Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.06.1974, Blaðsíða 19
18 TÍMINN Sunnudagur 23. júni 1974______________ Sunnudagur 23. júrii 1974 __________________________TÍMINN 23 EINN þekktasti stjórn- málamaður Fram- sóknarflokksins er Jón Skaftason alþingis- maður, sem setið hefur Samvinnan í Kópavogi: Að við höfum ekki unnið með réttum flokki, skiptir ekki öllu máli, heldur hitt að mál komust í höfn. á þingi siðan árið|1^59 i haustkosningunum, en þá var hann kjörinn þingmaður fyrir Reykjaneskjördæmi, Jón hafði þá unnið það mikla afrek, að þrefalda fylgi flokksins i Gull- bringu- og Kjósarsýslu, hinu forna kjördæmi að viðbættum Hafnarfirði. Hlaut hann þá 1800 at- kvæði. Siðan hefur fylgi Jóns aukizt jafnt og þétt, og i seinustu alþingiskosn- ingum var fylgi flokks- ins um 3,600 atkvæði. Svo mikið hefur fjölgað á Reykjanesi, að sú at- kvæðatala gerir ekki nema rúmlega til að tryggja Jóni þingsæti, ef atkvæðatölur milli flokka eru óhagstæðar. Jón Skaftason býr I Kópavogi og hefur gert siöan áriö 1955. Hann er fæddur á Akureyri og alinn upp á Siglufiröi. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri áriö 1947 og siöar lögfræðiprófi frá Háskóla Islands. Vann siðan i stjórnar- ráöinu, unz hann gerðist þing- maöur. Fá kjördæmi utan Reykjavikur Grindavík: AAesta hafnar- framkvæmd á Islandi. Grinda víkurvegurinn fullgerður. Við vorum í sam- bræðslu við Alþýðubanda- lagið og íhaldið fékk atkvæðin. eru eins óskrifaö blað og Reykja- neskjördæmi. Þar bjóða nú fram fleiri flokkar en nokkru sinni fyrr, og þar er herstööin fræga, sem blandazt hefur inn i islenzk stjórnmál frá fyrstu tið. Þetta er blómleg byggö, fiskiðnaður á háu stigi og mikil og vaxandi útgerð. Þaö vakti nokkra athygli, að Sjálfstæöisflokknum varð tals- vert ágengt I þessu kjördæmi i bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum — á kostnað vinstri flokkanna, þrátt fyrir stórfellda, sókn vinstri stjórnarinnar i at- vinnu- og félagsmálum i þessu kjördæmi, sem öðrum. Við hittum Jón Skaftason að máli nú fyrir skömmu i hita kosn- ingabarhttunnar og báðum hann að segja okkur það helzta af Reykjaneskjördæmi, og hvað efst hefur þar verið á baugi, póli- tiskar ættar, og varð hann góðfús- lega viö þvi. Fer frásögn hans hér á eftir: Framsóknarflokkurinn og kosningarnar Hafnarfjörður — Hvernig kom Framsóknar- flokkurinn út úr bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum ? — Framsóknarflokkurinn fór ekki nógu vel út úr þeim kosn- ingum, né heldur stjórnarflokk- arnir. Þetta er lika erfitt að skýra fyrir sjálfum sér og öðrum, stjórnarstefnan hafði unnið mikið gagn i hinum ýmsu sveitar- félögum. Sjálfstæðisflokkurinn jók hinsvegar fylgi sitt, sem er óskiljanlegt. Ef við tökum Hafnarfjörð sem dæmi, þá var atvinnullf lamað þar, stór- fyrirtæki búin að loka og við bæjarfélaginu blöstu ótrúlegir fjárhagsörðugleikar. Það er táknrænt, að i sama fréttatima og lesin eru kosninga- úrslitin, þar sem sagt er að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi unnið einn bæjarfulltrúa, þá er jafnframt sagt frá þvi I fréttatímanum, að fimm nýir skuttogarar