari sjónvarps- stjörnu Ilagaformi. Já, plötur, en ekki plata, þvi það eru tveir aðilar um hituna A.A. hljóm- plötur gefa út LP plötu með lögum um þennan bangsa, en hljómplötuútgáfa, sem Magnús Kjartansson stendur að, gefur aftur á móti út fjög- urralaga hljómplötu, og nú er spurningin, hvor veröur á undan. Það hefur verið frekar hljótt um úrslitin I trimm dægur- lagakeppninni, en þátturinn hefur sannfrætt, að væntanleg sé LP hljómplata með lögum úr keppninni. Undirritaður ætlar að enda þennan pistil með þvl að beina þvl til Hannesar Jóns, að hann hafi samband við þáttinn hið fyrsta. B.V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.