hafi landað i Hafnarfirði. Þá beitti fjármálaráöherra sér fyrir þvi, að Noröurstjörnunni I Hafnarfirði var veitt fjárhagsleg fyrir- greiðsla, en reksturinn var að stöðvast. Þetta varð til þess, að Noröurstjárnan er nú blómlegt fyrirtæki, er veitir mikla vinnu. Svona mætti lengi telja. Þá hafa staöið yfir miklar opin- berar framkvæmdir i Hafnar- firði, bygging fjölbrautarskóla og menntaskóla, svo eitthvaö sé nefnt. Heitaveituframkvæmdir eru hafnar. Stjórnarstefnan, sem fylgt hefur verið á kjörtimabilinu hefur gjörbreytt bæjarbragnum I Hafnarfirði, atvinnulifinu og al- mennum hag manna og Sjálf- stæðisflokkurinn á þar ekki hlut að máli, þótt hann hafi uppskorið sigurlaunin af einhverjum ástæðum. Rikisstjórnin hafði unniö að ýmsum málum, sem legið höfðu 1 salti I áratug eða meira meðan viðreisnarmaran hvildi yfir öllu. Nú er allsstaðar verið að byggja i Hafnarfirði og almennur hagur er góður. Hefur ekki verið betri i langan tlma. Kópavogur — Úrslitin I Kópavogi ollu mér lika nokkrum vonbrigðum. , Kópavogur hefur lengi verið hið sterka vigi Framsóknarflokksins I kjördæminu, ásamt Keflavik. Þar er ungt fólk, en einhverra hluta vegna varð árangurinn i bæjarstjórnarkosningunum ekki eins góður I Kópavogi og vænta mátti. Vafalaust hefur sameiginlegur listi með Samtökum frjálslyndra og vinstri haft sitt að segja og fælt frá listanum, án þess að ég vilji þó leggja endanlegan dóm á það. Ég held að það sé almennt viðurkennt, að meira framfara- tlmabil hefur ekki verið i bæjar- málum I Kópavogi en á siðasta kjörtimabili, en Framsóknar- flokkurinn stóð þar að meirihluta. Þar bjuggumst við við betri út- komu en þar varð. Reynsla okkar er þvi svipuð og hjá öðrum, að þar sem Samtökin eru með gömlu flokkunum á framboðslistum, þá virðist það fremur fæla frá yngstu kaupstöðum landsins og þar býr ungt fólk, og heita má að fram til allra seinustu ára hafi svo til allt verið ógert i Kópavogi, af þvi sem bæjarfélögum ber að framkvæma — sé þess nokkur kostur. Kaupstaðurinn byggist ört og átti það lika sinn þátt i, að röð framkvæmda, varö að vera önnur, en i flestum bæjar- félögum. Nú standa yfir stórfelldar framkvæmdir I Kópavogi. Það er myndað meirihluta með Sjálf- stæöisflokknum. Hvað segir þú um það? —Þegar við gerðumst aðilar að bæjarstjórn i Kópavogi með Sjálfstæðisflokknum fóru i hönd framfaraár i Kópavogi. For- sendan fyrir þessu samstarfi var sú, að þaö var gengið að kröfum okkar um málefni bæjarins i helztu atriðum. Meðan hægt er að mynda meirihluta með ein- hverjum, sem vill vinna að mál- það sem mestu máli skiptir, en ekki hitt, hvort það passar Þjóð- viljanum I það og það skiptið. í bæjarstjórnum er það ekki nein hefð, að meirihlutar séu mynd- aðir I takt við rikjandi meirihluta á alþingi og ættu kommúnistar að vita það. Keflavik — í Keflavik tapaði Fram- sóknarflokkurinn einum manni i bæjarstjórnarkosningunum. Rætt við Jón Skaftason, alþingismann um Reykjaneskjördæmi og kosningarnar Jón Skaftason, alþingismaður. Jón hefur setið á alþingi siðan hann vann þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn 1959. Nú standa öll járn á að fella hann. Ihaldið og kommúnistar hafa sameinazt um að reyna að bægja honum af þingi og sprengiframboð geta orðið örlagarik, þar sem annars staðar. t haldið græðir á fiokksbrotum vinstri manna. listanum, en draga að honum fyigi- —Ég flutti i Kópavog árið 1955, átti sæti I bæjarstjórn þar á árun- um 1958-’62, þegar ég dró mig i hlé, vegna anna við þingstörfin. Óháðir kjósendur fóru þá með meirihluta I stjórn kaupstaðarins. Kópavogur er um margt sérstætt bæjarfélag. Hann er einn af Hafnir, gleymd verstöð: Frystihúsið hefur eignast part í skuttogara. Nú þarf að byggja íbúðarhúsnæði. verið að byggja upp nýjan miðbæ, sem hefur þá sérstöðu miðað við aðra bæi þessa lands, að hann er skipulagður frá byrjun, og gerum við ráð fyrir að þetta verði glæsi- legasti miðbær hér á landi, þegar framkvæmdum er lokið. 1 Kópavogi er hitaveitan það, sem fólk biður eftir með hvað mestri eftirvæntingu. Þar er um að ræða stórkostlegt hagsmuna- mál fyrir bæjarbúa, þvl að húsa- hitun með oliu er orðin dýr. Gert er ráð fyrir að hitaveitu- framkvæmdum verði .lokiö árið 1975. Gatnakerfið er ófullkomið I Kópavogi, en varanlegt slitlag hefur þó verið lagt á mikinn hluta gatna. Það verður einhver bið á að þvl sem eftir er verði kippt I lag, þvi gatnagerðina verður að leggja talsvert á hillur.a, meðan veriö er að grafa fyrir hita- veitunni, sem hefur algjöran for- gang. Ég tel hiklaust, aö þessar miklu framkvæmdir, sem ráðizt hefur verið I I Kópavogi, hefðu tæpast orðið að veruleika svo fljótt ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki komið til skjalanna, en hann hefur haft lykilaðstöðu i bæjarstjórn. Samvinna i Kópavogi — Það hcfur verið gagnrýnt, að Framsóknarmenn hafa á ný efnum flokksins og baráttu- málum, þá skiptir það ekki öllu máli hver það er heldur hvort málin komast i höfn. Okkur ber skylda til þess, gagnvart kjós- endum, að ganga til samstarfs viö þá, sem vilja vinna að hug- sjónum flokksins. Við mótuðum stefnuna að verulegu leyti á slðasta kjörtimabili, sem eins og áöur segir er eitt hið mesta framfaraskeið, sem komið hefur I Kópavogi. Aö við höfum ekki unnið með réttum flokki að þessu að sumra áliti skiptir þvi ekki öllu máli, heldur hitt, að mál komust i höfn. Ég geri ráð fyrir að sú reynsla, sem fékkst á siðasta kjörtimabili hafi haft sin áhrif á samstarfið nú. Ég vil sérstaklega taka það fram hér,að Kópavogskaupstaður hefur verið sérstaklega heppinn með embættismenn og hefur fengiðmarga góða menn til vinnu á siöasta kjörtimabili. Ég held að bæjarstjórinn njóti almenns trausts. Við vildum þvi hrófla sem minnst við stjórnkerfinu, þvi aö það hafði sýnt sig að góöu I framkvæmd. Þjóðviljinn hefur að vlsu talið mig sérstakan höfund að „ihaldssamvinnu” i Kópavogi, en ég legg ekki linur i bæjar- málum i Kópavogi. Þó styð ég og skil afstöðu Framsóknarmanna. Málefnin, að þau komist i höfn, er Kosningaúrslitin I Keflavík ollu vonbrigðum, eins og viðar á Suðurnesjum. Ekki sizt vegna þess, að það er almennt viður- kennt, að bæjarfulltrúar okkar þar hafi unnið hagsmunum bæjarfélagsins mikið gagn. Það sem veldur þessu, eru fyrst og fremst varnarmálin, sem urðu til þess að við töpuðum fylgi yfir á Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn, vegna þess að það tókst að vekja ótta fólks um að það Garða- hreppur: Garðhreppingar verða að styðja atvinnuupp- bygginguna, þótt þeir sæki vinnu í aðra bæi. myndi missa atvinnu ef varnar- liðið hyrfi úr landinu o.s.frv. Annað mál er svo það, að ef til vill hefur aldrei i sögu Keflavikur verið aflað eins mikilvirkra at- vinnutækja á jafn skömmum tima. Alls munu fjórir nýjir skut- togarar verða gerðir út frá Keflavik og nágrenni að öllu, eða verulegu leyti, og fiskvinnslu- stöðvarnar hafa verið endur- byggöar til að vera færar um að taka á móti þessum mikla afla, sem nú bætist við. Má gera ráð fyrir að þessir togarar landi um 15-20 þús. tonnum af bolfiski i Keflavik og þótt hl. aflans fari til annarra bæja, sem aðild hafa að þessum togurum, mun verulegur hluti þessa afla fara til vinnslu i Keflavlk, en þetta aflamagn er ámóta og allur þorskafli á vetrarvertiðinni. Sést af þessu, að allt kapp er lagt á að efla atvinnu- lifið i Keflavik. Herstöðin og atvinnu- mál suðurnesja Þegar herstöðin verður lögð niöur, verðum við að hafa búið þannig að atvinnullfinu I Keflavik og á Suðurnesjum, að við séum algjörlega óháð varnarmálunum og varnarliðinu Má segja, að hraðfrystiiðn- aðurinn og fiskframleiðslufyrir- tækin I Keflavik séu i fremstu röð á landinu. Þá hafa stjórnvöld aðstoöað við m^rgvislega aðra uppbyggingu i kaupstaðnum, unnið hefur verið að stórframkvæmdum I holræsa- gerð og I skólamálum, og keypt var stórt viöbótarland af einstak- lingum fyrir bæjarfélagiö. Við hefðum þvi eðli málsins sam- kvæmt, átt að vinna þarna á, ef reikningsskil milli kjósenda og stjórnmálamanna hefðu farið fram með eölilegum hætti. Okkur er þvi fyllilega ljóst, að einhver mál spila þarna inn i og þá sérstaklega herstöðvamálið, þvi að þaö vill nú svo einkenni- lega til I þessu landi, að herstöðin fer mest I taugarnar á þeim, sem lengst frá henni búa. Um Njarðvlk gegnir svipuðu máli og Keflavik, og verður að vlsa til þess, sem hér greinir að framan um úrslit kosninganna þar, en þar vann ihaldið meiri- hlut. Ég persónulega lit ekki á_ úrslit kosninganna, sem vantráust á byggðastefnu Framsóknarflokks- ins og atvinnumálapólitik stjórnarinnar, heldur sé um aö kenna ótta fólks við atvinnuleysi, ef varnarliðinu verður visað af landi brott fyrirvaralaust. — Mér er það ljóst, að það ber ekki sizt að efla atvinnullfið á Suðurnesjum, þar sem varnaclið- ið spilar inn i, þvi að það er aldrei aö vita, hve lengi nauðsyn ber til þess að hafa það i landinu. Annað væri ábyrgðarleysi. Þess vegna hefur verið lögð mikil áherzla á að efla atvinnulifið i þessu kjör- dæmi að undanförnu. Grindavik — í Grindavik er sömu sögu að segja, Ég reiknaði með meira fylgi. Við vorum þar i kosninga- samstarfi við Alþýðubandalagið og hefur það liklega fælt eitthvað af fólki frá þvi að kjósa listann og teljum við, að fylgi hafi færzt yfir á Sjálfstæðisflokkinn og á Alþýðuflokkinn. 1 Grindavik hefur verið unniö að stórframkvæmdum. Þar er nú unniö að hafnargerð, sem er lik- lega mesta hafnarframkvæmd, sem unnin hefur verið i einum áfanga á Islandi, og er þá ekkert undanskilið. Það hefur verið þjóðarsmán, hversu það hefur dregizt að gera viðhlitandi úr- bætur I hafnarmálum Grind- vikinga. Grindavik er eldforn og fræg verstöö. Höfnin þar hefur veriö dragbitur á alla þróun og ekki aðeins hvað sjálfa fiski- bátana varðar, heldur varð einnig aö skipa öt afurðum Grindvikinga frá öðrum höfum og aka þangað salti og öðrum útgerðarnauð- synjum eftir hálfófærum vegi til að koma þeim I haffær skip til út- flutnings Nú hefur Grindavikur vegur verið lagður með varan- legur slitlagi og .er komið hrað- brautarsamband við Reykjavlk og Keflavik. Verstöð hafin til nýrrar virðingar Gerum viö ráð fyrir, að þegar hafnarframkvæmdum er lokið, þá verði Grindavik ein þýðingar- mesta verstöð þessa lands, og er þ!L engin önnur verstöð undan- skilin. Hvergi er eins stutt á gjöful fiskimið og frá Grindavík, bæði beint út og til vesturs og austurs og þeim fjármunum, sem þarna hefur verið varið, er ekki á glæ kastað. Fyrir þá, sem að þessu hafa staðið er það lika sérstök ánægja að hafa átt þátt i þvi að hefja eina merkustu verstöð þessa lands til viröingar og fram- fara. Ef við vikjum aðeins að Grindavfkurveginum, þá er hann dæmi um miklar framfarir. Vinstri stjórnin lét leggja þennan veg. Hann tryggir ágætar sam- göngur og hann tryggir þjónustu og veitir öryggi, auk þess að hann sparar bifreiðaeigendum. fé. Hann færir Grindavik inn i byggðakjarnann á Suð-Vestur- landi og þetta hefur haft þau áhrif, að húseignir hafa hækkaö i verði I Grindavik, og ný ibúðar- hús þjóta upp. Heil hverfi hafa bætzt viö, þar sem litið sem ekkert var byggt áður. Stækkandi bæir munu veita aukna þjónustu til þeirra, sem þar búa. — Það er ekki ennþá búið að mynda meirihluta i bæjarstjórn Grindavikur, þegar þetta er talað. Þar voru, sem áður sagði sambræöslulistar, en nú riður á að þróttmikil bæjarstjórn taki við, þar sem fyrst. Gleymda verstöðin Það er lika rétt að vikja örlitið að annarri fornri verstöð, sem nú lifir tlmamót, en það eru Hafnir Hafnir er forn verstöð og var fjöl- menn á sinni tið. Þrjú stórbýli Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn mynduðu kjarna og skammt var til Básenda, sem var verzlunarstaður, unz hann tók af I sjávarflóði árið 1899. Um allangt skeið hefur litiö frystihús verið i Höfnum, en eigendaskipti voru tið og staðurinn hálfgleymdur, þvi þegar opnu skipin hurfu og vél- bátaöldin hélt innreið sina, þá voru Hafnirnar ekki samkeppnis- hæfar. Kirkjuvogurinn ætti þó að geta boðið upp á betri aðstöðu, en þar er núna. Smábátaútgerð var þó haldið áfram, en afli hand- færabáta er stopull I stirðri tið, þvi að Atlantshafið þrumar þar á skerjum og flúðum. Lifið gekk þó sinn vanagang i Höfnum, en framfarir voru i lágmarki. Nú er hins vegar athyglisverð þróun i byggðamálum i Höfnum. Frystihúsið hefur fengið part i skuttogara, sem keyptur var frá Noregi. Togarinn verður gerður út frá Keflavik en hluta aflans verður ekið til Hafna til vinnslu, þar og nú er svo komið, aö farið er að hugsa til byggingar á ibúðarhúsnæði, til þess að fólk geti setzt þarna að og tekið þátt i atvinnulifi og uppbyggingu. Mér er sérstök ánægja að geta skýrt frá þessu hér, þótt ef til vill finnist einhverjum þetta ekki skipta sköpum, hvort ein litil ver- stöð lifir, eða leggst af. Engir sigrar byggðastefnu okkar eru smáir, heldur þýðingarmiklir, þvi aö þeir eru spor i rétta átt. Sandgerði Garður og Vogar Af Sandgerði er það að segja, að það á að vinna fyrir mikiö fé i höfninni þar i ár. Bæjarbragur hefur breytzt til hins betra i Sand- gerði og Garði, þar sem varan- legt slitlag hefur verið lagt á götur. Nokkuð vantar þó á að hringvegur, Keflavik, Sandgerði, Garður sé með varanlegu slitlagi, en það er brýnt að ljúka þvi verki sem fyrst, þvi að tenging byggða kjarnanna á Suðurnesjum er mjög dýrmæt fyrir þetta byggðarlag. Þá er rét að vikja ögn að Vatn- leysuströndinni og Vogunum. Þar eru hafnarmálin efst á baugi, og þar hefur verið mikið byggt að undanförnu. Verulegur skriður kemst þó ekki á byggð þarna, fyrr en hafnarskilyrðin hafa verið bætt. Þarna eru vel rekin fyrirtæki, sem standa fyrir sinu og atvinna er mikil. Garðahreppur og at- vinnulif skiptir máli Garðahreppur er einn nýjasti bærinn, eöa sveitarfélag, sem er að breytast i bæ. Flestir ibúanna eru fjölskyldur sem flutt hafa þangað til þess að geta reist sér einbýlishús I friðsælum hverfum. Reykjavikurborg hefur ekki getaö annað eftirspun eftir byggingalóöum og þvi hafa menn sótzt eftir að fá að byggja i ná- grannasveitarfélögunum. A þessu verður að gera nokkurn greinarmun, þvi oftar flytja menn, á Islandi, til þess að fá at- vinnu. Byggðastefnan og hin mikla sókn I atvinnumálum, sem staðið hefur nær allt kjörtimabilið hittir Garöahrepp ekki i sama mæli beint i hjartað, eins og aðra kaup- staði og kauptún þessa lands, sem margt hafa átt undir stjórn- völdum. Þarna fékk ihaldið alla hreppsnefndarmenn kjörna nema einn. Garðhreppingar hafa þvi greinilega ekki komið auga á, að hagur manna er sameiginlegur á tslandi, og þótt afskipti hrepps- félagsins séu ekki tengd atvinnu manna og endurreisn atvinnu- veganna, þá verða Garð- hreppingar að styðja upp- bygginguna i landinu, þvi að þeir verða að hafa vinnu, þótt hún sé sótt til staða utan sveitar- félagsins. Þó eru þegar nokkur myndar- leg fyrirtæki i Garðahreppi, og þar ber hæst skipasmlðastöðina STALVIK. Skipasmiðastöðin hleypti af stokkunum fyrsta skuttogaranum, sem smiðaður er hér á landi, B/V STALVIK, sem fór til Siglufjarðar, og þaö var stór stund i lifi manna, er skipið hljóp af stokkunum. Rikisstjórnin hefur gert mikiö átak i skipasmiði sem var aö leggjast af i tiö „viðreisnarinnar” I Bessastaðahreppi er nú unniö að skipulagsstörfum og undir- búnar ibúöabyggingar o.fl. Framhald á bls. 28 og 29 Seltjarnarnes: Þar una menn glaðir við sitt og kjósa íhaldið. „ÍSBJÖRNINN" fluttur burt, stærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Skuttogarinu Sufiurnes. Hafnh hin forna verstöö, sem gleymdist, hefurj fengj|j part j skuttogara og þaö mun gjörbreyta framtíöarhorfum þessa fámenna, en fornfræga byggöarlags.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.